Tíminn - 16.08.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.08.1989, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 16. ágúst 1989 Tíminn 9 8 Tíminn; Miðvikudagur 16. ágúst 1989 Kal í túnum, sein spretta og rokbyljir hamla heyskap Heyskapur er misvel á veg kominn á landinu. Sláttur byrjaði víðast hálfum mánuði til þremur vikum seinna en í meðalári og þess eru dæmi að bændur hafi byrjað mánuði seinna að slá en venjulega. Það má segja að tíðarfarið í sumar hafi verið mjög „nýrómantískt" á landinu, og ýmist í ökla eða eyra. Ein- kennist af aðgerðarlausu veðri, óþurrk- um eða hvassviðri. Þannig hafa bændur á Austurlandi náð inn góðum heyjum og j flestir búnir eða um það bil að halda sín töðugjöld, á meðan bændur vestanlands og horfa á eftir sinni töðu á haf út í norðaustan beljanda, dag eftir dag. Undanfarna daga hefur víða verið mjög hvasst og fréttir berast af því að hey hafi fokið af túnum og á sumum stöðum í töluverðu magni. Haft er eftir ferða- mönnum er áttu leið um Barðastranda- sýslu um síðustu helgi að stormur hafi þar valdið búsifjum og á bænum Hvammi í Barðastrandarhreppi fullyrti einn við- mælenda blaðsins að rúllubagga, sem eru á bilinu 400-600 kíló að þyngd, hafi hrakið undan veðrinu. Ástandið aldrei jafn slæmt í Barðastrandarsýslu Að sögn Þórarins Sveinssonar bónda og ráðunauts á bænum Hólum í Króks- fjarðarnesi hefur í vikutíma verið svo hvasst að bændur hafa ekki treyst sér til að hreyfa við heyjum sem liggja á túnum. Margir bændur hafi orðið fyrir verulegum skaða vegna þess að hey þeirra hafi fokið og víða séu skurðir fullir af töðu sem skóf af túnum í þeim byljum er gengið hafa yfir. Þórarinn kvaðst hafa verið ráðunaut- ur á þessu svæði í sautján ár og sjaldan eða aldrei séð ástandið jafn slæmt og það er núna víða á bæjum í Barðastrandar- sýslu. Undanfarna daga hefur verið ríkj- andi mjög hvöss norðaustanátt á þessu svæði og sagðist Þórarinn hafa það eftir Eftir Árna Gunnarsson manni sem komið hefði til sín á mánudag, keyrandi frá Rauðasandshreppi sem er vestast í sýslunni, að alla leiðina hefði mátt sjá meira og minna tjón vegna heyfoks. Heyið fýkur jafnóðum og það er slegið Þórarinn sagði að á bæ stutt frá sér hefðu fimmtán hektarar verið slegnir í sumar og það væri mest eða allt fokið og ekki búið að ná neinu heyi í hlöðu. Þetta væri ekki einsdæmi því hann vissi um fleiri en einn og fleiri en tvo bæi þar sem ekki væri búið að ná inn einu einasta strái. Hvassviðri var einnig mikið á Snæfellsnesi og þar máttu sumir bændur sjá á eftir heyi sínu á haf út án þess að geta nokkuð að gert. Hjá Fóðuriðjunni í Ólafsdal sém stend- ur við Gilsfjörð, fengust þær upplýsingar að nú þegar væri búið að panta upp alla framleiðslu sumarsins, en vanalega panta bændur ekki grænfóður fyrr en í byrjun vetrar, eða seinna. Þessar pantanir má rekja til þess að menn séu að birgja sig upp fyrir veturinn vegna lítilla heyja það sem af er sumri. Síðast liðinn iaugardag fauk einnig hey af túnum hjá bændum undir Eyjafjöllum í kringum Rangárvelli. Veiðimenn sem voru við laxveiði í Rangá sama dag sögðust giska á að vindhraðinn hefði náð sjö til níu vindstigum í verstu hryðjunum og þá hefði vatnið hreinlega skafið af ánni. Að sögn veiðimannanna mátti víða sjá hálf þurrt hey fjúkandi til á túnum í kringum Hvolsvöll. Þá fauk hey einnig af túnum í Borgarfjarðarsýslu og í Skaga- firði, en ekki er vitað um teljandi skaða þess vegna. Austanlands og norðaustanlands hefur bændum hins vegar gengið vel við hey- annir og þó svo að heyfengur sé ekki meiri en í meðalári segja menn heyin góð og samkvæmt upplýsingum frá Búnaðar- sambandi Austurlands eru hey þar miklu betri en í fyrra. Eyðijarðir nýttar í hallæri Almennt talað er hægt að segja að heyskapur hafi gengið þokkalega fyrir sig í innsveitum norðanlands, fyrir austan og á Suðurlandi, þó að tíð hafi verið rysjótt og eru bændur á þessum svæðum víðast búnir að ljúka seinni slætti. Heyskapur gengur verr vestanlands og á vestfjörðum og á annesjum fyrir norðan, þar komu tún kalin undan snjó og klaka í vor og spretta gekk seinna fyrir sig en í meðalári. Kal í túnum hefur víða valdið erfiðleik- um, en bændur hafa á sumum stöðum gripið til þess ráðs að nytja tún á eyðijörðum, eða jörðum þar sem hefð- bundinn búskapur hefur lagst af. Fljótamenn rétt að byrja í Fljótum í Skagafirði komu tún illa undan vetri og sumstaðar verulega skemmd af völdum kals. Fljótabændur hafa sumir náð litlu sem engu heyi. Að sögn bónda sem rætt var við í gær er heyskapur rétt að byrja á sumum bæjum í Fljótunum og þeir sem lengst eru komnir eru um það bil hálfnaðir. Mikið kal var í Fljótum í vor, enda tók snjóa seint upp vegna kulda. Sá bóndi sem Tíminn ræddi við í gær sagði að af sínum túnum hefðu um það bil sjö hektarar verið það illa farnir að ekki hefði þýtt að bera á þá. Ofan á þetta bættust kalskellur í túnum sem borið hefði verið á. Astandið er þó ekki afleitt því að bændur í Fljótum og víðar um landið hafa gripið til þess ráðs að bera á og nytja tún á eyðijörðum og öðrum jörðum í nágrenninu þar sem hefðbundinn bú- skapur er ekki lengur stundaður. Þá virðist sem kalið hafi ekki alls staðar náð að drepa grasrótina, því víða eru kalin tún að ná sér aftur og gróður að koma upp á dauðum skellum. En það er fleira en kalskemmdir og dræm spretta framanaf sem hrjáð hefur bændur í Fljótunum. Veðrið er búið að vera þeim óhagstætt undanfarinn mánuð, ýmist rigning eða lognmolla, þó að einn og éinn sæmilegur dagur hafi komið inn á milli. Þó að ekki hafi viðrað til þurrhey- skapar, nema til að taka í súgþurkun, hefur spretta verið góð undafarnar vikur, enda veitti ekki af þar sem sláttur hófst ekki almennt fyrr en mánuði á eftir því sem venjulegt er. Rúllurnar ekki hentugar á snjóþungum svæðum? Eins og þeir, sem fylgjast með landbún- aði, muna voru rúllubindivélar og plast- pökkunarvélar mikið auglýstar, en slík tækni gerir bændum kleift að taka ljáinn lítið þurrkaðan upp af túnununum, rúlla upp í bagga og vefja síðan baggana í loftþétta plastfilmu. Til þessara ráða hafa bændur gripið víða í óþurrkunum. Fljóta- menn hafa þó ekki farið út í fjárfestingu slíkra tækja, vegna þess hve snjóþungt þar er á veturna. Sá bóndi sem rætt var við vildi meina að til þess að þeir gætu nýtt sér þessa tækni þyrftu þeir að koma öllum rúllum inn í hlöðu, lægju baggamir á túnum úti mundu þeir bæði finnast seint og illa í snjónum og eins yrði mikið verk að grafa þá upp. Heyið hrekst eða sprettur úr sér Þær upplýsingar fengust hjá Búnaðar- sambandi Dalamanna að þar væri vitað um bændur sem engum heyjum hefðu náð. Eins og í Fljótum var mikið um kalskemmdir í Dalasýslu, samhliða köldu vori. Þar hafa verið óþurrkar síðan heyskapur hófst og fáir góðir dagar komið það sem af er sumri. Heyskapur er um það bil hálfnaður og nú bíða menn eftir þurrki, en tún eru, eins og víðar um landið, orðin það mikið sprottin að bændur neyðast til að slá þau áður en grasið sprettur úr sér. Þær upplýsingar fengust úr Húnavatns- sýslum að þar hefðu óþurrkar herjað á bændur að undanförnu og þar er hey sumstaðar farið að hrekjast til skaða. Þrátt fyrir votviðri undanfarnar vikur hefur verið hlýtt í veðri og spretta þar af leiðandi góð og tún byrjuð að spretta úr sér. Kal reyndist vera sumstaðar í túnum þegar snjóa leysti í vor og á það aðallega við á bæjum á Skaganum og inn til dala. Skemmdir þessar eru ekki verulegar. Bændur á Skaganum heyja mikinn hluta töðu sinnar í vothey og eru þess vegna minna háðir veðri og vindum en þeir sem eiga allt sitt undir veðri og vindum. Heyskapur hefur gengið þokkalega í Skagafirði þrátt fyrir langan óþurrkakafla þar til um síðustu helgi, og þar hafa bændur margir lokið við fyrri slátt og byrjað að slá upp tún. Sömu sögu er að segja úr Eyjafirði. Bændur í innanverð- um firðinum eru flestallir búnir að ná inn sínum heyjum, en spretta fór seinna af stað utan með firðinum og þar af leiðandi heyskapur allur. Lítið um að menn ætli að slá tún sín tvisvar Vegna þess hve seint spratt í vor ætla bændur almennt ekki að slá mikið upp. Bæði vegna þess að sláttur hófst það seint að háin nær ekki að spretta nóg til þess að unnt sé að slá hana með góðu móti og einnig vegna þess að bændur þurfa á högunum að halda fyrir kýr, og fé þegar það kemur af fjalli. Þá eru einnig nefndar aðrar ástæður til sögunnar. Sumstaðar þar sem vel hefur heyjast, eins og til dæmis á Austurlandi þurfa bændur ekki á frekari heyjum að halda og bóndi sem rætt var við í Mývatnssveit sagði að vegna þurrka í vor væri ekki með góðu móti unnt að slá há, þó svo að vætan hefði verið nóg að undanförnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.