Tíminn - 06.09.1989, Síða 15

Tíminn - 06.09.1989, Síða 15
Miðvikudagur 6. september 1989 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Frjálsar íþróttir: Trina Solberg á stera lyfjum Norska spjótkasts - drottn- ingin Trina Solberg hefur orðið uppvís að notkun stera lyfja. í þvagsýnum sem tekin voru að lokinni B- Evrópukeppninni í Strasbourg í síðasta mánuði, grcindust merki þess að Sol- berg hafi neytt stera lyfja. Solberg, sem er 23 ára setti 7 norsk met á árunum 1981- 1985. Hún hefur nú verið dæmd í 2 ára bann frá allri keppni. Tapio Korjus hættur keppni Finnski spjótkastarinn Tapio Korjus, sem sigraöi í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Seoul, hefur ákveðið að hætta alfarið keppni. Korjus hefur átt við hand- armeiðsl að stríða allt frá því hann hreppti gullið í Seoul. Á sunnudaginn keppti hann í síð- asta sinn og náði ágætum ár- angri, sigraði á móti í heima- landi sínu með því að kasta spjótinu 82,40 m. Korjus, sem er íþróttakenn- ari að mennt, ætlar að taka lífinu með ró fyrst um sinn og snúa sér síðan að þjálfun. Knattspyrna: Fyrrum stjarna Juventus fórst í umferðarslysi Gaestano Scirea 36 fyrrum varnarmaður Juventus og ít- alska landsliðsins, fórst í um- ferðarslysi á sunnudaginn. Scirea, sem lék með ítalska landsliðinu í þremur heims- meistarakeppnum og var í sigurliði Ítalíu 1982, var á ferðalagi í Póllandi á vegum Juventus-liðsins þegar slysið varð. Scirea starfaði sem að- stoðarframkvæmdastjóri liðs- ins og var staddur í Póliandi til að njósna um lið Gornik, mót- herja Juventus í fyrstu umferð UEFA-keppninnar. Bíllinn sem Scirea var í ók á sendibíl og varð þegar alelda. Tveimur dögum fyrir slysið fórst fyrrum fyrirliði pólska landsliðsins, Kazimierz Deyna í umferðarslysi í Bandaríkjun- um. Deyna var 41 árs gamall. Chile-búargengu af leikvelli Um helgina áttust Brasil- íumenn og Chile-búar við í undankeppni HM í knatt- spyrnu. Leikurinn var nokkurs konar úrslitaleikur um hvor þjóðin öðlaðist keppnisrétt í lokakeppninni á Ítalíu á næsta ári. Leikurinn fór fram í Rio de Janeiro og heimamönnum nægði jafntefli. Gamli íslenski málshátturinn „Hætta skal leik þá hæst hann ber“ var í háveg- um hafður þar syðra, því þegar, rúmar20mín. voru til leiksloka gengu Chile-búar af leikvelli allir sem einn. Brotthvarf Chile-búanna kom f kjölfar þess að markvörður þeirra fékk fiugeld í höfuðið, að því er virtist. Brasilíumenn höfðu þá skor- að eitt mark, en það dugar væntanlega skammt, því dóm- ari leiksins flautaði leikinn af. Pað kemur því í hlut FIFA af skera úr um hvort leikið skal að nýju og þá á hlutlausum velli. Brasilíumenn sýndu Chile- búum allt annað en gestrisni á sunnudaginn, því þjóðsöngur Chile var baulaður niður af áhorfendum fyrir leikinn. Sam- kvæmt fréttaskeytum voru 141.072 áhorfendur á leiknum. BL EM í knattspyrnu U-21 árs: Eyjólfur með fernu Frá Jóhannesi Bjarnasyni íþróttafréttarítara Tímans á Akureyrí: Eyjólfur Sverrisson lcikmaður með Tindastól á Sauðárkróki átti algjöran stórleik í gærkvöldi, þegar ■slenska landsliðið í knattspyrnu skipaö leikmönnum 21 árs og yngri vann 4-0 sigur á Finnum í undan- keppni Evrópumótsins, en leikurinn fór fram á Akureyrarvelli. Eyjólfur fetaði í fótspor Ríkharð Jónssonar, með því að skora öll mörk íslands í leiknum. Ríkharður er eini íslendingurinn hingað til, sem skorað hefur 4 mörk í sama landsleiknum, en það gerði hann 29. júní 1951 þegar ísland vann 4-3 sigur í Svíum í vígsluleik Laugardalsvall- ar. Fyrsta markið gerði Eyjólfur með skalla á 41. mín. eftir fyrirgjöf frá -Þegar ísland vann Finnland 4-0 Ólafi Pórðarsyni og þar við sat í leikhléinu. Á 64. mín. leit annað skallamark dagsins ljós er Eyjólfur rak enda- hnútinn á fyrirgjöf Haraldar Ingólfs- sonar. Þriðja markið kom 2 mín. síðar, Eyjólfur vann knöttinn af tveimur varnarmönnum Finna og vippaði knettinum síðan yfir mark- vörðinn. Fjórða markið skoraði Sauðkrækingurinn síðan á 87. mín. Dæmd voru skref á finnska mark- vörðinn og Eyjólfur fékk knöttinn úr óbeinu aukaspyrnunni og hamr- aði honum í fjærhornið. Litlu munaði að Eyjólfur gerði fleiri mörk í leiknum og dómarinn sleppti augljósri vítaspyrnu á Finna, þegar Eyjólfi var brugðið í vítateign- Undankeppni HM í knattspyrnu: Kveður 1 H el Id með sigri - Nýr skipstjóri í brúnni hjá A-Þjóöverjum Næst síðasti leikur Islendinga í undankeppni Heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu fer fram á Laug- ardalsvclli í dag kl. 18.00, er A-Þjóð- verjar mæta til leiks undir stjórn síns nýja framkvæmdastjóra Eduard Ge- yer. Hjá íslenska liðinu verður mál- um hins vegar öfugt farið, liðið leikur í síðasta sinn undir stjórn V-Þjóðverjans Sigfried Held. Ljóst er að Guðni Kjartansson verður við stjórnvölinn í leiknum gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli 20. september í lokaleik íslendinga í undankeppninni. Gunnar Oddsson úr KR var kall- aður í landsliðshópinn, eftir að ljóst var að Sigurður Jónsson kæmi ekki í leikinn. Líkleg uppstilling íslenska liðsins á morgun er þessi: Bjarni Sigurðs- son, Agúst Már Jónsson, Guðni Bergsson, Sævar Jónsson, Gunnar Gíslason, Pétur Arnþórsson, Ragn- ar Margeirsson, Ásgeir Sigurvins- son, Arnór Guðjónsen, Guðmundur Torfason og Sigurður Grétarsson. Leikurinn er mjög mikilvægur fyr- ir okkur íslendinga, því hugsanlega gætum við unnið okkur upp um styrkleikaflokk og þá fengið hag- stæðari mótherja, næst þegar dregið verður í HM riðla. Allir á völlinn, áfram ísland. BL Körfuknattleikur: Bandaríkjamaðurinn Tommy Lee, sem leika mun með og þjálfa lið IR í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik í vetur, er væntanlegur til lands- ins í dag eða á morgun. Með komu Tommy eru allir erlendu leik- mennirnir sem leika munu í úrvals- deildinni komnir til landsins, ef frá er talinn arftaki Brians Hagwoods hjá Þór, en Akureyrarliðið ákvað að losa sig við hann og leita eftir öðrum leikmanni. Njarðvíkingar hafa farið þess á leit við ÍR-inga að fá Tommy Lee lánaðan í Evrópuleiki félagsins. Njarðvíkurliðið tekur sem kunnugt er þátt í Evrópukeppni bikarhafa. Fastlega má búast við því að ÍR-ing- ar verði við þessari beiðni Njarðvík- inga, en leyfilegt er að nota tvo erlenda leikmenn í Evrópukeppn- inni. Jonathan Bow, Bandaríkjamað- urinn sem leika mun með liði Hauka í úrvalsdeildinni í vetur, mun leika með KR í Evrópukeppninni. Bow mun því leika við hlið sovéska landsliðsmannsins Anatoli Kovtoum í austur-vestur liði KR. Keflvíkingar ætla ekki að fá annan Bandaríkjamann til liðs við sig fyrir Evrópuleiki sína. Að sögn eins for- ráðamanns ÍBK liðsins, kom til greina að fá Bandaríkjamann þeirra Grindvíkinga lánaðan í leikina, en horfið var frá því þar sem menn vildu nýta leikina sem best sem æfingu fyrir íslandsmótið, frekar en að dreyma um að komast áfram í keppninni. BL Körfuknattleikur: Hagwood rekinn - Þórsarar leita sér aö öörum Bandaríkjamanni Frá Jóhanncsi Bjarnasyni íþróttafrétta- rítara Tímans á Akurcyrí: Stjórn körfuknattleiksdeild- ar Þórs hefur rekið Banda- ríkjamanninn Brian Hagwood, þar sem hann var ekki talinn standa undir þeim kröfum sem til hans voru gerðar, hvorki sem leikmanns né þjálfara. Hagwood er þegar farinn frá Akureyri. Þórsurum þótti Hagwood of þungur og fannst hann ekki leggja nægjanlega hart að sér á æfingum. í æfingaleik gegn Tindastól um síðustu helgi þótti Þórsurum sýnt að Hag- wood væri ekki sá leikmaður sem þeir reiknuðu með og því létu þeir hann fara. Sem þjálf- ari þótti hann heldur ekki standa sig í stykkinu. Þegar er hafin eftirgrennslan eftir öðrum leikmanni til að þjálfa og leika með Akureyrar- liðinu í Úrvalsdeildarkeppn- inni sem hefst í byrjun október. JB/BL um á 10. mín. Tveir Finnar fengu að lr'ta gula spjaldið í leiknum fyrir að sparka Eyjólf niður, en þeir finnsku áttu í miklu basli með drenginn í leiknum. Ólafur Þórðarson brenndi af úr dauðafæri í tvígang í leiknum og í annað skiptið á óskiljanlegan hátt. íslenska liðið átti all góðan leik í gær og erfitt er að taka einn leikm- ann út úr annan en Eyjólf. ísland hefur nú 4 stig í 2. sæti riðilsins, en V-Þjóðverjar komast líklega einir upp úr riðlinum í úrslit, þeir hafa 7 stig. Tommy Lee með Njarðvík- ingum í Evrópukeppninni Evrópukeppnin í körfuknattleik: UMFN gegn Leverkusen - Keflvíkingar og KR-ingar drógust gegn enskum liðum í gær var dregið í 1. umferð Evrópukeppninnar í körfuknatt- leik. Islensk lið hafa ekki tekið þátt í keppninni undanfarin ár, en þrjú lið héðan taka þátt í keppninni að þessu sinni. íslandsmeistararnir frá Keflavík drógust gegn enska liðinu Bracknell. Fyrri leikur liðanna fer fram í Keflavík 26. september, en síðari leikurinn fer fram ytra þann 5. október. Lið Bracknell er geysisterkt. Með liðinu leika einir 4 Banda- ríkjamenn með ensk vegabréf og Argentínumaður að auki. íslenska landsliðið lék æfingaleik gegn Bracknell í vor og tapaði með 40 stiga mun. „Mér líst mjög vel á að fara til Englands, það er betra en að lenda í Belgíu eða Hollandi. Hins vegar er lið Bracknell mjög sterkt og möguleikar okkar á að komast áfram í keppninni eru harla litlir,“ sagði Stefán Arnarson unglinga- þjálfari úr Keflavík í samtali við Tímann. Bikarmeistarar Njarðvíkinga drógust gegn v-þýska liðinu Bayer Leverkusen. Liðin leika fyrri leik- inn ■' Njarðvík 26. september, en síðari leikurinn fer fram í V-Þýska- landi 3. október. „Það er Ijóst að þetta þýska lið er mjög sterkt og við gerum okkur ekki miklar vonir um að komast áfram. Hins vegar mununi við leggja allt ■' sölurnar til þess að vinna þá á heiniavelli," sagði Gunnar Gunnarsson formaður körfuknattleiksdeildar UMFN eft- ir dráttinn í gær. KR-ingar taka þátt í Evrópu- keppni félagsliða og leika gegn Hemel Hemstead frá Englandi í 1. umferð. KR-ingar eiga heimaleik sinn á undan, 27. september, en síðari leikurinn fer fram ■' Englandi 4. október. „Við höfum stefnt að því frá upphafi að komast í 2. umferð kcppninnar. Þetta lið er sterkt, en var sterkara hér á árum áður og við vitum að það er ekki cins sterkt og lið Bracknell. Ætli við lendum ekki í Sovétríkjunum ■' 2. umferð, ef dæmið gengur upp,“ sagði Sig- urður Hjörleifsson framkvæmda- stjóri körfuknattleiksdeildar KR er Tíminn bar dráttinn undir hann ■ gær. Ljóst er að mótherjar íslensku liðanna eru ekki af lakari endan- um, en þátttaka liðanna ætti að verða körfuknattleiksíþróttinni hér á landi til framdráttar og mikið fagnaðarefni að á ný skuli íslensk lið vera með í keppninni. BL „ekkl /"^ bara (<* - hepP0’V^1 Laugardagur kl.13: :55 36. LEIKV IKA- 9. S6 pt. 1989 III m 2 Leikur 1 Arsenal - Sheff. Wed. Leikur 2 Aston Villa - Tottenham Leikur 3 Chelsea - Nott. For. Leikur 4 C. Palace - Wimbledon Leikur 5 Derby - Liverpool Leikur 6 Everton - Man. Utd. Leikur 7 Luton - Charlton Leikur 8 Man. City - Q.P.R. Leikur 9 Millwali - Coventry Leikur 10 Norwich - Southampton Leikur 11 Leeds - Ipswich Leikur 12 Sunderland - Watford Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN s. 991002 NYR HÓPLEIKUR !!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.