Tíminn - 08.09.1989, Page 5

Tíminn - 08.09.1989, Page 5
Föstudagur 8. september 1989 Tíminn 5 Ríkið greiddi litgreiningarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara til að efla tískuvitund þeirra: Samningurinn um skiptingu sameiginlega loðnustofnsins gerir frekari samningaviðræður mögulegar: Karfi og rækja næst á dagskrá Sameiginleg hagsmunamál Grænlands og íslands á sviði sjávarút- vegs voru til umræðu á fundi sjávarútvegsráðherra þjóðanna, þeim Kaj Egede og Halldórs Ásgrímssonar sl. mánudag. Ráherrarnir ræddu ýmis atriði er snerta framkvæmd loðnusamnings- ins milli íslands, Grænlands og Noregs, eins og Tíminn hefur greint frá. Á fundinum kom fram að Grænlendingar stefndu að því að koma upp loðnuveiðiskipum til að veiða þann hluta loðnuaflans sem kemur í hlut Grænlands samkvæmt samningnum. Á meðan því markiði er ekki náð munu Grænlendingar selja veiðiréttinn til annarra. Grænlendingar hafa ekki ráðstaf- að 41 þúsund lestum af kvóta yfir- standandi vertíðar og eru þeir tilbún- ir til að bjóða íslenskum aðilum 31 þúsund lestir til kaups á hliðstæðum kjörum og gilt hafa gangvart fær- eyskum útgerðarmönnum. Græn- lendingar lögðu á það áherslu að með þessari sölu væri lagður grunnur að samvinnu um landanir græn- lenskra loðnuskipa hjá íslenskum verksmiðjum á komandi árum. Þá ræddu ráðherrarnir einnig ýmsa aðra möguleika til samstarfs um nýtingu loðnustofnsins í framtíðinni. Ráðherrarnir voru sammála um að samningurinn um skiptingu loðnustofnsins gerði það mögulegt að taka upp samningaviðræður um nýtingu annarra sameiginlegra stofna eins og karfa- og rækjustofns- ins. Ákveðið var að fela embætti- smönnum að hefja undirbúningsvið- ræður þegar á næsta vetri. Þá voru aðilar sammála um að auka samstarf á sviði hafrannsókna landanna í milli. Ráðherrarnir ræddu ennfremur nýtingu sjávarspendýra. Það kom fram að viðhorf í báðum löndum eru á þá leið að sjávarspendýr séu nátt- úruauðlind sem beri að nýta á sama hátt og aðrar auðlindir hafsins. Af hálfu íslands var lýst yfir ánægju með niðurstöður af alþjóða hvala- talningarverkefninu sem fram fór á Norður-Atlantshafi í sumar. Hvalar- annsóknaráætlun Hafrannsóknar- stofnunar sem nú er senn að ljúka, leiðir til þess að áætla stofnstærð ýmissa hvalastofna hér við land með meiri vissu en hingað til og mun ísland byggja tillögur á vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðsins um nýtingu hvalastofnanna á niðurstöðum þess- ara rannsókna. Að hálfu Grænlands var því lýst yfir að þeir muni í framtíðinni taka þátt í samvinnu ríkja við N-Atlantshaf um skynsam- lega nýtingu sjávarspendýra sem hófst með fundi á íslandi á síðasta ári og var framhaldið með fundi í Færeyjum á þessu ári. Þróun mála innan Evrópubanda- lagsins og þau áhrif sem hún kemur til með að hafa fyrir þau lönd sem standa utan við bandalagið, var einnig rædd meðal ráðherranna. Af íslands hálfu var upplýst að teknar hafi verið upp viðræður við Evrópu- bandalagið um sjávarútvegsmál, en að hálfu Grænlands var skýrt frá efnisatriðum nýs fiskveiðisamnings þeirra við bandalagið. -ABÓ Nýlega luku 15 framhaldsskólakennarar litgreiningarn- ámskeiði hjá Heiðari Jónssyni snyrti en námskeiðið var skipulagt gegnum endurmenntunarnefnd Háskólans sem fær styrk frá Menntamálaráðuneytinu til námskeiðahalds af þessu tagi. Heiðar Jónsson sagði í samtali við Tímann að námskeiðinu hefði verið valið heitið „Litir og form“ en á því var farið var í litgreiningu og vaxtargreiningu, þ.e. greiningu á líkamsbyggingu. Sagði Heiðar að námskeiðið hafi átt að efla tískuvitund kennaranna sem kenna handmennt í framhaldsskólum. Umrætt námskeið var tuttugu stundir og gefur því punkta til launahækkunar, jafnvel um um einn launaflokk, eða 3%. Sem dæmi má taka að fyrir kennara með 60 þúsund króna dagvinnu- laun þýðir þátttakan á námskeið- inu 1800 krónur í launahækkun á mánuði eða 21.600 krónur á ári. Á hverju ári greiðir Mennta- málaráðuneytið ákveðna upphæð í endurmenntun framhaldsskóla- kennara og sér endurmenntunar- nefnd Háskólans um að ráðstafa þeim peningum og skipuleggja námskeiðin. Margrét Björnsdóttir endurmenntunarstjóri sagði við Tímann að sú leið væri farin að leyfa kennurum að ráða sem mestu um val viðfangsefna, til að tryggja að námskeiðin gagnist þeim í kennslunni. Hefði ósk komið frá handmenntakennurum í fram- haldsskólum um að námskeið í litavali og litgreiningu yrði haldið og átti námskeiðið að verða til stuðnings við kennslu í fatasaumi. Sagði Margrét að í upphafi hefði staðið til að fá leiðbeinanda frá útlöndum en það hefði verið of dýrt þannig að farið var þess á leit við Heiðar Jónsson að hann sæi um námskeiðið og útbjó hann sérstakt námskeið fyrir kennarana. Mar- grét bætti því við að þátttakend- urnir hefðu verið mjög ánægðir með námskeiðið. Efld tískuvitund Tíminn hafði samband við Heið- ar Jónsson snyrti og innti hann eftír því hvernig þetta námskeið hafi ^erið byggt upp. „Námskeiðið var sett upp sem námskeið fyrir þessa tilteknu aðila í litum og þá sérstak- lega litgreiningu. Þó ekki þannig að þetta fólk gæti litgreint heldur að það vissi nákvæmlega í hverju slík greining felst. Einnig fór ég dálítið inn á litasálfræði, eða það hvaða áhrif litir hafa á okkur. Þá tók ég einnig fyrir líkamsform, þ.e. hvernig fólk á að klæða sig eftir vaxtalagi og persónuleika. Þannig reyndi ég að miðla til kennaranna þeirri formfræði sem ég vinn út frá. - Þannig að við kölluðum námskeiðið „Liti og form“. Heiðar sagði að námskeiðið Heiðar Jónsson snyrtir Tímamynd: Ámi Bjarna hefði staðið yfir í viku. „Það er þessi regla hjá kennurunum að námskeiðið verður að vera tuttugu kennslustundir til að gilda til punkta vegna launa." Um tilgang námskeiðsins sagði Heiðar: „Þetta þjónaði þeim til- gangi að koma meiri tískuvitund inn hjá þessum kennurum. Lit- greiningin er orðin nokkuð stór liður í fatnaði og tísku og var námskeiðið til þess að þetta fólk gæti sagt hvað slík greining væri. Formfræðin gagnast þegar stúlkur og piltar koma í handmennt til þess að sauma föt og þá varð ég reyndar dálítið hissa að þessir kennarar skyldu ekki hafa lært meira um breiðu mjaðmirnar, litlu brjóstin, stóru brjóstin, breiðu handleggina, breiðu kálfana, granna ökklann, langa mittið o.s.frv. Þannig að langur tími fór í svokallaða vaxtar- greiningu. Það er oft þannig að þessir kennarar eru að sauma sjálf- ir á sig föt. Aðalatriðin í þessu námskeiði voru litirnir og það að geta ráðlagt til dæmis stúlkunni sem er 72 kíló, og mestur hluti þeirra liggur neðan til á líkaman- um, hvernig hún getur blandað litum til að „balansera" sig. Sú var semsagt grunnhugmyndin og hún tókst mjög vel að mínu mati. Aðspurður um hvort hann héldi að námskeiðið myndi gagnast þátt- takendunum í kennslunni sagði Heiðar: „Já, þetta gaf mjög góða raun og allir nemendurnir voru mjög ánægðir og fengu margar nýjar hugmyndir." SSH 15 f ramhaldsskólakennarar litgreiningarnámskeið Dýrmætur tími skipakaupanda Guðrún Lárusdóttir útgerðarmað- ur í Hafnarfirði og kaupandi Sigur- eynnar BA 25 frá Patreksfirði var ekki til viðtals við Tímann í gær þegar haft var samband við hana til að leita upplýsinga um ástæður þess að Stálskip hf. hafa dregið tilboð sitt í Sigureynna til baka. Sagðist Guð- rún hafa rætt við Ríkisútvarpið og Stöð 2 og þar gæti Tíminn fengið allar þær upplýsingar er hann þyrfti, annað væri sóun á hennar tíma og blaðamannsins. í framhaldi af ákvörðun Stálskipa hf. munu Stapar hf., hlutafélag Patr- eksfirðinga, endurskoða áætlanir sínar varðandi skipakaup. Ekki hafa þeir viljað gefa upp hvort þeir standa við fyrra tilboð sitt sem var hálfri milljón króna lægra en tilboð Stál- skipa hf. SSH Páll veður- stofustjóri í gær skipaði samgönguráð- herra Páll Bergþórsson veður- stofustjóra. Staðan er veitt til fjögurra ára í senn. Páll Bergþórsson er 66 ára gamall. Hann stundaði nám við verkfræðideild Háskóla íslands frá 1944-46. Þar eftir stundaði hann veðurfræðinám við Sveriges Meterologiska och Hydrologiska Institut í Stokkhólmi og lauk þaðan prófi 1949. Páll nam og starfaði við Stockholms Högskola og við veðurfræðistofnun C.G. Rossbys prófessors, og lauk fil. kand. embættispróf í veðurfræði 1955. SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.