Tíminn - 08.09.1989, Síða 7

Tíminn - 08.09.1989, Síða 7
Tíminn 7 Föstudagur 8. september 1989 VETTVANGUR lllllllllll!!Í!!!!l Guðjón Jónsson: Verðtrygging - naf nvextir Enn einu sinni neyðist ég til að stinga niður penna og skrifa grein um vexti og verðbólgu - en í þetta sinn er það sjálfskaparvíti. Mér varð það á í grein í Tímanum 12. maí að vísa til þess, að vextir á „skiptikjarareikningum“ væru 3,5% - eins og til var ætlast. Eg vissi að þetta var ekki nákvæm tala, en taldi mig mundu skrifa lengra mál en skyldi, þó að ég færi ekki að útskýra hugsanleg frávik, enda virtist það ekki skipta máli. Seinna komst ég að raun um, að þarna skjátlaðist mér, og því hlýt ég að gera Ieiðréttingu. Hefur stjórnendum banka orðið það á, að ákveða nafnvexti stundum svo háa, að ávöxtun hefur orðið langt fyrir ofan það sem að var stefnt, að raunvextir yrðu 3,5% (eða lægri, nú 3% eða minna), og varaðist ég þetta ekki. enda þótt þeir séu dýrir, þá fylgir enn meiri „fjármagnskostnaður" þeirri ofnotkun ávísana og greiðslukorta sem nú á sér stað. Nú er svo komið, að flestir bankar bjóða nær eða alveg sömu kjör á almennri sparisjóðsbók og ávísanareikningi (sértékkareikn- ingi). Þar með virðist hin almenna sparisjóðsbók hljóta að heyra sög- unni til, því að hún er óhæf sem safnreikningur fyrir geymslufé, og stenst ekki samanburð við ávísana- reikning til daglegra nota. Svo virðist þó sem almenningur sé vinnur, vogun tapar. Sá sem lagði fé sitt inn í Ávöxtun, vogaði líka - og tapaði, svo getur farið um „pappírs-auð“ jafnt og aðrar eign- ir. Aðrir kjósa minni áhættu, sætta sig við litla ávöxtun eða enga, en leita öryggis fyrir þann hluta af arði vinnu sinnar, sem þeir geta lagt til hliðar um skeið. Nú á tímum er ekki eðlilegt að þetta fólk verði að spara af tekjum sínum með þyí að kaupa jarðir eða búsmala, vópn eða kastala - eða íbúðir umfram þörf til eigin nota. Nú á tímuni er eðlilegt að geta varðveitt afgaug af Þetta haggar ekki grein minni að öðru leyti, en mér þykir illt að hafa farið með rangt mál, og alveg sérstaklega harma ég að hafa farið ómaklegum orðum um álit vinar míns, Þorsteins Ólafssonar kennara, á ávöxtun þessara reikn- inga, sem hann hafði í viðtali við mig talið of mikla. En um það er ég honum fyllilega sammála, þegar í ljós kemur að raunvaxtaviðmiðun bankanna stóðst ekki. Það má að vísu deila um álit okkar Þorsteins, hvort viðmiðun bankanna var rétt- mæt - en það eru hrein afglöp að hafa nafnvexti langtímum saman svo háa, að þeir gefi meiri ávöxtun en verðtrygging, og hófsamlegir raunvextir. Það var þetta sem gerðist á s.l. i ári og jafnvel oftar, án þess að mig óraði fyrir, og bið ég bæði Þ.Ó. og lesendur afsökunar á gáleysi mínu. Á þessu ári hefur þetta færst í betra horf, og mun verðtryggingin nú ráða ávöxtun, sem er 3% og sums- staðar minni. Og sú ávöxtun er reiknuð eftir nýrri lánskjaravísi- tölu, sem enn lækkar ávöxtun - í bili. Skal engu spáð um framhald- ið, en meðan launataxtar eru með öllu marklausir, hlýtur að vera örðugt að mæla trúverðuga launa- vísitölu og þar með lánskjaravísi- tölu eins og hún er nú reiknuð. Þetta veldur óhjákvæmilega van- trausti, kann og að koma mönnum í koll, þegar laun hækka, en hætt er við að fyrstu áhrif orki letjandi á menn að kveða verðbólgu niður. Skiptikjarareikningar Það er annars um þessa reikn- inga að segja, að þeir hafa verið nokkuð góðir, þrátt fyrir framan- greint slys, og þrátt fyrir að þeir eru svo breytilegir (milli banka) og flóknir, að jafnvel sérfræðingar kunna ekki á þá til hlítar. Það er borin von að almenningur átti sig á hverju munar milli banka eða hvar bestu ávöxtun er að fá - eða hvaða klókindum þarf að beita í innlögn og úttekt til að sæta í raun bestu auglýstum kjörum. En þettaskiptir ekki mjög miklu máli, vegna þess að munur er ekki ýkja mikill og fólk sættir sig við þessa óvissu. Mestu varðar að þessir reikningar svara vel brýnni þörf fyrir verð- tryggðan reikning, sem er ekki bundinn þegar mest liggur við. Nú hef ég séð í lesendabréfum í blöðum, að sumir halda að þessir reikningar hafi verið lagðir niður að kröfu ríkisstjómarinnar. Það er að sjálfsögðu rangt, einungis var þeim lítillega breytt. En ekki er sú breyting til bóta fyrir neinn, og er illt til þess að vita að ríkisstjómin skuli ítrekað skemmta skrattanum með orðræðum og afskiptum af þessu tagi. Af breytingunni leiðir að öllu eðlilegu það eitt, að auknar kröfur eru gerðar til hverrar banka- stjórnar. Það þarf enn meiri ár- vekni en áður um ákvörðun nafn- vaxta, sem fá aukið vægi í stað verðtryggingar - og sýna þó slysin: of háir nafnvextir f.á,, hversu miklu skynsamlegra ér að búa við verðtryggingu (lánskjaravísitölu) heldur en það lotterí sem nafnvext- ir eru í óðaverðbólgu. Að vísu verður að ætla að mark- mið með breytingunni sé annað og verra en af yfirborðinu sést, nefni- lega að fella stjórnendur banka í þá gryfju að gera vexti að hluta til neikvæða á nýjan leik. Annar til- gangur er ekki auðsær! Enda er þessi breyting til þess fallin að spilla trausti almennings bæði á bankakerfi og ríkisstjórn, og var þó síst á vantraust bætandi. Mun ekki af veita að brýna fyrir fólki, að skiptikjarareikningar eru enn góðir, svo framarlega sem banka- stjórnir reynast vanda sínum vaxnar. Eins og þegar er komið fram er það skoðun mín, að þessir reikn- ingar væru þó enn betri, ef þeir væru einvörðungu og algerlega verðtryggðir, en ekki með „skipti- kjömm“. Kostur þeirra umfram aðra verðtryggða reikninga er þá sá, að þeir em óbundnir, og væri eðlilegt að einhver munur væri á ávöxtun. Annars kostar hljóta hin- ir bundnu að hverfa úr sögu, og mega gera það. Almenningi nægir að eiga tvenns konar bankareikn- inga: Verðtryggðan safnreikning með 2-4% raunvöxtum, skattfrjáls- um, sem er eiganda tiltækur þegar hann þarf vegna meiri háttar út- gjalda, sem em óvænt eða verða ekki nákvæmlega tímasett löngu fyrirfram, t.a.m. kaup á íbúð eða bíl. En þessi reikningur þarf ekki að vera laus til daglegra nota, þó að síst sé ástæða til að amast við því. Flestum ætti að nægja að mega taka út af safnreikningnum 2-4 sinnum á ári, ef tímasetning er frjáls. Slík binding hlýtur því að koma til greina, ef hún býður upp á betri ávöxtun. Til daglegra nota þarf fólk að eiga annan reikning, ávísanareikning, greiðslukorta- eða gíróreikning, og þeir sem njóta ekki trausts til að eiga slíka reikn- inga þurfa enn einn kost, t.a.m. alménna sparisjóðsbók, og hljóta að' nota peninga meira en aðrir. Reyndar ætti almennt að nota peninga meira en nú er gert til að greiða smáar upphæðir, því að seinn að átta sig á þessu, því að enn er mikið fé á almennum bókum og rýrnar ört í verðbólgunni. Eins og fyrr segir hæfa þær nú þeim.einum, sem njóta ekki trausts til að eiga ávísanareikning - og þá aðeins fyrir litlar upphæðir eða „daglega notkun". Aðsjálfsögðuættu þessar bækur að vera verðtryggðar, líka skammtímainnstæður á skipti- kjarareikningum og jafnvel ávís- anareikningar, en af þeim ætti ekki að reikna vexti (raunvexti). Þessu marki yrði þó líklega ekki náð nema með hinni óeiginlegu trygg- ingu, að láta nafnvexti fylgja verð- bólgu sem nákvæmlegast. „Pappírs-auður“ Á steinöld og lengur þó voru viðskipti miklum annmörkum háð. Sá sem fór með sauð til vopna- smiðsins að kaupa sér öxi, þurfti kannski að borga með hálfum sauð - en hvað átti þá að gera við hinn Það er að vísu skoðun mín, að vextiraf spari- fé í öruggum banka (innlánsvextir) eigi að jafnaði að vera lágir. En alveg ótvírætt eiga það að vera vextir, þ.e. raunvextir. Bætur á sparifé, hvað sem þær eru nefndar, verða að vera fyllilega sam- svarandi verðbólgu. Aðrar kenningar eru gersamlega fráleitar og óþolandi, hvaðan sem þær koma. helminginn? Leggja hann á bakið og bera heim aftur? Þetta varð auðveldara eftir að peningar komu til sögu - einkum pappírspeningar (og annar „pappírs-auður“ eins og Gunnar Tómasson hagfræðingur segir í Mbl. að því er virðist í niðrunarskyni). Peningar eru meðfærileg byrði, enda ekki verðmæti heldur ávísun á verðmæti og ígildi þeirra. En þeir glata þessu gildi sínu og réttu hlutverki að stórum hluta þegar verðbólga geisar - þá verður kannski að hverfa á ný til hátta steinaldar og taka upp vöruskipti. Verðtrygging peninga er nauðvöm í verðbólgu, einungis í verðbólgu, þó að Steingrímur segi viðmælend- ur sína í útlöndum spottast að þessu hjá okkur. (Skyldu þeir verða hissa á að við borðum einmitt þegar við verðum svöng?) Sá sem aflar meira en fyrir daglegum nauðsynjum á ýmissa kosta völ. Hann getur dregið úr afla sínum, t.d. lagst í leti. Hann getur gefið öðrum jafnóðum, þeim sem þurfandi eru. Hann getur líka lagt til hliðar, sparað, til að njóta þess síðar, eiga til vara, eða til að leyfa öðrum að njóta þess: „Ein- hver kemur eftir mig sem hlýtur". Spamaður er mikilvægt öryggis- atriði fyrir þann sem sparar og hans nánustu, en það er jafnframt mikilvægt fyrir aðra og fyrir samfé- lagið. Þetta er því í sjálfu sér mjög lofsvert, og ekki einungis ósann- gjarat heldur beinbnis þjóðhættu- legt að lasta menn fyrir að spara og leggja fé á vöxtu. Varðveisla Á vöxtu. - En hversu háa vöxtu, það getur verið ágreiningsmál og er það. Flestum er þó örugg varð- veisla aðalatriði. Sá sem safnar korni í hlöðu (eins og Jósef gerði með góðum árangri fyrir Faraó), sá sem kaupir hest eða skip, íbúð eða jörð, tekur áhættu. Allt kann þetta að verða arðlaust, hrynja, ryðga eða rotna eða falla í hendur þjófa. En það gæti líka gefið mikinn arð: Vogun arði vinnu sinnar í sparisjóði. En hann láni féð út, leigi það þeim sem standa í framkvæmdum eða rekstri. Sparifé sem lagt er í banka, sér í lagi ríkisbanka, er ekki áhættufé (svo fremi það sé verðtryggt). Og bregðast þó gæslu- menn þess stundum, enda mann- legir sem ég og þú. Flestar aðrar aðferðir til að geyma sparifé eru áhættusamar og kosta áhyggjur og erfiði. Þær freista því aðeins, að þær teljist líklegar til að skila meiri arði en innstæða í banka. Segja má, að sparifjáreiganda sé nóg að fá sitt fé varðveitt, án þess að það skili ávöxtun, - já hann ætti jafnvel að sættast á að borga eitthvað fyrir örugga geymslu. Að fé hans væri með öðrum orðum á „neikvæðum vöxtum“. Sumir eru þessarar skoðunar, eins og alkunna er. Á hinn bóginn þykir ávallt eðlilegt, að menn fái gjald fyrir það sem þeir láná eða leigja öðrum, t.a.m. bifreið, íbúð, jörð eða laxá. Á sama hátt er eðlilegt að menn greiði vexti af fé, sem þeir fá að láni, og að eigandinn njóti nokkurs af þeim vöxtum, þó að banki hafi meðalgöngu um lánið. Það er að vísu skoðun mín, að vextir af sparifé í öruggum banka (innlánsvextir) eigi að jafnaði að vera lágir. En alveg ótvírætt eiga það að vera vextir, þ.e. raunvextir. Bætur á sparifé, hvað sem þær eru nefndar, verða að vera fyllilega samsvarandi verðbólgu. Aðrar kenningar eru gersamlega fráleitar og óþolandi, hvaðan sem þær koma. Mönnum sem þannig tala, stjómmálamönnum sem öðrum, er með engu móti hægt að treysta, ekki heldur í öðrpm og óskyldum málum. Eðlilegustu ograunhæfustu bæt- ur á sparifé er verðtrygging, sam- kvæmt „lánskjaravísitölu" eða öðr- um þeim mæli sem best sýnir verðbólgu hverju sinni. Nafnvext- ir, sem eiga að gegna sama hlut- verki, eru happa og glappa aðferð - og reynslan af skiptikjarareikn- ingum s.l. ár ætti vissulega að vera til viðvörunar um þetta. Guðjón Jónsson '

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.