Tíminn - 08.09.1989, Side 8

Tíminn - 08.09.1989, Side 8
10 Tíminn Föstudagur 8. september 1989 Föstudagur 8. september 1989 Tíminn 11 Fjárréttir AUÐKÚLURÉTT í Svínadal A-Hún. föstudag 15. sept. og laugardag 16. sept. BREKKURÉTT í Noröurárdal Mýr. mánudag 11. sept. DALSRÉTT í Mosfellsdal Kjós. mánudag 18. sept. FLJÓTSTUNGURÉTT í Hvítársíöu Mýr. sunnudag 10. sept. FOSSVALLARETT v/Lækjarbotna (Rvik/Kóp) sunnudag 17. sept. GRÍMSSTAÐARÉTT í Álftaneshr. Mýr. fimmtudag 14. sept. HEIÐARBÆJARRÉTT I Þingvallasveit Árn. laugardag 16. sept.. HÍTARDALSRÉTT í Hraunhr. Mýr. miövikudag 13. sept. HLÍÐARRÉTT í Bólstaöarhl.hr. A-Hún. sunnudag 17. sept. HRAUNSRÉTT í Aðaldal S-Þing. sunnudag 10. sept. HRUNARÉTT I Hrunamannahr. Árn. fimmtudag 14. sept. HRÚTATUNGURÉTT í Hrútafiröi V-Hún. sunnudag 10. sept. HÚSMÚLARÉTT v/Kolviðarhól Árn. laugardag 16. sept. KALDÁRRÉTT v/Hafnarfjörð laugardag 16. sept. KALDÁRBAKKARÉTT í Kolb.st.hr. Hnapp. sunnudag 10. sept. KJÓSARRÉTT i Kjósarhr. Kjósarsýslu mánudag 18. sept. KLAUSTURHÓLARÉTT í Grímsnesi Árn. miðvikudag 13. sept. KOLLAFJARÐARRÉTT Kjalarneshr. Kjos. mánudag 18. sept. KRÍSUVÍKURRÉTT í Krísuvík Gullbr. sunnudag 17. sept. LANGHOLTSRÉTT í Miklaholtshreppi Snæf. miövikudag 20. sept. LAUFSKÁLARÉTT i Hjaltadal Skagafirði laugardag 9. sept. MIÐFJARÐARRÉTT í Miöfiröi V-Hún. sunnudag 10. sept. MÆLIFELLSRÉTT í Lýtingsstaðahreppi Skag. sunnuda^ 17. sept. NESJAVALLARETT í Grafningi Árn. laugardag 16. sept. ODDSSTAÐARÉTT í Lundarreykjadal Borg. miðvikudag 13. sept. RAUÐSGILSRÉTT i Hálsasveit Borg. föstud. 15. sept. REYKJAHLÍÐARRÉTT i Mývatnssveit S-þing. mánudag 11. sept. REYNISTAÐARRÉTT í Staðarhr. Skag. mánudag 11. sept. SELFLATARÉTT i Grafningi Árn. mánudag 18. sept. SELVOGSRÉTT í Selvogi Árn. mánudag 18. sept. SILFRASTAÐARÉTT í Akrahreppi Skag. mánudag 18. sept. SKAFTHOLTSRÉTT i Gnúpverjahreppi Árn. fimmtud. 14. sept. SKAFTÁRRÉTT (Ytri-Dalbæjarrétt) í Kirkjubæjarhreppi V-Skaft. laugardag 16. sept. SKAFTÁRTUNGURÉTT í Skaftártungu V-Skaft. laugardag 23. sept. SKARÐARÉTT í Göngusköröum Skag. sunnudag 10. sept. SKEIÐARÉTTIR á Skeiðum Árn. föstudag 15. sept. SKRAPATUNGURÉTT í Vindhælishr. A-Hún. sunnudag 17. sept. STAFNSRÉTT í Svartárdal A-Hún. laugardag 16. sept. SVIGNASKARÐSRÉTT í Borgarhr Mýr. miðvikudag 13. sept. TUNGNARÉTTIR í Biskupstungum Árn. miðvikudag 13. sept. UNDIRFELLSRÉTT í Vatnsdal A-Hún föstud. 15. sept. og laugardag 16. sept. VOGARÉTT á Vatnsleysuströnd Gullbr. mánudag 18. sept. VALDARÁSRÉTT í Viðidal V-Hún. föstudag 15. sept. VÍÐIDALSTUNGURÉTT í Víðidal V-Hún. laugardag 16. sept. ÞÓRKÖTLUSTAÐARÉTT v/Grindavík sunnudag 17. sept ÞVERÁRRETT í Þverárhlíð Mýr. þriðjudag 12. sept. og miðvikudag 13. sept. ÖLFUSRÉTT i Ölfusi Árn. þriðjudag 19. sept. Helstu stóðréttir haustið 1989 SKARÐARÉTT í Gönguskörðum Skag. sunnudag 17. sept. REYNISTAÐARRÉTT í Staðarhr. Skag. sunnudag 17. sept. LAUFSKÁLARÉTT í Hjaltadal Skag. laugardag 30. sept. HLÍÐARRÉTT í Bólst.hl.hr. A-Hún. sunnudag 24. sept. VÍÐIDALSTUNGURÉTT í Víðidal V-Hún. laugardag 30. sept. Erfiðlega gengur víða að útvega menn til smalamennsku: Eitt af fyrstu merkjum haustsins eru göngur og réttir. Þær hefjast flestar í næstu viku. Stöðugt erfiðara verður fyrir bændur að smala afréttarlönd sín vegna þess að sauðfé hefur fækkað mikið síð- ustu árin. Það eru einnig verulegir erfið- leikar við að smala heimalöndin því margar jarðir eru orðnar fjárlausar eða eru komnar í eyði. Sauðfé hefur fækkað mikið síðustu ár Sauðfé landsmanna hefur fækkað um 34% á síðustu 10 árum. Þetta virðist ekki vera nægilegt því að neysla á kindakjöti minnkar það hratt að hún heldur ekki í við fækkunina. Allt bendir því til þess að sauðfé muni fækka enn frekar á næstu árum. Þessi fækkun hefur margvíslegar afleiðingar í för með sér. Byggðaröskun, ónýttar eignir, fækkun sláturhúsa og fleira er meðal þess sem kemur fyrst upp í hugann. Ein hlið þessa máls hefur einnig verið til umræðu en það eru erfiðleikar í sambandi við smalamennsk- ur. Kindunum fækkar en afrétturinn er jafn stór eftir sem áður Erfiðleikarnir eru margvíslegir en fel- ast allir í því að bændum og sauðfé fækkar en landið sem þarf að smala er jafnstórt eftir sem áður. Ekki er hægt að fækka leitarmönnunum í takt við fækkun bænda og kinda. Kindurnar dreifa sér um afréttinn með svipuðum hætti og venju- lega. Eina breytingin sem leitarmennirnir verða varir við er að þeir koma með sífellt færra fé niður af fjalli á haustin. Sífellt færri sauðfjárbændur verða því að taka að sér að smala afréttinn. í mörgum tilfellum hafa þeir ekki mannskap til þess og verða því að kaupa hann dýru verði. Nokkuð algengt er þó að þéttbýlisfólk fari í leitir fyrir bændurna. Margir gera það með glöðu geði og fá í leitum og réttum sveitarómantíkina beint í æð. Stórir fjáreigendur þurfa í mörgum tilfellum að inna af hendi gífurlega mörg dagsverk. Dæmi er til um bændur sem .hafa þurft að gera skil .á nærri 50 dags- verkum. Þegar svo er komið hafa sveit- arstjórnirnar, en þær sjá um að deila fjallskilum niður á bændur, gripið til þess ráðs að leggja skil, eins og það er kallað, á alla bændur óháð því hvort þeir eiga sauðfé eða ekki. Kúabændur, refabændur og kjúklingabændur þurfa þá að senda menn í leitir. Þetta er oftast gert með þeim hætti að allir bændur í hreppunum er gert skylt að senda einn mann í leit en síðan er lagt á sauðfjárbændurna eftir fjárfjölda til viðbótar. Þetta leiðir til þess að stórir fjáreigendur sem áður þurftu að senda 4 eða 5 menn í fyrstu leit þurfa ekki að senda nema 2 eða 3. Þetta fyrirkomu- lag mun nú hafa rutt sér til rúms í allnokkrum sveitarfélögum. í lögum er ákvæði um að heimilt sé að leggja á fjallskil með þessum hætti. Hætta bændur að reka kindur á fjall? í seinni tíð hafa sauðfjárbændur í auknum mæli látið vera að reka kindur sínar til fjalls en látið þær ganga í heimahögum allt sumarið í staðinn. Þetta geta þeir gert vegna þess að margir bæir eru orðnir fjárlausir með öllu. Á sumum afréttum koma menn því með ærið fátt fé - Eftir Egil Ólafsson niður af fjöllum. Það breytir ekki því að bændur verða að leggja sömu vinnu á sig til að leita af þessum fáu kindum. Sama vandamálið blasir einnig við í heimalöndunum. Landeigendum ber skylda til að smala lönd sín tvisvar á hverju hausti. Verulegur misbrestur mun vera á því að þetta sé gert. Það stafar m.a. af því að bændur sem ekki eiga kindur nenna ekki að elta annarra manna kindur. Einnig er orðið svo algengt að jarðir séu í eyði og landeigendur búi í Reykjavík eða einhvers staðar fjærri jörðunum. Þessir menn hirða margir hverjir ekki um að gegna þessari laga- skyldu. Sveitarstjórnum er heimilt að seicta þá sem ekki smala en það mun ekki hafa verið gert nema í undantekningatil- fellum. Tíminn hafði samband við bónda sem fargaði kindum sínum fyrir nokkrum árum síðan og spurði hann hvort hann og nágrannar hans væru latir að smala á haustin. Hann hvað svo ekki vera en það væri erfitt að ná þessum fáu rollum sem væru þvælast um á þessum fjárlausu jörðum. Rollurnar væru oftast mjög styggar og erfitt væri að ná þeim í aðhald. Hann sagði einnig að þegar lögbundnar smalamennskur færu fram væru krakk- arnir farnir í skólann og lítið um mann- skap í erfiðar smalamennskur. Fjárbændurnir verða því í mörgum tilfellum að smala annarra manna lönd. Það er því mikið að gera hjá fjárbændum á haustin og flest bendir til að annríki þeirra eigi eftir að aukast á næstu árum ef fé heldur áfram að fækka. í sumum héruðum er orðið nær fjárla- ust. Þetta á t.d. við um riðusvæðin á Norðurlandi. Engu að síður þarf að smala þessi héruð. Til eru dæmi um að sveitarfélög hafi orðið að sjá um það. Siglufjarðarbær mun t.d. hafa borgað félagsskap í bænum einhverja fjármuni fyrir að smala í nágrenni bæjarins. Einnig mun vera til dæmi um að björgunarsveitir taki að sér smala gegn borgun. Félagar í björgunarsveitunum hafa þá litið á leitirnar sem þjálfun við að bjarga manns- lífum. Göngur eru erfiðar en skemmtiiegar Tíminn hafði samband við Ágúst Guð- röðarson bónda á Sauðanesi í Norður- Þingeyjarsýslu og spurði hann hvernig þessi mál horfðu við honum. Ágúst sagði að þetta mál hefði verið rætt manna á meðal. Vissulega væru smalamennskur orðnar erfiðari nú en áður. í fyrra hefðu bændur í Sauðaneshreppi orðið að teygja sig austar vegna þess að bændur þar austur frá eru orðnir svo fáir að þeir sem enn búa með kindur eru alveg að gefast upp við að smala. Ágúst sagðist þurfa að inna af hendi um 50 dagsverk nú í haust. Hann sagðist þó sleppa við að kaupa mannskap í smalamennskur. En eru menn ekki orðnir ansi lúnir og pirraðir þegar liðið er á haustið. „Jú, það er a.m.k. betra fyrir menn að vera ekki að finna að við okkur. Auðvitað verða menn lúnir af því að smala dag eftir dag. Ég vorkenni mannskapnum ekki mest. Ég hef stundum meiri samúð með hestunum. Þeir fara hratt um og fá oft takmarkaða hvíld.“ Finnst ykkur ekki gott að fá aðstoð borgarbúa við leitirnar? „Jú, vissulega er það gott en margir eru lítt staðkunnugir og nýtast kannski ekki sem best.“ Leitir í Sauðaneshrepp hefjast um miðjan mánuðinn sem er litlu seinna en venjulega. Blaðamaður spurði Ágúst hvort hann hlakkaði til. „Jú, ætli ég verði ekki að viðurkenna það. Það er gaman að þessu en þetta er líka erfitt," sagði Ágúst að lokum. Heimamenn verða að leysa vandann sjálfir Þau vandamál sem hér hafa verið drepið á hafa lítillega verið reifuð í Félagi sauðfjárbænda. Engin stefna hefur þó verið mörkuð í þessu máli. Aðstæður eru svo mismunandi milli svæða að útilokað er að marka neina heildstæða stefnu í því. Jóhannes Kristjánsson formaður fé- lagsins sagði að best færi á því að bændur á hverjum stað reyndu að leysa vanda- málið sjálfir. Þeir þekktu aðstæður best allra. Jóhannes sagði að sums staðar væri þetta ekkert vandamál. í Biskupstungna- afrétt og Landmannaafrétt væri fólk í biðröð eftir að komast í leitir. Þrátt fyrir allt þykja göngur og réttir spennandi og sá ævintýrablær sem þeim hefur fylgt virðist ekkert minnka.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.