Tíminn - 08.09.1989, Page 14

Tíminn - 08.09.1989, Page 14
FRETTAYFIRLIT VARSJA - Mazowiecki lauk viö myndun langþráðrar stjórn- ar í gær. Heimildir herma aö Samstaða hreppi sex ráöu- neyti í hinni nýju stjórn en kommúnistar fjögur. Þá fái Sameinaöi bændaflokkurinn fjóra ráöherrastóla en Lýð- ræðisflokkurinn tvo. Utanríkis- ráðuneytiö, er allir sóttust eftir, veröur aö sögn falið utan- flokkamanni, prófessor í al- þjóðarétti er Skubiszewski heitir. Opinberlega verður skýrt frá myndun stjórnarinnar i dag. Mazowiecki verður að fá sam- þykki þingsins fyrir ráðherra- lista sínum. VARSJÁ - Biskupar kaþ- ólsku kirkjunnar í Póllandi hafa óskað eftir nýjum viðræðum við gyðingaleiðtoga um brott- flutning kaþólskra nunna, er starfrækt hafa klaustur í gömlu leikhúsi við múra Auschwitz- dauðabúðanna frá 1984. Hin mikla reiðialda, er vera nunn- anna i Auschwitz hefur orsak- að, hefur komið kirkjulelðtog- um í Póllandi á óvart og vilja þeir nú komast að samkomu- lagi við gyðinga um að hinar tvær trúarfylkingar standi sam- an að byggingu annars aðset- urs fyrir nunurnar, fjær búðun- um. Kirkjan kveðst ekki hafa efni á að standa ein að bygg- ingunni og harmar dauflegar undirtektir gyðinga við sameig- inlega fjármögnun hennar. HAVANA - Talsmaður kúb- anska hersins sagði í gær að Castro hygðist kalla hersveitir sínar frá Eþiópíu um helgina. Fyrstu hernaðarráðgjafarnir voru sendir þangað fyrir 12 árum og síðar tóku kúbanskar hersveitir þátt í bardögum er leiddu til sigurs yfir Sóma- líuher. Talið er að um 20.000 kúbanskir hermenn hafi verið í Eþíópíu er mest var. ISTANBÚL - Gullnámur Krösusar sáluga, konungs í Lýdíu forðum daga, virðast ekki dauðar úr öllum æðum enn. Tyrkneska ríkið, er sann- arlega veitir ekki af öllu bví gulli er jörðin gefur, hefur latið kanna námurnar i Antíokkíu með tilstyrk nútíma tækni og lofa niðurstöður góðu. Verið er að semja við námavinnslufyrir- tæki frá ýmsum löndum og búist við að eftir nokkur ár muni hinarfornu námurgefaaf sér tæpt tonn á ári hverju í skíra gulli. Rómverjar unnu námurnar fyrir 2000 árum en með nútímatækni er unnt að seilast spönn lengra en fyrri tíðar gullgröfurum var unnt. JERÚSALEM - Eldflaug- um, sovéskrar gerðar, var skotið inn fyrir landamæri Isra- els frá Jórdaníu í fyrrinótt. Er þetta fyrsta sendingin sinnar tegundar úr þeirri áttinni, en þriöja eldflaugaárásin á israel á átta dögum. Hinar tvær voru aerðar fra Líbanon og þykjast Tsraelar kenna hönd Hizbollah- samtakanna að baki þeim. Ibúar i Jórdandalnum hafa vaxandi áhyggjur af auknum umsvifum skæruliða við jór- dönsku landamærin. STOKKHÓLMUR - Sex málverkum, að verðmæti tæpra 30 milljóna íkr., var stol- ið úr Millesgarden-safninu í Stokkhólmi í gærmorgun. Þjóf- arnir kannu sitt fag og tóku aðeins verðmætustu verkin, þ.á.m. eftir Pissarro, Zuccar- elli, Canaletto og Gurlitt. Er úrslit lágu að mestu fyrir í gær, hafði flokkurinn hreppt 90 þingsæti af alls 166 í þinginu, Vereneniging. íhaldsflokkurinn heldur áfram stöðu sinni sem stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn en hinn frjálslyndi Lýð- ræðisflokkur - sá eini er hefur brott- hvarf frá Apartheit á stefnuskrá - bætti við sig fylgi frá síðustu kosning- um og hlaut 33 þingsæti. Miklar óeirðir brutust út um land- ið allt, er blökkumenn mótmæltu fyrikomulagi kosninganna. Tveir blökkumenn úr hópi kirkjunnar manna, Tutu erkibiskup og Ailan Boesack, foreti Heimssambands mótmælendasöfnuða, sökuðu lög- Vestur-þýska lögreglan hefur fyrir því órækar sannanir að hluti hins gífurlega gróða kólumbískra eitur- lyfja“baróna“ fari gegum þýska banka. Þá berst sívaxandi magn eiturlyfja til Vestur-Þýskalands frá löndum Suður-Ameríku, þrátt fyrir hertar aðgerðir lögreglu. Fyrir tveimur árum handtók franska eiturlyfjalögreglan kólumb- ískan sendiráðsstarfsmann með 445 kíló kókaíns í fórum sínum, auk nokkurra ávísanahefta á reikninga í v-þýskum bönkum. í ljós kom,að maður þessi hafði verið fjármálaráð- gjafi Don Fabios Ochoa, eins af reglu um að hafa myrt 23 úr hópi mótmælenda í nágrenni Höfðaborg- ar, þar á meðal börn oggamalmenni. Sögðu þeir félagar nýja stjórn ekki fara lánlega af stað með slíkum aðgerðum og kröfðust afsagnar hennar hið bráðasta. Talsmenn lög- reglunnar viðurkenndu, að til blóðs- úthellinga hefði komið, en sögðu fjölda látinna mjög ýktan. Sé rétt með tölur þessar farið, eru þetta mestu manndráp í s-afrískri sögu síðastliðin fjögur ár. Haft er eftir forsvarsmönnum í réttinamálum svarta meirhlutans, að þeir búist ekki við neinu góðu af De Klerk í forsetaembætti. „barónunum" frægu og síðar starfað við sendiráð lands síns í Bonn, allt til ársins 1982. Við yfirheyrslur veitti maður þessi ýmsar gagnlegar upplýs- ingar um dreifingarkerfi eiturlyfja- smyglara í V-Þýskalandi, er m.a. leiddu í ljós hlutverk sendiráðs Kól- umbíu í slíkum verkum. Þá varð framburður mannsins til þess að hald var lagt á tæplega eina og hálfa milljón dala í Deutschen Bank í Bonn. Þá gerðu yfirvöld upptækar rúmar 20 milljónir dala hjá Deutsch- Sudámerikanischen Bank í Hamborg, en slíkur er áhrifamáttur undirheimanna að handhafar v- í lesendadálkum dagblaðsins Neues Deutschland, er a-þýski kommúnistaflokkurinn gefur út, get- ur að líta ásakanir reiðra þjóðernis- vina, þess efnis að vestrænir fjöl- miðlar stundi nú ófrægingarherferð á hendur Austur-Þýskalandi. Einkanlega sárnar þeim mikil um- fjöllun v-þýskra fjölmiðla um flótta- mannastrauminn frá sæluríki Sósial- ismans og örlar jafnvel á þeirri skoðun að hin ítarlega umfjöllun sé vísvitandi tilraun til að gera lítið úr „stórkostlegum árangri" alþýðulýð- veldisins,nú er 40 ára afmæli þess sé framundan. Honecker flokksleið- togi hefur látiðþau orð falla, að afmælið, hinn 7. október næstkom- andi, verði dagsetning er landsmenn hans geti verið stoltir af. Neues Deutschland lætur engan bilbug á hástemmri landkynningu finna, þrátt fyrir að þegnar landsins leiti vestur á bóginn svo þúsundum skipti, og birti nýverið tölur er sýna 4% hagvöxt í landinu fyrstu átta mánuði ársins. Honecker, er fyllir valinn flokk ellimóðra ráðamanna í mörgum þýskra laga fengu ekki staðið á sínu og er féð nú aftur í höndum hina fyrri handhafa. Undanfarið hefur eiturlyfjalög- regla í Bremen og Munchen komið höndum yfir 650 kíló af kókaíni, að verðmæti rúmra 200 milljóna DM á svörtum markaði. Yfirvöld segja þetta þó aðeins toppinn á ísjakan- um. Vitneskja hefur borist af smygli á heróíni, kókaíni, kannabisefnum og amfetamíni svo hundruðum tonna skiptir og liggja 593 Þjóðverj- ar í valnum vegna eiturlyfjaneyslu það sem af er árinu. komúnistaríkjum, hefur lítt látið fyrir sér fara undanfarna tvo mánuði og mun heilsa hans tæp, eftir að hann gekkst undir gallsteinaupp- skurð 18 ágúst sl. Hinn 77 ára gamli leiðtogi hefur aðeins einu sinni sést opinberlega síðan í byrjun júlí. Pólskt vikurit birti nýverið viðtal er tekið var við leiðtogann - skriflega. Sendi blaðið spurningar sínar til Honeckers í byrjun ágúst en skrifleg svör hans bárust ekki fyrr en í síðustu viku. Embættismenn í Austur-Þýska- landi segja leiðtogann á góðum bata- vegi, en deildar meiningar munu vera um málið. Skógareldar: Alþjóðlegir skaðvaldar Gífurlegt tjón hefur orðið í mörgum suðlægum löndum undanfarið sökum skógarelda. í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada hafa komið upp mestu eldar er logað hafa í 80 ár og er eignatjón ómælt. Vísindamenn í Bandaríkjunum hyggjast nýta gervihnetti, er fylgjast með veðrabrigðum í lofthjúpi jarðar, fil að gefa til kynna hvar eldinga gæti verið von á hverjum tíma, en þær eru helsti orsakavaldur skógarelda. í síðustu viku létust 12 manns á Sardiniu af völdum skógarelda. Þá hafa eldar einnig blossað upp á Korsíku og í Suður-Frakklandi, þar sem 10.000 hektarar skóg- lendis hafa farið forgörðum síð- astliðnar tvær vikur. Loks börð- ust 200 brunaliðsmenn við harð- vítuga elda í nágrenni Aþenu í síðustu viku. 14 Tíminn- Föstudagur 8. september 1989 llllllllllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Suður-Afríka: Kosningar í skugga fjöldamorða lögreglu Þjóöarflokkur De Klerks, veröandi forseta S-Afríku, fór með sigurorð af hólmi, ellefta sinni í röð á fjörutíu árum, í kosningum hvítra íbúa S-Afríku í fyrradag. Útkoma flokksins var þó sú lakasta í þrjá áratugi og er kennt um dræmum undirtektum kjósenda við hugmyndir De Klerks að veita hinum svarta meirihluta í landinu aukinn þáttökurétt í stjórn landsins. Þjóðarflokkurinn hefur þó í hyggju að halda áfram tryggð við Apartheidstefnuna á mörgum sviðum. Kólombía: Hinn fyrsti framseldur Yfirvöld í Kólombíu framseldu í gær Eduardo Romero, handbendi eiturlyfjahrings þar í landi, til Bandaríkjanna þar sem hann var færður fyrir dómstól í Atlanta síðdegis í gær. Miklar örygisráð- stafanir voru viðhafðar, en Rom- ero verða tryggð öll réttindi sak- borninga samkvæmt bandarísku stjórnarskráni. Barco forseti hefur hlotið lof ráðamanna, víða um heim, fyrir einbeitni sína. Höfuðpaurarnir 12, „hinir framseljanlegur", er efstir eru á lista yfir þá kólombíska misyndismenn er Bandaríkjamenn vilja leiða fyrir dóm, hafa hótað að myrða 10 dómara fyrir hvern og einn er framseldur verði úr þeirra hópi. Talið er að þeir séu allir í Kólombíu og fínkembir nú hinn 80.000 manna liðsafli kólombísku Iögreglunnar landið allt í leit að þeim. Barco lýsti yfir neyðarástandi í landinu hinn 18. ágúst sl., eftir að þekktur frambjóðandi til forseta- kjörs í landinu hafði verið myrtur að undirlagi eiturlyfja“baróna.“ Síðan hefur lögregla handtekið um 11.000 manns, gert eignir upptækar og endurnýjað umdeildan samning um framsal á eiturlyfjasmyglurum til Bandaríkjanna. í gær fór Barco lofsamlegum '-'oröum um fyrirætlanir Bush for- seta'Bandaríkjanna um að verja 7.8 miljörðum dala til baráttu gegn eiturlyfjum. Þar af hyggst Bush verja 260 miljónum dala til að hefta kókaínframleiðslu og mark- aðsetningu í löndum S-Ameríku. Talið er að 80% alls kókaíns er yfir Bandaríkin flæðir, eigi rætur sínar að rekja til Kólombíu. A-Þjóðverjar óhressir: Saka Vesturlönd um ófrægingarherferð Medellin teygir anga sína: Eiturlyfjastríð á þýskri grund

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.