Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 5
r-V nnlrrT t Tíminn 5 «ö » Laugardagur 16. september 1989 Steingrímur Hermannsson forsætisraöherra varpar fram þeirri hugmynd aö endurvekja ..okurlögin": RAUNVEXTIR HELMINGI HÆRR11988 EN 1986 Steingrímur Hermannsson boðaði til blaðamannafundar í gær um þá umræðu sem átt hefur sér stað að undanfömu um Seðlabanka íslands og stjómun peningamála. Þar kom fram megn óánægja forsætisráðherra með það hve hægt gengi að lækka vexti og sagði hann að Seðlabankinn ynni alls ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarínnar. Á fundinum voru birtar upplýs- því að í þessari stöðu væri betra að bændur semdu við ríkisvaldið beint um kjör sín.“ En er von á því að ríkisstjórnin muni taka á þessum atriðum á næstunni? „Já, það ætla ég að vona, þau verða öll rædd og eru í umræðunni núna“, sagði forsætisráðherra. Seðlabankamenn í fílabeinsturni? Steingrímur kom í máli sínu inn á starfsemi Seðlabanka íslands og sagði að bankinn ynni ekki í takt við vilja stjórnvalda: „Ég veit að þeir eru allir að vinna þar. En þeir eru ekki að vinna í takt við þá stefnu sem við erum með. Það eru 142 stöðugildi í Seðlabankanum og nú er verið að flytja út Reiknistofn- un bankanna, að því að mér skilst vegna plássleysis. Ég veit að þeir hafa safnað mjög fróðlegum upp- lýsingum, en mér finnst þeir ekki nota þessar upplýsingar til þess að lagfæra það sem jafnvel ég sé, þó að ég sé ekki hagfræðingur. Spyrjið þið menn eins og Einar Odd Krist- jánsson hvort þeir hafi efni á því að borga svona arðtöku fjármagns- ins. Spyrjið að því. Spyrjið fisk- vinnsluna um allt land, allan sam- keppnisiðnað, allt sem við hfum á, hvort þeir hafi efni á þessu. Það er ekki nóg að vinna vel, ef þær upplýsingar eru ekki notaðar til þess að lagfæra það sem úrskeiðis ingar frá Seðlabankanum þar sem m.a. kom fram að raunvextir út- lána viðskiptabankanna voru 5% árið 1986 en 10,3% árið 1988. Raunvextir af fjármagni á síðasta ári námu um 23 milljörðum króna, eða sem svarar7-8% af þjóðartekj- um. Heildarútlán innlends fjár voru á árinu 1988 um 220 milljarðar króna og séu reiknaðir af þeirri upphæð 10,3% raunvextir fæst út arðtakan eða 23 milljarðar. Frá árinu 1985 hafa raunvextir tvöfald- ast samkvæmt skýrslu Seðlabank- ans. Steingrímur sagði að þjóðfélagið væri langt frá því að vera búið að súpa að fullu seyðið af þeirri röngu peningastefnu Sem viðgengist hefði undanfarin ár. Nauðsynlegt væri að styrkja peningastjómun í land- inu og í því sambandi þyrfti að skoða alla þætti. Koma þyrfti böndum á „gráa markaðinn" sem ekki hefði tekist til þessa, að endur- skoða þyrfti vinnulöggjöfina og algerrar uppstokkunar sé þörf í landbúnaðarmálum. „Þar vantar kerfisbreytingu, ég held að þær sjálfvirku viðmiðanir sem þar eru gangi ekki lengur.“ Steingrímur sagði að vandi bænda væri meðal annars sá að þeir væru ekki á frjálsum markaði og hefðu ekki við neinn að semja um sín kaup og kjör. „Ég hallast meira og meira að Steingrímur Hermannsson segir Seðlabankann ekki vera að vinna í takt við stefnu ríkisstjómarínnar og varpaði þeirri spurningu fram hvort nauðsynlegt væri að hverfa aftur tii okurlaganna svo kölluðu, þ.e. að setja þak á hámarks útiánsvexti. Tímamynd Árni BJama fer. Það kalla ég að vera í fílabeins- tumi.“ Þá varpaði Steingrímur fram þeirri hugmynd að ef til vill væri nauðsynlegt að setja aftur þak á hámarks lánavexti viðskipta- bankanna, en þau lög vom afnum- in árið 1984. Forsætisráðherra varaði við þeirri þróun sem hann kallaði upp- söfnun pappírsauðs, þ.e. peninga- legur spamaður er styðst ekki við raunverðmæti í verðmætasköpun þjóðarbúsins eða gjaldeyriseign. Peningalegur sparnaður undan- farinna ára væri ávöxtur óstjómar á sviði peninga-, vaxta- og gengis- mála og án róttækra breytinga stefndi nú óðfluga í öngþveiti vegna þessa pappírsauðs sem skorti allar raunhæfar forsendur á vettvangi innlendrar verðmæta- sköpunar og erlendrar stöðu þjóð- arbúsins. Steingrímur sagði í gær vinnu- löggjöfina vera algerlega úrelta. Ekki væri unnt að líða lengur að fámennir hagsmunahópar gætu gengið yfir fjöldann, hagsmunir heildarinnar yrðu að ráða. Að- spurður kvaðst forsætisráðherra ekki vita hvort ríkisstjómin gæti breytt lögum um vinnumarkaðinn: „Ég veit ekki hvort við höfum styrk til að gera það, það hefur engin ríkisstjóm haft til þessa.“ -ÁG Listkynningarrit menntamálaráðuneytisins gagnrýnt fyrir vinstri slagsíðu í umfjöllun um bókmenntir síðustu áratuga: Skipta borgaralegir höfundar ekki máíi? Menntamáíaráðuneytið hefúr gef- ið út Listkynningarrit á ensku um íslenskar bókmenntir. Ritið er hið fyrsta í ritröð um helstu þætti ís- lensks menningarstarfs sem ráðu- neytið hyggst gefa út. Ritröðin er ætluð til kynningar erlendis og handa erlendum aðilum sem hingað koma. Gagnrýnisraddir hafa komið fram á túlkun tveggja höfunda ritsins þess eðlis að ekki sé gefið raunhæft yfirlit yfir breidd íslenskra bókmennta síðustu áratug- ina og vegur „borgaralegra“ rithöf- unda gerður lítill sem enginn á meðan kynningarritið fjalli fyrst og fremst um hlut vinstri sinnaðra rit- höfunda. Aðstoðarmaður ráðherra segir að ráðuneytið hafi ekki hugsað út í það hvort slíkt ójafnvægi væri í þessu opinbera kynningarriti og seg- ir að ritið hafi ekki verið ritskoðað. Því hefur verið hreyft, m.a. í Morgunblaðinu í gær, að þetta rit beri nokkum keim af vinstrisinnuð- um sjónarmiðum og að greinilegt sé að alþýðubandalagsfólk ráði ferð- inni í menntamálaráðuneytinu. í því sambandi er nefnt að kunnir vinstri- menn, s.s. Árni Sigurjónsson, og Guðrún Ágústsdóttir eru í ritstjórn útgáfunnar. 1 þessu fyrsta riti ritraðarinnar skrifa: Örnólfur Thorsson um fom- bókmenntir, Ámi Sigurjónsson um Halldór Laxness og bókmenntir eftir 1970, Halldór Guðmundsson um bókmenntir frá millistríðsárunum og fram til 1970 og Silja Aðalsteinsdótt- ir um bamabækur. Allt em þetta kunnir vinstrimenn. Svavar Gests- son menntamálaráðherra ritar for- mála. í tilkynningu sem fylgdi bæklingi menntamálaráðuneytisins segir að í ritinu eigi að koma fram það helsta sem er að gerast í Ustsköpun hér á landi ásamt stuttu yfirliti um fortíð- ina. Sé tekið mið af gagnrýninni sem fram hefur komið, m.a. í Morgun- blaðinu, er áberandi í umfjöllun þeirra Halldórs Guðmundssonar og Áma Sigurjónssonar hversu lítið vægi þeir telja kunna íslenska rit- höfunda hafa í bókmenntasögunni. Nær ekkert er minnst á höfunda eins og Gunnar Gunnarsson, Guðmund Daníelsson, Guðmund G. Hagalín, Kristmann Guðmundsson, Tómas Guðmundsson, Ingimar Erlend Sig- urðsson, Jóhannes Helga, Guðmund Frímann, eða ritsjórana Matthías Johannessen og Indriða G. Þor- steinsson. Hins vegar er margra þessara skálda getið í yfirliti aftast í ritinu, en samkvæmt efnistökum bókmenntafræðinganna tveggja virðast þessir höfundar ekki skipta máli í íslenskri bókmenntasögu. Þar sem kunna er að íslenskir rithöfundar hafa í gegnum áratugina skipast í tvær meginfylkingar eftir póhtískum skoðunum þar sem ann- ars vegar eru „borgaralegir höfund- ar“ og hins vegar „vinstrisinnaðir höfundar“ og kynningarritið er gefið út í nafni menntamálaráðuneytisins var Guðrún Ágústsdóttir aðstoðar- maður ráðherra spurð hvort hér væri á ferðinni stefnumörkun varðandi opinbera kynningu á íslenskum bók- menntum. Guðrún kvað svo ekki vera heldur hefðu verið fengnir til þessara starfa menn sem ráðuneytið hefði talið færa um slíka úttekt, en ráðuneytið hefði ekki ritskoðað kynningarritið. Aðspurð um þá slag- síðu sem margir telja vera í um- fjölluninni sagðist hún ekki hafa skoðað ritið með hliðsjón af pólitísk- um skoðunum þeirra höfunda sem fjallað væri um í meginmáli kynning- arritsins, og vísaði til Áma Sigur- jónssonar um frekari skýringar á því og ítrekaði að ráðuneytið ritskoðaði ekki þessi rit. Ekki náðist samband við Áma í gær. Verið er að vinna að útgáfu næstu rita sem munu fjalla um myndlist, tónlist, leiklist, dans, kvikmynda- gerðarlist og húsagerðarlist og sagði Guðrún Ágústsdóttir að það fólk sem fengið hefði verið til að vinna þau verkefni ætti að staðfesta að pólitísk sjónarmið ráða ekki ferðinni í þessu kynningarátaki. - AB/BG Hluta af launahækkun bændafrestað og kjarnfóður- skattur endurgreiddur sem mun væntanlega þýða að: Mjólk lækkar - kjötið hækkar Sexmannanefnd hefur reiknað út nýjan verðlagsgmndvöll fyrir sauð- fjár- og kúabú. Verð til kúabænda lækkar um 2,92% sem mun væntan- lega þýða að mjólkurvörur munu lækka um 3,3%. Þær hækkuðu um nærri 10% um síðustu mánaðamót. Verð til sauðfjárbænda hækkar um 5,1% frá 1. júní. Hækkunin er nokkuð mismunandi. Hún er t.d. meiri á ull og gærum en á kjöti. Samkvæmt óstaðfestum fréttum hækkar sláturkostnaður um 3% sem þýðir að verð á kindakjöti til neyt- enda mun væntanlega hækka minna en 8%. Hver sú hækkun verður nákvæmlega kemur ekki í ljós fyrr en á mánudaginn en þá mun fimm- mannanefnd væntanlega ganga frá nýju verði á kindakjöti. Samkomulag náðist milli stjórn- valda og bænda að láta launahækkun bænda koma í þremur áföngum þ.e. 1. sept., 1. des. og 1. mars. Þetta ásamt endurgreiðslu á kjarnfóður- skatti veldur því að mjólkurvörur munu lækka eftir helgina, hálfum mánuði eftir að þær hækkuðu í verði. Samkomulagið um að fresta launahækkunum bænda veldur einn- ig því að kindakjöt kemur til með að hækka mun minna en það hefði annars gert. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.