Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 16. september 1989 ÚTLÖND FRÉTTAYFIRLIT RÓM - Italir eru bróðurlega þenkjandi þessa dagana og hyggjast koma Júgóslövum, er illa eru á flæöiskeri staddir, til hjálpar. Andreotti forsætisráð- herra mun hitta júgóslavneska ráðamenn á landamærum ríkj- anna á sunnudag oa mun þá ræða væntanlega aðstoð, er verður á sviði samgöngumála, landbúnaðar- og umhverfis- mála, sérstaklega í Suður- Júgóslaviu þar sem ástand er einkar bágborið. Einniq er hugsanlegt að ítölsk bröður- hönd veroi rétt Ungverjum og Albönum, með tilstyrk Austur- rfkis og Sviss. FENEYJAR - Þessi mikla ferðamannaparadfs f Adrfa- hafinu þykir næsta erfið til ábúðar og er nú fbúafjöldi Feneyja kominn niður fyrir 80.000. Á síðustu 40 árum hefur borgarbúum fækkað um helming. Feneyjarbúar, eink- um unga kynsloðin, hafa flutt búferlum f stórum stfl til megin- landsins sökum fábreytts skemmtanalffs og samgöngu- erfiðleika. Þá mun húsnæðiskostnaður óhóflegur auk þess sem kaup- menn í Feneyjum þykja hinir verstu Shylockar í álagningu. HAMBORG - Vestur- þýska verslanakeðjan SPAR- HANDELS mun taka höndum saman við sovéska samvinnu- fyrirtækið INTERFARM um opnun stórmarkaðar f miðborg Moskvu, sfðar í þessum mán- uði. Þjóðverjarnir leggja til inn- réttingar og skipulag hins nýja markaðar og sjá honum þar á ofan fyrir ferskmeti, nokkrum sinnum f viku, s.s. kjöti, græn- meti og ávöxtum. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að viðskiptavinir verða að reiða fram andvirði kaupanna í beinhörðum gjald- eyri. MADRID - Forsætisráð- herra Spánar, Felipe Gonza- les, tjáði hinum tyrkneska starfsbróður sínum, Turgut Ozal, að sér virtist sem aðild Tyrkja að Efnahagsbandalagi Evrópu væri ekki í augsýn á næstunni. Tyrkir sóttu um aðild að bandalaginu fyrir þremur árum. Aðspurður sagðist Ozal ekki telja að stirð sambúð Tyrkja við Efnahagsbanda- lagsríkið Grikkland yrði um- sókn Tyrkja fjötur um fót, þar sem stöðugt væri reynt að bæta samskipti ríkjanna. Austurrfki, Noregur og Kýpur sitja einnig f biðstofu EBE með Tyrkjum. AUSTUR-BERLÍN Austur-Þjóðverjar hafa frábeð- ið sér væntanlega heimsókn 14 manna hóps frá flokki vest- ur-þýskra sósialdemókrata er hugoist sækja bræðralandið heim á mánudag. Sindermann, forseti austur-þýska þingsins, tilgreindi „móðgandi oq ögr- andi ummæli" tveggja ur hopi vestanmanna sem ástæðu fyr- ir höfnuninni. Annar, Hans- Jochen Vogel, hafði gjörstsek- ur um að segja umbætur f Austur-Þýskalandi löngu orðn- ar tfmabærar, en hinn, Horst Ehmke, hafði látið þau orðfalla að bráðnauðsynlegt væri að ríkin tvö héldu áfram að talast við, þó æ erfiðara yrði að ná eyrum hinnar ellimoðu flokks- forystu eystra. WASHINGTON - Banda- rísk yfirvöld hafa ákveðið að líta ekki á sovéska gyðinga, er halda frá Sovétríkjunum með ísraelskar vegabréfsáritanir, sem flóttafólk. Vestra reyna yfirvöld nú að hamla gegn hömlulftilli ásókn sovéskra gyðinga, er sótt hafa um að fara til ísraels, en taka svo stefnu til Bandaríkjanna er út fyrir landamærin er komið. Af 150.000 innflytjendum er levfi fá til að setjast að í USA, veroa 50.000 sovéskir ayðingar. Um- sóknir þeirra umTandvistarleyfi eru þó meir en þrefalt fleiri og búist er við öðru eins á næsta ári. Gorbatsjov kominn úr fríi: Andi perestrojku á ný ýfir vötnum Sá góði hirðir Gorbatsjov er nú búinn að særa burt þann anda hinna fyrri tíma er Iék lausum hala í Kreml meðan aðalritarinn brá sér í sumarfrí á Svartahafsströndina. Haft er eftir vestrænum erindrekum í Moskvu, að þó svo öllum sé ljóst að brotsjóir séu framundan í sovéskum stjórnmálum og efnahagslífí, hafi afturkoma Gorbatsjovs lægt öldumar og komið reglu perestrojku á það afturhvarf til einstrengings- háttar er ýmsir þykjast hafa greint innan Kremlarmúra undanfarið. f næstu viku er boðaður fundur miðnefndar Kommúnistaflokksins er sérstaklega er ætlað að ræða þá þjóðemisólgu er gætt hefur undan- farið í nokkmm Sovétlýðveldum og talin er geta reynst umbótastefnu aðalritarans skeinuhættari en hið bágboma ástand efnahagsmála, er þó mun ofarlega á baugi. Ýmsir úr hópi frjálslyndra menntamanna í Moskvu óttast mjög, að sjálfstæðis- kröfur og sú alda mótmæla og verk- falla, er risið hefur í Eystrasaltsríkj- unum, Azerbaidjan, Úkraínu og Moldavíu undanfarið, muni reynast vatn á myllu þeirra afturhaldsafla í valdastólum Kremlverja er pere- strojku vilja feiga. Sumir hafa fyrir satt, að öflugt samsæri sé í burðar- liðnum gegn umbótastefnu Gorba- tsjovs, með þátttöku nokkurra hátt- settra ráðamanna í flokknum. En 9. september' birtist aðalritar- inn í sjónvarpi og virtist hafa alla þræði í hendi sér. Hann vék í engu að óróa Eystrasaltsríkjanna undan- farið, en kvaðst halda áfram þeim stefnu sinni að veita einstökum lýð- veldum meiri sjáifstjóm í efnahags- málum, jafnframt því sem hann sagði kvitti, um að valdarán eða jafnvel borgarastyrjöld væri í vændum, vera verk þeirra er standa vildu gegn umbótum. Það var sem við manninn mælt að fjölmiðlar breyttu um tóntegund. Málpípa var ljáð þeim leiðtogum Kommúnistaflokkanna í Eystra- saltslöndunum er hvað mest hafa beitt sér fyrir umbótum, og þagaðir voru í hel, einni viku áður. Þá hefur sovétleiðtoginn hlutast persónulega til um lausn verkfalla þeirra er rússneskir verkamenn í Moldavíu hafa stofnað til, í mótmælaskyni við vaxandi þjóðemisstefnu þar í hreppi. Loks boðaði Gorbatsjov leiðtoga flokks og stjórnsýslu Eystrasaltsríkjanna á fund sinn á miðvikudag og færði þeim heim sanninn um að ekki yrði hvikað frá fyrri stefnu né umræðugrundvelli. Fundur miðnefndarinnar í næstu Við ramman reip að draga. viku mun einnig fjalla um þing Kommúnistaflokksins er halda átti í ársbyrjun 1991, en líklegt þykir nú að Gorbatsjov fari fram á að því verði flýtt. Flokksþingið eitt hefur vald til að kjósa nýja félaga í mið- nefndina þar sem Gorbatsjov á enn viðhlæjendur fáa og mun honum því áfram um að styrkja stöðu sína með mannaskiptum. Loksins, loksins! Kínversk karlapilla Hér á síðunni birtum við nýverið uggvænlegar tölur um fólksfjölgun í heiminum. Fari svo, að björtustu vonir kínverskra vísindamanna rætist, verðum við að kyngja þeim tröllaspám. Á ráðstefnu um frjósemi og frjósemisvamir kynnti prófessor Qian Shaozhen jákvæðar niðurstöð- ur rannsókna á frjósemisslævandi áhrifum tveggja kínverskra grasa- lyfja á karlmenn. Shaozhen, er sæti á í nefnd er Alþjóða- heilbrigðisstofnunin WHO hefur skipað til að kanna frjósem- isvamir, upplýsti að undragrösin Tripterygium wilfordii og Kunn- ming-villiepli, er hingað til hafa verið notuð gegn Iiðagigt, hafi veru- lega slævandi áhrif á sæðisfram- leiðslu hjá karlmönnum. Getnaðar- vamastofnun Jiangsu-héraðs komst að sömu niðurstöðu er rannsakaðar vom hvítar karlrottur. Samræmdar rannsóknir slíkra stofnana í Peking, Shanghai og Nanjing á 26 liðagigtar- sjúklingum tóku svo af allan vafa. Rannsóknimar leiddu í ljós, að notkun grasalyfjanna hafði engar aukaverkanir í för með sér, og jafnframt, að tveimur mánuðum eft- ir að inntöku var hætt skilaði hin fyrri frjósemi sér aftur til föðurhús- anna. Eftir miklu er að slægjast fyrir Kínverja, þar sem hver treður öðr- um um tær, og áfram er unnið að rannsóknum. IIlu heilli hefur ekki spurst til Tripterygium wilfordii né Kunming-villiepla í íslenskum högum. Fjárlög fyrir Pentagon Undir-fjárveitinganefnd banda- rísku Öldungadeildarinnar mælti á dögunum með því að hermálaráðu- neytinu, Pentagon, yrðu skammtað- ir 279,6 milljarðar dala fyrir fjár- hagsárið 1990 er hefst fyrsta október nk. Talið var Iíklegt að aðalnefndin og Öldungadeildin samþykktu tillög- urnar á fundi sínum í gær. Deildin hafði þegar heimilað Pentagon að ráðstafa 305 milljörðum dala á næsta fjárhagsári og neðri deild þingsins hafði tekið vel í þá upphæð. Fjárveit- inganefnd þingsins hefur þó endan- legt vald um hversu stóran hlut hermálaráðuneytið hreppir. Neðri deildin lagði síðan til að Pentagon fengi 285 milljarða dala og var búist við málamiðlun á sameiginlegum fundi þingdeilda í gær. Deildirnar verða síðan að staðfesta framlagið, hvor í sínu lagi. Þess má geta að 280 milljarðar Bandaríkjadala samsvara um 16.800 milljörðum íslenskra króna. Svo er marat sinnið sem skinnið 51% gyðinga í fsrael telur bestu lausnina á vanda hernumdu svæð- anna þá, að flytja hina arabísku íbúa þeirra á brott og bjóða bætur fyrir. 48% kysu hins vegar að innlima íbúa hernumdu svæðanna í Ísraelsríki en bjóða hinum arabísku íbúum sjálf- ræði í stjórn eigin mála. Hartnær allir íbúar Ísraelsríkis af arabískum uppruna (95%) kysu aft- ur á móti stofnun sjálfstæðs ríkis. Þetta er niðurstaða könnunar er gerð var á vegum Félagsvísinda- stofnunar ísraels í júní síðastliðnum. 54% hinna arabísku íbúa samein- ast um þá skoðun að fsraelsher ætti að draga liðsstyrk sinn einhliða frá hernumdu svæðunum, ellegar láta þau af hendi til stofnunar friðsam- legs ríkis Palestínuaraba. Þessu eru gyðingar auðvitað ekki sammála, en telja þó, að kæmi sú staða upp að herir þeirra yrðu að draga sig til baka, væri skárra að láta Gazasvæð- ið einhliða af hendi en þurfa að rýma Vesturbakka Jórdanfljóts með sama hætti. 28% aðspurðra voru þessa álits en 16% töldu að með Vestur- bakkanum færi fé fegurra. Aðeins 13% þeirra er spurðir voru - gyðingar jafnt sem arabar - töldu núverandi ástand vera viðun- andi lausn. Kína: Kynsjúk- dómar flæða yfir Árið 1964 lýstu kínversk stjómvöld því yfir, að tekist hefði að útrýma kynsjúkdómum að mestu, eftir stranga baráttu. Síð- an hefur slaknað á siðferðisklónni og nú er svo komið, að sýfílis er orðinn algengur kvilli með brjóst- mylkingum og á bamaheimilum um allt ríkið finnast böm með einkenni lekanda. Sýkingar þess- ar meðal bama em óbrigðult merki ört vaxandi kynsjúkdóma- faraldurs er kínversk heilbrigðis- yfirvöld hafa nú þungar áhyggjur af. Áætlað hefur verið að tíðni sjúkdómstilfella margfaldist 3.12 sinnum milli ára. Sá stuðull er æri geigvænlegur er haft er í huga, að á síðasta ári, og því sem af er þessu, hafa meir en 160.000 ný tilfelli greinst. Það eykur enn á vandann, að margir kjósa að leyna kvillum sínum, af ótta við félagslega útskrúfun, og leita sér því ekki lækninga fyrr en um seinan. f einu héraða Kína, Guangzhou, vom 750 portkonur teknar til skyndiskoðunar og reyndust 212 úr þeirra hópi haldnar kynsjúkdómum. Heilbrigðisyfirvöld hafa nú tekið upp þann sið að heita sjúklingum er þjást af kynsjúk- dómum fullri nafnleynd. Barátta gegn vændi hefur verið hert og í ráði að efla fræðslu- og forvama- starf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.