Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. september 1989
Tíminn 25
llllllllllllllllllllllll LEIKLIST lllllllllllllllllllllllllllllll
PUSSUROG
HLANDHAUSAR
Frú Emilía, Skeifunni 3c: Djöflar
(Class Enemy) eftir Nigel Wiliiams.
Þýðing: Anton Helgi Jónsson. Leik-
stjóm: Guðjón P. Pedersen. Leik-
mynd og búningar: Guðjón Ketils-
son.
Það er kannski ekki illa til fundið
að sýna leikrit eins og þetta (upphafi
skólaárs. Það fjallar, eins og víst er
búið að segja frá í fjölmiðlum, um
skólabekk, sextán ára lágstéttar-
drengi í breskum skóla. Þeir eru sex
og bíða eftir kennara. Allir eru
„vonlausir", þjóðfélagið vill ekkert
með þá hafa og þess vegna eru þeir
fullir vanmáttar og haturs. Hjörri er
foringinn og hefur þróað með sér
fullkomlega neikvæða afstöðu til
umhverfisins, í hans augum skiptist
fólk í „hlandhausa og pussur" og
ofbeldið er hans einu viðbrögð.
Andspænis honum stendur Hálofta
(hvers konar nafn er það?) hinn
uppbyggilegi, og hinir fjórir flögra á
milli, einn niggari sem hefnir sín
með því að brjóta rúður, o.s. frv.
Þetta er nú allt augljóst og séð
hefur maður annað eins. Það er ekki
fyrsta breska leikritið um lágstéttar-
ungling sem skólinn útskúfar og
dæmir til vonlausrar tilveru sem sett
er hér á svið síðustu árin. Minnist ég
sýningar í Iðnó um ungling sem tók
nokkra kennara i gíslingu til að ná
sér niðri á þeim. Mér sýnist augljóst
að Djöflar Nigel Williams séu valdir
til meðferðar hjá Frú Emilíu til að
gefa leikurunum tækifæri, það gefur
nokkuð gott færi á átökum á sviðinu.
En að öðru leyti þótti mér verkið
heldur beinasmátt og einhvem veg-
inn utangarna hér. Eins og við vitum
eru þjóðfélagsaðstæður allt aðrar
hér en í Bretlandi. Þótt sumt kunni
að vera sameiginlegt hygg ég sem
betur fer að sú félagslega útskúfun
sem hér er lýst sé vandfundin hjá
okkur.
Annars sýnist mér, í stuttu máli
sagt, að Nigel Williams sé góður
fagmaður í leikritagerð og ekki er
ástæða til að vefengja það sem hann
segir í leikskrá að uppeldismál séu
honum „persónuieg ástríða“. Hins
vegar er hann ekki leikskáld, ekki af
þessu verki að dæma. Til marks um
það er einfaldlega að ekki tekst að
gera þessa blessaða drengi viðkom-
andi áhorfandanum. Þetta em gervi-
menn. Fyrst er sett fram nokkuð
trúverðug mynd af lífi þeirra og
hegðun. Gengur þar Ianga stund á
hinu sóðalegasta klámi svo vart mun
annað eins hafa heyrst á leiksviði.
Allt í lagi með það, þetta er veru-
háttur strákanna. En svo fer höf-
undurinn að prédika fyrir þeirra
munn. Það er nógu skynsamlegt sem
hann segir, um samúð og áhuga,
rækt við tilfinningar og svo framveg-
is. En maður þarf að geta meðtekið
það sem lifandi leiktexta af munni
þessara utangarðsmanna. Og það
gat ég ekki.
Þótt mér þætti þannig lítið til
leiksins koma, strax og sýningunni
lauk, var sýningin sjálf hreint ekki
leiðinleg og hún var samfelld í tóni
hjá Guðjóni Pedersen. Tónninn er
reyndar allur þaninn, frá upphafi til
enda, með lítilsháttar blæbrigðum.
Leikarahópurinn var samstilltur vel,
þeir eldri voru reyndar mikils til of
gamlir í hlutverkin. Kristján Frankl-
ín Magnús leikur Hjörra sem er eins
konar fyrirliði hópsins og notar
mikla rödd. Hann líður mest fyrir
þann hástillta stíl sem hér hefur
verið valinn og nær sér í rauninni
aldrei verulega á strik. Arni Pétur
Guðjónsson sem Hálofta er í
„mjúku“ hlutverki, svipað og maður
hefur séð hann í áður. Honum er
lagður í munn hinn hversdagslegi
mórall verksins og sleppur hann vel
frá þessu. Aðrir leikendur: Sigurþór
Albert Heimisson, álitlegur leikari
sem fór næmlega með hlutverk
Ómó, Stefán Sturla sem Blíðan,
Emil Gunnar Guðmundsson, svert-
inginn Zaxxon, lúnkin meðferð.
Skemmtilegastur var kannski Steinn
Ármann Magnússon sem Nabbi, -
fór ágætlega með ræðuna „það er
útlendingunum að kenna". Vel á
minnst, vandamál innflytjendanna
er auðvitað eitt af því sem fjarlægir
leikritið okkur þó það brenni á
nágrannaþjóðunum. Ótalinn er að-
eins kennarinn sem Þröstur Guð-
bjartsson lék. Gott gervi og fas sem
myndaði æskilegt mótvægi við nem-
endurna.
Sviðsetningin er nakin, lýsingin
eins og í skólastofu með örlitlum
frávikum sem virkuðu vel. Sviðið er
að sönnu þröngt en samt alveg nógu
gott til að gera álitlegar sýningar,
það mátti sjá í Sjúk i ást á dögunum.
Frú Emilía hefur þann hátt á að
gefa texta leikja sinna út í leik-
skránni. Þettaer þakkarvert og veitir
gott færi á að skoða textann vand-
lega. Að heyra og sjá þýðingu Ant-
ons Helga virðist hún nokkuð lipur.
En auðvitað er talmálstexti jafngróf-
yrðaþrunginn og þessi vandþýddur.
Enska textann hef ég ekki séð en
ekki get ég neitað því að sumar
setningamar hljómuðu enskulegri
en maður getur fellt sig við.
Loks er rétt að geta þess að
sýningin er án hlés og raunar krafðist
framvinda Ieiksins þess. En ég held
að meira mætti gera af því að leika í
einni lotu, þegar verk eru ekki mjög
löng. Og bíóeigendur mættu taka
þann sið upp. En að vísu misstu þeir
vafalaust spón úr aski sínum svo það
er líklega nokkuð mikil tilætlunar-
semi.
Gunnar Stefánsson.
STJARNHEIMAR |||l||||||||||ll!|||||||||||||l|||||||||||||||l|||||||||l|||||||||ll
Jarðhverfiskenning og
sólhverfiskenning
Sú var fom skoðun manna, að
jörðin væri flöt þungamiðja alheims
og að um hana gengi sólin, tunglið
og stjömumar. En nokkrir forn-
grískir vísindamenn héldu því fram
og studdu með allnákvæmum mæl-
ingum og útreikningum, að jörðin
væri hnöttótt og að það væri sólin en
ekki jörðin, sem væri miðhnötturinn
og að um hana gengi jörðin og aðrar
reikistjömur. Þessi kenning, sól-
hverfiskenningin, var hin rétta
heimsmynd, en náði samt ekki viður-
kenningu.
Jarðhverfiskenningin varð sigur-
sælli, því miður, og varð nær allsráð-
andi í hugarheimi vestrænna þjóða í
um það bil 1300 ár, enda haldið við
með oddi og egg af mesta valdi þess
tíma, kirkjunni. Kenning þessi er
kennd við Ptolemios, sem uppi var
um 100-178 e.Kr.
Það er fyrst með Kópernikusi
1473-1543 e.Kr. sem sólhverfiskenn-
ingin fær aftur sinn rétta sess, enda
studd eftir það af framúrskarandi
brautryðjendum hinnar nýju heims-
myndar, eins og Brúnó, Galileó,
Kepler og Newton. Nú er fullviður-
kennt og allir vita raunar, að þetta
er rétt. Jörðin, sem við menn búum
á, er aðeins ein af reikistjörnum
sólarinnar, en hefur þá sérstöðu að
hún ein fóstrar líf. Lífs er því ekki
að vænta nær okkur, í þessum mikla
geimi, en á einhverjum reikistjörn-
um annarra sólhverfa.
Ingvar Agnarsson.
Myndin sýnir sólhverfi okkar bera við hinn óendanlega hnattaskara himinsins,
vetrarbrautina stórkostlegu, scm jörð okkar og allar sýnilegar stjörnur eru
hluti af.
Féiagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Fjölskyidudeild
Fósturforeldrar
óskast
Okkar vantar „allavega" fósturforeldra fyrir „alla-
vega“ börn á öllum aldri.
Annars vegar er um að ræða börn sem þurfa að
fara í fóstur til frambúðar og alast upp hjá
fósturforeldum. Hins vegar er um að ræða börn
sem þurfa á fósturheimili að halda tímabundið en
alast að öðru leyti upp hjá kynforeldrum sínum.
Þeir sem hafa áhuga á að taka barn/börn í fóstur
til frambúðar hafi samband við Helgu Þórólfsdóttur
eða Hjördísi Hjartardóttur í síma 25500. Þeir sem
hafaáhuga á að taka barn/börn tímabundið hafi
samband við Regínu Ástvaldsdóttur í síma
685911. Þessir aðilar munu veita upplýsingar
meðal annars um hvað felst í því að taka barn í
fóstur og hvað þarf til að gerast fósturforeldrar.
Hugmyndasmiðjan auglýsir
Sumarhús/heilsárshús? Til sölu
Hugdetta, eitt eintak, óvíst með endurtekningu
Tilboð óskast. Stærð ca. 44 m2
Bara sumarhús?
Þá er leisigeisli líka lesljós.
Hugmyndasmiðjan, Brattabrekka 4, Kópavogi,
sími 641250.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa
Finns Klemenssonar
Hóli, Noröurárdal
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra
umönnun.
Herdís Guðmundsdóttir
ÞórirFinnsson RósaÁrelíusardóttir
Sigrún Finnsdóttir Guðmundur Sæmundsson
Guðmundur Finnsson Anna Hjálmarsdóttir
og barnabörn
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
Guðlaugar Gísladóttur
Hraunbæ, Álftaveri.
Sérstakar þakkir til þeirra sem aðstoðuðu hana í veikindum hennar.
Þorbergur Bjarnason
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.