Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. september 1989 Tíminn 23 LESENDUR SKRIFA Illllll lllllllllll llllllllllllllll llllll!ll I Hugsað í Óperunni Um nokkurt árabil hefur umræð- unni um byggingu tónleikahúss skotið upp kollinum í öllum fjölmiðl- um, og enda þótt hljótt hafi verið um þetta mál, undanfarið, kæmi mér ekki á óvart, þótt sitthvað þessu varðandi, sé í bígerð, bak við tjöldin. Og ekki líði á löngu áður en eitthvað meir kæmi um þetta mál á opinberum vettvangi og verði þann- ig öðru hvoru, þar til málið er komið í höfn, innan nokkurra ára, tónleika- höll risin á góðum stað, á þeim stað, er allir una við, og hafa komið sér saman um fyrir löngu, að hafi átt að rísa á þessum ákveðna stað. Það kæmi svo ekki á óvart, þó þetta hús yrði einskonar vagga ungra og vax- andi listamanna á hljómlistarsvið- inu,semsíðarkæmutilmeð aðgeta túlkað allra erfíðustu verk, innlend sem erlend á sem glæsilegastan máta, tónlistaunnendur gætu vel við unað og meir en það. Eðlilegt finnst mér í leiðinni, að innan dyra téðs tónleikahúss, fari ekki eingöngu fram tónleikahald, er byggist á verkum gömlu góðu meistaranna, heldur líka í og með verði rúm fyrir þær stjörnur, er leggja vilja stund á alla nútímatónlist ekki síður þó ég viðurkenni, að hún falli ekki öllum í geð eða mér, er ég ekki allir í heiminum, og vitað frá örófi, að smekkur þeirra hefur alltaf verið misjafn og verður svo lengi sem líf þróast hér á móður jörð. Eðlilega finnst mér, að tónleikhús eigi að vera opið fyrir hverskonar tónlistar- tegundum á hverjum tíma, og reikna ég eðlilega með að svo verði, og því hugsað fyrir því í fyllingu tímans, og sérhver tónlistarunnandi fái sinn skerf, allt eftir einstaklingsbundnum smekk hans, þessa eða hins hópsins. Það er löngu ljóst, að íslenskir tónlistarmenn, eiga skilið betri og glæsilegri aðstöðu en þeir hafa haft, gegnum árin, til samræmis við þá list, sem þeir fremja á stundum, fyrir unnendum þeirrar mismunandi tón- listar sem leikin hefur verið gegnum árin, svo og löngu síðar. Mér kom þetta í hug, er ég hlustaði á Þorstein Gauta Sigurðs- son, í íslensku Óperunni mánudags- kvöldið20.2.1989-en áhljómleika- skrá hans, voru verk eftir Bach, Beethoven, Lizst, Chopin og Ravel - Þorsteinn byrjaði á ítölskum kons- ert eftir Bach, sem téður slaghörpu- leikari komst listilega í gegnum, á sinn persónulega þekkta máta, en eftir þetta kom sónata í c dúr op. 58, sem er eftir Beethoven, fremur VIÐSKIPTALÍFIÐ Uppbyggingar sjoðir Uppbyggingarsjóði (structural funds) nefnir Efnahagsbandalag Evrópu einu nafni þrjá sjóði sína, sem veita fé til (i) eflingar atvinnu- vega í ýmsum landshlutum eða hér- uðum; (ii) félagslegra þarfa ýmiss konar; og (iii) hnignandi landbúnað- ar á ýmsum svæðum. Fjárveitingu til þessara þriggja sjóða hefur EBE ákveðið fram til 1993, en það ár verður hún 14,5 milljarðar ecu (eða um $ 16 milljarðar). Fjárveiting til sjóðanna 1987-89 og hin ákvarðaða fjárveiting til þeirra 1990-93 er sýnd á eftirfarandi yfirliti. Framlög til uppbyggingarsjóða EBE 1987-89 og samþykkt framlög til þeirra 1990-93 (milljarðar ecu) 1987 7,2 1990 10,3 1988 7,7 1991 11,6 1989 9,0 1992 1993 12,9 14,5 Athuganir hagdeildar EBE sýna meðaltekjur undir 60% af EBE- meðaltali á eftirfarandi landsvæð- um: Portúgal öllu, Grikklandi mest- öllu, Calabríu á Ítalíu, Andalúsíu og Extramadura á Spáni. Tillit er til þess tekið við úthlutanir úr uppbygg- ingarsjóðunum, þótt eftir fleiru fari. Framlög frá EBE (um aðalstöðvar þess í Brussel) munu nú nema um 15% allra byggðaframlaga í aðildar- löndum þess. Fram til þessa hafa þau framlög farið um ríkissjóði að- ildarlandanna, en nú er í ráði að aðalstöðvar EBE í Brussel hafi bein samskipti við sveitarstjórnir eða landshlutastjórnir í aðildarlöndun- um. Stígandi þokkalegt verk, en erfitt í heildar- túlkun, en Þorsteinn komst auðveld- lega í gegnum það, á þann hátt sem honum einum er lagið, og hann gerði þvf sérlega góð skil, eins og reyndar einnig þeim verkum sem voru á skránni, enda vaxandi lista- maður sem hefði fengið að njóta sín betur, ef tónleikahús hefði verið risið, með allri virðingú fyrir-Óper- unni, því einmitt svona fín verk sem Þorsteinn listamaður var með á téðri skrá, sköpuðu þessi hugartengsl hjá mér, og kannski gert það meðal einhverra annarra sem voru áheyr- . endur þessara fínu tónleika, sem gerðu mér þessa kvöldstund svo eftirminnilega og ánægjulega og ugg- laust öllum þeim er fengu notið þessa. Gunnar Sverrisson, rithöfundur Þórsgötu 27, Reykjavík Stórkostleg verðlækkun Howard mykjudreifurum Fyrsti HOWARD mykjudreifarinn var framleiddur 1962, síðan hefur HOWARD fyrirtækið í Bretlandi framleitt yfir 100.000 dreifara og verið ieiðandi í ýmsum tækninýjungum í þessum tækjum. Margar eftirlíkingar hafa verið smíðaðar en engin þeirra staðist gæðasamanburð við HOWARD eða náð vinsældum hjá bændum. Verð áður HOWARD 1052 3.4 m3, FLOTDEKK 15/70-18 kr. 288.000 HOWARD 1552 4.2 m3, FLOTDEKK 16/70-20 kr. 336.000 HOWARD 2052 5.6 m3, FLOTDEKK 16/70-20 kr. 399.000 Hafið samband við sölumenn okkareða umboðsmenn G/obus? Lágmúla 5 Reykjavík. Sími 681555 KYNNUM 1990ÁRGERÐ AFISUZU TROOPER o Opið laugardag og sunnudag kl. 13.17 GM BÍLVANGUR SF. HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.