Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 16. september 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknidelld 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Frumkvæði samvinnu- manna í fræðslumálum í greinum sem Jón Sigurðsson skólastjóri ritar í Tímann sl. þriðjudag og miðvikudag gerir hann grein fyrir þróun Samvinnuskólans undanfarin ár. Skólinn er nú rekinn sem sérskóli á háskólastigi samkvæmt eigin kennslufræðihugmyndum og miðar aðsókn við ströng inntökuskilyrði. Samvinnuskólinn á sér merka sögu og er tengdur hinu mikilvæga framlagi samvinnuhreyfingarinnar til framfara í íslensku þjóðfélagi í full 100 ár. Samvinnuhreyfingin stofnaði til merkrar fræðslu- starfsemi með tilkomu Bréfaskólans árið 1940. Á nærri 50 ára starfsferli hefur Bréfaskólinn gegnt mikilvægu hlutverki í því sem nú er kallað fjarkennsla og fullorðinsfræðsla. Má með réttu kalla Bréfaskól- ann brautryðjanda á sínu sviði og ekki ofsagt að hann sé tákn um samhengi og stöðugleika í fjarkennslu og fullorðinsfræðslu í næstum hálfa öld. Guðrún Friðgeirsdóttir, skólastjóri Bréfaskólans, gerir málefnum skóla síns góð skil í grein í tímaritinu Útverði, sem gefið er út af samnefndum samtökum. Guðrún bendir á, að Bréfaskólinn hafi komið til móts við menntunarþarfir fjölda fólks úti um allt land. „Samvinnuhreyfingin á heiðurinn af þessu merkilega og sérstæða framtaki í íslenskum skólamálum,“ segir Guðrún Friðgeirsdóttir. Um það hversu Bréfaskólinn varð strax umfangs- mikil fræðslustofnun getur skólastjórinn þess að fyrsta skólaárið, 1940-1941, hafi nemendur verið 250 talsins. Allar aðstæður í landinu voru þá mjög ólíkar því sem nú gerist, m.a. hvað varðar samgöngur og fjarskiptatækni, en jafnvel nú á tímum góðra sam- gangna og bættrar útvarps- og símaþjónustu og gerbreytts þjóðfélags yfirleitt, situr enn við það sama að fólk á landsbyggðinni hefur miklu færri menntunartækifæri en fólk í þéttbýli. „Þess vegna er mikil þörf fyrir Bréfaskólann,“ segir Guðrún Frið- geirsdóttir. En skólastjórinn tekur fram að þörfin fyrir Bréfa- skólann sé ekki aðeins bundin fólki úti um lands- byggðina. Fólk á höfuðborgarsvæðinu leitar í æ ríkara mæli til Bréfaskólans. Nemendum í Bréfa- skólanum hefur fjölgað á síðari árum, þótt einnig hafi átt sér stað vöxtur annarrar starfsemi á sviði fullorð- insfræðslu og ýmiss konar námskeiðahalds. Oft er undan því kvartað í umræðum um fræðslu- mál, að fullorðinsfræðslan sé ekki nægilega vel skipulögð hér á landi. Vafalaust er mikið til í því. Hins vegar fer fram margs konar starfsemi á þessu fræðslusviði í landinu. Væri æskilegt að tekin væri saman greinargóð skýrsla um fullorðins- og fjar- kennslustarfsemina til þess að auðvelda skynsamlegar umræður um stöðu þeirra mála og hvernig bæta megi úr ágöllum núverandi skipulags þeirra. Þótt nauðsyn- legt sé að átta sig á annmörkum fullorðinsfræðslu í landinu og bæta úr því sem áfátt er á því sviði, er hitt ekki síður gagnlegt að gera sér grein fyrir hvar vel er að verki staðið í þessu efni. Ljóst er að Bréfaskóla SÍS og ASÍ mun bera hátt í slíkum samanburði. G LASNOST og peri- strojka eru orð sem öllum eru orðin töm og eru þau notuð í tíma og ótíma innan Sovétríkj- anna og utan og kennd við Gorbatsjov flokksleiðtoga. Þessi rússnesku orð eru í hugum margra lykilinn að gjörbreyting- um í stjómkerfi og hugmynda- fræði Sovétríkjanna og að bættri sambúð austurs og vesturs og sá sem fyrstur kenndi umheiminum að taka þau sér í munn er orðinn uppáhaldsstj órnmálamaður flestra þeirra vesturálfumanna sem ávallt þykir grasið grænna hinum megin í dalnum. Hér skal ekki farið út í þá sálma hvað orðin glasnost og peristrojka þýða, enda skipta hughrifin sem þau valda meira máli en orðabókaþýðingar á galdrarúnum. Enda kemur í ljós þegar fara á að kynna sér málin, að menn leggja misjafna merk- ingu í orðin og að þau þýða ekki ávallt hið sama í hugum þeirra sem eiga glasnost og peristrojka að móðurmáli. Fréttaskýringar og hugrenn- ingar um hvað er að gerast í Sovétríkjunum og hvaða breyt- inga er þar von eru legíó. Allir fréttamiðlar heims eru uppfullir af misjafnlega gáfulegum hug- renningum um peristrojkuna, valdabaráttu innan Kommún- istaflokks Sovétríkjanna og sjálfstæðisvilja þjóða og þjóð- flokka innan sameinuðu sovésku lýðveldanna. Bréfritari átti þess nýverið kost að hitta nokkra menn að máli austur þar og gerði tilraunir til að hnýsast í hugmyndir sovét- borgara um landsins gagn og nauðsynjar allt frá Leningrad við Eystrasalt til íbúa á freðmýr- inni á bökkum fljótsins Jensey sem rennur í íshafið langt norð- ur af vesturhluta Mongólíu. í orði kveðnu eru allir fylgj- andi peristrojka en væntingarn- ar eru misjafnar en sitthvað eru allir viðmælendur sammála um, svo sem eins og það að enn sem komið er sé enginn sjáanlegur árangur af öllum umbótunum, mikið sé talað en lítið gert og þama verði að verða breyting á og það fyrr en síðar. Þegar þetta er skrifað berast umæli Yeltsyns, leiðtoga um- bótasinna í Moskvu um að að- eins sé hálft eða eitt ár til stefnu. Innan þess tíma verður sjáanleg- ur árangur að vera kominn í lj ós. U mbæturnar þoli ekki bið. Þeir sem bréfritari talaði við um framtíðarsýn og umbætur töldu að tíminn til stefnu væri 2 til 4 ár. Ef þá væri ekki komin betri tíð væri voðinn vís. Hvað skeður? Hvaða voði og hvað skeður ef umbæturnar verða aldrei annað en vonin ein með miklu tali og jafnvel sektarkennd vegna þess hvernig komið er? Því vildi eng- inn svara, enda eru sovétborgar- ar óvanir að spá í framtíðina og tengja orsök og afleiðingu. Hug- myndafræðingar flokksins og málgögn þeirra hafa séð um þá þætti mannlegrar hugsunar. Þegar gengið er á Rússana um hvernig fara muni ef peristrokj- an rennur út í sandinn tala þeir aðeins um ringulreið og tæpa á þjóðernishreyfingum á útjöðr- um hins mikla og víðlenda ríkis, og því er ekki að leyna, kvíði Ieynist með mörgum hverjum. Það virðist einkum vera óttinn við hið óþekkta sem angrar sovétborgarana og þrátt fyrir allt gætir vissrar bjartsýni um að allt fari á hinn besta veg og að umbætur í anda lenínismans gefa fyrirheit um bjarta framtíð. Efnahagsleg og stjórnmálaleg kreppa tröllríða hugsunarhætti þeirra sem láta sig stjómmál einhverju varða. Það kemur bláeygum Vesturlandamanni spánskt fyrir sjónir hve mikinn þunga heimamenn fyrir austan leggja á þá kreppu sem þeir segja að sé að sliga lönd þeirra. Það er sama hvort talað er við meðlimi í Flokknum og jafnvel áhrifamenn innan hans, eða þá sem telja sig til stjórnarandstæð- inga og vilja umbreyta kerfinu, allir tala opinskátt um efnahags- lega og stjórnmálalega kreppu, ávallt í þessari röð, sem verður að leysa og þolir lausnin litla bið. En í hverju lausnirnar og umbæturnar eiga að felast er öllu óljósara. Flokkurinn Ivan Alexandrov er aðalritari einnar stærstu flokksdeildar Flokksins í Leningrad. Hann er ungur að ámm, mikill á velli og ekki líklegur til að láta hlut sinn fyrir neinum, persónugervingur rússneska bjarnarins. Hann trúir á flokkinn og hug- sjónir hans. í viðtali við Ivan fannst hripara bréfsins anda heldur köldu í garð peristrojka og alls þess sem við fyrirbærið er kennt. Þegar innt var nánar eftir þessu og hvort umbætur væm ekki samkvæmt flokkslínunni var flokksritarinn ekki í vand- ræðum með útskýringar. - Öll umræðan um umbætumar em frá flokknum komnar og ber að þakka honum. Hins vegar hjálp- ar orðaglamur ekki landinu út úr efnahagsörðugleikunum og þeirri pólitísku kreppu sem nú dynur á. Ivan fór ekkert dult með að honum er ekki um allt umbóta- talið gefið og hefur sagt álit sitt opinberlega á því og samkvæmt eigin sögn talinn vera heldur íhaldssamur á flokkslínunni. Sama heimild telur að ekki sé mikill spenningur innan hans flokksdeildar eða borgarhverfis á þeim hreyfingum sem skotið hafa upp kollinum hin síðari ár og telja fjölflokkakerfi vera framtíðina. - Ég hef ekkert á móti stofnun fleiri stjórnmálaafla hér í borg- inni eða landinu. En ég verð að fá að sjá stefnuskrá þeirra og hverju hreyfingamar ætla að koma til leiðar áður en ég legg blessun yfir þær. Hvað varðar þá efnahagslegu og pólitísku kreppu sem nú steðjar að hef ég þá bjargföstu skoðun, að á sama hátt og Flokkurinn hefur byggt upp þetta land, þá er það Flokkurinn sem leitt hefur þetta ástand yfir okkur og það er hans hlutverk að leysa úr þeim varidamálum sem að steðja. Ef Flokkurinn getur það ekki er enginn fær um það. Fjölflokkakerfi Af þeirri örlitlu nasasjón sem bréfritari hafði af þeim umbrot- um sem nú ganga yfir þjóðir Sovétríkjanna, er óneitanlega mikið til í þeim orðum Ivans flokksritara, að stefnuskrár þeirra hreyfinga sem þar hafa verið myndaðar em mjög á reiki og erfitt að festa hönd á hvað það er sem þær eiginlega vilja. Ástæðan er áreiðanlega sú, að sovéskir sem aldir em upp við kenningar alræðisins og óskeikulleika Flokksins, kunna ekki að setja saman öðm vísi stefnuskrár eða rökræða mál þar sem andstæð sjónarmið eru sett fram. Það var t.d. fróðlegt en tæpast upplýsandi að ræða við þau Juri Nesterov og Tatjana Drabkina, sem bæði eru áhrifamenn í Al- þýðuhreyfingunni í Leníngrad, sem hefur það að meginmark- miði að koma á fjölflokkakerfi í landinu. Tatjana er í Kommún- istaflokknum. í borginni eru margar pólitísk- ar hreyfingar með allskyns stefnur, sem einkum eiga það sammerkt að vera óljósar. Al- þýðufylkingin kvað vera með þeim stærstu og öflugustu. Þegar á leiðtogana er gengið hafa þeir mörg orð um nauðsyn opinnar umræðu og endurbóta í þjóðfélaginu. Til þess þarf að koma á lýðræði og um lýðræði er ekki að tala nema þar sem fjölflokkakerfi ríkir. Júri segir samt ekki vera til- gang hreyfingarinnar að stofna stjómmálaflokk, aðeins að vinna að fjölflokkakerfi og þeg- ar það verður komið á munu samtökin ekki skipta sér af í hvaða flokka meðlimir fara. Hann segist samt enga dul draga á að hann telji sósíaldemókrat- isma það stjómarform sem hann aðhyllist en ekki fékkst á hreint hjá Tatjönu hvort hún væri til- búin að ganga úr Flokknum til að fara í annan. En fjölflokka- kerfi telur hún sjálfsagt. Eftir því sem næst er komist aðhyllist Alþýðufylkingin krat- isma og töluðu t.d. meðlimir annarrar hreyfingar með lítils- virðingu um kratana í Alþýðu- fylkingunni. Afturhald eða þróun? Þeir sovétborgarar sem em að taka fyrstu skrefin á lýðræðis- brautinni virðast óöruggir og hikandi, en samt ákveðnir í að eitthvað verður að gera. Þeir eiga erfitt með að skilgreina samtök sín og neita að þau séu vísir að stjórnmálaflokkum eða yfirleitt neinum hagsmunasam- tökum. Dagpart staglaði bréfritari við tvo áhrifamenn í Fylkingu vinn- andi fólks, sem á sér marga áhangendur í Leníngrad, en þar er talin vera einna mest ólgan í stjómmálalífinu i Rússlandi. Þeir Alexander Sheremetyev og Yurig Shuturov neita báðir að samtökin sem þeir em full- trúar fyrir sé stjómmálaflokkur og enn síður verkalýðssamtök. Þeir vilja, eins og aðrir sem stofna til samtaka utan Komm- únistaflokksins kalla þau hreyf- ingu. Við það situr hvernig sem spurt er um skipulag og framtíð- armarkmið. Viðræður við þessa ágætu menn hófust með þ.ví að þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.