Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 12
52 nnim'iT 98Gr ladrnotaar r.t njoebisoup i 24 Tíminn Laugardagur 16. september 1989 „Mamma hvers vegna gaf Guð mér bara hálfan heila?“ hættur að fjasa yfir ásigkomulagi herbergisins síns, fatanna, skúffanna og skrifborðsins. Jennie Barrett, sem átti upphafið að þessari framfarabraut hans til eðlilegs lífs en gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu mörg svipuð tiifelli eru ekki rétt skilgreind og þar af leiðandi fá ekki viðeigandi meðferð, gefur foreldrum eftirfar- andi ráðleggingar: Ef ykkur grunar að bam ykkar sé haldið málfarsgalla er besti aldurinn til að leita hjálpar þegar það er tveggja og hálfs árs gamalt. Farið beinustu leið til tal- kennara eða leitið ráða hjá lækni. Btðið ekki eftir að vandamálin vaxi út yfir öll takmörk og látið ekki plata ykkur með ódýrum huggunar- orðum. Mjög fá böm em í raun og vem fædd með hálfan heila. En það er auðvelt að láta sér yfirsjást þau böm sem hafa óvenjulega heilastarf- semi og álíta eitthvað allt annað athugavert við þau. Heili Chris Iitla var heill en hann starfaði á annan hátt en venjulegt er. Chris er nú eðlilegur táningur og til þess að svo mætti verða naut hann aðstoðar sérfræðinga. En saga hans vekur upp þá spurningu hversu mörg börn sem eiga erfítt með að tjá sig séu ekki eins heppin og þessi breski drengur. Sagt er frá honum í breska blaðinu The Sunday Times. „Er ég í alvöru héma eða er ég bara hugsun í huga Jesú?“ Þegar Chris Filkins var fimm ára gamall sagði hann við foreldra sína: „Hvers vegna gaf Guð mér bara hálfan heila?“ Og þegar hann var sjö ára sagði hann: „Mamma, ég er stundum að hugsa um hvort ég sé í alvöru hérna eða hvort ég er bara hugsun í huga Jesú?“ Þessar athugasemdir komu for- eldmm hans á óvart vegna þess að fram að sjö ára aldri gat Chris ekki lesið, skrifað nafnið sitt né, oftast nær, talað svo að skiljanlegt væri. Hann gat ekki heldur talið og ein- beiting hans entist ekki lengur en í mesta lagi þrjár mínútur. Þegar hann var þriggja ára hafði hann náð tökum á nokkrum orðum en hann vissi ekki hvernig átti að nota þau. Einfalt samtal við hann gat verið á þessa leið: „Hvað heitir þú?“ „Ég er þriggja." „Og hvað ertu gamall?" „Ég er Chris.“ En svo fór að saga Chris varð á annan veg en margra þúsunda ann- arra breskra barna, reyndar veit enginn hversu mörg þau em, sem líða vegna hinna og þessara forma tal- og málfarsörðugleika sem lítill skilningur hefur enn fengist á og lítið er talað um opinberlega. Börnin og foreldrarnir oft vitlaust skilgreind Þessi börn em oft skilgreind sem tornæm, andlega vangefin eða sein- þroska. í öðmm tiifellum em vand- kvæði þeirra afgreidd sem hugarórar • of áhyggjufullra eða of hugmynda- ríkra foreldra. Nú vita flestir eitthvað um les- blindu og einhverfu, en jafnvel lækn- ar og kennarar geta verið vankunn- andi um aðrar tegundir óreglu á heilastarfseminni. Samt sem áður geta þær orðið til þess að böm með meðalgreind og jafnvel þar yfir geti ekki tjáð sig né skilið hvað aðrir segja. Það eru bara heppnu börnin, eins og Chris, sem komast aftur á sinn rétta stað í þjóðfélaginu. Þegar við sex vikna aldurinn sýndi Chris önnur viðbrögð en jafnaldrar hans. Hann vildi ekki að látið væri vel að honum þegar mamma hans var búin að gefa honum brjóst, heldur heimtaði að vera lagður aftur í vögguna. Þegar hann var tveggja og hálfs árs réði hann vel við að byggja úr legókubbum og ári síðar gat hann gert við leikfangalest sem hann átti. En orðaforðinn var því sem næst enginn. Þegar móðir hans fór loks með hann til heimilislæknis- ins huggaði hann hana með því að ekkert væri að drengnum, hann væri bara „seinn til“. Þegar Chris var fjögurra ára gat hann sagt nokkur orð en hann gat ekki tengt þau saman. Hann var líka gersneyddur tímaskyni. Samt sem áður kannaðist hann vel við sig í Windsor Safari Park, sem fjölskyld- an hafði heimsótt tveim árum fyrr þegar hann kunni ekki eitt einasta orð. Nú mundi hann eftir öllu í smáatriðum og vissi nákvæmlega hvar þeir staðir og dýr sem hann langaöi til að sjá aftur voru. Refsað í skólanum fyrir „heimsku“ Skömmu fyrir fimm ára afmælis- daginn hóf Chris skólagöngu rétt hjá heimili sínu í East Sussex. Starfsiiðið þar var fljótt að flokka hann sem „treggáfaðan" en fannst þó ekkert athugavert við að láta hann standa fyrir framan bekkinn í refsingarskyni fyrir „heimsku" og að geta ekki fylgst með kennslunni. Oft braust vanmáttarkennd hans fram í árásar- girni og slagsmálum. Móðir hans kenndi honum stafróf- ið. Hún reyndi að syngja það fyrir hann og henni til mikillar ánægju söng hann það eftir henni og kom þá í ljós að hann hafði ágætisrödd sem síðan hefur heyrst í mörgum kórum. Heilinn hans starfaði eftir ein- hverjum undarlegum leiðum. Þegar hann fór að skrifa, sex og hálfs árs gamall, og átti að skrifa orð eins og bíll, brauð og bolli, ákvað hann að þar sem þetta eru gersamlega ólíkir hlutir ættu þeir ekki að byrja á sama stafnum. Hann skrifaði b-ið rétt í fyrsta orðinu, sneri því við í öðru og setti það á hvolf í því þriðja. Þegar honum var sagt að teikna epii byrjaði hann á kjarnanum, fikraði sig svo út á við og endaði á hýðinu. Þegar augljóst var orðið að honum færi lítið fram i venjulegum skóla vaknaði áhugi skólasáifræðingsins í héraðinu hans og hann sendi Chris til Jennie Barrett, talkennara, sem hefur reynst mörgum hjálpleg. Chris lendir hjá réttum aðilum Hún gerði sér grein fyrir að hún var með greint bam til meðferðar en með alvarleg og sérstæð málskiln- ingsvandamál. í fyrstu gat hún ekki boðið honum nema hálftíma hjálp á viku. Síðar fékk hann pláss við tal- og málfarsdeild við Wellandsskóla í Lewes. Sá skóli var stofnaður 1973 og er eini skólinn sinnar tegundar í East Sussex þar sem heildamemenda- fjöldi í gmnnskóla yngri bama er 46.067. Samtök bama með skerta talfæmi halda því fram að vægt metið þjáist eitt barn af hverjum fimm á skóiaaldri af einhverri tegund erfiðleika á þessu sviði fötiunar. En þegar Wellandsskólinn hóf starfsemi sína var þar aðeins pláss fyrir átta börn á aldrinum fjögurra og hálfs til sjö ára (plássum var fjölgað í 16 í sumar með opnun annarrar deildar fyrir sjö til ellefu ára gömul böm) og þar er stöðugur biðlisti svo langur að í mörgum tilfellum er ekki einu sinni sótt um fyrir böm sem trúlega hefðu mikið gagn af skólavistinni. 1 sumum hémðum í Englandi, s.s. nágrannahéruðunum West Sussex og Essex, er betur búið að bömum með tal- og málfarsgalla, en í öðrum er ástandið svipað og í East Sussex eða jafnvel enn verra. Menntamála- ráðuneytið breska getur ekki einu sinni lagt mat á hversu mörg slík pláss eru í iandinu öllu, þar fæst bara svarið að um það séu engar skýrslur til. Skarar fram úr í þýsku en á enn í erfiðleikum með ensku En Chris hafði heppnina með sér. Nú er Chris orðinn 14 ára og gengur vel í skólanum. Hann er jafnvel farinn að umgangast skólafélagana á eðlilegan hátt. Hann fékk skólapláss og framfarirn- ar létu ekki á sér standa. Eftir 18 mánaða dvöl i máladeildinni var hann fluttur upp í hjálparbekk og síðar, á síðasta ári í lægri grunn- skóla, var hann fluttur í venjulegan bekk. Núna er hann 14 ára og kominn í gagnfræðaskóla þar sem hann stendur sig betur en meðaljafn- aldrinn hans. Hann skarar fram úr í þýsku og er góður í raungreinum, en á enn í erfiðleikum með sitt eigið mál, enskuna. Enn hefur hann ekki fullt sjálfs- traust, þar sem hann hefur alltaf trúað því síðan honum var fyrst stillt upp fyrir framan óvinsamlega bekkj- arfélaga, að alit sem hann gerði hlyti að vera vitlaust, og það þarf alltaf að vera að hughreysta hann. En hann leikur á gítar og píanó, er duglegur í íþróttum og síðustu tvö árin hefur hann átt miklu auðveldara með að umgangast skólafélagana á jafnræð- isgrundvelli. Batamerki að hann er ekki eins smámunalega snyrtilegur og fyrr! Sérfræðingarnir sem halda áfram að fylgjast með framförum hans, eru sæmilega ánægðir með að hann er ekki lengur eins smámunalega snyrtilegur og hann var og er næstum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.