Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 18
30 Tíminn Laugardagur 16. september 1989 IIIIIIIIIIIIIHIIIIIII ÍÞRÓTTIR i|:l!IHHIHIHIil;l:i:' '! I Blllllllllllllillli : i,l:lllllllllllllllllll|i|.i:; ' i;i;illlllllllll:l; ■ ':l:l!llllllllllllllilll I: ! "i:i!llllllllllllli,i7 HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD Útboö Stjórn verkamannabústaða Seyluhrepps óskar hérmeð eftir tilboðum í byggingu tveggja hæða tvíbýlishúss úr steinsteypu, verk nr. X.04.01, úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 172,6 m2 Brúttórúmmál húss 530 m3 Húsið verður byggt við götuna Laugavegur nr. 13, Varmahlíð, Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu, og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Seylu- hrepps, félagsheimlinu Miðgarði, 560 Varmahlíð, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, frá þriðjudeg- inum, 19. september 1989, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn, 3. október 1989, kl. 11.00, og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða Tæknideild H.R. SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI -696900 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS UNGIR FRAMSOKNARMENN Fundur verður haldinn í húsakynnum Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, sunnudaginn 17. sept. kl. 20:00 Fundarefni: Þríðja ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar Framkvæmdastjóm Sambands ungra framsóknarmanna llfj Keflvíkingar Baejarfulltrúar Framsóknarflokksins í Keflavík verða með viðtalstíma nk. mánudag, 18. september, kl. 20.30-22.00 í Iðnsveinahúsinu, Tjarnargötu 7. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin í Keflavík. Drffa Magnús Slgfúsdóttir Haraldsson Knattspyrna 1. deild: 4 lið geta orðið meistarar í dag Vinna FH-ingar íslandsmótið í fyrstasinn eða verðurfyrsti titill KA í höfn? Lokaumferðin í 1. deild íslands- mótsins ■ knattspymu fer fram í dag, þegar eftirtalin lið mætast: Valur og KR á Hlíðarenda, ÍBK og KA í Keflavik, FH og Fylkir í Kaplakrika, Fram og Víklngur á Laugardalsvelli og Þór og í A á Akureyrarvelli. Allir leikirnir hefjast kl. 14.00. Fjögur lið geta í dag tryggt sér íslandsmeistaratitilinn, þar af tvö í fyrsta sinn í sögunni. fjögur lið geta einnig fallið í 2. deild. Þá eru eftir tvö lið, Akranes og Valur, en þau sigla lygnan sjó um miðja deildina. En lítum aðeins á möguleika lið- anna sem berjast á toppi og botni deildarinnar: FH: Hafnarfjarðarliðið stendur mjög vel að vígi, hefur ] stigs forystu, en mætir neðsta liði deildar- innar í dag. Fylkismenn verða að vinna þann leik til þess að eiga möguleika í áframhaldandi sæti í 1. deild. Geri FH jafntefli í dag, verða KA-menn að gera slíkt hið sama til þess að FH vinni mótið. Tapi FH er sömu sögu að segja varðandi KA, en þá eiga Fram og KR einnig mögu- leika á titlinum. Sigur tryggir FH sinn fyrsta íslandsmeistaratitil. KA: Möguleikar KA á titlinum eru fyrst og fremst fólgnir í því að FH tapi eða geri jafntefli í dag. Geri FH jafntefli, þá verða KA-menn að sigra Keflvíkinga til þess að verða meistarar. Tapi FH og KA gerir jafntefli við Keflvíkinga þá eru KA- menn íslandsmeistarar, þar sem Ak- ureyrarliðið hefur hagstæðara markahlutfall en FH. KA hefur 12 mörk í plús, en FH hefur 11 mörk í plús. 1 KR: Möguleikar KR eru í því fólgnir að FH tapi og KA tapi einnig, eða geri jafntefli. Þá verða KR-ingar að vinna Val með 6 marka mun til þess að verða íslandsmeistar- ar. KR-ingar hafa 7 mörk í plús. Möguleikar KR eru úr sögunni nái FH jafntefli gegn Fylki. Fram: Enn langsóttari eru mögu- leikar Fram á að verja íslandsmeist- aratitilinn. Sömu forsendur verða að vera fyrir hendi og í dæmi KR-inga, en munurinn er sá að Fram hefur lakari markatölu en KR. Fram hefur 5 mörk í plús og þarf að vinna Víkinga með allt að 8 marka mun til þess að eiga möguleika á að skjótast upp fyrir FH og KA. Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi að 8 marka sigur dugi Fram ekki, þótt FH og KA tapi bæði sínum leikjum. Vinni KR 6 marka sigur á Val þarf Fram að vinna 9 marka sigur á Víkingi til þess að hafa hagstæðari markatölu en KR. Víkingur: Sigur gegn Fram í dag tryggir Víkingum áframhaldandi veru í 1. deild. Jafntefli dugar þeim ef Þór og ÍBK vinna ekki stóra sigra á andstæðingum sínum í dag. Því eru allar líkur á því að jafntefli dugi liðinu. Þór þyrfti að vinna ÍA með 6 marka mun og ÍBK þyrfti að vinna KA með 4 marka mun til þess að komast uppfyrir Víkinga á marka- hlutfalli, geri Víkingar jafntefli í dag. Tapi Víkingar hins vegar í dag, og Þór og ÍBK sigra í sínum leikjum, þá falla Víkingar. ÍBK: Keflvíkingar halda sæti sínu í 1. deild, svo framarlega sem Þór fær ekki stig og Fylkir vinnur ekki FH. Keflvíkingar hafa 15 stig og 9 í markatölu, tveimur mörkum betur en Þór sem einnig hefur 15 stig. Baráttan stendur því mjög á milli þessara liða og miklar líkur eru á því að annað hvort liðið falli. Þór: Þórsarar verða að fá stig í dag til þess að falla ekki í 2. deild. Jafntefli gæti dugað, en allt getur gerst og ekki einu sinni víst að sigur dugi til, og sama gildir um hin liðin í fallbaráttunni. Eina liðið sem tryggt getur sæti sitt í deildinni með sigri eru Víkingar. Jafntefli dugar liðinu ef ÍBK tapar fyrir KA. Geri ÍBK einnig jafntefli fellur Þór á markahlutfalli. Líklegra er þó að Þór nái jafntefli gegn IA, en ÍBK nái jafntefli gegn KA. Fylkir: Nýliðarnir í 1. deild úr Árbænum fá erfitt verkefni í dag. Þeir geta bjargað sér frá falli með því að sigra FH, en jafntefli dugir liðinu ekki, vegna markahlutfalls. Fylkir hefur 14 mörk í mínus. Að leika gegn FH við þessar kringum- stæður er mjög slæmt fyrir Fylki, FH sigur þýðir íslandsmeistaratitill til Hafnarfjarðar. Sigur mundi tryggja liðinu sæti í 1. deild að ári, svo framarlega sem Þór og ÍBK vinna ekki líka. BL 2.deild Keppni í 2. deild lýkur í dag, eins og í 1. deild. Stjarnan hefur þegar tryggt sér sigur í deildinni og sæti í 1. deild að ári. Stjarnan kom uppúr 3. deildinni í fyrra og fer því sömu leið og Fylkir gerði í fyrra. Stjarnan hefur aldrei áður leikið í þessum tveimur efstu deildum knattspyrn- unnar. Baráttunni um fallið í 3. deild er mjög sennilega lokið. Staða Völs- unga og Einherja er næsta vonlaus, þar sem markatala liðanna er mjög óhagstæð. Til þess að bjarga sér frá falli þurfa Völsungar að sigra Tinda- stól á Húsavík, með 10 marka mun í dag. Einherjar mæta Leiftri á Vopna- firði og verða að sigra í leiknum með 12 marka mun til þess að forðast fall. Baráttan í deildinni í dag stendur um 2. sætið, en það sæti gefur 1. deildarsæti næsta sumar. Vest- mannaeyingar hafa 1 stigs forystu á Víði fyrir umferðina í dag. Þar að auki hafa Eyjamenn mun hagstæð- ara markahlutfall en Garðbúarnir. Víðismönnum nægir því ekki jafn- tefli gegn Selfyssingum í dag, þótt ÍBV tapi fyrir Breiðabliki. Víðis- menn verða að sigra og treysta á að ÍBV tapi eða geri jafntefli. Fyrir Breiðabliksmenn skiptir leikurinn gegn ÍBV í dag litlu máli, ÍR-ingar geta þó tekið af þeim 5. sætið í deildinni með sigri á Stjörn- unni, en 4. sætið Selfyssingum þegar tryggt- Þegar markatala liðanna f 2. deild- inni er skoðuð sker eitt lið sig mjög úr. Það eru Leiftursmenn sem hafa markatöluna 13-18 úr 17 leikjum. Leiftursmenn hafa skoruð 8 mörkum minna en næsta lið, en á móti kemur að þeir hafa aðeins fengið á sig 2 mörkum meira en topplið deildar- innar, Stjaman. BL Fyrirliði hvaða liðs tekur við íslandsbikamum úr hendi Ellerts B. Schram formanns KSÍ í dag?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.