Tíminn - 22.09.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. september 1989
Tíminn 3
Landlæknir gagnrýndi sérfræðinga fyrir að rjúka sífellt upp til handa og fóta
og tala um skemmdarverk þegar ræddar væru breytingar í heilbrigðiskerfinu:
Avítti „stofumenn“ fyrir
bullandi hagsmunagæslu
„Mér er ofboðið. Um leið og minnst er á að gera einhverjar
breytingar í heilbrigðiskerfinu rjúka menn upp til handa og
fóta og tala um skemmdarverk og niðurrifsstarfsemi. Hér
hafa komið sex eða sjö ræðumenn sem allir eru sérfræðingar
á einhverjum stofum út í bæ og eru í bullandi hagsmunagæslu.
Geta menn aldrei rætt þetta
einfaldlega um hvernig á að
minnstum kostnaði.“
Þessi orð lét Ólafur Ólafsson land-
læknir falla á aðalfundi Læknafélags
íslands sem haldinn var á Hótel
Sögu í gær. Á undan Ólafi höfðu
nokkrir sérfræðingar í læknastétt
rætt um hugmyndir heilbrigðisráð-
herra um sparnað í heilbrigðiskerf-
inu. Greinilegt var að tillögur um að
skera niður sérfræðiþjónustu lækna
fór mjög fyrir brjóstið á læknunum.
Menn töluðu um tillögurnar væru
„tilraun til að brjóta niður það sem
hafi verið byggt upp á undanförnum
árum.“ Tillögurnar voru sagðar
byggðar á vanþekkingu á eðli sér-
fræðiþjónustunnar og að með þeim
væri unnið að því að láta sjúklinga
fara á mis við þá þekkingu sem til
væri í landinu. Sú skoðun kom fram
hjá nokkrum sérfræðingum að þjón-
ustan væri í mörgum tilfellum ódýr-
ari á stofum úti í bæ en á sjúkrahús-
um og að það dragi alls ekki úr
kostnaði að færa hana alla inn á
spítalana.
Umræður um sérfræðiþjónustu
lækna hófust í kjölfar ræðu Guð-
mundar Bjarnasonar heilbrigðisráð-
herra um sparnað í heilbrigðiskerf-
inu. Guðmundur sagði að heilbrigð-
iskerfið yrði að taka tillit til þess
samdráttar sem nú væri í samfélag-
inu. „Þegar færri þorskar berast á
land og færri aurar koma í ríkiskass-
ann verða læknar eins og allir aðrir
að taka tillit til þess,“ sagði Guð-
mundur.
Heilbrigðisráðherra sagði að allar
tilraunir til að spara í sérfræðiþjón-
ustu lækna hefðu einungis leitt til
þess að þjónustan hefði flust til í
á faglegum grunni. Máliö snýst
veita bestu þjónustu með sem
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra.
kerfinu en um eiginlegan sparnað
hefði ekki verið að ræða. Kostnaður
við sérfræðiþjónustuna hefur vaxið
hröðum skrefum síðustu ár. Á síð-
asta ári var gerð áætlun um að lækka
kostnað við þessa þjónustu um 90
milljónir. Guðmundur sagði að ekki
væri ljóst hvort að þetta myndi
takast en svo virtist þó sem að
kostnaðurinn myndi ekki vaxa í ár
eins og hann hefur gert í mörg
undanfarin ár. Guðmundur taldi að
hugsanlega mætti þakka þetta samn-
ingi ráðuneytisins við sérfræðinga
um greiðslur á þjónustu þeirra.
Ólafur Ólafsson landlæknir sagði
Séð yfir aðalfund Læknafélags Íslands sem haldinn var á Hótel Sögu
aðstoðarlandlæknir og Ólafur Ólafsson landlæknir.
í gær. Fremstir sitja Guðjón Magnússon,
Tímamynd: Árni Bjarna
í ádrepu sinni til kollega sinna að
þjónusta heimilislækna væri orðin
miklu betri en hún hefði verið fyrir
20 árum síðan. Nær hver einasti
heimilislæknir ætti í dag að baki
nokkurra ára sérfræðinám. Það
mætti því með nokkrum rökum
segja að það væri ekki lengur eins
brýn þörf á sérfræðiþjónustu og eins
og var fyrir 20 árum síðan.
Guðmundur Bjarnason ræddi
nokkuð um tryggingakerfið og sagði
að fyrirsjáanlegt væri að kostnaður
við tryggingakerfið ætti eftir að stór-
aukast á næstu árum ef forsendum
yrði ekki breytt. Við þessu yrði að
bregðast. Ráðherra sagði það sína
skoðun að það ætti að reyna að færa
fjármuni til innan tryggingakerfisins
því að það væru takmörk fyrir því
hvað það gæti þanist mikið út. „Við
megum ekki gleyma því að trygg-
ingakerfinu var aldrei ætlað að starfa
eins og lífeyrissjóður. Almanna-
tryggingakerfinu er fyrst og fremst
ætlað að vera til stuðnings fyrir þá
sem minna mega sín og til hjálpar
þeim sem hafa orðið fyrir áföllum í
lífinu."
Guðmundur sagði að m.a. væru
uppi hugmyndir um að hætta að
greiða tryggingabætur til fólks sem
ekki þyrfti á þeim að halda. Ráð-
herra sagðist vonast til þess að næsta
þing muni samþykkja endurskoðuð
lög um almannatryggingar. Nú þegar
liggur fyrir drög að frumvarpi.
Guðmundur Bjarnason sagði
brýnt að auka meðvitund sjúklinga
á því hvað heilbrigðisþjónusta
kostar. Hann sagði að ýmsar hug-
myndir hefðu verið ræddar í því
sambandi m.a. að sjúklingar fengju
í hendur greiðslukort og fengju síð-
an send heim til sín yfirlit sem sýndi
hver kostnaður hefði verið af sjúk-
dómi viðkomandi sjúklings. Þetta
fyrirkomulag mun vera við líði í
sumum nágrannalöndum okkar.
Guðmundur sagðist ekki vera viss
um að þetta kerfi væri það eina
rétta. Aðalatriðið væri að gera fólki
ljóst að þetta kostaði allt peninga.
- EÓ
Vísitöluhækkanir á einu ári: Byggingar 23,5% - lánskjör 16,6% - laun 7,1 %:
Lækkun vörugjalds vandfundin
Um 4,3% hækkun byggingarvísi-
tölu nú er önnur mesta hækkun
byggingarkostnaðar sem orðið hefur
á einum mánuði í rúm fjögur ár.
Júní í fyrra er eina tilfellið um meiri
mánaðarlega hækkun en nú frá því í
júní 1985. Sem dæmi um áhrifin má
benda á að íbúð í smíðum sem
kostar 5 milljónir nú í september
mun hækka um 215 þús.kr. um
næstu mánaðamót. Þessi 4,3%
hækkun milli ágúst og september
samsvarar66,5% hækkun áeinuári.
Hagstofan rekur þessa hækkun að
mestu til 6,4% meðaltalshækkunar á
ákvæðisvinnutöxtum iðnaðarmanna
um síðustu mánaðamót. Útseld
vinna verkamanna hækkaði a sama
tíma vegna maísamninganna. Þessar
launahækkanir hækkuðu vísitöluna
um 2,5% í mánuðinum. Þá er 1% af
hækkun vísitölunnar til komið vegna
9,6% hækkunar á steypu og 8,7%
hækkunar á sementi. Eftir standa þá
0,8% hækkun af völdum annars en
launa og steypu.
En hvað með 9% og 11,25%
vörugjaldið sem fellt var niður um
sfðustu mánaðamót? Að öllu
óbreyttu hefði það átt að leiða til
1-1,5% lækkunar á vísitölunni að
máti Hagstofunnar, sem reyndist
þær hins vegar vandfundnar. Því þar
á móti hafi komið verðhækkanir
vegna töluverðrar hækkunar á er-
lendum gjaldeyri að undanförnu.
Hagstofan segir því erfitt að meta
raunveruleg lækkunaráhrif vegna
vörugjaldsins.
Vegna þessa er fróðlegt að rifja
upp (auðfundnar) verðhækkanirnar
sem urðu þegar 9% vörugjaldið var
tekið upp í byrjun þessa árs, auk
þess sem 5% gengikfelling skall þá á
3. janúar:
Steypa 12% 1,1%
Gler 15%
Uppsl.timbur 14%
Spónaplötur 16%
Einangr.plast 16%
Innihurðir 6% = 0,8%
Pípul.efni 7,5% 0,3%
Málning 12% 0,3%
Blikksm.efni 9% 0,1%
Ýms.bygg.vör. 0,7%
Samtals 2,2%
Hækkun vísitölu alls: = 3,3%
Framangreindar verðhækkanir á
öðru byggingarefni en steypu ollu
þarna 2,2% hækkun vísitölunnar.
Það virðist er í raun álíka hækkun
og nú hefur orðið vegna annarra
efnisliða en steypu - þ.e. þegar
vísitalan hefur hækkað um 0,8% í
stað 1,5% lækkunar.
Hækkun byggingarvísitölunnar
mun töluvert umfram það sem ráða-
menn höfðu búist við eða vænst.
„Okkur kom ekki á óvart að sú
lækkun sem fjármálaráðuneytið
hafði vænst vegna lækkunar vöru-
gjaldsins skyldi ekki koma fram“,
sagði Guðmundur Sigurðsson starfs-
maður Verðlagsstofnunar. Að hans
mati hefur vörugjaldið, sem tekið
var upp um síðustu áramót, kannski
aldrei að fullu komið inn í verðlagið
vegna mjög harðrar samkeppni í
versluninni. Dæmi hafi t.d. sést um
4% verðlækkun, þar sem fram kom
í pappírum að fuilt tillit hafði verði
tekið til lækkunar vörugjaldsins en
svo á móti áhrif verulegra gengis-
breytinga síðustu vikurnar.
„Ég held að menn hafi kannski
ekki áttað sig fyllilega á áhrifum
kjarasamninganna (byggingariðnað-
armanna) núna í september", sagði
Hallgrímur Snorrason, hagstofu-
stjóri. Hann bendir á að gengið hafi
sigið mjög að undanförnu, þannig
að lækkun vörugjaids hafi drukknað
nokkuð í verðhækkunum vegna
gengissigs. Jafnframt bendir Hall-
grímur á að í einhverjum tilvikum
hafi fyrirtæki verið búin að lækka
verðið fyrirfram. Þegar búið var að
tilkynna um hana hafi menn horft
fram á stöðnun í verslun fram í
september, ef þeir létu lækkunina
ekki koma strax til framkvæmda.
Á einu ári hefur byggingarvísital-
an hækkað um 23,5%. Hækkun
launaliðarins er 16,2% á þessu tíma-
bili en 32,4% hækkun hefur orðið á
efniskostnaði, sem er t.d. nokkru
meira heldur en verð hefur hækkað
á flestum erlendum gjaldmiðlum.
Einn mest mun þó líklega hækkunin
á steypu, 41,4%. Steypa og sement
er um 10. hluti byggingarkostnaðar-
ins, eða um 5. hluti efniskostnaðar-
ins, sem er um helmingur heildar-
byggingarkostnaðar. Þessi 23,5%
hækkun byggingarkostnaðar er tals-
vert meiri heldur en orðið hefur á
öðrum helstu vísitölum. Árshækkun
þeirra er þessi:
Byggingarvísitala 23,5%
Framfærsluvísitala 19,2%
Lánskjaravísitala 16,6%
Launavísitala 7,1%
Með launavísitölu er hér átt við
launavísitölu til greiðslujöfnunar,
sem er samsett að jöfnu úr vísitölum
atvinnutekna og meðalkauptaxta
allra launþega. Þessi launavísitala
hefur hækkað langt undir helmingi
þeirra rúmlega 16% launahækkunar
sem fram kemur í grunni byggingar-
vísitölunnar. Af 7,1% hækkun á ári
varð 0,2% nú í þessum mánuði.
- HEl