Tíminn - 22.09.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.09.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 22. september 1989 Föstudagur 22. september 1989 Tíminn 9 Það kemur í hlut forseta tslands Vigdísar Finnbogadóttur að afhenda fyrstu verðlaunin í janúar á næsta ári. að landstjórninni um þessar mundir, að haga okkur með þeim hætti að reyna með hinu opinbera frumkvæði að kveikja Iíf, ekki til að sölsa undir okkur vald heldur til að skapa umræðu, áhuga og vilja í þjóðfélaginu til að kveikja enn nýtt líf.“ Almenn ánægja Á fundinum kom fram að allir þeir sem leitað hefur verið til við stofnun verðlaunanna hafi sýnt þeim mikinn áhuga. Meðal annars hafi stjórn BSRB lýst í bréfi mikill ánægj u sinni og svipaðar V • ;• ■ ' . I tilefni af aldarafmæli félags íslenskra bókaútgefenda sem var 12. janúar síðastliðinn hefur verið ákveðið að stofna til veglegra íslenskra bókmenntaverðlauna. Þau bera heitið íslensku bók- menntaverðlaunin og munu þau verða veitt árlega af forseta Islands. Verðlaunaféð er ein milljón króna og verða þau veitt í fyrsta skipti í janúarmánuði næstkomandi og verður valið úr bókum sem út komu á yfirstandandi ári. Unnið er að því að fá verðlaunin, sem munu fylgja verðlagi, undanþegin opinberum gjöldum eins og gert hefur verið þegar Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Nóbelsverðlaun í bókmenntum hafa fallið í hlut íslendinga. Að finnskri fyrirmynd Tilgangur íslensku bókmenntaverð- launanna er, eins og segir í stofnskrá þeirra, ,,að styrkja stöðu frumsaminna íslenskra bóka, efla vandaða bókaút- gáfu, auka umfjöllun um bókmenntir í fjölmiðlum og hvetja almenna lesendur til umræðna um bókmenntir." Verðlaun- in hafa sérstöðu að því leyti að ýmis samtök munu standa að vali verðlauna- bókarinnar hverju sinni, auk þess er almenningi gefinn kostur á að hafa áhrif á úthlutun verðlaunanna. Við mótun á fyrirkomulagi verðlaun- anna og þeim markmiðum sem þau eiga að þjóna hefur verið tekið mið af finnsku Finlandia-verðlaununum, sem að mati þarlendra hafa gefið mjög góða raun og haft mikil áhrif í þá átt sem á að vera tilgangur íslensku verðlaunanna og rakið var hér að framan. Ólíkir aðilar sameinast Eina skilyrðið fyrir tilnefningu bókar til verðlaunanna er að hún sem frumsam- in íslenskt verk. í reglum um bók- menntaverðlaunin segir að hver sá sem gefur út bækur eigi þess kost að tilnefna þær af útgáfubókum sínum sem hann óskar að komi til álita við veitingu verðlaunanna. Þess ber að geta að þeir höfundar sem gefa bækur sínar út sjálfir hafa einnig möguleika á að tilnefna sínar bækur. Sem fyrr segir fer val athyglisverðustu bóka ársins fram með sérstökum hætti, þar sem að því standa fulltrúar eftirtaldra aðila: Félag íslenskra bókaútgefanda, Rithöfundasamband íslands, Hagþenk- ir, Alþýðusamband íslands, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Sjómannasamband íslands, Búnaðarfélag íslands, Vinnu- veitendasamband íslands og embætti forseta íslands. Á hver þessara aðila einn fulltrúa í dómnefndinni. Fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefenda er for- maður nefndarinnar. Hinn 1. september á hverju ári tekur nefndin til starfa og er hennar hlutverk að velja tíu athyglisverðustu bækur ársins. Á nefndin að hafa lokið störfum 5. desember. Val bókanna fer þannig fram að hver fulltrúi tilnefnir tíu bækur í forgangsröð sem hann gefur einkunn á bilinu 1-10. Fyrir 5. desember verður skipuð önnur dómnefnd og er henni ætlað að skera endanlega úr um hvaða bók hlýtur íslensku bókmenntaverðlaunin. í þessari nefnd eru fulltrúar Félags íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambands íslands, Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og embætti forseta íslands. Almenningur segir sitt álit Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á úthlutun verðlaunanna. í Bóka- tíðindum Félags íslenskra bókaútgef- enda sem út kemur í desember og dreift er í hvert hús á landinu verður atkvæða- seðill. Kosningarétt hafa þeir sem eru orðnir 16 ára 31. desember. Vægi at- kvæða almennings er 2 á móti 5 atkvæð- um dómnefndarmanna. Með því að stuðla að þátttöku almennings í vali verðlaunabókarinnar er lögð áhersla á það markmið verðlaunanna að „hvetja almenna lesendur til umræðna um bók- menntir.“ Fyrir þá bók sem dómnefnd og al- menningur telja best að viðurkenningu komna afhendir forseti íslands verðlaun- in,eigisíðarenhinn 1. febrúarárhvert. Tilnefningargjald íslensku bókmenntaverðlaunin verða fjármögnuð með þeim hætti að fyrir hverja bók sem tilnefnd er verður greitt svokallað tilnefningargjald sem er 30 þúsund krónur. Á fundinum kom fram að giskað er á að um 40 bækur verði tilnefndar á hverju ári og nema því tilnefningargjöldin samtals 1.2 milljón- um króna. Komi sú staða upp að þessi gjöld dugi ekki fyrir verðlaunafénu mun Félag íslenskra bókaútgefenda leggja til mismuninn. Verði fé afgangs mun það verða lagt í varasjóð. Átak til efla bókmennu „Öflug bókaútgáfa er ein af forsendum frjórrar þjóðmálaumræðu og lifandi menningar. Því bregðast útgefendur við harðnandi samkeppni um tíma fólks með því að treysta menningarlega undir- stöðu útgáfunnar og leggja aukna áherslu á vandaðar bækur. - Auka framboð menningar- og fræðsluefnis á kostnað afþreyingar og beita allri mögu- legri hagræðingu til að lækka bókaverð. Síðast en ekki síst með því að auka kynningu bókmennta svo efla megi bók- ina í sífellt fjölbreytilegra menningar- samfélagi og þar munum við leita góðrar samvinnu við höfunda og fjölmarga aðra hagsmunahópa sem láta sig kjölfestu íslenskrar menningar varða. Á þessu ári eru eitthundrað ár liðin frá stofnun Félags íslenskra bókaútgefenda og í tilefni af afmælinu mun félagið standa fyrir sérstöku átaki til eflingar íslenskri bókmenningu og í dag kynnum við íslensku bókmenntaverðlaunin sem forseti íslands mun afhenda og verður árlegur viðburður í íslensku menningar- lífi.“ Þetta eru upphafsorð úr ræðu Jóns Karlssonar formanns Félags íslenskra bókaútgefenda sem hann hélt á fundi sem stjórn félagsins hélt með mennta- málaráðherra og fréttamönnum þar sem nýju bókmenntaverðlaunin voru kynnt. Jón sagði að um langt árabil hefði verið rætt um nauðsyn þess að koma á fót veglegum bókmenntaverðlaunum á íslandi. „í menningarsamfélögum allt í kringum okkur er hlutverk hliðstæðra verðlauna að örva bókmenntasköpun og vekja athygli á því sem best er gert og það er einmitt markmið Félags íslenskra bókaútgefenda með stofnun þessara verðlauna. Að vekja athygli á því sem best er gert, að standa við bakið á þeim höfundum og þeim útgefendum sem vinna að sköpun og útgáfu þeirra verka sem skipta okkur mestu máli,“ sagði Jón ennfremur. Gjöf til lesenda Svavar Gestsson menntamálaráðherra þakkaði félaginu það frumkvæði sem það hefði haft við stofnun bókmennta- verðlaunanna. „Það má segja að á undanförnum áratugum hafi umræða um bókmenntaverðlaun á íslandi verið í sjálfheldu. Hún hefur fyrst og fremst verið í sjálfheldu vegna þess að það hafa svo til eingöngu verið opinberir aðilar sem hafa staðið að slíkum verðlaunum á hverjum tíma, listamannalaunum og heiðurslaunum listamanna. Við sem höf- um lengi verið viðloðandi fjölmiðlaum- ræðu með ýmsum hætti, eins og ég, munum eftir býsna sérkennilegum um- ræðum um þau mál á milli blaða og milli stjórnmálaflokka á undanförnum ára- tugum. Sú umræða hefur verið ófrjó og hefur ekki leitt okkur að neinni vitrænni niðurstöðu. Sem betur fer sést sjaldan til þeirrar forneskju núorðið. Þvert á móti er það þannig að menn kjósa að ræða um málin á menningarlegum grundvelli út frá hinum almennu grundvallarforsend- um sem að þjóðin hlýtur að hafa til viðmiðunar í menningarlegum efnum. Ég tel að íslensku bókmenntaverðlaunin séu sérstakt fagnaðarefni vegna þess að Stjom Félags íslenskra bókaútgefanda sem stendur að Islensku bókmenntaverðlaununum, veglegustu ínnlendri viðurkenningu sem rithöfundum getur hlotnast. hér hafa aðrir aðilar, undir forystu íslenskra bókaútgefenda, ákveðið að standa að þessum verðlaunum.“ Menntamálaráðherra sagðist fagna þessu frumkvæði og sagðist telja að bókaútgefendur hefðu varla getað fund- ið betri afmælisgjöf handa almenningi, þeim sem lesa bækurnar. „Það sem skiptir mestu máli fyrir stjórnvöld í þessu sambandi, að mínu mati, er að það sem þau gera nái út og bæti við sig og margfaldist. Þessvegna finnst mér að þessi bókmenntaverðlaun séu áminning til okkar, sem eigum aðild Tímamynd: Ami Bjarna hafi undirtektir annarra samtaka verið. Þá hafi forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, sýnt Félagi bókaútgefenda sérstakan heiður með því að taka virkan þátt í að móta hugmyndir um verðlauna- veitinguna og leggja við forsetaembættis- ins við þessi menningarverðlaun. — —— " -----:;-:;- .-.—— Eftir Sigrún S. Hafstein I tilefni af aldarafmæli Félags íslenskra bókaútgefenda verður stofnað til „íslensku bókmenntaverðlaunanna": Markmiðið að styrkja stöðu frumsaminna íslenskra bóka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.