Tíminn - 22.09.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Föstudagur 22. september 1989
llllllillll DAGBÓK
Frá Félagi eldri borgara
Göngu-Hrólfur á morgun, laugardag.
Mæting kl. 11:00 í Nóatúni 17.
Neskirkja:
Félagsstarf aldraðra
Farið verður í réttarferð í Krýsuvík
sunnudaginn 24. sept. kl. 13:00 (kl. 1).
Komið við í Hveragerði og drukkið bar
kaffi.
Skráningu lýkur laugardaginn 23. sept.
á milli kl. 10:00 og 12:00 í síma 16783.
Erlingur Páll sýnir í Slunkaríki
Erlingur Páll Ingvarssun myndlistar-
maður (f. 1952) heldur sína þriðju einka-
sýningu í Slunkaríki á ísafirði dagana 23.
sept.-3. október.
Erlingur Páll lauk námi, bæði frá
nýlistadeild og auglýsingadeild Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands. Veturinn
1978-’79 dvaldi Erlingur í Amsterdam, en
hélt síðan til V-pýskalands til náms í
listaakademíunni í Dússeldorf. Nú um
nokkurt skeið hefur Erlingur starfað við
myndskreytingar og auglýsingahönnun í
Reykjavík.
Á sýningunni í Slunkaríki verða
málverk, unnin í olíu og akríl, flest frá
bessu ári.
Hafnarborg:
Gunnar R. Bjarnason
sýnir pastelmyndir
Gunnar R. Bjarnason opnaði nýlega
sýningu í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar. Á sýningunni
verða um 50 pastelmyndir.
Gunnar lærði leiktjaldamálun við Þjóð-
leikhúsið 1953-1956 og sótti jafnframt
námskeið í Myndlista- og handíðaskólan-
um. Hann vann síðan við leiktjaldamálun
hjá Þjóðleikhúsinu, en hélt til Svíþjóðar
1957 og stundaði nám við Konstfackskol-
an í Stokkhólmi. Einnig hefur hann farið
í námsferðir til Englands, Danmerkur,
Svíþjóðar, Tékkóslóvakíu og Póllands.
Frá 1958-74 starfaði Gunnar sem leik-
myndateiknari hjá Þjóðleikhúsinu, en
1974-’88 á eigin vinnustofu, en þá tók
hann við starfi yfirlcikmyndateiknara
Þjóðleikhússins.
Þetta er þriðja einkasýning Gunnars,
en hann hefur einnig tekið þátt í samsýn-
ingum myndlistarmanna og leikmynda-
teiknara í Reykjavík og Kaupmannahöfn
og hlotið margs konar viðurkenningar
fyrir list sína.
Sýningin í Hafnarborg stendur til 1.
október og er opin kl. 14:00-19:00 alla
daga nema þriðjudaga.
FUF við Djúp
Rabbfundur meö einum af þingmönnum Framsóknarflokksins og
Gissuri Péturssyni, formanni SUF, föstudaginn 22. september kl. 21
í Framsóknarhúsinu.
Stjórnin
Sunnlendingar
Félagsvist
Spilaö verður að Eyran/egi 15, Selfossi á þriöjudögum, 26. sept.,
og 3. okt. kl. 20.30. (Stók'kvöld).
Góð verðlaun í boði.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Selfoss.
uu
Sunnlendingar
Almennur stjórnmálafundur með Halldóri Ásgrímssyni verður haldinn
á Hótel Selfoss, fimmtudaginn 28. september kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Selfoss.
llli
Verkalýðsmálaráð - Reykjavík
Verkalýðsmálaráð heldur fund um launa- og samningamál á hinum
almenna vinnumarkaði á Hótel Lind, fimmtudaginn 28. september nk.
kl. 20.30.
Frummælendur: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og
Ólafur A. Jónsson, formaður verkalýðsmálanefndar.
Allir velkomnir.
Verkalýösmálaráð.
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s.
43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19.
K.F.R.
Kópavogur - Opið hús
Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl.
17.30 til 19.00.
Steingrimur
Hermannsson
Jonsson
Sýning Jakobs Jónssonar
Jakob Jónsson opnar sýningu á verkum
sínum í Gallerí List, Skipholti 50B laugar-
daginn 23. sept. kl. 14:00. Sýnd verða
myndverk unnin á pappír.
Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-
18:00, en um helgar kl. 14:00-18:00.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 1. októ-
ber.
Háskólafyrirlestur um
frónsku stjórnarbyltinguna
í tilefni af 200 ára afmæli frönsku
stjórnarbyltingarinnar flytja tveir franskir
sagnfræðingar, Bernard Manin og Pas-
quale Pasquino, opinbera fyrirlestra í
boði heimspekideildar sunnud. 24. sept.
kl. 14:00 í stofu 101 í Odda.
Fyrirlestur Manins fjallar um þróunina
sem átti sér stað á byltingartímanum frá
frjálslyndisstefnu til ógnarstjórnar, en frá
hendi hans er að koma út bók um það
efni. Pasquino fjallar um í fyrirlestri
sínum hvernig byrjað var að nota hugtak-
ið „nation” á stjórnlagaþinginu franska.
Báðirfyrirlestrarnir verða fluttirá ensku.
Manin og Pasquino koma hingað til
lands á vegum menningardeildar franska
sendiráðsins. Þeir eru báðir nánir sam-
starfsmenn Francois Furet, en hann er nú
talinn í fremstu röð sagnfræðinga sem
rannsaka sögu frönsku stjórnarbyltingar-
innar. Manin er háskólakennari í París
auk fræðistarfa sinna. Pasquino er að
semja bók um Sieyés ábóta og stjórnlaga-
þingið.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir.
FÍM-salurinn, Garðastræti 6:
TVEIRÁFERÐ
Síðasta sýningarhelgi þeirra feðgina
Margrétar Jónsdóttur og Jóns Benedikts-
sonar er nú um helgina.
Margrét sýnir 33 olíumálverk en Jón 16
höggmyndir, allar unnar í eir.
Síðasti sýningardagur er þriðjud. 26.
september. Opið er kl. 13:00-18:00 virka
daga, en kl. 14:00-18:00 um helgar.
Bókaskrá um ættfræðirit
Út er komin fjórða söluskrá Ættfræði-
þjónustunnar um bækur og hjálpargögn í
ættfræði. 1 skránni eru nálega 120 ætt-
fræðiverk, sem fást hjá Ættfræðiþjónust-
unni að Sólvallagötu 32A í Reykjavík.
Mun þetta stærsta söluskrá sem út hefur
komið um ættartölur, niðjatöl, æviskrár-
rit, manntöl, byggðasögurogönnur heim-
ildarrit um ættir Islendinga. Hægt er að fá
bókaskrána heimsenda án endurgjalds
(pantanir í síma 91- 27101).
Þá er nýútkomið verkið Ættir mínar -
vinnubók í ættfræði. Þar er að finna
upplýsingar um ættfræðiheimildir, eyðu-
blöð til skráningar á framættum, sem ná
til rúmlega 600 forfeðra, ásamt leiðbein-
ingum um skipulega skráningu ættartöl-
unnar. Ritið fæst hjá Ættfræðiþjónust-
unni.
Húnvetningafélagið í Reykjavík
Félagsvist verður spiluð á laugardögum
í vetur. Fyrsti spiladagurinn er í Skeifunni
17 nú á laugardag, 23. september kl.
14:00. Verðlaun og veitingar og allir eru
velkomnir.
Eldri borgarar
kveðja BROADWAY
Sunnudaginn 24. september kl. 15:00
verður sýnd dægurlagahátíðin „Komdu í
kvöld“, og er sú sýning sérstaklega ætluð
öldruðum og öðrum, sem ekki vilja eða
geta sótt kvöldskemmtanir.
Lögin sem sungin eru í sýningunni
spanna fimmtíu ára tímabil í textagerð
Jóns Sigurðssonar (bankamanns). (Lögin
„Einsi kaldi úr Eyjunum", „Ég vil fara
upp í sveit”, o.fl. lög). Kynnir er Bjarni
Dagur Jónsson. Miðaverð er kr. 1800 og
eru kaffiveitingar innfaldar í verði.
Tekið er á móti pöntunum og miðar
seldir í félagsmiðstöðum aldraðra á veg-
um Reykjavíkuborgar. Einnig verður
miðasala við innganginn í Broadway.
í lok sýningar mun Jón Sigurðsson
leika létta harmonikumúsík fyrir þá sem
vilja dansa.
Heymar- og talmeinastöd íslands:
Móttaka á Austurlandi
Móttaka verður á vegum Heyrnar- og
talmeinastöðvar tslands í Heilsugæslu-
stöðinni á Neskaupstað fimmtud. 28.
sept., Reyðarfirði föstud. 29. sept. og
Egilsstöðum laugard. 30. sept. og 1. okt.
Þar fer fram gréining heyrnar- og
talmeina ogúthlutun heyrnartækja. Sömu
daga, að lokinni móttöku Heyrnar- og
talmeinastöðvarinnar, verður almenn
lækningamóttaka sérfræðings í háls-, nef-
og eymalækningum.
Tekið er á móti viðtalsbeiðnum í
Heilsugæslustöðvum á viðkomandi
stöðum.
MANNLÍF - sept. ’89
Á forsíðu þessa tölublaðs af Mannlífi
er mynd af Rósu Ingólfsdóttur, og for-
síðuviðtalið er við hana. Margar myndir
fylgja viðtalinu. Mannlífsnótur er fyrir-
sögn ritstjóraþanka, en ritstjóri er Svan-
hildur Konráðsdóttir.
Jóhanna Sveinsdóttir skrifar um
„breytingaskeið karla“ og Þorsteinn J.
Vilhjálmsson veltir fyrir sér Shakespeare-
leikritum í leikhúsum nútímans.
Austantjaldslöndin eru mikið efni í
blaðinu; Þorleifur Friðriksson segir frá
Póllandsferð og viðtölum við Walesa, en
Arnar D. Jónsson skrifar „Sjö dagar í
Moskvu".
Mörg önnur viðtöl og greinar eru í
þessu blaði sem er um 100 bls. að stærð.
Iceland Review 3. tbl. 1989
Á forsíðu er mynd frá Vestmannaeyj-
um, sem Páll Stefánsson hefur tekið.
Ritstjórar blaðsins eru þeir Haraldur J.
Hamar og Bernard Scudder. Haraldur
skrifar fremst í blaðj^um heimsókn páfa
til íslands. Þá koma smáfréttir frá Islandi
með myndum, grein og myndir eru frá
unglingavinnuhópum í Reyícjavík og frá-
sögn og myndir frá Þingvöllum er páfi
heimsótti staðinn.
Njörður P. Njarðvík skrifar 'grein um
Handritasafn íslands: Stofnun Árna
Magnússonar og fylgja myndir af handrit-
um og forstöðumanni safnsins dr.Jónasi
Kristjánssyni. Aðalsteinn Ingólfsson list-
fræðingur skrifar um Kristján Davíðsson
listmálara ogyerk hans.
Margar fleiri greinar og myndir eru í
blaðinu.
ÓLUND-BLAÐ
Út er komið nýtt blað í formi tímarits
og heitir það ÓLUND-BLAÐ. Það er
gefið út af félagsskapnum Ólund, sem cr
starfræktur á Akureyri. Blaðið er 56 síður
og efnið frumlegt og fjölbreytt. Þar má
nefna grein um „Utvarp Ólund“ sem
starfrækt var norðan heiða í þrjá mánuði.
Einnig greinar um kjöt, plötupantanir, 40
ára veru íslands í NATO, - skrifaðar af
gagnstæðum fylkingum, þ.e. Varðbergi
og Herstöðvaandstæðingum. Fjallað er
um Leikklúbbinn Sögu og FENRI og
Menningarsamtök Norðlendinga. í blað-
inu eru smásögur, ljóð, teikningar og
ljósmyndir. Viðtal er við Öllu, fyrrv.
fyrirsætu og grein um neðanjarðartónlist
í Reykjavík eftir Árna Matthíasson o.fl.
Blaðið er gefið út í 1000 eintökum og
fæst í bíkabúðum í Reykjavík, Bókasölu
stúdenta, Gramminu og bókabúðum á
Akureyri, auk nokkurra sölutuma.
Bíllinn — 4. tbl. 7. árg.
í þessu tölublaði Bílsins er m.a. sagt frá
50 þúsund kólómetra prófun Daihatsu
Charade ’88, en bíllinn hefur verið
prófaður í 24 mánuði. Einnig er sagt frá
Mitsubishi Colt GL.
Ritstjórinn Leó M. Jónsson skrifar
„Bílapistil”, Kynntir eru nýir bílar, svo
sem Ford Fiesta sendibíll, BMW850 og-
nýir lúxusvagnar frá Nissan. Fjölmargar
fréttir af tæknilegum nýjungum og öðmm
bílafréttum em í þessu blaði sem gefið er
út af Frjálsu framtaki h.f. í samvinnu við
Félag tsl. bifreiðaeigenda.