Tíminn - 22.09.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.09.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. september 1989 Tíminn 5 Prestur Þjóðkirkjunnar í biblíuskóla hjá leikmönnum. Biskupsritari metur það sem eins konar framhaldsnám. Prófastur Þingeyinga: Ekki í þingeyskum anda Húsvíkingar hafa nú orðið að sögn heimamanna, að sjá á bak presti sínum næstu þrjá mánuði því að hann er sestur á skólabekk til að læra að lesa biblíuna sína. Fyrir nokkru síðan tók presturinn þátt í biblíunámskeiði á vegum trúarhóps leikmanna sem kallar sig Ungt fólk með hlutverk. Hann hefur síðan ákveðið að afla sér frekari menntunar í fræðunum hjá þessu sama fólki og hefur nú tekið sig upp frá kalli sínu og farið ásamt fjölskyldu sinni austur að Eyjólfsstöðum á Fljóts- dal þar sem trúarhópurinn rekur biblíuskóla og þar mun hann dvelj a fram í miðjan desember að eigin sögn við nám og kennslu. „Markmið biblíuskólans er að þjálfa leikmenn til starfa innan þjóðkirkjunnar við hlið presta og ég vona að Guð gefi það að sem flestir bæði lærðir og leikir sjái sér fært að fara í þennan skóla í framtíðinni,“ sagði sr. Sighvatur Karlsson sóknarprestur á Húsavík við Tímann í gær. Sr. Örn Friðriksson prófastur á Skútustöðum sagði þegar hann var spurður um málið að það væri ef til vill ekki í þingeyskum anda að lærðir gengju í smiðju leikra að afla sér þekkingar á biblíunni. Hann sagðist ekki þekkja félags- skapinn Ungt fólk með hlutverk mikið, en gæti þó ekki séð að hann ætti mikla samleið með þingeysk- um hugsunarhætti. Hann sagðist þó sem prófastur hafa veitt samþykki sitt til þess að presturinn fengi leyfi frá störfum til þess að fara í þennan bibiíu- skóla. Hann sagðist ýmislegt hafa að athuga við starfsaðferðir og kenningu samtakanna sem að skólanum stæðu en hver maður yrði að fara sína leið, eins og sr. Örn orðaði það. Sr. Sighvatur sagðist vera nem- andi við skólann en myndi jafn- framt miðla af þeirri sérþekkingu sem hann hefði aflað sér með háskólanámi sínu. Aðspurður um hvort maður með háskólagráðu bætti einhverju við menntun sína með því að ganga í skóla til leikmanna sagði hann: „Ég fékk fékk mitt akademíska nám í Háskólanum og um það er allt gott að segja. Hins vegar má alltaf lesa meira og bæta við sig, kafa dýpra í biblíuna og það ergott að komast um stund frá söfnuðin- um til þess og geta spjallað um það sem ritningin segir frá við aðra kristna menn.“ En hvað segir biskupsskrifstofan um það að prestar þjóðkirkjunnar hafi þörf fyrir að lesa biblíuna með aðstoð leikmanna? „Það er ekkert nema jákvætt um þetta að segja. Þetta er stofnun sem er í raun innan kirkjunnar því að fyrir skólanum stendur félags- skapurinn Ungt fólk með hlutverk. Presturinn fékk leyfi frá störfum hjá okkur til að fara þetta og við viðurkennum þetta alveg,“ sagði Magnús Guðjónsson biskupsritari. Magnús var spurður hvort ekki mætti ætla að kandidatar i guðfræði frá Háskóla íslands væru það vel að sér í fræðunum að leikmenn hefðu meir til þeirra að sækja í fræðilegum efnum en þeir til leik- rnanna. „Það getur vel verið að þeir séu með einhverja útlendinga. Þeireru stundum með útlenska kennara þarna. Prestinum hefur kannski fundist hann ekki fá nóg út úr kennslu guðfræðideildar í ein- hverju og því viljað bæta eitthvað við sig og viljað vera til þess á stað þar sem hann gæti lesið biblíuna og hugleitt svolítið betur. Það er ekk- ert nema jákvætt við þetta,“ sagði Magnús Guðjónsson biskupsritari. - sá Snyrti- og hreinlætisvörur um 22-25% dýrari í Hagkaupi og Miklagarði en í Bónus: Um 17 af 20 vörum ódýrastar í Bónus Neytendur virðast geta gengið að því nokkurnvegin vísu, að þær vörutegundir sem fást í verslunum Bónus í Reykjavík séu þar mun ódýrari heldur en í öðrum búðum á höfuðborg- arsvæðinu. Segja má að Bónus myndi lægsta verð sem Verðlagsstofnun fann í könnun á algengustu tegundum af hreinlætis- og snyrtivörum í apótekum, stórmörkuðum og hverfaverslunum á svæðinu. Af þeim 20 tegundjim sem fengust í Bónus voru 17 á lægsta finnanlegu verði. Þær tegundir sem fengust t.d. bæði f Bónus og Hagkaupi í Kringlu reyndust um 23% dýrari í Hagkaupi. Allt að 625 kr. munur kom fram á einum bleiupakka (Libero 78 st.) - 1.404 kr. í Bónus en 2.029 kr. í Ingólfsapóteki í Kringlu, en þar fundust líka flest dæmi um hæsta verð f könnuninni. Allur samanburður var gerður á á nákvæmlega sömu tegundum af vör- um (merkjum og magni) svo sem sjampói og öðrum hársnyrtivörum, tannsnyrtivörum, pappírs- og bóm- ullarvörum, rakstursvörum, svita- lyktareyðum og fleiru, samtals um Lánskjaravísitala: 16,6% verð- bólga síðustu 12 mánuði Með tilvísun til 39. gr. laga nr. 13/1979 og reglugerðar nr. 18/ 1989 hefur Seðlabankinn reiknað út lánskjaravísitölu fyrir október 1989. Lánskjaravísitala 2640 gildir fyrir október 1989. Hækkun lánskjaravísitölu frá mánuðinum á undan varð 2,17%. Umreiknuð til árshækkunar hef- ur breytingin verið sem hér segir: Síðasta mánuð 29,3% Síðustu 3 mánuði 16,7% Síðustu 6 mánuði 21,6% Síðustu 12 mánuði 16,6% 50 tegundum. Engin búð seldi allar vörutegundirnar. Fjarðarkaup næst Bónus Segja má að Bónus hafi skorið sig úr, með lægsta verð á 17 af sínum 20 tegundum. Er það sérstaklega at- hyglivert vegna þess hve stutt er síðan Bónus opnaði og getur því ekki átt neina vöru á gömlu verði. Fjarðarkaup virðist komast einna næst, með 13 vörutegundir á lægsta verði, eða um helming þeirra teg- unda sem þar voru til en ekki í Bónus. Engin önnur búð átti fleiri en 6 tegundir (Ásgeir í Glæsibæ) á lægsta verði. Dýrast í Ingólfsapóteki Flest dæmi um hæsta verð voru 15 í Ingólfsapóteki í Kringlunni og 11 hjá SS á Háaleitisbraut. Verð þeirra tegunda sem fékkst í báðum búðunum var um 12% hærra að meðaltali í Fjarðarkaupi. Tíminn lagði saman verð á vörum sem fengust í Bónus og líka nokkr- um öðrum verslunum, oftast 14-18 tegundir. Niðurstaðan varð sú, að meðalverð var um 12% hærra í Fjarðarkaupi, um 23% hærra f Hag- kaupi, um 30% í SS og nær 37% hærra í Ingólfsapóteki heldur en í Bónus (4.900 kr. á móti 3.584 kr. á 17 vörutegundum). Samanlagt verð allra þeirra 20 tegunda sem Bónus seldi var 3.968 krónur. Það var aðeins 38 krónum hærra heldur en lægsta finnanlegt verð á hverri vörutegund annars- staðar. Samanlagt hæsta verð sömu tegunda var hins vegar 5.660 krónur, eða nær 43% hærra. Hér má sjá samanburð á verði í hinni nýju Bónusbúð (sem minnir marga á Hagkaup á „yngri árum“) og hins vegar risans Hagkaups í Kringlunni: Hagkaup Bónus E’lvital shampoo 161 138 EJvital balsam 181 155 Ellnett hárlakk 282 227 Colgate tannkrem 84 76 Jordan tannbursti 71 65 Reach tannbursti 131 113 Lotus/Fut. dömub. 112 93 Damilladömub. 84 91 Vesprédömub. 111 97 Gillette rakvél 377 328 Gillette rakfroða 272 187 Nivea rakfroða 189 149 8x4 roll on 164 127 8x4 spray 197 170 Atrix handáb. 131 98 Nivea krem 128 76 AIls: kr. 2.675kr.2.190 Lægsta finnanlegt verð þessara sömu tegunda var 2.152 kr., þ.e. 38 krónum lægra en í Bónus. En hæsta finnanlegt verð var samtals 3.065 kr., eða rúmlega 42% hærra en það lægsta. Bara 4% munur á mörk- uðum og búðum Verðlagsstofnun gerði samanburð á meðalverði vöruflokka í hverfa- verslunum og apótekum í saman- burði við stórmarkaði. Tann- og hársnyrtivörur reyndust að meðaltali 3-4% dýrari í hverfa- verslunum og 6-7% dýrari í apótek- um en stórmörkuðum. Raksturs-, pappírs- og bómullarvörur 5-7% dýrari og bleiur reyndust að meðal- tali 9% dýrari í hverfabúðum og 18% dýrari í apótekum heldur en í mörkuðum. Handsápa, krem og plástur var hins vegar 3-4% dýrari í stórmörkuðum. Meðalverð allra vara sem kannað- ar voru segir Verðlagsstofnun 4% hærra í hverfaverslunum heldur en stórmörkuðum. Virðist það fremur lítill verðmunur þegar litið er til þess að stórmarkaðir ættu alla jafna að hafa möguleika til hagstæðari inn- kaupa. Bónus var ekki tekin með í neinum af þessum samanburði Verð- lagsstofnunar, sem telur þá verslun hafa sérstöðu að ýmsu leyti. - HEI Handhafandi bjartsýnisverðlaunanna 1989 Hlíf Svavarsdóttir, ásamt Peter Breste (t.v.) og Ebbe Merk, sem afhenti henni verðlaunin. Broste verðlaun 1989 til Hlífar Hlíf Svavarsdóttir ballettmeist- ari íslenska dansflokksins hlaut bjartsýnisverðlaun Bröstes fyrir árið 1989, sem veitt voru í níunda sinn sl. þriðjudag. Brpste-verðlaunin, sem eru 30 þúsund danskar krónur voru af- hent í Lyngby í Danmörku af Ebbe Mprk ballett- og leikhúsgagnrýn- anda á Politiken. Hlíf Svavarsdóttir er fædd 1949 og hefur útskrifast sem ballettdans- ari frá ballettskóla Þjóðleikhússins og frá hinum konunglega ballett- skóla í London. f fréttatilkynningu frá Bróste segir að Hlíf hafi til að bera mikinn persónuleika fyrir utan að vera mikil listakona og brautryðjandi í yngstu íslensku listgreininni, ballett. Bjartsýnisverðlaun Broste á að líta á sem framrétta hönd til ís- lenskra listamanna, sem tjá bjart- sýna lífsýn með verkum sínum og vinna samtímis að því að tengja saman íslenska og danska lista- menn. - ABÓ Skákþing íslands: KARL STENDUR VEL AD VÍGI Níunda umferð í landsliðsflokki á Skákþingi íslands var tefld í gær- kvöldi. Að loknum átta umferðum af ellefu, hafði Karl Þorsteins tveggja vinninga forskot á næstu keppendur, sem voru Jón L. Árna- son og Þröstur Þórhallsson. Karl var með 7 1/2 vinning en þeir Jón L. og Þröstur 5 1/2 vinning. í fjórða sæti er Björgvin Jónsson með fimm vinn- inga. í gærkvöldi áttust við þeir Sigurð- ur Daði Sigfússon og Rúnar Sigur- pálsson, Tómas Bjarnason og Þröst- ur Árnason, Jón G. Viðarsson og Ágúst Karlsson, Björgvin Jónsson og Karl Þorsteins, Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Gísla- son, og Þröstur Þórhallsson og Jón L. Árnason, sem nú verma annað til þriðja sæti. í kvöld verður 10. og næst síðasta umferð tefld og hefst hún klukkan 18.00 í húsakynnum Útsýnar í Mjódd. Þeir sem þá eigast við eru Rúnar Sigurpálsson og Þröstur Þór- hallsson, Þröstur Árnason og Sig- urður Daði Sigfússon, Ágúst Karls- son og Tómas Björnsson, Karl Þor- steins og Jón. G. Viðarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Björgvin Jónsson, og Guðmundur Gíslason og Jón L. Árnason. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.