Tíminn - 22.09.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.09.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 22. september 1989 Tíminn 13 Hallfríður Sveinsdóttir Það eru örlög þeirra sem ná háum aldri að sjá á bak mörgum félögum og samferðamönnum. Þegar náð er sjötugsaldri er hópur jafnaldranna farinn að grisjast og þynnist óðum úr því eftir því sem líður á áttunda tuginn. f þetta sinn langar mig að festa á blað nokkur kveðjuorð vegna gamallar skólasystur sem andaðist 14. þ.m. Hallfríður Sveinsdóttir fæddist í Tröð í Álftafirði vestra 3. nóvember 1910. Hún vardóttir Sveins Jensson- ar og Jónu Tómasdóttur konu hans. Þar ólst hún upp. Hún stundaði nám á Núpi í ungmennaskóla séra Sigtryggs Guðlaugssonar veturinn 1928-29 og fyrsta vetur héraðsskól- ans 1929-30. Þar varð okkar kunn- ingsskapur. Þetta var fámennur heimavistar- skóli, nemendur um 30 hvorn vetur. f slíkum félagsskap kynnist fólk vel og hlýtur óhjákvæmilega að mótast af sambúð og starfi í þeim skóla sem frá Súðavík þannig verður til. Ungt fólk er jafnan reynslulítið og hættir því til hvatvísi og nokkurs gáleysis. En á þeirri tíð a.m.k. var ungu fólki eiginlegt að taka afdráttarlausa af- stöðu og vildi gjarnan hætta nokkru til. Og margt var talaðum mannlífið, gildi sannra verðmæta og fánýti hégómans. Þarna var leitandi fólk. Hallfríður var góður nemandi. Óhætt má segja að hún stóð hvar- vetna jafnfætis þeim nemendum sem fremstir þóttu. Og hún lagði jafnan gott til mála, hún var góð stúlka, fremur hlédræg en traust. Hallfríður hvarf heim til æsku- stöðvanna. Þar giftist hún árið l934 Þorvarði Hjaltasyni, sem li'ka var fæddur Álftfirðingur. Þau unnu sitt ævistarf í átthögunum með ráðdeild og staðfestu, góðir þegnar sveitar- félags síns. Starfsdagur þeirra var að kvöldi er þau fluttu suður og settust að í Mosfellsbæ. Börn þeirra eru fjögur: Hjalti, vélvirki í Reykjavík; Svavar, bygg- ingahönnuður við embætti húsa- meistara ríkisins; Jóna, húsfreyja í Mosfellsbæ, og Ásbjörn, bygginga- tæknifræðingur í Mosfellsbæ. Það eru 60 ár síðan við Fríða, -en svo nefndum við hana jafnan, - vorum saman á skólabekk. Eftir það voru samfundir okkar stopulir, - stundum nokkur ár á milli, - en dugðu þó til að varðveita hin gömlu kynni. Er það og mála sannast að um þá sem tengja vináttu sína sameigin- legri lífsskoðun eða lífsstefnu er ekki fjarri lagi það sem Jón Trausti segir: „Þótt oss skildi hábrýnd heiðin heyrðum vér á hverjum degi hver í öðrum hjartað slá. “ Nú langar mig að tengja þessum minningarorðum afmæliskveðju frá fyrri vetri okkar á Núpi. Þar var þessi líking: Fetar fannbreiður ferðamaður, leitar heimahúsa. Finnst honum þá í fárviðri skærust stjarna stök. Ég veit ekki hvort þessi líking hefur átt að tjá annað en gildi þess að eiga sér leiðarstjörnu, vísbend- ingu á vegi. Nú sýnist mér að hún gæti urn leið vísað til þess að lífsferill manns er leit að leiðinni heim, þangað sem maður á heima, er með sjálfum sér, nýtur sín og nær eðlileg- um þroska. Við vissum það fyrir 60 árum að margt var á hverfanda hveli _og vænta mætti mikilla breytinga. Við vildum sjálf eiga hlut að þeim að nokkru. Hitt sáum við alls ekki fyrir hversu örar og stórkostlegar breyt- ingarnar yrðu þessi 60 ár sem orðið hafa mesti breytingatími í sögu þjóð- arinnar. Samt tek ég hér upp þessi 60 ára gömlu kveðjuorð: Breytast hugsanir, breytist þekking, breytast vinnubrögð. Þó eru alltaf eins innstu kenndir. Þakka hlýt ég þér. Ég veit að það eru margir aðrir en ég sem nú vilja taka undir síðustu orðin og þá auðvitað einkum þeir sem nánastir voru og best þekkja til. Ekkert er meira virði en að njóta samfylgdar þeirra sem með orðum og athöfnum vísa til vegar. Slíkum gæfumönnum er gott að hafa kynnst og mega fylgja. Þakka hlýt ég þér. H.Kr. Guðni Ársælsson Guðni Ársælsson var fæddur þann 16. nóvember 1924 í Eystri-Tungu í Vestur-Landeyjum. Hann var sonur Ársæls Jónssonar frá Álfhólum í Vestur-Landeyjum og Ragnheiðar Guðnadóttur frá Eystri-Tungu í sömu sveit. Guðni var næst elstur 6 systkina og elstur sona Ragnheiðar og Ársæls. Fimm barna þeirra eru á lífi. Heimilishagir höguðu því þann- ig til að faðir Guðna, Ársæll, var oft að heiman og sinnti störfum til sjós og lands. Á uppvaxtarárum Guðna kom það því í hlut húsmóðurinnar, eins og títt var á þeim tíma, að sinna bústörfum jafnt sem heimilisstörf- um. Snemma deildi Guðni ábyrgð með móður sinni á útiverkum og öðrum bústörfum. Sinnti hann þeim af stakri alúð og samviskusemi og gekk ætíð glaður og jákvæður til verks, hvað sem gera þurfti. Skyldu- ræknin var honum í blóð borin og fylgdi hún honum um ævi alla. Guðna féll, frá fyrstu tíð, sjaldan verk úr hendi og eftir því sem færi gafst og annir heima fyrir leyfðu, hóf hann ýmiss konar störf sem til féllu í þéttbýlinu á Suðurnesjum. Lýsir það Guðna vel, því athafnasemi hans var mikil. Er fram í sótti ákvað Guðni að læra trésmíðar. Hann hóf nám í húsasmíði í Reykjavík og lauk þar námi, en Reykjavík var starfsvett- vangur hans alla tíð. Hann kvæntist Guðrúnu Jóhannesdóttur úr Reykjavík og eignuðust þau tvær dætur sem báðar eru giftar: Ragn- heiði, búsetta að Þverholtum á Mýrum, og Áslaugu, búsetta í Kópa- vogi. Einnig ólu þau upp son Guð- rúnar, sem hún átti fyrir hjónaband, Lárus Gíslason, en Guðni reyndist honum sem besti faðir. Barnabörnin eru nú orðin 7 talsins. Ógleymanlegar eru ferðir þeirra Guðna og Gunnu austur til okkar að Bakkakoti, hvort heldur ein saman eða með dætur sínar og nú síðar barnabörnin. Þar komu ætíð góðir gestir á bæ. Oghjálpsemi og athafna- semi Guðna fylgdi honum ætíð eftir og víða var verk að vinna. Handtök- in eru mörg sem við eigum honum að þakka og víða á heimilum okkar bera þau honum fagurt vitni. Stutt var í bóndann og búmanninn Guðna og ekki er grunlaust um að bústörf hafi skipað háan sess í huga hans. Kom það vel í ljós þegar lagt var á hest og riðið út á mýrar að gá til kinda eða skoða hross. Geislaði þá gleði og ánægja af honum svo unun var með honum að vera. Þótti mörg- um ungum manninum merkilegt og gaman að hlusta á frásagnir hans og njóta samvista við þennan lífsglaða mann. Guðni var góður heim að sækja og gestrisinn með afbrigðum. Eru það ófáar gleðistundirnar sem við höfum átt, öll sem eitt, á heimili þeirra hjóna. Guðni var mikill heimilismaður og voru þau hjón samhent í að skapa notalegt andrúmsloft í kring um sig. Guðni var góður söngmaður og kunni ógrynnin öll af ljóðum og vísum og sögur um menn og málefni voru honum tamar. Lét hann oft gamminn gelsa í söng og frásögn, svo ungir sem gamlir skemmtu sér innilega og var þá stutt í hlátur og kæti allra nærstaddra. Það má með sanni segja að þar sem Guðni fór, fór litríkur persónuleiki og lifandi maður. Nú er Guðna sárt saknað, en minningin um indælan og hlýjan mann fylgir okkur um ókomin ár. Við biðjum góðan guð að styrkja Guðrúnu, börn, tengdabörn og barnabörn við fráfall Guðna Ársæls- sonar. Jón, Þóra og börn, Bakkakoti. Jósefína Guðmundsdóttir Fædd 19. mars 1908 Dáin 8. september 1989 Það er erfitt á okkar tímum að gera sér í hugarlund við hvað fátækt fólk átti að búa á fyrsta áratug þessarar aldar. Kröfurnar þá voru aðeins að hafa í sig og á, engin þægindi sem við nú þekkjum og húsakostur lélegur, félagsleg hjálp óþekkt, hver varð að komast af með það sem hann gat aflað sér og sínum til framfæris. 19. mars 1908 fæddist á Skaga- strönd í Austur-Húnavatnssýslu stúlka sem skírð var Jósefína. For- eldrar hennar voru ekki gift, svo ekki auðveldaði litlu stúlkunni fyrstu sporin út í lífið sá stuðningur er gott og tryggt heimili veitir. Hún ólst upp við störf - ég vil ekki segja leik og störf. Vann alltaf hjá öðrum, var vinnukona. Þegar hún var orðin fullorðin giftist hún Stein- þóri Guðmannssyni sem einnig var vinnumaður. Þau hjónin voru vinnu- fólk alla sína sambúð, lengst af í Skagafirði sem hún batt mikla tryggð við og minntist oft síðar. Steinþór missti hún árið 1954. Þau hjónin eignuðust einn son, Margeir Benedikt, og var hann fyrst með foreldrum sínum þar sem þau voru vinnuhjú en síðar tekinn í fóstur. Það er erfitt að hugsa sér aðstæður þeirrar móður sem á aðeins stopular stundir til að sinna barni sínu frá verkum þeim sem kalla að. Hefur þá reynt á velvilja og gæsku þeirra húsmæðra sem verið var hjá hverju sinni. Eftir lát manns síns kom Jósefína til okkar hjóna að Skeggjastöðum í Miðfirði þar sem hún var vinnukona í 10 ár, þar til við fluttum til Reykjavíkur. Sonur hennar var einnig á Skeggjastöðum í átta ár og voru það einu árin sem þau dvöldust samvistum frá því hann var lítið barn. Eitt af því sem einkenndi Jósefínu var hin mikla hlýja sem frá henni streymdi. Hún laðaði fram hlýhug fólks, var sérstaklega góð við börn og hændust þau mjög að henni. Á þessum árum var barnaskóli á Skeggjastöðum og því oft mörg börn á heimilinu. Tel ég ekki ofsagt að öllum þeim börnum sem þar voru hafi þótt vænt um Jósefínu. Og svo var þessi góði eiginleiki hennar að tala aldrei illa um nokkurn mann. Mun hún þó ekki alltaf og alls staðar hafa notið þess besta. Ef einhver barst í tal sem ég vissi að ekki hafði komið fram við hana eins og sannkristinn bróðir þá var hún vön að segja: „Við skulum nú ekki ræða um hann.“ Árið 1965 flutti hún sem ráðskona til Gunnlaugs Sigurðssonar, Hraun- hvammi í Garðahverfi. Þau ár sem Jósefína og Gunnlaugur bjuggu í Hraunhvammi var eini tíminn á æfi hennar sem hún var sinn eigin hús- bóndi. Þegar heilsa Gunnlaugs var þrotin flúttu þau á Hrafnistu í Hafn- arfirði og voru þar sín síðustu ár. Gunnlaugur er látinn fyrir nokkrum árum. Jósefína var mjög félagslynd og hafði gaman af að vera í margmenni. Því fannst henni dvölin á Hrafnistu, meðan hún hafði heilsu, mjög ánægjuleg og leit á það sem sitt heimili. Eftir að hún flutti í Garðahverfið kynntist hún nágrönnunum og kon- unum í kvenfélaginu sem hún gekk í fljótlega. Allt þetta fólk var Jósef- ínu mjög gott og elskulegt gegnum árin og þegar Jósefína varð áttræð héldu kvenfélagskonurnar upp á af- mælið hennar af mikilli rausn. Líf Jósefínu minnar, eins og ég kallaði hana gjarnan, var ekki dans á rósum. Hún æðraðist þó ekki yfir erfiðleikunum, var sífellt þakklát fyrir það sem fyrir hana var gert og var sjálf ákaflega gjafmild og rausn- arleg þó ekki væri af miklu að taka. Er ég lít til baka og hugsa um líf Jósefínu minnar þá vaknar sú spurn- ing í hug mér hver séu mestu verð- mæti lífsins. Er það hlýhugur og manngæska eða sá auður sem mölur og ryð fær grandað? Við fjölskyldan frá Skeggjastöð- um þökkum Jósefínu það sem hún var okkur og biðjum henni guðs blessunar í landi eilífðarinnar. Lára Inga Lárusdóttir TÖLVUNOTENDUR Víð í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fVrir tölvuvinnslu. Við höfum einnig úrval af tölvupappír á Iager. Reynið viðskiptin. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.