Tíminn - 22.09.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.09.1989, Blaðsíða 14
14 TíminrT Föstudagur 22. september 1989 FRÉTTAYFIRLIT JUNGFRAUJOCH Grænfriöungar létu sig ekki muna um að klöngrast upp á hiö 3475 metra háa Jungfrau- joch í 'Svisslandi í gær, meö uppblásinn plasthval í eftir- dragi. Hvalgarmurinn var svo látinn húrra niður af tindinum, meöan fjallagarparnir strengdu flennistóran borða hiö efra, meö áletruninni: JAPANIR- HÆTTIÐ AÐ BANA HVÖLUN- UM. Hinn svissneski tindur mun afar vinsæll meöal jap- anskra ferðamanna og eflaust hafa einhverjir frá landi hinnar rísandi sólar séö tiltækiö. Jap- anir hyggjast veiöa a.m.k. 400 hvali á komandi vertíð. STOKKHÓLMUR Sænska lögreglan réöist til inn- göngu í aðalskrifstofur stærsta banka Svíþjóöar, Skandinav- iska Enskilda, í gær. Hald var lagt á bókhaldsgögn bankans, til afnota viö rannsókn gegn meintum skattsvikum banka- stjórans, Jakobs Palmstierna. Veröi bankastjórinn fundinn sekur, á hann allt aö sex ára fangavist yfir höfði sér. STOKKHÓLMUR Bengt Gustafsson, yfirmaöur sænska heraflans, sagöi í skýrslu til ríkisstjórnarinnar, aö nauösyn beri til aö fjárframlög til sænska hersins veröi aukin, eigi Svíþjóö ekki aö þurfa aö treysta á skæruhernaö til varn- ar hlutleysi sínu og landamær- um. Hershöfðinginn segir ekki duga minna en þrjá milljarða sænskra króna aukalega á næsta fjárhagsári, auk þriggja prósenta raunhækkunar á hverju ári fram til aldamóta. Á yfirstandandi fjárhagsári veittu Svíar 30 milljarða sænskra króna til varnarmála sinna, um átta prósent af heildarfjárlög- um. OSLÓ - Norðmönnum varð heldur á í messunni er þeir sendu 27 kassa af hátækni- tölvum til Rauöa kross spítala í Armeníu í Sovétríkjunum. Tölvurnar voru á lista yfir há- tæknivörur er ekki má selja né afhenda austur fyrir járntjald og áttu upphaflega aö fara til Bandaríkjanna. Rauði kross Armeníu hefur skilaö 18 köss- um heim til föðurhúsanna af stakri tillitssemi og hinir níu munu vera á heimleiö. Norö- menn líta mistök þessi sérdeil- is alvarlegum augum. FRANKFURT - Hinir þýsku útgefendur Kölskakviöa Salmans Rushdies hafa ákveöið aö bjóða þýðinguna ekki á hinum virðulega bóka- markaði i Frankfurt. Utgáfunni veröur því frestaö fram til okt- óberloka, til aö forðast hugsan- legar ofbeldisaögeröir. Ákvöröun þessi var tekin eftir aö útgefendum höföu borist hótanir um aðgerðir gegn þeim. Bókin verður gefin út á þýsku af samtökum rúmlega 100 rithöfunda og útgefenda í Vestur-Þýskalandi er nefna sig Artikel 19 Verlag. Aöilar þessir ákváðu aö bindast samtökum um útgáfuna til að dreifa áhætt- unni af því fyrirtæki sem mest. GAINSVILLE FLORIDA - Vísindamenn við Flórida- háskóla hafa meö tilraunum gengiö úr skugga um aö dag- leg notkun kókaíns geti gert ónæmiskerfi líkamans hartnær óstarfhæft. Vísindamennirnir rannsökuöu áhrif kókaíns á blóö úr heilbrigðum einstakl- ingum og komust aö raun um aö einstaka skammtar kókains hefði Ktilvæg áhrif, en dagleg notkun gæti skert virkni ónæmiskerfisins allt aö 90 %. Eiturlyfjaneytendum sé því mun hættara viö kvillum - eyðni þar á meðal - en þeim er halda sig frá slíkri neyslu. Nýjar tillögur NATO vekja nýjar vonir Samninganefndir NATO ríkjanna á ráðstefnu 23 Vestur- og Austur-Evrópuríkja um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu lögðu fram nýjar tillögur að samkomulagi á fundi ríkjanna í Vínarborg í gær. Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir að NATO og Varsjárbandalagsríkin skiptist reglubundið á ítarlegum upplýsingum um liðstyrk og vopnabúr er tiltækt sé til árásar. Sérstök áhersla er lögð á upplýs- ingar um fjölda skriðdreka. Einnig verði hvert það land, er hyggst kalla út meir en 40.000 manna varalið eða fleiri en 800 skriðdreka, að gera grein fyrir ætlan sinni með sex vikna fyrirvara. Rcyndar er lagt til að öll hernaðarumsvif yfir þessum mörk- um verði bönnuð. Þá verði aöilum samningsins heimilt að kanna fyrir- varalítið þau svæði hvor annars þar sem lýst hafi verið yfir að hersveitir eða vopnabirgðir sé að finna. Ekki megi synjaslíkri ósk. Hvaðsvonefnd „Óyfirlýst svæði“ áhræri, þá verði aðilum heimilt að leita eftir skoðun- arheimild, en ekki verði skylt að veita hana. Sparlega verði þó farið með slíkar synjanir. Einkum er þó horft til hugmynda er settar eru fram til lausnar gömlu þrætuepli austan- og vestantjalds- ríkja.Er þar um að ræða svonefnd „geymsluvopn" þ.e. forðabúr vopna er Bandaríkjamenn hafa dreift um bandalagsríki sín í Evrópu, í því skyni að vega upp á móti mikilli fjarlægð við liðsauka á meginlandi Norður-Ameríku, komi til átaka. Varsjárbandalagsríkin hafa ávallt krafist strangra takmarkana á slíku útvarða-vopnabúri. í tillögum NATO er gert ráð fyrir vandlega útfærðu kerfi til að fylgjast með magni slíkra „geymsluvopna" og öllum tilfæringum með þau. Hinar nýju tillögur taka ekki á viðkvæmu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Evrópu, er snýst um heimild til eftirlits í vopnaverksmiðjum. Vestur-Evrópuþjóðum þykir sem slíkt eftirlit, er ekki mundi ná til vopnaframleiðenda í Bandaríkjun- um, gangi of langt. Þá er heldur ekki minnst á aðferðir til að hafa eftirlit með fjölda og ferðum herflugvéla né herþyrla sem er enn viðkvæmt mál í millum aðila, enda erfitt í framkvæmd. Vesturveldin eru afar stolt af hin- um nýju tillögum og telja þær auka mjög líkur á samkomulagi á næsta ári. Hinir bjartsýnustu í þeirra hópi líta til samningsdraga í lok þessa árs eða jafnvel í lok yfirstandandi samn- ingalotu, eftir einn mánuð. Þá hafa fyrstu viðbrögð austanmanna verið fremur jákvæð og er haft eftir einum nefndarmanni að tillögurnar séu spor í rétta átt og taki greinilega mið af fyrri viðræðum. Washington: Ungverjum veitt viðskiptavild Framtíðarlausnin? Umferð framtíðar: Litið til rafbíla Samgöngunefndir Efnahags- bandalagsríkja líta nú vonaraugum til rafdrifinna bíla, er frelsa muni mengaðar borgir, spillt umhverfi og deyjandi skóga úr viðjum blýmeng- unar og útblásturs. Rúmlega 100 áhugasamir fulltrúar frá bæjum í Frakklandi, Belgíu, Bretlandi og Vestur-Þýskalandi þinguðu nýverið í Bruges í Belgíu og báru þar saman bíla sína. Rafbílar eru nú allalgeng sjón í miðborgum ýmissa evrópskra borga, en þeir eiga þó langt í land með að bera sigurorð af gamla bensínrokknum. Þeir þykja þeim kostum búnir að menga ekki um- hverfi sitt, eru auk þess hljóðlátari en bensínbílar og geta náð allt að 80 kílómetra hraða á klukkustund. Eldsneytiskostnaður þeirra er mun lægri en hefðbundinna farkosta og formælendur slíkra rafreiða benda á að flestir eigendur þeirra mundu hlaða þá að næturþeli, er rafmagns- notkun er hvort eð er í lágmarki. Einnig eru þeir einfaldari að gerð en bensínbílar og allur reksturs- og viðhaldskostnaður mun minni. En hví ökum við þá ekki öll á rafbílum í fullsælu? Fyrst og fremst vegna þess að þeir eru tvisvar til þrisvar sinnum dýrari í framleiðslu en hefðbundnir bílar. Kostnaðurinn mundi þó minnka að mun ef færið væri út í fjöldaframleiðslu. Einnig endist hleðslan þeim ekki nema til 65 kílómetra aksturs í senn og eru þeir því illa fallnir til langkeyrslu. Vísindamenn í Englandi og Vestur- Þýskalandi vinna nú að hönnun sódíum-súlfúr rafgeyma, er verða fjórum sinnum orkuríkari en aðrir geymar, geta aukið ferð bílsins upp í 125 kílómetra á kukkustund og endast svo allt að 240 kílómetra á einni hleðslu. Búist er við að slíkir geymar komist í gagnið á næstu árum. Því er viðbúið að rafbílar verði það sem koma skal. Stofn- kostnaður rafbílaiðnaðar er þó slíkur, að ekki verður að gert á styrkja frá opinberum aðilum. Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að veita Ungverjum réttindi vildarþjóðar (Most Favoured Nat- ion) til frambúðar í viðskiptum milli landanna. Munu ungverskar vörur þar með njóta bestu hugsanlegra viðskiptakjara á hinum bandaríska markaði. Vild þessi mun ná til allra vöruflokka, því Ungverjum munu einnig veittar sérstakar ívilnanir er Bandaríkin veita að jafnaði aðeins þróunarlöndum. Sá vinargreiði mun að líkindum færa þeim 110 milljónir dala á ári hverju. Öll er rausn þessi þó háð því skilyrði að ungverska þingið samþykki lög er heimili þegn- unum frelsi til að flytjast úr landi. Skilyrði þetta byggir á Jackson-Van- ik ákvæðinu svonefnda, en sam- kvæmt því synja Bandaríkin komm- únistaríkjum er skerða ferðafrelsi þegna sinna um hvers kyns innflutn- ingsvild og tollaívilnanir. Bush verð- ur því að sanna bandaríska þinginu að Ungverjar hafi horfið frá villu síns vegar, áður en MFN-vildin verð- ur veitt þeim. Fulltrúadeildin hafði þegar samþykkt að Ungverjar fengju MFN-vild til þriggja ára, en málið lá enn fyrir Öldungadeildinni er fréttir bárust af ákvörðun Bush. Forsetinn hyggst einnig leyfa 30% aukningu á innflutningi ungversks stáls og fara þess á leit við þingið að það veiti 25 milljóna dala framlag til aðstoðar eflingu einkaframtaks í Ungverjalandi. Allar eru ráðstafanir þessar í anda yfirlýstrar stefnu Bandaríkjastjórnar að vera mis- kunnsamur Samverji hverju því kommúnistaríki er turnast vilji til markaðskerfis. Auschwitz: LAUSNISJ0NMALI Allt bendir nú til þess að deilur kaþólskra manna og gyðinga vegna karmelnunnuklaustursins í Ausch- witz séu nú senn úr sögunni. Josep Glemp kardínáli, yfirmaður pólsku kirkjunnar, féllst á að klaustið yrði látið víkja, eftir fund með gyðinga- leiðtogum í London í fyrrakvöld. Glemp ritaði yfirmanni Alþjóða- ráðs kristinna manna og gyðinga, Sigmundi Sternberg, bréf eftir fundinn og féllst á að samkomu- lagi, er gert var í Genf 1987, um brottvikningu systranna, yrði hrundið í framkvæmd. Glemp sagði í bréfi sínu, að Auschwitz mætti alrei verða bitbein manna, og það væri vilji kaþólsku kirkj- unnar að greiða úr þeim misskiln- ingi og missætti er upp hefði komið vegna málsins. Fram til þessa hefur pólska kirkjan lagt áherslu á að Auschwitz hafi ekki síður verið vettvangur pólskra harma en gyð- inglegra. Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur boðið Sternberg og leiðtogum helstu gyðingasafn- aða til Póllands til að ljúka málinu. Þá hefur Vatikanið heitið fjárhags- stuðningi sínum við flutning klaust-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.