Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 3. október 1989 r uv/i\i\ki%i i Mnr Hermannsson Guðmundur Bjarnason Unnur Stefánsdóttir Hafsteinn Þorvaidsson Páll Sigurðsson Finnur Ingólfsson Guðjón Magnússon Ólafur Ólafsson Hafsteinsson Halldórsdóttir Þorleifsdóttir Erum við á réttri leið? Ráöstefna um heilbrigðis- og tryggingamál veröur haldin aö Hótel Sögu laugardaginn 7. október nk. Ráöstefnan hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 17.20. Ráðstefnustjórar: Unnur Stefánsdóttir Hafsteinn Þorvaldsson. Dagskrá: Setning: Steingrímur Hermannsson, form. Framsóknarflokksins. Stefnan f heilbrigðis- og tryggingamálum Framsögum.: Guömundur Bjarnason, heilbrigöis og tryggingamála- ráðherra. Uppbygging og yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingamála. Framsögum.: Páll Sigurösson, ráöuneytisstj. í heilbr.- og trygginga- málaráöuneytinu. Hvar má spara í heilbrigðis- og tryggingamálum? Framsögum.: Finnur Ingólfsson, aöstoöarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráöherra. Samstarf heilbrigðisstétta - Skipulag heilbrigðisþjónustu. Framsögum.: Guöjón Magnússon aðst.landlæknir. Fagleg forgangsröð í framtíðinni Framsögum.: Olafur Ólafsson landlæknir. Siðfræði heilbrigðisþjónustunnar Framsögum.: örn Bjarnason, trúnaðarlæknir Ríkisspítala. Þverstæður heiibrigðisþjónustunnar Framsögum.: Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarform. Ríkisspítal- anna. Manneldisstefna - Neyslukönnun Framsögum.: Dr. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræöingur. Eru íþróttir heilbrigðismál? Framsögum.: Þráinn Hafsteinsson íþróttafræöingur. Sjúkraþjónusta barna og unglinga Framsögum.: Alda Halldórsdóttir barnahjúkrunarfræöingur. Þjónusta og uppbygging á aðstöðu fyrir aldraða Framsögum.: Þóra Þorleifsdóttir, varaform. samstarfsnefndar um málefni aldraðra. Ráöstefnan er öllum opin. Framsóknarflokkurinn. FAGMENNTUNI FISKIÐNAÐI Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins hefur boðað til ráðstefnu um Fiskvinnsluskólann og fagmenntun í fiskiðnaði næstkom- andi fimmtudag, 5. október. Tilefni ráðstefnunnar eru skiptar skoðanir Fiskiðnar og hluta skólastjórnar Fiskvinnsluskólans um fyrirhugað námskeiðahald á vegum skólans. Ágreiningur- inn felst í því að skólanefndin samþykkti að skólinn héldi tveggja til þriggja vikna námskeið er útskrifí matsmenn í sjófrystum físki. í greinargerð frá stjórn Fiskiðnar, fagfélags fiskiðnaðarins kemur fram að ástæður þess að talið var að námskeiða væri þörf, var sú að mikil fjölgun frystiskipa hefur átt sér stað, en löggiltir matsmenn með matsrétt- indi í frystum fiski hafi ekki verið til staðar til að mæta þörfinni. Því var talið rétt að halda slík námskeið, sem væri skammtímalausn á þessu vandamáli. Fiskiðn sem á fulltrúa í skólanefndinni studdi þá þessa til- lögu og greiddi henni atkvæði sitt. Óánægja kom fram með af- greiðslu málsins meðal félagsmanna Fiskiðnar. f kjölfar þess hélt félagið fund um málið með skólanefndar- mönnum. Á fundinum komu frant skiptar skoðanir um málið og í raun grundvallarágreiningur um gildi og tilgang löggildingar matsmanna. í framhaldi fundarins breytti Fiskiðn afstöðu sinni til fyrirhugaðs nám- skeiðahalds. Stjórn félagsins taldi og telur enn að gild rök hafi verið færð fram, því til stuðnings að skamm- tímalausn sem fælist í tveggja til þriggja vikna námskeiði sem lagt yrði til grundvallar löggildingar, væri röng og háskaleg stefna fyrir fag- menntun í fiskiðnaði, segir í greinar- gerðinni um aðdraganda ráðstefn- unnar. Ráðstefnan fer fram á Holiday Inn og hefst hún klukkan 10.00. Sjö fyrirlesarar munu flytja erindi á ráðstefnunni um Fiskvinnsluskólann og fræðslumál fiskiðnaðarins. -ABÓ Þórarinn Kristjánsson, framkvstj. Gúmmívinnslunnar, afhendir Páli Sigurðssyni bifreiðastjóra tíu þúsundasta hjólbaröann. Tímamynd: HIA Atvinnustarfsemi á Akureyri: Endurvinnsla Gúmmí- vinnslu gengur vel Sýnishorn af gangstéttarhellum unnum úr ónýtum hjólbörðum. Hellurnar eru mjög vinsælar við sundlaugar og á leikvelli. Nýverið afhenti Þórarinn Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Gúmmí- vinnslunnar h.f. á Akureyri, Páli Sigurðssyni bifreiðastjóra tíuþús- undasta hjólbarðann sem fyrirtækið hefur sólað á 5 ára starfsævi. Fyrirtækið fór fyrst af stað með hjólbarðasólun, en með endur- vinnslu á gúmmíi í huga. í dag er starfsemi fyrirtækisins skipt í 4 meg- insvið: alhliða hjólbarðaþjónustu, innflutning á hjólbörðum, kaldsólun og endurvinnslu. Að sögn Þórarins Kristjánssonar framkvæmdastjóra fór sólningin strax vel af stað. Endurvinnslan reyndist þyngri í vöfum, en þáttur hennar hefur þó aukist jafnt og þétt og núorðið framleiðir fyrirtækið um 40-50 tonn árlega af ýmsum varningi. Þórarinn sagði að afkastageta fyrirtækisins væri þrefalt meiri og möguleikar á að endurvinna plast líka ef markaðir fengjust fyrir slíkar vörur. Þessar vörur sem við fram- leiðum eru 85% ónýt dekk, sagði Þórarinn, þ.e. við þjónum sem eins- konar sorpeyðing líka, því í hverju tonni sem kemur fullunnið frá okkur eru um 850 kíló af ónýtum dekkjum. Endurvinnslan fer þannig fram að gúmmíið er mulið niður og pressað saman í mótum. Meðal framleiðslu- eininga eru: bobbingar, millibobb- ingar, bobbingahjól, gúmmímottur í gripahús og vinnustaði, hnallar fyrir skilti og gangstéttarhellur. Gúmmígangstéttarhellurnar eru notaðar á leikvöllum, við sundlaug- ar, heita potta og í sólpalla. Þær eru mjög hentugar allstaðar þar sem börn eru að leik, þar sem ekki er hætta á að þau skrámist eða meiði sig, þó þau detti í hita leiksins. Gúmmímotturnar eru mikið notaðar í gripahús undir hross og nautgripi og einnig á vinnustöðum þar sem fólk þarf að standa langtímum saman. Um tíma voru slíkar mottur fluttar út í gegnum sænskt samstarfs- fyrirtæki og eru áframhaldandi sölu- möguleikar undir smásjánni. Gúmmívinnslan framleiðir einnig ýmsa hluti sem notaðir eru við umferðarmerkingar og hefur komið í ljós að gúmmíið er hentugt til framleiðslu slíkra hluta, því unnt er að blanda í það litarefnum við endurvinnsluna og fá þá liti sem henta hverju sinni. Gangstéttarhell- urnar eru einnig framleiddar í mis- munandi litum. Aðspurður um afkomu fyrirtækis- ins, sagði Þórarinn hana vera góða. Fjárfestingar og uppbygging hefði farið fram í rólegheitunum eftir því sem fyrirtækinu óx fiskur um hrygg. Fjármagnskostnaður og vaxta- greiðslur eru því ekki að sliga fyrir- tækið eins og svo mörg önnur sem nánast voru byggð upp á einum degi. Þórarinn kvaðst bjartsýnn á fram- tíð endurvinnslunnar. „Þetta er allt- af að aukast hjá okkur. Þegar við byrjuðum voru 4 starfsmenn hérna, en nú eru þeir orðnir 10 og á örugglega eftir að fjölga.“ HIA - Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.