Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 3. október 1989 Þriðjudagur 3. október 1989 Tíminn 9 Athugasemd frá Erni Friðrikssyni, prófasti á Skútustöðum: Um „þingeyskan" anda o.fl. Nýlega hringdi til mín blaðamaður frá Tímanum til þess að spyrjast fyrir um dvöl sóknarprestsins á Húsavík á námskeiði hjá „Ungu fólki með hlutverk" austur á Egils- stöðum. þennan atburð geti ég gert það áfram. En ég harma þau óþægindi, sem hinn ungi prestur kann að hafa orðið fyrir í þessu sambandi. Ég veit ákaflega lítið um það starf, sem fram fer hjá „Ungu fólki með hlutverk" á Egilsstöðum. Ef- laust er það á margan hátt gott starf. Og það væri kannski athugandi fyrir Tímann að senda umræddan blaðamann í skóla til þeirra. Kannski hann lærði þá að skilja, að það er fleira, sem hefir gildi í lífinu, heldur en það að skrifa billegar blaðagreinár í æsistíl. Bið ég yður vinsamlega að birta þetta bréf í blaði yðar. Virðingarfyllst Örn Friðriksson, Skútustöðum. Prófastur í Þingeyjar- prófastsdæmi NÝTT DAGHEIMILI Tekið hefur verið í notkun nýtt dagheimili við Hjallabraut í Hafnarflrði. Dagheimilið hefur hlotið nafnið Garðavellir. Það er 606 fermetrar að grunnfleti og kemur til með að hýsa rúmlega 110 börn. Aðeins tók rétta sex mánuði að fullgera húsið og ganga frá lóð þess. Á dagheimilinu verður bryddað um á ýmsum nýjungum í starfscminni. Sérstök áhersla verður lögð á að börnin fái sem jafnasta möguleika til að njóta sín í leik og starfí. Mjög miki) aukning hefur orðið í leikskóla og dagheimilisplássi í Hafnarfirði undanfarin þrjú ár og er nú svo komið að öll börn í bænum á hefðbundnum leikskólaaldri eiga nú kost á dagheimilisplássi. -EÓ Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri flutti stutt ávarp við opnun nýja dagheimilisins. Tímamynd: Árni Bjarna Þessi upphringing kom mér á óvart og ég gerði mér ekki grein fyrir raunverulegum tilgangi hennar. Blaðamaðurinn spurði mig um leyfi sóknarprestsins og sagði ég honum hvernig því væri háttað. Þá spurði hann, hvort mér fyndist það ekki einkennilegt, að prestur skyldi fara í skóla til leikmanna. Ég hefi auðvitað ekki segulbands- upptöku af samtalinu, en ég tel mig hafa svarað, að ég vissi ekki betur en að presturinn færi þetta ekki síður sem kennari en sem nemandi. Þar með taldi ég spurningum blaðamannsins svarað og blaðavið- talinu lokið. Síðan röbbuðum við svolítið saman. Því mér virtist þetta vera heldur geðugur náungi. Mér kom aldrei til hugar, að hann færi að skrifa um það samtal. Það átti ekkert erindi til almennings. En þar sem blaðamaðurinn hefir ekki bara vitnað í þetta samtal okkar heldur líka umsnúið orðum mínum og slitið þau úr réttu samhengi, verð ég að gera nokkrar athugasemdir. Við ræddum eitthvað um þessa trúarhreyfingu, sem ég er ekki skil- yrðislaust hrifinn af. Ég sagði, að í Þingeyjarsýslum hefðum við lítið af heittrúarhreyfingum, það samrýmd- ist ekki þingeyskum anda. ( því sambandi hafa menn spurt, hvað sé þingeyskurandi. En þingeyskurandi birtist meðal annars í þeirri stað- reynd, að heittrúarstefnur og sér- trúarflokkar hafa ekki átt hér auð- velt uppdráttar, þarsem Þingeyingar hafa löngum verið fremur frjálslynd- ir í trúmálum. Blaðamaðurinn lofaði mér, að ef til þess kæmi, að hann skrifaði eitthvað um þessa námsdvöl sóknar- prestsins, þá skyldi hann senda mér blað með greininni. En ekki virðist hann hafa talið ástæðu til þess að efna það loforð. Og þar sem hann sendi mér ekki blaðið og ég frétti ekkert um þetta fyrr en eftir að allir kaupendur Tímans, sem ég leitaði til, voru búnir að fleygja sínum eintökum, er ég ekki fær um að ræða um greinina lið fyrir lið. En ýmsir menn hafa hringt til mín og látið í Ijós vanþóknun á því, sem eftir mér er haft. Mér skilst m.a. að haft sé eftir mér - jafnvel sem upphrópun í fyrirsögn - að ég undrist, að prestur skuli fara í skóla til leikmanna. Slíkt samrýmist ekki þingeyskum anda! En hversu illa og óskipulega sem ég kann að hafa orðað hugsanir mínar, óundirbúinn í símtali, held ég þó að töluvert ákveðinn ásetning hafi þurft til þess að fá það út úr orðum mínum, að ég teldi, að prest- ur hefði ekkert til leikmanna að sækja. Ég hefi alltaf talið Tt'mann gott og vandað blað og vona að þrátt fyrir Reiðhöllin gjaldþrota S.l. föstudag óskuðu forráðamenn Reiðhallarinnar í Víðidal eftir því að hún yrði tekin til gjaldþrota- skipta. Skuldir hennar um áramót voru um 95 milljónir en að sögn forráðamanna hennar eru eignir hennar svipuð upphæð. Óvíst er hins vegar hvernig muni ganga að selja höllina. Rekstur Reiðhallarinn- ar hefur lengst af gengið illa og ekki hefur tekist að greiða niður þær skuldir sem stofnað var til þegar hún var byggð. Hestamenn, sem standa að Reiðhöllinni, segjast ekki sjá fram á tekjumöguleika til að standa undir vaxtakostnaði og afborgunum á lánum og því er höllin nú lýst gjaldþrota. -EÓ irðisaukaskattur verðurtekinn upp í stað söluskatts hinn 1. janúar 1990. Virðisaukaskattur er nútímaskattkerf i sem er sniðið að efnahags- og viðskiptalífi samtímans. Hann er innheimtur af innlendum viðskiptum, innf luttum vörum og þjónustu. Mjög lítil fyrirtæki, þ.e. fyrirtæki sem selja skattskylda vöru eða þjónustu fyrir minna en 122.400 kr. á ári, eru heldur ekki skattskyld. Þeir sem ekki eru skattskyldir fá engan innskatt af aðföngum endurgreiddan. Innheimtan dreifist á öll stig viðskipta fll framleiðslufyrirtæki, milliliðir og smásalar innheimta og skila sínum hluta virðisauka- skattsins. Þetta aðgreinir skattinn frá söluskattinum en þar fer innheimtan oftast fram á síðasta stigi. Innskattur - útskattur um M #vert fyrirtæki innheimtir virðisaukaskatt af allri sölu sinni. Sá skattur er nefndur útskattur. Öll aðföng fyrirtækis eru keypt með skatti. Sá skattur er hins vegar nefndur innskattur. Fyrirtækið skilar mismun útskatts og innskatts í ríkissjóð. Ef innskattur er hærri en útskatturendur- greiðír ríkissjóður mismuninn. Skattur af virðisauka rádráttur innskatts frá útskatti veldur því að hvert fyrirtæki - hver hlekkur í framleiðslu- og sölukeðjunni - innheimtir aðeins skatt af verðmætis- aukningunni sem á sér stað í því fyrirtæki, þ.e. af þeim virðisauka sem myndast í fyrirtækinu. Víðtæk frádráttarheimild JV yrirtæki má ekki aðeins draga frá innskattinn af vörum sem það kaupirtil endursölu, einnig má draga frá innskatt af rekstrar- og fjárfestingar- kostnaði, svo sem orku, vélum og byggingarkostnaði. Rest öll viðskipti og þjónusta er skattskyld llmennt er öll sala vöru og þjónustu skattskyld. Þeir sem stunda viðskipti með skattskylda vöru eða þjónustu í atvinnuskyni innheimta virðisauka- skatt og standa skil á honum í ríkissjóð. Tiltekin vinna og þjónusta er undanþegin af félagslegum eðatæknilegum ástæðum, s.s. heilbrigðisþjónusta, menningarstarfsemi, íþrótta- starfsemi, bankaþjónusta og vátryggingarstarfsemi. Aðilar sem eingöngu hafa með höndum þessa starfsemi eru ekki skattskyldir. Hvað? Hvemig? ■ * « Ar • | Vlð skulum fylgja innfluttu heimilistæki frá tollafgreiðslu til neytanda (miðað er við 22% vsk.): Heildsali flytur inn heimilistæki. T ollverð tækisins er.................................. 1.000 kr. Tollstjóri innheimtir22% vsk. aftollverðinu............ 220 kr. Heildsalinn greiðir samtals .......................... 1.220 kr. Tollstjóri skilar 220 kr. í ríkissjóð. Heildsalinn skuldfærir ríkissjóð í bókhaldi sínu fyrir þessari upphæð, þ.e. færir sömu upphæð til frádráttar skattskilum sínum. Heildsalinn leggur 700 kr. á tækið og selur það til smásala á ...................................................... 1.700 kr. Heildsalinn innheimtir 22% vsk. af söluverðinu............ 374 kr. Smásalinn greiöir samtals............................... 2.074 kr. Heildsalinn hefur þá innheimt 374 kr. í virðisaukaskatt en við skil á skattinum í ríkissjóð dregur hann frá 220 kr. sem hann hefur áður skuldfært ríkissjóð fyrir. Hann greiðir því 154 kr. í virðisaukaskatt. Smásalinn færir 374 kr. til frádráttar í bókhaldi sínu. Loks selur smásalinn tækið til neytanda á............... 2.300 kr. ogaðaukikemur22% vsk...................................... 506 kr. Neytandinn greiðir...................................... 2.806 kr. Smásalinn skilar 132 kr. í ríkissjóð (506 kr. - 374 kr. = 132 kr.). Hvað hefur gerst? Virðisaukaskatturinn er innheimtur á öllum stigum: -Tollstjóri skilaði....................................... 220 kr. Heildsalinn skilaði.......................................154 kr. Smásalinn skilaði ........................................132 kr. .Virðisaukaskattursamtals, þ.e. sú upphæð sem neytandinn greiddi................................... 506 kr. Fyrirtækin tilkynni sig ■ ilkynningareyðublað verður sent öllum þeim sem taldir eru virðisaukaskattsskyldir. Eyðublað þetta er áritað með upplýsingum um viðkomandi starfsemi. Ef þú færð eyðublað með upplýsingum sem þú telur ekki vera réttar ber þér að leiðrétta þær. Tilkynningareyðublaðið á að senda skattstjóra fyrir 31.október1989. Bókhatd og reikningsform fyrirtækjaþarf aðveratílfaúið ítækatíð 'NL lauðsynlegt er að fyrirtæki fari að búa sig undir virðisaukaskattinn nú þegar. Það er mikilvægt fyrir þau að bókhald og tekjuskráning séu í góðu lagi. Sérstök athygli skal vakin á því að innskattur fæst ekki dreginn frá útskatti nema innskatturinn komi fram á löglegum reikningi. Uppjýangarum virðtsaukaskatt um allt land munu veita um virðisaukaskatt. Upplýsingarit hefur sent til gjaldskyldra fyrirtækja. Fyrirspurnum um einstök vandamál varðandi virðisaukaskattersvarað í sérstökum upplýsingasíma octr Hvers vegna virðisaukaskattur? arkmið stjórnvalda með því að taka upp virðisaukaskatt er að bæta samkeppnisstöðu íslenskrarframleiðsluvöru, bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. Víðast í Vestur-Evrópu hefur virðisaukaskattur verið tekinn upp. • Samkeppnisstaða íslenskrafyrirtækjajafnast innbyrðis. Fyrirtæki sem er að byggja upp aðstöðu og búnað, þ.e. þarf að fjárfesta, ber í núverandi kerfi meiri kostnað af söluskatti en rótgróið fyrirtæki. Þetta vandamál er úr sögunni í vi rðisau kaskatti. Virðisaukaskattur er einnig talinn treysta skattskil, jafnframt því að auðvelda innheimtuna. • Frádráttarheimild virðisaukaskattsins bætir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum, bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. Ástæðan er sú að innskattur af rekstrarvörum fæst frádreginn. • Virðisaukaskatti er ætlað að treysta skattskil. Innheimtan dreifist á fleiri aðila og þar af leiðandi verða upphæðirnar lægri hjá hverjum. Einnig verður stór hluti skattsins innheimtur í tolli en það treystir skattskil. • Skýrari reglur um skattskyldu ásamtfærri undanþágum auðvelda innheimtu. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Heildarupphæð vinninga 30.09. var 4.590.118,-. Enginn hafði 5 rétta sem var kr. 2.112.849,- Bónusvinninginn fengu 3 og fær hver kr. 122.334,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 8.672,- kr. og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 494,- kr. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.