Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 3. október 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfólögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verö í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samskipti við Kína Kínverjar minnast þess um þessar mundir að 40 ár eru liðin frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Saga þessara fjögurra áratuga kommúnistastjórnar í Kínaveldi er ærið viðburðarík, bæði hvað varðar innanlandsþróun og samskipti við önnur lönd. Það var ekki einasta að Kínverjar einangruðust frá Vesturlöndum, einkum Bandaríkjunum, meira en tuttugu ár, heldur kom til langra vinslita milli þeirra og Sovétríkjanna. Á forsetaárum Nixons upp úr 1970 tóku sam- skipti Kína og Bandaríkjanna að batna, enda ýmsar viðhorfsbreytingar orðnar í innanlandsmál- um í Kína. Kínverjar tóku að opna land sitt fyrir erlendu fjármagni og umsvifum erlendra fyrirtækja, sem ekki hefur síst verið áhuga- og hagsmunamál fyrir bandarísk fyrirtæki og framleiðslu. Á Vestur- löndum voru menn farnir að trúa því að Kínverjar væru á leið með að slaka á stjórnmálahugmyndum og efla pólitíska fjölhyggju í likingu við vestrænt lýðræði. Atburðir þeir sem urðu í Kína í júnímán- uði gerðu það ljóst að stjórnarfarið í Kína mun áfram lúta sínum eigin lögum sem stjórnvald munu framfylgja með þeirri valdbeitingu sem þau helja nauðsynleg. Hins vegar munu kínverskir ráðamenn halda sínu striki hvað varðar endurskipulagningu efna- hagskerfis í landinu og munu vafalaust leggja sig fram um að eiga það samstarf og samskipti við erlend ríki sem þeim hentar í því sambandi. Það er líka ljóst að Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir munu gera sitt til þess að halda samskipta- leiðum til Kína opnum í lengstu lög. Eigi að síður hefur bakslagið, sem júní-atburðirnir ollu í kín- versk-vestrænum samskiptum, sett sinn svip á sambúðina að undanförnu og m.a. varpað diplómat- ískum skugga á 40 ára afmæli alþýðulýðveldisins. Það má því kallast fremur sögulegt atvik hér á íslandi, að á þeim dögum sem vestrænar lýðræðis- þjóðir eru að auglýsa fáleika þá sem orðið hafa með þeim og Kínverjum, er undirritaður er fyrsti sam- starfssamningur milli íslensks iðnfyrirtækis og kín- versks stórfyrirtækis. Hlutafélagið Fínull, sem vinnur garn úr kanínuull, hefur gert samning við þetta kínverska fyrirtæki og felur í sér samstarf um markaðsmál og tækniþekkingu. Fínull 'ví er þriggja ára gamalt fyrirtæki, sem hefur náð góðum tæknilegum árangri í að spinna angóragarn, svo Kínverjar telja sér hag í því að læra þessa spunaaðferð, en geta á móti lagt íslenska fyrirtækinu til hagkvæma markaðssamvinnu, enda eru Kínverjar mestu angóraullarframleiðendur í heimi og ráðandi á mörkuðum á því sviði. Þótt of snemmt sé að kveða upp úr um hver árangur verður af þessu kínversk-íslenska sam- starfi, er þessi samningur eigi að síður athyglisverð- ur. Hann sýnir að íslenskir tæknimenn hafa náð tökum á vandasamri framleiðslu, en leiðir einnig í Ijós að oft þarf að leita býsna langt hvað markaðs- setningu varðar. GARRI lllllllllll lllllllll1 Brezhnev aftignaður Austur í Svovétríkjuniini halda mcnn áfram að gera upp sakirnar viö fortíðina. Þctta er víst nokkurs konar hrcingcrning og það cr af nógu að taka. Nú er það nýjast að Brczhnev karlinn hefur verið svipt- ur orðu einni mikilli, scm hann átti að hafa unnið til í herþjónustu á stríðsárunum, nánar til tekið i orrustunni við Malaja Zemlja, en orrusta þessi hafi enguni manni vcrið kunn austur þar, uns Brez- linev settist á valdastól. Mun lengi hafa verið hlegið dátt að þessu í Rússlandi, þar sem orrusta þessi hin mikla sem vera átti mun ekki hafa verð annað en smáskærur, sem Brezhnev tók víst ekki þátt í nema að litlu leyti, þar sem staða hans í hernum var ekki önnur en sú að hann var pólitískur kommiss- ar, en þeir menn voru venjulega góðan spöl að baki víglínunnar. Brczhnev skrifaði bók um fræki- lega framgöngu sína, sem var prentuð í risavöxnum upplögum og var einkonar húspostilla á hverju heimili, enda keypti hana hver „skynsamur" maður. Þá mun vera í bígerð að taka til endur- skoðunar orðu hans „Hetja Sovét- ríkjanna", en ekki nægði að sæma landsföðurinn henni sjaldnar en þrívegis. Umstang með nái Vera má að tiltæki eins og þessi þyki nokkuð broslcg, þarsem karl- anginn er löngu dauður og grafinn, en svo vilja þeir í Sovét standa að málunum og minnast menn nú alls þess fjaðrafoks sem var er Stalin var horinn úr grafhýsinu, þar sem hann lengi hafði legið við hlið Leníns. Urðu hcitar og tilfinninga- ríkar umræður um þau mál á sínum tíma, m.a. stóð upp stæðileg kona á sovéska þinginu og lýsti því yfir að Lenín hefði vitrast henni í draumi og sagt að sér væri þvert um geð að hafa Stalín karlinn kúrandi þarna við hlið sér. Annars er þessi siður að stoppa upp fram- liðna leiðtoga eitthvert slavneskt fyrirbæri, sem ekki hefur tíðkast með öðrum þjóðum, nema þá helst Egyptum hinum fornu. í gamla daga létu menn nægja í Evrópu- löndum að hafa eftirmynd „effegy" dauðra konunga sinna í dómkirkj- um á líkkistulokum, en gengu ekki svo langt að hafa smyrlinga þeirra til sýnis. Fleiri slvaneskar þjóðir hafa haft þennan sérkennilega síð í heiðri og eru Búlgarar þar á meðal, en í Sofíu liggur Dimitroff í samskonar glerskríni og Lenin og minnir helst á Mjallhvít í ævintýr- inu. En sovéskir mektarmenn eru ekki vaktir af blundinum með kossi, eins og Mjallhvít, þegar glorían dofnar að þeim dauðum, heldur eru þeir blátt áfram teknir og brenndir til ösku og þcgar best lætur múraðir í Kremlarveggi. Þar mun Stalín karlinn nú hafa verið steyptur inni og verður þar sjálfsagt um allan aldur, nenta enn harðar verði að honum gengið, hann brot- inn úr múrnum og öskunni dreift á haf út. Bláttblóð Já, skrýtið er þetta umstang með nái þcssara karla og minnir meir á miðaldir en tuttugustu öld. Þannig lét Karl annar Bretakonungur, grafa þá Cromvell og kumpána hans, sem hann sakaði um drápið á föður sínum á sautjándu öldinni, upp, og hengja þá í líkkistum sínum í hæsta gálga, en þeir höfðu þá legið í gröf sinni nógu lengi til þess að ekki var von til að hræin héngju saman lengur. Voru þeir loks grafnir undir gálgunum í Tyburn, eftir að hausarnir af þeim höfðu staðið á steglu í marga daga við YVhitehall. Þá tíðkaðist líka að gera brúður í eftirmynd pólitískra andstæðinga, sem ekki náðist til, þarsem þeir voru landflótta. Brúð- ur þessar voru svo hengdar eða brenndar eftir smekk. Ekki er gott að segja hvort hér verði látið staðar numið með Brez- hnev karlinn, eða hvort haldin verður á honum brenna dauðum. Víst átti hann sér marga velunnara, sem áttu honum hverskyns fríðindi og vegtyllur að þakka, sem hann veitti mönnum í því ríkari mæli sem hann gerðist kalkaðari og meir út úr heiminum. Þegar er búið að þjarma rækilega að ættingum hans, spilltum og glaumgefnum syni hans og dóttur, sem varð víst uppvís af að hafa sankað að sér demöntum og öðrum fokdýrum djásnum. Sovéskir þegnar eru farnir að sjá að lítil ending er í aðli kommún- ismans og mikil „nostalgía“ er farin að gera vart við sig gagnvart aðli keisaratímans. Liggja kontór- istar og sporvagnastjórar í Moskvu, afgreiðslustúlkur í fata- hengjum og veitingastöðum ekki á því lengur að þau séu með „blátt blóð“ í æðum og rekja ættir sínar til allra handa Rómanoffa og Kómaroffa, sem réðu yfir víðlend- um góssum og voru handgengir Nikulásunum og Alexöndrunum á fyrri öld. Sýnir sig að allt er í heiminuin hverfult og svo fer löng- um um alla heimsins dýrð. Garri VÍTTOG BREITT Feitir þjónar og skuldlausir Sjálfsagt hafa ekki margir ís- lendingar kippt sér upp við þá frétt, að japanskt fjármálafyrirtæki hafi gert dönskum tilboð að kaupa Færeyjar fyrir svo sem 80 milljarða króna. Er það drjúgum betri skild- ingur en Færeyingar skulda, en þær drápsklyfjar eru orðnar slíkar, að það cr boriri von að fámcnn eyþjóð í Norður-Atlantshafi nái að greiða þær að öllu óbreyttu. Heimsvaldasinnaðir fésýslumenn fylgjast grannt með hvar og hvenær þeirra „aðstoðar" er þörf. Nú er tímabært að gera tilboð í Færeyjar með sínar 200 mílna auðlindalög- sögu og mjög ákjósanlega legu á heimskringlunni. Um mitt sumar var þess lauslega getið í fréttum, að fjármálamenn með enskt ríkisfang liafi boðið Færeyingum hátt peningalán með ákjósanlegum skilmálum og sögð- ust vera umboðsmenn fjársterkra aðila. Færeyingar urðu hissa og svolítið tortryggnir og langaði til að vita hverjir buðu hið góða boð og jafnvel datt einhverjum í hug að spyrja hvers vegna. Nú er það komið í ljós og eiga danskir kvölina og völina og skuldakóngarnir í Færeyjum vita ekki sitt rjúkandi ráð. Allt til sölu Ef einhvcr af nágrönnum Færey- inga uppi á hinu stóra og ríka íslandi sem á auðlindaiögsögu sem liggur samsíða þeirri færeysku, grænlensku og norsku á stórum glotta og ségja að það komi aldrei En er húgmyndin svo fráleit þegar betur er að gáð á tímum þegar allt er til sölu ef nógu hátt er boðið í? Það má líka bæta við hvort eLki er auðvelt að gera stórskuldugum samtökum, eins og þjóðríkjum, tilboð sem ekki er hægt að neita þegar aðstæður skapast fyrir sam- skiptareglur af því tagi. Velta má því fyrir sér hvort lönd og þjóðir séu til sölu yfirleitt. Kannski ekki, en fyrir kemur að einhverjir ágirnast ríki og taka það með góðu eða illu. Og svo eru ríki tekin upp í skuld þegar svo ber við að horfa. Bláeygir íbúar við Norður-Atl- antshaf og í Noröurálfu yfirleitt hafa lært að þeir líti á aðra heims- hluta sem herfang sitt. Dýr mennta- og fjölmiðlakerfi viðhalda þessari trú og hamra látlaust á því að þjóðir Vestur-Evrópu kúgi, kvelji og arðræni alla aðra íbúa iarðarinnar. Þar af leiðandi er álítur það ekkert gamanmál. Japan er ekki aðeins iðnríki, það er fjármálaveldi sem vart á sinn líka síðan Krösus leið. Tíu stærstu bankar heims eru í eigu sona sólarinnar og efnahagslegt vald þeirra er jafnvel enn meira en það iðnaðarveldi sem við þekkjum hvað best, hefurá heimsviðskiptin. í framhjáhlaupi mætti aðeins leiða hugann að kínversku borg- ríkjunum í Asíu og olíuauði áhang- enda Múhameðs. Allir þessir aðilar fjárfesta í skuldum. Og svo er um marga fleiri þótt bolmagnið sé misjafnt. Mikill áróður er rekinn fyrir frjálsu fjármagnsflæði um veröld- ina og staurblindir gróðahyggju- menn eru einatt talsmenn þess að brjóta niður landamæri og þjóðerni og fylgir slíkt bræðralagskjaftæði að ógleði setur að þeim.sem ekki hafa þeim mun sterkari meltingar- færi. Fjárhagslegum risaveldum Asíu er enginn hlátur í hug þegar þau bjóða í fámenn kotríki hinum meg- in á hnettinum. í þeirra augum eru þetta viðskipti og 50 þúsund Færey- ingar eru ekkert mál. (Væntanlega eru Færeyingar sjálfir á öðru mái og lái þeim hver sem vill). Japanska tilboðið léttir kannski einhverjum Islendingum í skapi. Við erum næstskuldugasta þjóð í heimi á eftir Færeyingum. Sumir hafa áhyggjur af því að börn okkar og barnabörn þurfi að borga skuld- ekkert eðlilegra en að vondir Evr- irnar. Nú er ráð við því. ópumenn láti af höndum lendur Sláum bara meira og seljur ir ágirnast 'þær. , allt móverkið og afkomend una svo glaðir við að vera þjónar og skuldlausir, jafnvel Þjóðernislaus lausir. Eða hvaða máli skiptir þaé alþjóðahyggja sem í gengdarlausum áróðri Þótt menn glotti og telji jap- anska tilboðið í Færeyjar fásinnu ætti það að gaumgæfast vel að það fjármálavald sem að því stendur alltof gáfaðir til að hlusta á heima hjá sér, en búið er að gera að trúarbrögðum í Norðurálfu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.