Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 3. október 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR Guðmundur Jónas Kristjánsson: Spumingar til Hafrannsóknastofnunar Umræður um kvótamál hafa ver- ið miklar að undanförnu. Er það ekki að undra, því að þarna er um sjálft fjöregg íslensku þjóðarinnar að ræða þar sem fiskistofnarnir eru annars vegar. Skiptar skoðanir Eins og fram hefur komið eru mjög skiptar skoðanir unr fram- kvæmd á núverandi kvótakerfi, og hefur svo raunar verið allt frá upphafi. Kvótakerfið er í raun einungis málamiðlun ólíkra hags- munaaðila í sjávarútvegi gagnvart minnkandi fiskistofnum. Meðal hagsmunaaðila virðist hins vegar lítið vera hugað að spumingum sem máli skipta, s.s. varðandi lífkeðj- una umhverfis ísland. Orkan fer nánast öll í karpið um kvótann. Spurningu unr fiskvernd með tilliti til lífkeðjunnar er nánast látið ósvarað meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi í dag. Hefur lífkeðjan breyst? Ekki verður hér farið út í efnis- lega gagnrýni á núverandi kvóta- kerfi, né heldur verður reynt að sýna fram á betri kosti. Kveikjan að skrifum þessum er fremur sú staðreynd, að þrátt fyrir allar frið- unaraðgerðir síðustu ára eru fiski- stofnarnir enn í mikilli lægð, og í dag er lagt til að veiðar dragist enn saman á næsta ári. Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Þjóðarbúið þolir ekki slíkan samdrátt mörg ár í röð. Sú spurning hlýtur þess vegna að vakna, hvort þaðséu ekki fremur aðrar ástæður heldur en hinar hefðbundnu fiskveiðar síð- Hafrannsóknastofnun er sú stofnun hér á landi sem gleggsta yfir- sýn ætti aö hafa yfirlíf- ríkiö í sjónum umhverf- is ísland. í umræðunni um minnkandi fiski- stofna viö ísland hefur margsinnis veriö bent á aðrar skýringar en of- veiði þegar rætt hefur verið um slæmt ástand fiskistofna. í því sam- bandi hefur oft verið bent á mikla stækkun selastofnsins hér við land, og það mikla æti sem sífjölgandi hvalir eru sagðir éta frá ýms- um fiskitegundum. ustu ára, sem hafa valdið minnkun fiskistofnanna? Erþaðt.d. hugsan- legt, að hin margumtalaða lífkeðja í hafinu við ísland hafi breyst mun meira en menn hafa haldið hingað til? Spurningar til Hafrannsóknastofnunar Hafrannsóknastofnun er sú stofnun hér á landi sem gleggsta yfirsýn ætti að hafa yfir lífríkið í sjónum umhverfis ísland. í umræð- unni um minnkandi fiskistofna við ísland hefur margsinnis verið bent á aðrar skýringar en ofvciði þegar rætt hefur verið um slæmt ástand fiskistofna. í því sambandi hefur oft verið bent á mikla stækkun selastofnsins hér við land, og það mikla æti sem sífjölgandi livalir eru sagðir éta frá ýmsuni fiskitegund- um. Oft hefur maður heyrt ýmsar tölur nefndar í þessu sambandi, og þess vegna væri það fróðlegt ef Hafrannsóknastofnun gæti gefið mér og lesendum Tímans einhverj- ar hugmyndir um þessa hluti miðað við nýjustu upplýsingar sem fyrir liggja í dag. Það sem forvitnilegast væri að vita er eftirfarandi: 1. Hversu stórir eru selastofnarnir við ísland í dag? 2. Er vitað hversu ört selum hefur fjölgað á s.l. árum? 3. Hver er aðalfæða sela? 4. Hefur Hafrannsóknastofnun áætlað þaö fiskimagn sem selir éta á ári umhverfis ísland? Ef svo er hversu mikið magn er hér um að ræða, og hvcrnig skiptist það milli hinna ýmsu fiskiteg- unda? Hvað er áætlað að hver selur geti étið mikið af fiskmeti á ári? 5. Hvað eru hvalastofnar áætlaðir stórir hér við land í dag? Hverj- ar eru helstu tegundir? 6. Hver er aðalfæða þessara hvala? Hversu mikið magn fæðu er hér um að ræða og í hversu mikilli fæðusamkeppni eru hvalir við okkar helstu nytja- stofna? 7. Er það rétt að ýmsar mávateg- undir scm hafa verið í mikilli fjölgun á s.l. árum, éti mikið magn fiskseiða hér við land? 8. Er ekki hugsanlegt að hin gífur- lega loðnuveiði undanfarinna ára (allt að milljón tonn á ári) hafi haft áhrif á viðgang þorsk- stofnsins og jafnvel annarra fiskitegunda? Kvóti og ekki kvóti Eins og áöur sagði yrðu svör við þessum spurningum mjög forvitni- leg. Umræðan að undanförnu um kvóta og ekki kvota á grundvelli staðreynda um minnkandi fiski- stofna eru nefnilega orðnar ansi þreytandi, sérstaklega ef það kem- ur svo í Ijós eftir allt saman, að orsök minnkandi fiskistofna sé ekki aðallega að finna í ofveiði, heldur miklu fremur í því að líf- keðjan í hafinu umhverfis ísland hefur orðið fyrir umtalsverðum breytingum. Breytingum, sem hvorki hin opinbera fiskverndun né hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa tekið nógsamlega mið af og gert ráðstafanir í samræmi við það... Flateyri, 20. september 1989 Guðmundur Jónas Kristjánssun LEIKLIST DAUTT OG DAPURLEGT Tvær grímur: I DAUÐADANSI. Höf- undur og leikstjórl: Guðjón Sigvalda- son. Leikmynd og búningar: Linda Guðlaugsdóttir. Sýnt I Hlaðvarpan- um, kjallara. Frjálsir leikhópar svonefndir hafa almennt notið velvildar. Ekki af neinni vorkunnsemi. Þetta er ungt, áhugasamt fólk sem setur upp sýningar við fátæklegar að- stæður, af vanefnum og við tak- markaðan stuðning. Oft hefur þetta verið skemmtilegt og veitt reykvískum áhorfendum færi á að sjá verk sem þeir ella færu á mis við. En - engin leiksýning getur orðið nokkurs virði ef efniviður- inn, verkið sjálft, er dautt. Það þótti mér sannast í kjallara Hlað- varpans á fimmtudagskvöldið þeg- ar frumsýnt var verk Guðjóns Sig- valdasonar, í dauðadansi. Pað var í sannleika sagt þungbær leikhús- stund; svo illa samið, illa sviðsett og jafnvel smekklaust var þetta verk, hið fyrsta „alvarlega" frá hendi höfundar, að því er segir í leikskrá. Ekki bætti úr skák að salurinn sjálfur er einkar ólánlegt leikhúspláss og örðugt að fylgjast með gangi leiksins í öllum hornum, en áhorfendur sitja umhverfis „sviðið". Það sem höfundur ætlar að fjalla um er ekkert smáræði: dauðinn, hvernig hann kemur til fólks, við ýmsar aðstæður, til ungra sem gamalla. Það er maður sem situr á klósetti og rembist sem mest hann má, dauðinn vitjar hans og þykir manninum firn að fá ekki að skeina sig í friði. Það er barn með fötu, dauðinn kemur til þess. Það er vændiskona, morðingi kemur til hennar og tekur þannig fram fyrir hendurnar á dauðanum sjálfum, það er geðveik kona í skáp, stúlka sem sífellt stagast á reikningsdæm- um ... Æ, það er ástæðulaust að telja fleira. Fjarri fer því að það sé galli á verki Guðjóns að efnið sé margnot- að, hvaða „efni“ er það ekki? Hitt er verra að hér brestur kunnáttu til að spinna úr þessu, þó ekki sé nema lipra samræðulist. Textinn veltur áfram á frösum: maður veit nánast alltaf hvað muni sagt næst og bíður þess eins að þessu ljúki og allir séu dauðir. Auðvitað fer svo á endanum og maður getur yfirgefið kjallarann. Leikendur eru fjórir: Guðfinna Rúnarsdóttir, Erla Ruth Harðar- dóttir, Kristjana Pálsdóttir og Þröstur Guðbjartsson. Mig rekur ekki minni til að hafa séð þau áður leika, nema Þröst. Hann hefur nokkra reynslu og sviðsöryggi og ætti vissulega betra verkefni skilið. Sama má segja um konurnar og engin ástæða til að draga í efa möguleika þeirra á að ná árangri sem leikarar, ef þær fengju góð tækifæri og leikstjórn. Því að leik- stjórinn, sem er höfundurinn sjálfur, eins og að ofan segir, hefur bersýnilega tekið sköpunarverk sitt einkar alvarlega og fyrir bragðið leggur hann leikendunum til uppskrúfaðan leikmáta, hátíðleika og jafnvel afkáraskap, samanber vændiskonuna með blómið. Þetta verður ekki til annars en undir- strika barnaskap verksins. f leikskránni stendur ljóð eftir höfund leiksins, „Dansannadans" heitir það og hljóðar svo: / djúpinu dansa ég daudadans likt og regnbogi Ijómi í litríkum mönnum ég Ijósberann sé I myrkrinu mæti ég mættimanns eins og birtusöng engla í eilífðar löndum ég einfarann sé í djúpinu dauður ég dansannadans, stíg og léttfættum stjórnað, í styrkjandi höndum ég sannleikann sé. Svona skáldskap þarf ekki að lýsa frekar. Að vísu er texti leiksins ekki eins slakur og þessi stílæfing, en samt ... Hér getur komið amen eftir efninu. Gunnar Stefánsson. FRIMERKI Evrópusamband f rímerkjasaf nara Eins og venjulega var margt þing- að og rætt á samkomum frímerkja- safnara er þeir komu saman á heims- sýningunni í Sofiu í Búlgaríu f vor. Sýning þessi stóð 21.-30. maí. Það mál sem ef til vill varðar okkur hér á landi mestu, er að þarna var stofnað Evrópusamband frímerkja- safnara, án íslenskrar þátttöku. Ég hefi áður minnst á það hér í þáttun- um að það væri ekki sæmandi að ísland var ekki viðstatt þarna. Eftirtaldar þjóðirstóðu aðstofnun Evrópusambandsins: Austurríki, Belgía, Búlgaría. Kýpur, Tékkó- slóvakía, Danmörk, Finnland, Frakklahd, Austur- og Vestur- Þýskaland, Grikkland, Ungverja- land, ísrael, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Noregur, Pólland, Portúg- al, Rússland, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Bretland og Júgóslavía. Öll eru þessi lönd aðilar að alþjóða- samtökum frímerkjasafnara, F.I.P., en aðeins aðildarlönd að F.I.P. geta orðið aðilar að samtökunum. f fréttum sem ég hefi séð af þessum atburði, er þess getið að mögulegir aðilar að samtökunum, til viðbótar geti verið: San Marino, Rúmenía, Lichtenstein, írland og fsiand. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hversvegna lönd þessi voru ekki með í upphafi, né af hverju ísrael er með í samtökunum. En til hvers eru þá þessi samtök stofnuð? Eitt af atriðunum sem tekið er fram að sé á stefnuskránni, er að halda evrópskar svæðasýningar á frímerkjasöfnum, í hinum ýmsu löndum, á fimm ára fresti. Geta þessar sýningar orðið eins konar þjálfunarsýningar fyrir viðkomandi lönd fyrir heimssýningarnar. Þá gef- ur þetta löndunum tækifæri til að halda stórar sýningar oftar en á hinu bundna tíu ára bili milli heimssýn- inga. í rauninni hafa Norðurlöndin þegar komið sér upp þessu kerfi, með svæðasýningunum „NORDIA" sem eru haldnar til skiptis á Norður- löndunum. Þrátt fyrir það töldu öll Norðurlöndin nema fsland ástæðu til að vera aðilar að þessum samtök- um. Á þessum svæðasýningum eru einnig þjálfaðir dómarar til starfa á stærri sýningum. Formaður þessara nýstofnuðu samtaka er Alan Huggins frá Bret- landi. Með honum í stjórn þeirra sitja: K.H. Wagncr frá Austurríki, T. Kosisfrá Ungverjalandi, S. Kuyas frá Tyrklandi, F. Silveira frá Portúg- al, C. Sudman frá Finnlandi og J. Voskuil frá Hollandi. Skrifstofuhald samtakanna verður fyrst um sinn hjá bresku landssam- tökunum, B.P.A. Ég ræddi þetta mál við Þór Þor- steins, formann Landssambands ís- lenskra frímerkjasafnara og upplýsti hann að þetta mál hefði fyrst komið fram fyrir um tveim áruni. Þá hefði ekki verið samstaða um að allir væru með. Afstaða fslands hefði þá verið sú, að sjálfsagt væri að standa að stofnun slíkra samtaka, með því einu skilyrði að allar Evrópuþjóðir innan F.I.P. stæðu að stofnun þess. Þessi afstaða væri óbreytt enn í dag. Hins vegar hefði íslenska landssam- bandið ekkert verið látið vita um að til stæði að stofna þessi samtök nú. Verður því ísland vonandi komið í hóp þessara landa er samtökin þinga á næsta ári. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.