Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 3. október 1989 . ; i ► Tíminn 15 Körfuknattleikur: Sigurður Bjarnason reynir gegnumbrot í leiknum gegn Drott, en eins og sjá má mætir harðri mótspyrnu eins leikmanna Drott. Tím.mynd Pje.nr. Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: STJORNUHRAP - tapaöi 14-23 fyrir sænska liöinu Drott Haukar nýttu sér ekki hæðarmuninn og töpuöu 68-72 fyrir Njarövíkingum Fyrsta heimaleik Stjörnunnar í nýja íþróttahúsinu í Garðabæ á sunnudagskvöld lauk með 9 marka ósigri heimamanna. Sænska liðið Drott fór hamförum gegn Stjörnunni og sigraði örugglega 23-14. Jafnræði var með liðunum fyrstu mín. í leiknum allt upp í 3-3. Þá tóku gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu næstu 7 mörk og breyttu stöðunni í 3-10. Pá vöknuðu heima- menn aftur til lífsins og löguðu stöðuna í 5-10, 6-11 og 9-12 í leikhléinu. Stjarnan gerði fyrsta markið í síðari hálfleik og minnkaði muninn í 10-12. í kjölfarið fylgdu 3 mörk frá Drott og möguleikar Stjörnunnar á að jafna minnkuðu stöðugt. Munur- inn fór í 7 mörk 12-19 og þegar upp var staðið var 9 marka ósigur stað- reynd 14-23. Drott sýndi handknattleik í allt öðrum gæðaflokki en Stjarnan á sunnudaginn, svo mikið er víst. Liðið leikur yfirvegað og skynsam- lega, en á milli má sjá glæsilegar leikfléttur. í liðinu er skemmtileg blanda af ungum og efnilegum leik- mönnum og gömlum og reyndum. Jörgen Abrahamsson og Magnus Andersson áttu bestan leik Drott manna, en þeir Tomas Gustavsson markvörður, sem varði 15 skot og Magnus Weberg Iéku einnig vel. Anders Holmen markvörður kom inná og varði 2 vítaköst. Sigur í síðari leiknum ytra ætti að vera formsatriði fyrir lið Drott. Lið Stjörnunnar var mjög slakt í þessum leik, en hafa ber í huga að tvo lykilmenn vantaði í liðið, þá Brynjar Kvaran markvörð og Haf- stein Bragason hornamann. Besti maður liðsins í þessum leik var hinn ungi markvörður Ingvar Ragnarsson sem varði 14 skot. Gylfi Birgisson og Sigurður Bjarnason voru slakir, en ógnandi. Nafnarnir Sigurjón Bjarna- son og Sigurjón Guðmundsson áttu þokkalegan leik, en athygli vakti mjög slæm frammistaða Skúla Gunnsteinssonar, sem lék með af- brigðum illa. „Þetta var mjög dapurt, menn þoldu greinilega ekki þá spennu sem var samfara þessum nýjungum," sagði Gunnar Einarsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við gerður 15 tæknifeila í leikn- um, sem er mjög óeðlilegt, við vorum komnir niður í 4 feila í fyrra. Þessi taugaveiklun gaf Svíunum auk- ið sjálfstraust og jafn reynt lið og Drott nýtir sér það.“ „Við munum skoða leikinn á myndbandi og athuga hvaða mistök við höfum gert í undirbúningi liðsins síðustu 2 vikur. Þetta eru okkur mikil vonbrigði, en menn eiga að herðast við mótlæti." „Róðurinn verður erfiður í Svíþjóð, en ég minni á að lið Drott er þekkt fyrir afar sveiflukenndan leik. Það veikti lið okkar að tvo lykilmenn vantaði, en Ingvar stóð sig vel í markinu og það er ekki við hann að sakast,“ sagði Gunnar að lokum. Valsmenn voru Grindvíkingum auðveld bráð í úrvalsdeildinni í körfuknattlcik á Hlíðarenda á sunnudagskvöld. Gestirnir fóru með öruggan sigur af hólmi 75-68 eftir að hafa verið yfir í leikhléinu 30-27. Þessi lið börðust um sæti í úr- slitakeppninni í fyrra og þá höfðu Valsmenn betur. I vetur er allt útlit fyrir að dæmið snúist við, en fleiri lið verða í baráttunni í riðlinum. Þórsarar frá Akureyri náðu að veita KR-ingum öfluga mótspyrnu á sunnudaginn er liðin mættust í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Á lokamínútum leiksins gerðu þó KR-ingar harða hríð að körfu Þórs og tryggðu sér stórsigur 66-87. Jafnræði var með liðunum fram- an af og til að mynda var jafnt 32-32. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 34-40 KR í vil. Bilið breikkaði jafnt og þétt í síðari hálfleik og þegar um 2 mín. voru til leiksloka var staðan 63-74. Þá sprungu Þórsarar og KR-ingar 'röðuðu niður körfunum. Lokatöl- ur urðu 66-87. Axel Nikulásson og Anatolij Kovtoum voru bestir í liði KR, en hjá Þór var Jón Örn Guðmundsson stórgóður í sínum fyrsta leik með Þór. Konráð Óskarsson átti einni góðan leik. Bandaríkjamaðurinn Dan Kennard náði sér ekki á strik Danskir dómarar dæmdu leikinn nokkuð vel, en leiðinlegt var að sjá að þeir urðu fyrir aðkasti áhorfenda, sem hræktu á þá. Vonandi endurtck- ur það sig ekki. Mörkin Stjarnan: Gylfi Birgisson 6/3, Siguröur Bjarnason 4, Sigurjón Bjarnason 2, Sigurjón Guðmunds- son 1 og Einar Einarsson 1. Drott: Jörgen Abrahamsson 6, Jan Olof Jönason 5, Magnus Weberg 4, Ola Lindgren 3, Göran Bengtsson 2, Magnus Andersson 2 og Henrik Andersson 1. BL Chris Behrends var bestur Valsmanna í þessum leik ásamt Svala Björgvinssyni og Einar Ól- afssyni, en hjá Grindavík voru þeir Jeff Null, Guðmundur Bragason og Rúnar Árnason bestir. Stigin Valur: Chris Behrends 21, Svali 20, Einar 16, Matthías 6, Arnar 4 og Björn 1. Grindavík: Jeff Null 30, Guð- mundur 24, Rúnar 15, Sveinbjörn 2, Hjálmar 2 og Jón Páll 2. BL í liði norðanmanna. Stigin Þór: Jón Örn 20, Konráð 19, Dan Kennard 12, Björn 6, Guðmundur 5 og Ágúst 4. KR: Axel 26, Páll 16, Kovtoum 12, Birgir 11, Matthías 7, Sigurður 5, Lárus 4, Gauti 4 og Guðni 3. BL IBK sigur Keflvíkingar hófu titilvörn sína í nágrannabænum Sandgerði á ‘ sunnudaginn. Heimamenn úr reyni voru engin fyrirstaða og ÍBK vann stórsigur 107-64. Stigin ÍBK: David Grissom 23, Jón Ben 12, Sveinn 12, Einar 6, Ellert 6 Árni 2 og Sigurþór 2. ÍBK: John Weargasson 21, Guðjón 21, Sigurður 12, Magnús 11, Falur 10, Albert 9, Kristinn 8, Ingólfur 8, Einar 5 og Nökkvi 2. BL íslandsmótið í körfuknattleik var sett á laugardaginn í íþróttahúsinu við Strandgötu. Kolbeinn Pálsson formaður KKÍ flutti stutta og gagn- orða ræðu og síðan hófst leikur Hauka og Njarðvíkinga. Flestir hafa eflaust reiknað með öruggum sigri Hauka í þessum leik, þar sem Njarðvíkingar léku án er- lends leikmanns. Haukarnir skört- uðu hins vegar Bandaríkjamannin- um Jonathan Bow, auk ívars Websters. Hæðarmunurinn á liðun- um var því umtalsveröur, 7 bakverð- ir í liði Njarðvíkinga og aðeins 2 leikmenn yfir 1,90 m. Þessi hæðar- munur kom hins vegar ekki að sök, þar sem Haukamenn virtust ekki gera sér grein fyrir yfirburðum sín- um á þessu sviði, en reyndu þeim mun meira fyrir sér í þriggja stiga skotum. íslandsmótið hófst með glæsibrag og sýnir hvað í vændum er í vetur. Njarðvíkingar unnu uppkastið og Teitur Örlygsson brunaði fram og tróð með tilþrifum í Haukakörfuna. Fyrri hálfleikur var allur eign Njarð- víkinga sem leiddu allan tímann. Nokkrar tölur úr fyrri hálfleik: 0-6, 5- 6, 8-21, 25-35 og í hálfleik var staðan 28-39. Haukamenn breyttu um leikað- ferð í síðari hálfleik, hættu að leika maður á mann, en tóku Teit Örlygs- son úr umferð. Bilið milli liðanna minnkaði og um miðjan hálfleikinn var staðan 49-55. Haukar komust í fyrsta sinn yfir í leiknum 59-58 með þriggja stiga körfu Jonathan Bow. Næstu mín. var leikurinn í járnum, en gestirnir náðu að komast yfir 68-69. Þegar hér var komið við sögu var Helgi Rafnsson kominn með 5 villur og Kristinn Einarsson var með 4 villur. Síðustu körfu leiksins gerði Friðrik Rúnarsson fyrir Njarðvík- inga 68-72 og síðustu 1:40 mín. héldu Njarðvíkingar boltanum, Haukarnir brutu á Njarðvíkingum, sem ávallt völdu að taka innkast. Sá feill sem kostaði Hauka sigur í þessum leik var sá að sækja ekki meira inní vítateig Njarðvíkinga og fá þannig auðveldar körfur og villur á Helga og Kristin. Á þessu áttuðu Hafnfirðingarnir sig of seint og því fór sem fór. Sem dæmi um hæðar- muninn þá gætti Jóhannes Krist- björnsson Jonathans Bow allan leik- inn. Njarðvíkingar unnu mikið afrek með sigri sínum í þessum leik. Hittni þeirra var góð og skynsemin réð ríkjum jafnt í vörn sem sókn. Teitur Örlygsson átti mjög góðan leik og þrátt fyrir að hann væri tekinn úr umferð í síðari hálfleik, þá náði hann að rífa sig lausan af og til og skora mikilvægar körfur. Jóhannes, Isak og Friðrik Rúnars. voru einnig góðir, og Helgi var sterkur í frá- köstunum, en slakur í sókninni. Bow og Webster voru skástir í liði Hauka, en með réttri leikaðferð hefðu þeir tveir átt að geta gert út um leikinn. Pálmar Sigurðsson var mjög slakur í fyrri hálfleik og skoraði þá ekki stig. Hann reif sig upp í síðari hálfleiknum og gerði þá 13 stig. Jón Arnar Ingvarsson og ívar Ásgrímsson hittu illa og aðrir komu lítt við sögu. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ólafsson og Jón Bender. Sá síðar- nefndi hefði gjarnan mátt vera nísk- ari á tæknivillurnar. Stigin Haukar: Jonathan Bow 23, Pálmar 13, Webster 12, Jón Arnar 11, ívar Á. 7 og Tryggvi 2. UMFN: Teitur 25, Jóhannes 17, ísak 9, Friðrik Rúnars. 9, Helgi 4, Kristinn 4, Friðrik Ragnars. 2 og Ástþór 2. BL Knattspyrna: Hörður þjálfar Breiðablik Breiðabliksmenn gengu á sunnudagskvöldiö frá ráðningu í þjálfaramálum sínum fyrir næsta keppnistímabil í knatt- spyrnunni. Fyrrum þjálfari Selfyssinga, Hörður Hilmars- son mun taka við liöinu. I lokahófi Blika fyrir nýlokið tímabil var markvörðurinn efnilegi Eiríkur Þorvarðarson kjörinn knattspyrnumaður árs- ins hjá félaginu. BL Kraftur ’89: Jón Páll sterkastur Jón Páll Sigmarsson sannaði uni helgina að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Jón Páll sigraði í kraftakeppninni Kraftur '89 í Laugardalshöll. Jón Páll og sterkasti maður heims, Jamie Reeves stóðu uppi jafnir að stigum að keppn- inni lokinni, en Jón Páll hafði sigur þar sem hann sigraði í fleiri greinum. Magnús Ver Magnússon hafnaði í 3. sæti. Knattspyrna: Mogginn vann Fjölmiðlamótið í knatt- spymu 1989 fór fram á gervi- grasinu í Laugardag á sunnu- ' dag. Tíu miðlar mættust í keppni þar sem ekkert var geFið eftir og var það mál manna að mótið hafi aldrei verið sterkara en í ár. Fjórir þekktir leikmenn úr Hörpu- deildinni tóku þátt ■ mótinu, auk formanns KSÍ. Morgunblaðið bar sigur úr bítum að þessu sinni, eftir 4-2 sigur á Dag í úrslitaleik. DV varð í þriðja sæti eftir sigur á Bylgjunni sem varð í 4. sæti. Tíminn varð í 4. sæti í sínum riðli, eftir 2-1 sigur á Alþýðu- blaðinu í hörkuleik. BL Silfurbolta stolið Fótbolta úr silfri að verð- mæti 6,6 milljónir ísl. kr. var rænt á Ítalíu á sunnudag. Bolt- inn á að vera verðlaun til handa besta markverði heims- meistarakeppninnar á Ítalíu næsta sumar og vegur gripur- inn 9 kg. Vopnaðir grímuklæddir menn reyndu gripnum þegar verið var að flytja hann frá skartgripasýningu í Tórínó. Körfuknattleikur: |R-Reynir í kvöld verða 2 leikir í úrvals- deildinni í körfuknattleik. í Seljaskóla mætast ÍR og Reyn- ir og á Sauðárkróki Tindastóll og Þór. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. BL Körfuknattleikur: Góðir Grindvíkingar JónÖrnbyriarvel

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.