Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.10.1989, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 - 686300 RÍKISSÍciP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 wt SAMVINNUBANKINN 1 Í BYGGÐUM LANDSINS ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR Qlnsilegur salur tU leigu fyrir lamkvami og íundarhöld á daginn som á kvöldin. BRAUTAItlIOLTl'''tólStMI 23333 :n-=a=x=x x=i-Q oa PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíniinn ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 Séð að bakdyrum útibús KÁ í Þorlákshöfn. Á miðjum gafli hússins er hurðin sem farið var inn um. Sem sjá má eru hús mjög nálægt versluninni og víst að fólk hefði orðið vart við þjófavarnarkerfið hefði það farið af stað. Tímamynd Pjciur Brotist inn í útibú KÁ í Þorlákshöfn um helginaog peningaskápurinntæmdur: Lítur út fyrir að vera þaulskipulagt Svo virðist sem innbrotið í útibú KÁ í Þorlákshöfn, hafi verið mjög vel skipulagt. Heimildir Tímans herma að marktæk fingraför finnist ekki. Við innbrotið fór þjóf- avarnarkerfíð ekki í gang og furðu hefur vakið hversu ákveðið var gengið til verks. Selfosslögregla var kvödd á stað- inn klukkan 8 í gærmorgun og virðist sem fyrstu starfsmenn kaup- félagsins, sem mættu til vinnu í gærmorgun, hafi orðið varir við að innbrot hafi verið framið. Rannsóknalögregla ríkisins hef- ur með rannsókn málsins að gera og stjórnar Jón Snorrason henni. Hann staðfesti í gær að um innbrot hefði verið að ræða en vildi ekki gefa frekari upplýsingar. Sagt var í útvarpsfréttum í gær að þýfið næmi einni milljón króna. Heimildir Tímans segja hinsvegar að í peningaskápnum hafi verið ein milljón og fjögur hundruð þúsund krónur í peningum ávísunum og greiðslukortanótum. Það fékkst ekki staðfest í gær. „Ég vaknaði ekki við að þjófa- varnarkerfið færi í gang þessa nótt. Það þykir mér undarlegt því tvisvar kom það fyrir í fyrra að kerfið færi af stað og í bæði skiptin vöknuðum við hjónin. Við sofum frekar laust,“ sagði kona sem býr í næsta nágrenni við kaupfélagið. Hún vildi ekki láta nafns síns getið. Svipaða sögu höfðu aðrir að segja er búa í nágrenni við inn- brotsstaðinn. Enginn virðist hafa orðið var við mannaferðir, eða grunsamleg hljóð. Reyndar yfir- heyrði lögregla fólk í næsta ná- grenni við kaupfélagið, en kom þar að tómum kofanum. Bakdyr kaupfélagsins sjást illa frá næstu húsum, þar sem þar myndast einskonar port, sem auð- velt er að athafna sig í myrkri, fyrir þá er illa þola dagsins Ijós. Fast Um þessa hurð var fariö inn í kaupfélagið. upp við kaupfélagið eru íbúðahús. Auðheyrt var á viðmælendum Tímans í Þorlákshöfn í gær að menn telja að um „atvinnumenn“ hafi verið að ræða. Ymsar staðreyndir eru mönnum ofarlega í huga vegna innbrotsins. Þjófavarnarkerfið fór ekki í gang. Heimildir okkar herma að fingra- för finnist ekki. Furðu ákveðið virðist hafa verið gengið til verks. Ekki var hreyft við nokkrum hlut nema peningaskápnum og virðist sem um þaulskipulagt innbrot hafi verið að ræða. ES Atvinnutryggingasjóður: Hefur úthlutað 5,3 milljörðum til fyrirtækja Atvinnutryggingarsjóður út- flutningsgreina hefur lánað rúma 5,3 milljarða króna til 154 fyrir- tækja það sem af er, en rúmlega 50 fyrirtækjunt hefur verið synjað um lán úr sjóðnum. Þetta þýðir aö hverju fyrirtæki.hefur verið lánað rúmar 34 miiljónir að meðaltali. Ef litiö er á skiptingu útlána eftir kjördæmum, þá hefur mest komiö í hlut fyrirtækja á Austurlandi eða 859,7 milljónir króna, næst koma fyrirtæki á Suðurlandi með 827,6 milljónir króna og í þriöja sæti eru fyrirtæki á Norðurlandi-cystra með 776,6 milljónir króna. Reykjanes er í fjórða sæti með 775,4 milljónir króna, Vesturland með 674,2 millj- ónir króna, Norðurland-vestra með 571,4 milljónir króna, Vest- firðir nteð 532 ntilijónir króna og Reykjavík rekur lestina meö 287,5 milljónir króna. Ef litið er á skiptingu lánveitinga eftir sveitarfélögum fengu fyrirtæki í Vestmannaeyjum langhæstu upp- hæðina eða um 461 milljón króna að láni úr sjóðnum, í örðu sæti eru fyrirtæki á Akranesi með307 millj- ónir króna, í þriðja sæti, fyrirtæki í Reykjavík með 287 milljónir króna og fyrirtæki á Sauðárkróki 256 milljónir króna. -ÁBÓ Júlíus Sólnes ráðherra skipar nefnd sem á að vinna að nýjum hugmyndum í atvinnumálum: „Þetta er svona hugarflugsnefnd“ Júlíus Sólnes ráðherra hefur skip- að starfshóp sem á að vinna að stefnumótun í atvinnumálum landsmanna. í starfshópnum eru: Baldvin Jónsson auglýsingastjóri, Geir A. Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri, Grímur Valdimars- son forstjóri, Kristján Ingvarsson verkfræðingur, Jón Sigurðarson framkvæmdastjóri og Jorgen Holm kaupsýslumaður frá Danmörku. Júlíus Sólnes sagði að skipun þessa starfshóps væri tilkomin í framhaldi af því að sér hefði verið falið af ríkisstjórninni að móta nýja atvinnustefnu. Starfshópnum væri ætlað að aðstoða hann við þetta verkefni. Júlíus kvaðst muna leggja fram skýrslu í ríkisstjórninni um atvinnumál um næstu áramót. Fyrir nokkrum vikum síðan skip- aði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra nefnd sem á að huga að atvinnumálum þjóðarinnar. Þar er um að ræða mun stærri nefnd en í henni eiga sæti m.a. fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins. Júlíus var spurður að því hvort þessum tveimur nefndum væri ekki ætlað að ræða um sömu hlutina. „Nefnd forsætisráðherra er ætlað að ræða um horfur í atvinnumálum, rekstrarumhverfi atvinnufyrirtækja, atvinnuleysi og þess háttar. Nefndin sem ég skipaði er bara fámennur hópur manna sem er líklegur til að velta upp alveg nýjum hugmyndum sem menn hafa ekki rætt fram að þessu. Þetta er svona hugarflugs- nefnd. Hún mun sfðan leggja sínar hugmyndir fyrir stóru nefndina." Það vekur athygli að í nefndinni er danskur kaupsýslumaður. Hvers vegna var hann skipaður í nefndina? „Er ekki sagt að glöggt sé gests augað. Þarna er um að ræða mann sem hefur haft mikil og náin sam- skipti við íslendinga í áratugi og þekkir aðstæður hér og getur því metið þær frá sjónarhóli gestsins,“ sagði Júlíus að lokum. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.