Tíminn - 11.10.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.10.1989, Blaðsíða 1
Sorpböggunarstöð í Gufunesi er mjög umdeild og Alfreð Þorsteinsson, varaborgar- f ulltrúi segir að til þess gæti komið að fá úrskurð félagsmálaráðherra í málinu: Sorpböggun inn á borð Jóhönnu? Staösetning sorpböggunarstöðvar í Gufunesi og sá málatilbúnaður sem verið hefur í kringum þá ákvörðun hefur mætt verulegri andstöðu fulltrúa Framsóknar- flokksins í borgarstjórnarmálum. Sigrún Magnúsdóttir bar upp tillögu um að auglýst væri breytt landnýt- ing á lóð Áburðarverksmiðjunnar og Alfreð Þorsteinsson bókaði á skipulagsnefndarfundi í fyrradag að staðsetningin bryti í bága við stað- fest aðalskipulag borgarinnar. Al- freð segir að íbúar Grafarvogs hafi með engu móti getað vitað að slík starfsemi yrði í hverfinu, starfsemi sem kynni að valda ónæði og mengun. íbúarnir hafi ekki fengið tækifæri til að tjá sig um málið og því lægi beinast við að ákvörðun um staðsetningu böggunarstöðvarinn- ar yrði afturkölluð, ella þyrfti að leita úrskurðar félagsmálaráðherra um málið. • Opnan 112 bínO Prosessían heldur frá Dómkirkjunni í Reykjavik til Alþingishússins eftir að þingmenn r"My höfðu hlustað á guðs orðs, áður en þeir taka til við annað tal. Ttmamynd: Arnl Bj*ma settígær •Biaðsíða3 Óvenjulegt mál þar sem krafist er skaðabóta vegna aflífunar gæludýrs: Rannsóknardeild lögreglunnar hefur nú til meðferðar mál þar sem kona hefur kært nágrannakonu sína fyrir að láta aflífa kött sem sú fyrrnefnda hafði fundið og tekið að sér í hálfan mánuð. Er farið fram á 100 þús. krónur í skaðabætur fyrir það tilfinningalega áfall sem ótímabært fráfall kattarins olli. • Blaðsíða 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.