Tíminn - 11.10.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.10.1989, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 11. október 1989 ÍÞRÓTTIR Páll Kolbeinsson átti mjög góðan leik hjá KR-ingum í gærkvöld og hér sést hann skora í fyrri hálfleik einbeittur á svip. Tímamynd Pjetur Körfuknattleikur: - Guðni Guðnason handleggsbrotnaði KR hafði betur í baráttuleik KR-ingar höfðu betur í baráttunni við Hauka í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í Hagaskóla í gærkvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli bar- áttu, ekkert gefið eftir í varnarleikn- um og hittni leikmanna var mjög slæm. Með góðum lokakafla tryggðu KR-ingar sér sigur 62-49. Vesturbæjarliðið náðu þegar undirtökunum í leiknum 6-0 og 11-2. Þá kom góður kafli hjá Haukum sem komust yfir 11-12, 13-16 og 19-20. Þá tóku KR-ingar aftur við foryst- unni og héldu henni til leiksloka. í leikhléi höfðu KR-ingar 4 stig yfir 28-24. Eflaust hafa margir reiknað með því að KR-ingum yrði róðurinn þungur í síðari hálfleik, þar sem einn þeirra þesti maður, Guðni Guðnason varð fyrir því óhappi að handleggsbrotna í lok fyrri hálfleik. Guðni fór á slysadeild og verður frá keppni í nokkrar vikur. Hér er um mikið áfall fyrir KR-inga, en það kom ekki að sök í leiknum í gær. KR-ingar náðu 8 stiga forskoti 39-31 og voru ekkert á því að gefa eftir. Leikmenn Hauka reyndu hvað þeir gátu til að jafna undir lok leiksins, en allt kom fyrir ekki og KR-ingar unnu öruggan sigur 62-49. Páll Kolbeinsson átti mjög góðan leik hjá KR í gær, jafnt í vörn sem sókn. Birgir Mikaelsson lék einnig vel og margar körfur hans voru glæsilegar. Guðni stóð sig vel í sókninni í fyrri hálfleik, en fékk á sig of mörg stig í vörninni. Rússinn Kovtoum er furðulegur leikmaður. Ekki er hægt að neita því að hann er góður varnarmaður og gríðarlega sterkur í fráköstum, en í sókninni nýtir hann hæð sína alls ekki og tiplar í kringum teiginn eins og köttur í kringum heitan graut. Pá sjaldan hann þorir að skjóta á körf- una hittir hann, en sjálfstraustið virðist í ólagi. Maðurinn er vel á annan meter á hæð, en leikur sókn- arleikinn eins og hann sé 1,80 m. Axel Nikulásson var gríðarsterkur í þessum leik og skoraði mikilvægar körfur. Lárus Árnason kom inná í stað Guðna og átti mjög góðan leik. Pá stóð Hörður Gauti Gunnarsson vel fyrir sínu undir lokin. Stóra spurningin með Haukaliðið þessa dagana er hve marga Banda- ríkjamenn liðið þurfi til þess að sigra betri liðið í deildinni. Jonathan Bow var yfirburðamaður hjá Haukum í leiknum, Henning Henningsson og Reynir Kristjánsson áttu góða spretti og ívar Webster lék vel í vörn. Athygli vakti hve Pálmar Sig- urðsson var óákveðinn, en hann virkar í lélegri æfingu um þessar mundir. Leikinn dæmdu þeir Kristinn Al- bertsson og Kristján Möller. Ekki dæmdu þeir óaðfinnanlega og mikil var smámunasemi þeirra. Stigin KR: Birgir 12, Páll 12, Guðni 8, Lárus 8, Kovtoum 8, Axel 8 og Gauti 6. Haukar: Bow 20, Henning 9, Pálmar 5, Jón Arnar 5, ívar 4, Reynir 4 og Webster 2. BL ÍBK tapaði Grindvíkingar unnu íslandsmeist- ara Keflvíkinga 71-70 í úrvalsdeild- inni í gærkvöld í hörkuleik. Keflavík hafði yfir í hálfleik 33-38. f Sandgerði unnu Valsmenn sinn fyrsta sigur í deildinni er þeir unnu Reyni 72-90. BL Knattspyma: ísland vann íslendingar unnu Hollendinga 3-2 í EM 21 árs landsliða í Hollandi í gærkvöld. Ólafur Þórðarson, Har- aldur Ingólfsson og Rúnar Kristins- son gerðu mörkin, en bæði mörk Hollendinga voru gerð á sömu mín- útunni um miðjan síðari hálfleik. BL Tíminn 15 Handknattleikur: Valsmenn leika gegn Ungverjum Hann er greinilega að komast í sitt gamla form og orðinn góður af meiðslunum. BL Leikið í kvöld Keppni í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik, VÍS-keppninni, verður fram haldið í kvöld. Fyrstu umferð lýkur með þremur leikjum. í Garðabæ leika Stjarnan og KA kl. - 20.30. í Laugardalshöll mætast Vík- ingur og KR kl. 20.15 og að Hlíðar- enda leika Valsmenn og Vestmanna- eyingar kl. 20.00. Af öðrum leikjum í kvöld má nefna að í 1. deild kvenna leika Víkingur og Fram í Laugardalshöll kl. 19.00 og í 2. deild karla mætast í Keflavík heimamenn og Haukar kl. 20.00. í Digranesi leika síðan Breiðablik og Fram kl. 20.15. íslenskar getraunir: í gær var dregið í 2. umferð á Evrópumótunum í handknattleik. Valsmenn, einir íslenskra liða kom- ust áfram í keppninni og mótherjar þeirra í Evrópukeppni meistaraliða verða í 2. umferð, ungversku meist- ararnir Raba Eto Györ. Valsmenn björguðu andlitinu í fyrrakvöld er þcir unnu 29-14 sigur á færeysku meisturunum Kyndli. Fyrri leik liðanna á sunnudag lauk með sigri færeyska liðsins 27-26. Valsmönnum tókst að sýna yfir- burði sína og bjarga sjálfum sér og íslenskum handknattleik frá frekari skömm nreð því að vinna öruggan sigur. Brynjar Harðarson var atkvæða- mestur Valsmanna í báðum leikjun- um, en hann lék áður með Olympía í Svíþjóð. Einar Þorvarðarson mark- vörður lék sinn fyrsta heila leik síðan hann meiddist í úrslitaleik B-keppninnar og varði mjög vel. Ekkert jafntefli en fjórar tólfur Fjórar raðir komu fram með 12 leikjum réttum um helgina í 40. leikviku íslenskra getrauna, þótt skipting merkjanna á seðlinum hafí verið mjög óvenjuleg. Merkið X kom ekki fyrir, þar sem ekkert jafntefli varð í leikjunum á seðlin- um. Ein tólfan var keypt í Þverholti í Mosfellsbæ s.l. miðvikudag og kost- aði seðillinn 1.080 kr. Atta raðir með 11 réttum fylgja með í heildar vinningsupphæðinni sem er 218.065 kr. Viðkomandi studdi Aftureld- ingu. Önnur tólfan var keypt á skrif- stofu íslenskra getrauna á laugardag og kostaði seðillinn 4.320 kr. Tíu raðir með 11 réttum fylgja með tólfunni og vinningshafinn fær því í sinn hlut 222.093 kr. Þriðja tólfan var keypt í félags- heimili Fram á laugardag. Seðillinn sem tilheyrði hópnum GOSARNIR kostaði 2.560 kr. Átta raðir með 11 réttum fylgja með og vinningsupp- hæðin er alls 218.065 kr. GOSARN- IR styðja Fram. Fjórða tólfan var keypt í sölu- skálanum Þríhyrningi á Hellu á laug- ardag. Kostaði seðillinn 720 kr. og 7 raðir með 11 réttum fylgja tólfunni. Sá heppni fær í sinn hlut alls 216.51 kr. Alls komu 96 raðir fram með 11 réttum og fyrir hverja röð greiðast 2.014. kr. í vinning. Úrslit helgarinnar urðu þessi: Blackburn-Middlesbrough fr. 1 Bradford-Brighton 2-0 1 Hull-Swindon 2-3 2 Ipswich-Newcastle 2-1 1 Oldham-Barnsley 2-0 1 Oxford-Portsmouth 2-1 1 Plymouth-Stoke 3-0 1 Port Vale-Leicester 2-1 1 Sunderland-Boumemouth 3-2 1 Watford-WBA 0-2 2 West Ham-Leeds 0-1 2 Wolves-Sheffield United 1-2 2 Leik Blackburn og Middles- brough var frestað vegna vatnselgs á velli Blackburn. Kastað var tening um getraunatáknið fyrir leikinn og kom merkið 1 upp. BL -ek kl/-^ he^'V^ ’/fW— Laugardagur kl.13 :55 41.LEIKV IKA- 14. o kt. 1989 1 X m Leikur 1 Arsenal - Man. City Leikur 2 Charlton - Tottenham Leikur 3 Coventry - Nott. For. Leikur 4 Derby - C. Palace Leikur 5 Everton - Millwall Leikur 6 Luton - AstonVilla Leikur 7 Norwich - Chelsea Leikur 8 Q.P.R. - Southampton Leikur 9 Wimbledon - Liverpool Leikur 10 Brighton - Watford Leikur 11 Portsmouth - Blackburn Leikur 12 Sheff. Wed. - West Ham Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN S. 991002 Mi jnið h< ftpleikinn 1! ■ •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.