Tíminn - 26.10.1989, Qupperneq 4

Tíminn - 26.10.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 26. október 1989 VETRARHJOLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu. Mjög lágt verð. STÆRÐIR: 145R12 175/70R13 155R12 185/70R13 135R13 175R14 145R13 185R14 155R13 185/70R14 165R13 195/70R14 175X13 165R15 Gerið kjarakaup Sendum um allt land. BARÐINN Skútuvogi 2, Reykjavík Símar 91-30501 og 84844 VÍSINDARÁÐ auglýsirstyrki úr Vísindasjóði árið 1990 til rannsókna í - náttúruvísindum - líf- og læknisfræði - hug- og félagsvísindum Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Vísinda- ráðs, Bárugötu 3, 101 Reykjavík og hjá sendiráðum íslands erlendis. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1989, og skal umsóknum skilað á skrifstofu ráðsins, sem veitir upplýsingar daglega kl. 10-12 og 14-16 (sími 10233). MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til handrita- rannsókna í Kaupmannahöfn Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að veita íslenskum fræðimanni styrk til handritarannsókna við Stofnun Árna Magnússonar (Det arna- magnæanske Institutu) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til 12 mánaða dvalar hið mesta og nemur nú um 15 þúsund dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember n.k. Nánari upplýsingar um styrkinn og tilhögun umsókna fást I menntamálaráðuneytinu, Stofnun Arna Magnússonar á fslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla fslands. Menntamálaráðuneytlð, 20. október 1989 Frá menntamálaráðuneytinu Skrifstofur menntamálaráðherra og ráðuneytisstjóra, háskóla- og alþjóðadeildar og íþrótta- og æskulýðsmáladeildar hafa verið fluttar frá Hverfisgötu 6 að Sölvhólsgötu 4. Menntamálaráðuneytið 23. október 1989 Sumir ij UMfEHOMI A spara sér leigubíl adrir taka enga áhættu! Eftireinn -ei aki neinn „Egheld éggmgiheim" Eftir einn -ei aki neinn UUMFEROAR RAD Frá blaðamannafundi þar sem frumvarpsdrögin voru kynnt. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra og Bragi' Guðbrandsson, félagsmálastjóri. Tímamynd: Arni BJama. Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga kynnt eftir 20 ára vinnslu: Heilstæð félagsmála- löggjöf verður til Hjá ríkisstjórninni eru nú til umfjöllunar drög að frumvarpi til laga um félagslega þjónustu sveitarfélaga. Lagafrumvarp þetta hefur verið í vinnslu í hátt á annan tug ára og kemur til með að leysa af hólmi svokallaða Framfærslulöggjöf frá 1947 sem fjallar einvörðungu um framfærslumál en ekki félags- þjónustu almennt. Frumvarpið er því fyrsti vísir að heilstæðri félagsmálalöggjöf hér á landi. Helstu nýmæli sem er að finna í frumvarpinu eru meðal annars þau að stigin eru skref í átt til þess að á vettvangi ríkisins verði yfirstjóm og eftirlit með framkvæmd félagsþjón- ustunnar sameinuð í einu ráðuneyti. Jafnframt verði framkvæmd félags- þjónustunnar sameinuð á vettvangi sveitarstjóma í eina nefnd, svokall- aða félagsmálanefnd. Hvað einstaka málaflokka varðar, er í frumvarpinu kveðið á um rétt allra til félagsþjónustu og skyldur sveitarfélaganna í því efni. Má nefna að félagsleg heimaþjónusta, sem hingað til hefur lögum samkvæmt einungis náð til aldraðra, mun einnig ná til fatlaðra. Einnig er kveðið á um skyldur sveitarfélaganna til að bjóða upp á dagvist þar sem hennar er þörf og veita fólki úrlausn í húsnæðismál- um til að leysa bráðan vanda þess. Kveðið er á um að setja skuli sérstakar reglur um daggæslu barna í heimahúsum. Er þar um að ræða skyldur dagmæðra og reglur um aðbúnað barna sem hjá þeim dvelja. I frumvarpinu er gert ráð fyrir svokölluðum málskotsrétti ibúa sveitarfélaga. Þannig að ef íbúi telur að á hann sé hallað í ákvörðunum sveitarfélaga þá getur hann skotið málum sínum til úrskurðar í félags- málanefndar sveitarfélagsins. Félagsmálaráðherra sagði á fundi með fréttamönnum að í stærstu sveitarfélögunum sé haldið upp þeirri félagsþjónustu sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir en í smærri sveitar- félögunum sé mjög mismunandi hvemig þeim málum er háttað. f frumvarpinu væri gert ráð fyrir að hvað varðar smærri sveitarfélög verði lögð áhersla á samvinnu milli tveggja eða fleiri sveitarfélaga um ýmsa málaflokka. Einnig er gert ráð fyrir að gefin verði út ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þann- ig að framlög sjóðsins taki einnig mið af því að gera minni sveitarfé- lögum kleift að halda upp ákveðnu þjónustustigi. Menntamálaráðherra skiptir um skoðun Félagsmálaráðherra sagði frum- varpið vera mun merkilegra en ráða mætti af umfjöllun fjölmiðla, þar sem einblínt hafi verið á að í fmm- varpinu er gert ráð fyrir að yfirstjóm dagvistarmála færist frá mennta- málaráðuneyti yfir til félagsmála- ráðuneytis. Hefur menntamálaráð- herra, Svavar Gestsson, lýst sig mót- fallin þeirri breytingu og má geta þess að Fóstrufélagið ásamt kennarasamtökunum og foreldra- samtökum hafa gert slíkt hið sama með þeim rökum að visst samhengi eigi að vera milli leikskólans og grunnskólans og þessir tveir mála- flokkar eigi því að heyra undir sama ráðuneyti. Aðhaldssemi landsmanna í inn- flutningi hélt enn áfram í ágústmán- uði miðað við síðasta ár, jafnframt því sem útflutningur hefur aukist verulega. Vöruskiptajöfnuðurinn var því jákvæður um tæplega 1.780 milljónir í ágústmánuði og samtals um nær 6.480 milljónir kr. frá ára- mótum. Vöruútflutningur er alls um 52 milljarðar króna frá áramótum til ágústloka, sem er 10,4% aukning frá sama tíma í fyrra reiknað á sama gengi bæði árin. Útflutningur stór- iðjufyrirtækjanna er m.a. um fjórð- ungi meiri en á sama tíma f fyrra. Vöruinnflutningur á sama tíma er um 45,6 milljarðar kr., sem er 5% minna en á sama tíma í fyrra. Þar af Jóhanna sagði meginskýringuna á því að mælt væri með því að yfir- stjórn dagvistunar heyrði undir fél- agsmálaráðuneyti væri sú dagvistar- málin væru einn stærsti þátturinn í félagsþjónustu sveitarfélaga og eftir að lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga komi til framkvæmda þá verði þessi málaflokkur alfarið á höndum sveitarfélaga, bæði hvað varðar fjárhagslega ábyrgð og ábyrgð hvað varðar uppeldisþáttinn og innra starf á dagvistarstofnunum. Ráðherrann sagði að Samband sveitarfélaga hefði eindregið mælt með að frumvarpi verði samþykkt í þeirri mynd sem það nú er. Fulltrúar stjómarflokkanna, allir nema einn, sem höfðu málið til umfjöllunar hefðu einnig samþykkt frumvarpið í núverandi búningi. Benti félagsmálaráðherra jafn- framt á að frumvarpið hafi verið i vinnslu þegar Svavar Gestsson var félagsmálaráðherra og þá hafi hann stutt það fyrirkomulag á yfirstjóm dagvistarmála sem hann hefur mót- mælt nú sem menntamálaráðherra. SSH er almennur innflutningur nú 34,2 milljarðar, sem er 16,5%, eða nær 6,8 milljónum króna minni en á sama tíma í fyrra reiknað á sama gengi. Annar innflutningur hefur á hinn bóginn aukist mjög, eða úr 6,9 milljörðum kr. í fyrra í 11,3 millj- arða nú. Mestu munar þar um 3 viðbótarmilljarða í flugvélakaup. Innflutningur stóriðjufyrirtækjanna er 36% meiri og olíuinnflutningur (3.540 m.kr.) er 28% meiri en í ágústlok 1988. í samanburði hefur verið miðað við að verð erlends gjaldeyris (með- algengi á viðskiptavog) er talið vera 24,6% hærra í janúar-ágúst í ár heldur en á sama tímabili í fyrra. - HEI Vöruskiptajöfnuðurinn í ágúst: Almennur innflutn- ingur 17% minni

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.