Tíminn - 26.10.1989, Síða 18
18 Tíminn
Fimmtudagur 26. október 1989
ÍÞRÓTTIR
(slandsmótið í blaki:
Stúdentar eru
enn taplausir
- KA-menn mörðu Þróttara á Neskaupstað
ÍS vann Þrótt R. 3-2 í 1. deild
karla í blaki í Hagaskóla á laugardag-
inn var. Hrinur fóru þannig að fyrst
vann Þróttur 15-6, ÍS jafnaði 13-15,
komst yfir 9-15 en Þróttur vann
fjórðu hrinu 15-12, en í oddahrin-
unni unnu Stúdentar 9-15.
Leikurinn var dæmigerður IS leik-
ur, mjög kaflaskiptur, Þróttur náði
góðri stöðu þegar í fyrstu hrinu
komst í 7-0, en Stúdentar náðu að
hrista af sér slenið. í oddahrinunni
náðu Stúdentar góðri byrjun, eftir
slaka fjórðu hrinu og tryggðu sér
sigur.
Bestir hjá Þrótti voru þeir Jason
ívarsson, sem gerði Stúdentum lífið
leitt með góðum miðjuskellum, en
hjá Stúdentum voru þeir Sigurður
Þráinsson og Gunnar Svanbergsson
bestir.
Að þessum leik loknum mættust
lið Fram og HK, en hér um fyrsta
deildarleik Fram að ræða í vetur.
HK fór með sigur af hólmi 1-3 (9-15,
15-6, 0-15 og 3-15.) Leikurinn var
mjög slakur og yfirburðir HK voru
algjörir, þó svo að Framarar næðu
að vinna eina hrinu.
HK-liðið er að skríða saman eftir
mikil meiðsl sem hrjáð hafa liðið að
undanförnu. Framarar verða að gera
betur til þess að ná í stig í deildin.
Á laugardag mættust einnig Þrótt-
ur R. og ÍS í kvennadeildinni í
Hagaskóla og leik þeirri viðureign
með 3-0 sigri ÍS í leik þar sem
hrinutölur voru 9-15, 5-15 og 12-15.
Lið Þróttar er ekki fullskipað um
þessar mundir vegna meiðsla, en
þær Snjólaug Bjamadóttir og Linda
Jónsdóttir eru meiddar. ÍS liðið átti
þokkalegan dag með þær Ursulu
Unimann og Friðriku Magnúsdóttur
sem sterkustu leikmenn.
Á föstudagskvöld mættust Breiða-
blik og HK í 1. deild kvenna í
Digranesi. Þeim leik lauk með ör-
uggum 3-0 sigri Breiðabliks, 15-6,
15-4 og 15-11 urðu úrslit í hrinunum.
Leikurinn var lítt spennandi og lið
Breiðabliks var stalli ofar en ná-
grannaliðið. Breiðabliksliðið gat
leift sér þann munað að hafa varalið-
ið inná mest allan tímann. Athygli
vakti ung stúlka í Breiðabliksliðinu,
Amdís Þorvaldsdóttir en hún átti
góða skelli og góðar móttökur. Sig-
urborg Gunnarsdóttir átti einnig
góðan leik hjá UBK. HK-liðið var
mjög áhugalaust og slakt.
Á Iaugardag léku á Neskaupstað
heimaliðið Þróttur og KA bæði í
karla og kvenna flokki. í kvenna-
leiknum vann KA 0-3 sigur, 13-15,
10-15 og 13-15. Eins og tölurnar
benda til var leikurinn jafn þrátt
fyrir 0-3 sigur. Særún Jóhannsdóttir
átti góðan leik í liði KA.
Karlaleik sömu félaga lauk með
2-3 sigri KA í leik sem tók 129 mín.
KA vann fyrstu hrinuna nokkuð
örugglega 10-15, en síðan tóku
Þróttarar við sér og unnu 15-13 og
15-13. í fjórðu hrinu jöfnuðu KA-
menn 11-15 og í síðustu hrinunni,
sem var jöfn framan af unnu KA-
menn 13-15.
Ólafur Sigurðsson og ívar Ás-
geirsson stóðu sig vel í liði Þróttar
sem notar mjög snöggt spil, sem
norðanmenn áttu í erfiðleikum með
að verjast.
Staðan í 1. deild karla:
ís ... 4 4 0 12-4 8
Þróttur R. . . . ... 3 2 1 8-5 4
KA ... 3 2 1 8-5 4
HK ... 2 1 1 3-4 2
Fram ... 1 0 1 1-3 0
HSK ... 2 0 2 1-6 0
Þróttur N. . . . ... 3 0 3 3-9 0
Staðan í 1. deild kvenna:
ÍS ............... 3 3 0 9-2 6
Víkingur.......... 2 2 0 6-1 4
KA ................3 2 1 8-3 4
UBK .............. 1 1 0 3-0 2
Þróttur R..........3 1 2 3-7 2
Þróttur N......... 3 0 3 1-9 0
HK ............... 3 0 3 1-9 0
BL
Hávöm Stúdenta kom ekki vömum
við í þetta skiptið þrátt fyrir góða
tilburði og skellur Þróttara þeytti
knettinum í gólfið hjá ÍS.
hmMMmm
Ábúðarmiklar Þróttarkonur reyna að verjast skelli frá ÍS konum, en ÍS fór með sigur af hólmi í leik liðanna um síðustu helgi
Timamyndir Pjetur
HM í knattspyrnu:
Svíar í úrslit
Sænska landsliðið í knattspyrau
tryggði sér í gærkvöld rétt til þess að
leika í úrslitum heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrau á ftalíu í
næsta ári.
Svíar unnu Pólverja 0-2 í
Chorzow. Það voru þeir Johnny
Ekström og Peter Larsson sem gerðu
mörkin.
Aðeins 1 lið fer beint upp úr
riðlinum í úrslit, en Englendingar
sem eru í öðru sæti komast þó til
Ítalíu þar sem þeir eru aðeins 1 stig
minna en Svíar. Tvö lið úr riðlum
eitt, tvö og fjögur komast í úrslitin.
Þá unnu Tékkar Svisslendinga 3-0
í Prag í gærkvöld. BL
Körfuknattleikur:
Þórsarar
leika gegn
Grindvíkingum
Aðeins einn leikur er á dagskránni
í kvöld í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik. Á Akureyri mætast Þór og
Grindavík kl. 19.30.
Tveir aðrir leikir áttu að vera í
kvöld en þeim hefur báðum verið
frestað. Annars vegar var um að
ræða leik Reynis og KR, en þar sem
KR-ingar eru í Frakklandi að etja
kappi við Orthez í Evrópukeppni
félagsliða varð að fresta leiknum. Þá
varð einnig að fresta leik ÍBK og
Hauka, en sem kunnugt er leikur
Haukamaðurinn Jonathan Bow með
KR í Evrópukeppninni.
Áætlað er að þessir leikir fari fram
þann 19. desember n.k. BL