Tíminn - 28.10.1989, Síða 9

Tíminn - 28.10.1989, Síða 9
Laugardagur 28. október 1989 Tíminn 9 Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokksins og meðlimur í forsætisnefnd Norðurlandaráðs í helgarviðtali Tímans: Förum um bakdyrnar hjá stjórn Thatcher Það vakti nokkra athygli að á fjölþjóðlegri þingmannaráðstefnu um mengun sjávar, sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrir skömmu á vegum Norðurlandaráðs, komu fram breytt og mun jákvæðari viðhorf til mengunarmála hjá fulltrúum þjóða sem ekki hafa sýnt þeim mikin áhuga til þessa. Þeirra á meðal voru þingmenn frá Sovétríkjunum og Bretlandi. Nú berast þau tíðindi að breska stjórnin hyggist reisa stóra eyðingarstöð fyrir kjarnorkuúrgang í Dounray Skotlandi, í óþökk umhverfisverndunarsamtaka og stjórn- valda í nágrannaiöndum sínum. Einstakir þingmenn í Bretlandi hafa að vísu ekki yfir stjdrnvöldum að segja, en yfirlýsingar þeirra á ráðstefnunni í Kaup- mannahöfn stangast óneitanlega á við það sem nú hefur verið sýnt í verki. Páll Pétursson alþingismaður sem á sæti forsætis- nefnd Norðurlandaráðs, segir það verulegt áhyggjuefni hvernig forsætisráðherra Breta hagar sér. „Þessi ákvörðun brýtur þvert í bága við það sem að maður hafði á tilfinningunni eftir að hafa verið á ráðstefnunni um mengun sjávar með breskum þingmönnum og kemur mjög á óvart,“ segir Páll. „ Það er alger forstokkun í samskiptum við vinsamlegar nágrannaþjóðir að setja upp þessa stór- hættulegu stöð. Bretamir fara með hana jafn langt frá London og þeim er unnt, en jafnframt eins nærri okkur og mögulegt er. Mengunin kemur þó ekki beina leið til okkar. Hafstraumar liggj a þannig að úrgang- ur frá þessari stöð berst austur um til Hjaltlands og norður með Noregsströndum, þaðan í átt til Grænlands og kemur síðan norðan að íslandi. Flutningar að og frá þessari stöð skapa Iíka vemlega hættu og það er ef til vill alvarlegasta hliðin sem snýr að okkur íslendingum. Þessi ákvörðun Breta er svo ný til komin að menn hafa ekki haft verulegt ráðrúm til að bregðast við. Fyrstu viðbrögð ríkisstjórn- arinnar vom myndarleg, forsætisráðherra gerði Thatcher orð og starfandi utanríkis- ráðherra kallaði fyrir sig breska sendiherr- ann til þess að bera fram harðorð mótmæli. Ég held að það sé ástæða til að þeir sem á annað borð geti látið í sér heyra um þetta efni geri það, þannig að a.m.k. liggi það fyrir staðfest að íslendingar taka þessu ekki með þögninni. Þessi kona viðist þó fara sínu fram hvað sem umheimurinn segir og ég geri ekki ráð fyrir að það sé þægilegt að hafa áhrif á bresku ríkisstjórnina. Það er þó alltaf við- leitni að láta til sín heyra.“ Thatcher svaraði Steingrími illu einu - Nú hafa umhverfismál verið sífellt meira til umræðu á milli þjóða, enda mengun ekki bundin innan landamæra þeirra sem hana skapa. Hvað hefur verið að gerast innan Norðurlandaráðs á þessum vettvangi á undanförnum árum? „Forsaga málsins er sú að haustið 1984 snéri forsætisnefnd Norðurlandaráðs sér til forsætisráðherra Norðurlanda og óskaði eft- ir því að þeir reyndu að beita áhrifum sínum á forsætisráðherra Breta, að þeir féllust á skilmála Helsingforssamkomulagsins um að draga úr loftmengun. Eins og kunnugt er berst mjög mikil mengun frá Bretlandseyj- um til Norðurlanda, þó að við íslendingar höfum sloppið blessunarlega við mest af henni. Steingrímur Hermannsson, sem þá var í forsvari fyrir forsætisráðherra Norður- landa, skrifaði Thatcher bréf þar sem hann varð við beiðni forsætisnefndarinnar, en hún sendi honum bréf um hæl þar sem hún svaraði illu einu og taldi allt í lagi hjá Bretum. Þegar þetta svar var kynnt fyrir forsætisnefndinni komust menn að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að reyna að komast bakdyramegin að Bretum og boða til fjölþjóðlegrar þingmannaráðstefnu, þannig að ekki þyrfti að tala við ríkisstjóm- ina heldur þingmenn sem síðan gætu hver í sínu landi reynt að hafa áhrif á viðkomandi ríkisstjórnir. Haustið 1986 var síðan haldin í Stokk- hólmi ráðstefna um loftmengun sem berst milli landa. Það var Norðurlandaráð sem boðaði til ráðstefnunnar, með þátttöku 17 ríkja, þ.e.a.s. í Norður-, Mið-, og Austur Evrópu. Þessi ráðstefna þótti takast framúr- skarandi vel og þar var mikill einhugur og áhugi meðal þingmanna að taka á málunum. Talsverður hópur sérfræðinga var kvaddur til og ráðstefnan skilaði a.m.k. einhverjum árangri og var til vakningar þingmönnunum. Fljótlega kom upp sú hugmynd að halda svipaða ráðstefnu um megnun hafsins, sem einnig er mjög alvarlegt vandamál." Þörungaplágan kveikjan að ráðstefnu um mengun hafsins „Sumarið 1988 braust þörungaplágan út í Kattegat og veldur verulegum skaða í Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs var boðuð til skyndifundar í Kaupmannahöfn vegna þessara mengun- arslysa og þar var ákveðið að efna til aukaþings Norðurlandaráðs í Helsinki haustið 1988. Mengun hafsins yrði umræðu- efni og jafnframt yrðu umhverfisráðherrar Norðurlanda beðnir um að leggja fram til samþykktar samstarfsáætlun um varnir gegn henni. Tillaga frá íslendingum um gerð slíkrar áætlunnar hafði verið samþykkt á Norðurlandaráðsþingi veturinn áður. Á þessu þingi sem haldið var í nóvember í fyrra, lögðu umhverfisráðherramir fram drög að áætiun, en mættu verulegri andstöðu þingmanna, sem þótti allt of skammt gengið. Þau báru keim af því að menn voru ekki tilbúnir að kosta neinu til og nánast var lagt til að kröfurnar skyldu ekki vera lakari en hjá því landi sem var slappast á hverju sviði. Það er að segja, Finnar fegnu að móta kaflann um iðnaðarmengun, Danir um megnun frá landbúnaði o.s.frv.. Um þetta urðu mjög harðar deilur á þinginu og atkvæðagreiðsla var tvísýnni en á öðrum Norðurlandaráðsþingum." Kratar hieyptu pólitík í málið - Er það rétt að inn í þessi mál hafi blandast flokkspólitísk tengsl? „Fjórir af þeim fimm umhverfisráðherrum sem sátu á Norðurlöndum á þessum tíma voru sósíaldemókratar. Þeir hafa með sér náið samstarf og gerðu að flokksmáli að fá áætlunina samþykkta þannig að sósíaldemó- kratar yrðu ekki fyrir hneisu. Leikar fóru þannig að ályktunin var samþykkt með naumum meirihluta, en jafnframt ákveðið að fara þess á leit við ráðherranefndina að hún legði fram endurskoðaða mengunar- vamaáætlun fyrir þingið sem haldið verður í Reykjavík núna í vetur. Nú er unnið að endurbótum að þessari áætlun á vegum ráðherranefndarinnar. Það voru einungis fulltrúar frá Norður- löndunum sem tóku þátt í aukaþinginu í Helsingör. Hins vegar var haldið áfram undirbúningi að fjölþjóðaráðstefnu um mengun hafsins. Hún var svo haldin í Kaupmannahöfn 16.-18. þessa mánaðar. Til. þessarar ráðstefnu var boðið fulltrúm 17 þjóða sem að menga Norðurhöf. Þær þáðu allar boðið nema Frakkar. Þarna var lagt fram uppkast að lokaskjali sem samið hafði verið af sérfræðingum á vegum Norður- landaráðs og skemmst frá því að segja að viðtökumar urðu þær að skjalinu var breytt að verulegu leyti og allt gert þar skýrara og kröfur harðari en vom í uppkastinu." Sovétmenn viðurkenna glæpi gegn mannkyninu „Það vakti vemlega athygli hvað Sovét- menn gengu hart fram og virtust vera kappsamir við að reyna að stemma stigu við mengun. Það kom fram að ástandið austan jámtjalds er víða afar slæmt, t.d. hjá Rússum og Pólverjum. Það er ekki nokkur vafi á því að Sovétmenn eru orðnir hræddir við vaxandi mengun og afleiðingar hennar. Það er kannski tímanna tákn hvemig sendi- menn þeirra töluðu þarna. Þeir fluttu ræður sem maður hefði talið fyrir nokkmm árum síðan að væri óhugsandi að þeir gerðu í útlöndum. Þingmenn úr Æðstaráðinu töluðu þarna af mikilli hreinskilni um mengun í Rússlandi og þann háska sem þeim og öðmm þjóðum stafaði af afleiðingum hennar. Sendimaður frá þeim hikaði ekki við að tala um Tsjernobil slysið á mjög gagnrýninn hátt. Hann sagði það glæp gegn mannkyninu að ekki skyldi tilkynnt umsvifa- laust um hættuna jafn skjótt og ljóst var að þarna hafði orðir ægilegt mengunarslys. Fulltrúar Æðsta ráðsins búsettir í Eystra- saltsríkjunum kváðu einnig mjög sterkt að orði. íslenska sendinefndin hafði búið sig vel undir þessa ráðstefnu og notið þar meðal annars aðstoðar Siglingamálstofnunar. Við höfðum reyndar haft vemleg áhrif við gerð uppkastsins að lokaskjalinu og sent ábend- ingar sem við höfðum komið okkur saman um í samráði við Siglingamálastofnun. Margar þeirra höfðu verið teknar til greina, en þó ekki nærri allar. Ég flutti fjórar megin breytingatillögur við lokaskjalið á fundinum sem allar voru samþykktar. Veigamest var sú að skora á hlutaðeigandi ríki að staðfesta Hafréttar- sáttmálann. Það hefur verið mikið baráttu- mál okkar íslendinga að hann hlyti staðfest- ingu og gengi í gildi. Því miður hafa ekki nema 40 ríki uppfyllt hann, þó að 159 ríki hafi skrifað undir á sínum tíma, en til þess að Hafréttarsáttmálinn hljóti fullgildingu þurfa 60 ríki að staðfesta hann.“ Skref í átt að f ullnaðarsamþykkt Hafréttarsáttmáians - Nú virðist hafa átt sér stað mikil viðhorfsbreyting meðal þingmanna til meng- unarmála á stuttum tíma? „Já það má segja að hún sé veruleg. Þarna var tekin eindregin afstaða með Hafréttar- sáttmálanum, sem er undirstaðan alls þessa. Jafnframt er fallist á skilgreiningu Hafréttar- sáttmálans á því hvað sé mengun. Fram að þessu hafa margar af þeim þjóðum sem tóku þátt í ráðstefnunni ekki viljað fallast á orðalag sáttmálans í þeim efnum. Þetta var að vísu einungis ráðgefandi samkoma, en þingmennimir fara síðan hver til síns heima með þetta lokaskjal sem þeir eru búnir að fallast á og vinna að framgangi þess innan sinna ríkisstjóma. Fyrir utan samþykkt Hafréttarsáttmálans og skilgreiningu hans á mengun, var viður- kennt réttmæti þeirrar stefnu að sá sem ætlar að losa úrgang í hafið verður að sanna það sjálfur að hann sé ekki mengandi. Ef að gmnur leikur á um að mengun geti orðið að ræða einhvertíma í framtíðinni, verður sá sem ætlar að losa sig við úrgang að sanna að svo verði ekki. Þetta er gífurlega mikilvægt vegna þess að mikið af þessari mengun er þannig til komin að menn hafa verið að losa í hafið efni sem þeir hafa talið sjálfir að væru svo vel um búin að þau yllu ekki neinum skaða, en reyndin hefur orðið önnur. Þessi viðurkenning felur það í sér að það er bannað að nota hafið sem ruslakistu fyrir eitraðan efnaúrgang, eða úrgang sem hugs- anlega gæti valdið mengun. Það er einnig ákaflega mikilvægt fyrir okkur íslendinga að Norður-íshafssvæðið er þarna tekið inn í þessa mengunarvamaráætl- un. Þjóðunum við Norður-íshafið er ljós sá háski sem þeim stafar af mengun og vilja koma í veg fyrir hana áður en hún verður alvarleg. í lokaályktuninni sem samþykkt var á ráðstefnunni er megnin áhersla lögð á for- vamarstarf. í henni er einnig varpað fram hugmynd um stofnun sjóðs sem hefði það hlutverk að aðstoða þau lönd sem að eru illa stödd fjárhagslega til þess að koma á viðhlítandi mengunarvömum. Ég geri ráð fyrir að í fyrstu lotu yrðu það fyrst og fremst austantjaldslönd er nytu góðs af honum.“ Þúsund manna þing í Reykjavík í vetur - Nú stendur fyrir dymm Norðurlanda- ráðsþing sem haldið verður hér á landi um mánaðarmótin febrúar/mars á næsta ári. Hver verða aðalmál þessa þings? „Á þinginu sem haldið verður í Reykjavík í vetur verður væntalega til umræðu endur- skoðuð mengunarvarnaáætlun frá umhverf- ismálaráðherrum Norðurlandanna. Jafn- framt geri ég ráð fyrir að málefni Efnahags- bandalagsins og EFTA verði talsvert fyrir- ferðarmikil í umræðunni. Þó að þingmennirnir í Norðurlandaráði séu ekki nema 87 talsins, eigum við von á miklum mannfjölda á þetta þing. Það er reiknað með að þingið sitji þorri ráðherra á Norðurlöndum, sem hafa með sér stóra hópa starfsmanna til aðstoðar. Þess utan mætir væntanlega mjög stór hópur blaða- manna og þegar allt er talið má búast við að þarna verði um þúsund manns.“ Árni Gunnarssson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.