Tíminn - 28.10.1989, Side 10

Tíminn - 28.10.1989, Side 10
10 Tíminn Laugardagur 28. október 1989 1 IfJ | Reykjavík P | P *a» I €£> ' l æ Aðalfundur Steingrfmur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna verður haldinn að Hótel Lind miðvikudaginn 1. nóvember nk. kl. 17.30. DAGSKRÁ Kl. 17:30 Setning Kl. 17.35 Kosning starfsmannafundarins a) fundarstjóra b) fundarritara Kl. 17.40 Skýrslastjórnar a) formanns b) gjaldkera kl. 18:00 Umræður um skýrslu stjórnar Kl. 18.30 Lagabreytingar Kl. 19:00 Kvöldverðarhlé Kl. 19:30 Tillaga um leið á vali frambjóðenda á lista framsóknar- mannafyrir borgarstjórnarkosningar 1990 Kl. 20:15 Kosningar Kl. 21:00 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra, formaður Framsóknarflokksins Kl. 22:30 Önnurmál Félagar (fulltrúaráðinu eru hvattir til að mæta. Framsóknarvist Fyrsta Framsóknarvist vetrarins verður í Danshöllinni Brautarholti 20 (Þórscafé) í Norðurljósasalnum, sunnudaginn 29. október n.k. kl. 14.00. Finnur Ingólfsson aðst.m. heilbrigðisráðherra flytur stutt ávarp í kaffihléi. Aðgangseyrir kr. 400.-, kaffiveitingar inni- faldar. Framsóknarfélag Reykjavíkur Finnur Ingólfsson Steingrímur Hermannsson Kópavogur RagnarSnorri Magnússon Aðalfundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna verður haldinn mánu- daginn 30. október kl. 20.30 að Hamraborg 5. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lögð fram tilla um hvernig staðið verður að vali á framboðslista í komandi bæjarstjórnarkosningum. Gestur fundarins verður Stelngrfmur Hermannsson, forsætls- ráðherra. Fundarstjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Framsóknarfélögin Steingrimur Steinunn Alexander StefánJ. 30. kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Hótel Borgarnesi dagana 3. og 4. nóvember nk. Dagskrá: Föstudagur 3. nóvember Kl. 17.00 Þingsetning: Kosning starfsmanna og nefnda; skýrslur og reikningar. Umræður og afgreiðsla. Kl. 18.00 Sveitarstjórnarkosningar 1990. - framsögur (Steinunn Sigurðardóttir, Akranesi og Stefán Jóh. Sigurðsson, Ólafsvík), umræður. Kl. 19.30 Þinghlé. Ki. 20.30 Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi f Hótel Borgarnesi. Laugardagur 4. nóvember Kl. 9.30 Stjórnmálaviðhorfið. SteingrímurHermannsson, forsæt- isráðherra. Kl. 10.40 Ávörpgesta. Kl. 11.00 Málefni kjördæmisins. Alexander Stefánsson, alþingis- maður. Kl. 11.30 Almennar umræður. Kl. 12.30 Hádegisverður. Kl. 13.30 Framhaldumræðna. Afgreiðslamála, kosningar.önnurmál. Kl. 16.00 Þingslit. Stjórn K.S.F.V. SPEGILL Ron Toomer stendur við einn vagninn í „rússibana“ sem hann hefur hannað. Sætin eru meðöllum mögulegum öryggisbeltum líkt og þau væru í geimflaug. T.h. er myndaf „Öskur- vélinni" að fara af stað með farþega Höfundur „Öskurvélarinnar“: „Færialdreiupp íslík tæki!“ Það fer ekki milli mála að hann Ron Toomer er ókrýndur konung- ur „rússíbananna", eða renni- brauta skemmtigarða víða um heim. Hann fenginn til að teikna og sjá um byggingu á þessum skemmtitækjum þegar stórir skemmtigarðar taka til starfa. Ron Toomer er 59 ára verk- fræðingur og tæknilegur hönnuður, sem hefur aðaliega snúið sér að hönnun skemmtitækja, svo sem hringekja og „rússíbana“. Hann segir að vinsældir og „gæði“ skemmtitækjanna séu mæld með hávaðamælum, þ.e. því hærri ösk- ur og skrækir sem farþegar renni- brautanna reka upp, því betur hefur tækið heppnast hjá hönnu- ðinum. Toomer var spurður um af hvaða tæki hann sjálfur væri hrifnastur. „Ég færi aldrei í lífinu upp í svona „apparöt". Ég veit allt um öryggið og það er fyrsta flokks. Þetta á ekki að vera hættulegt ef farþegar fara eftir settum reglum, - en ég yrði bara fárveikur, ég sem er m.a.s. bílveikur!" sagði uppfinningamað- urinn. Ron Toomer hannaði og aðstoð- aði við byggingu á mörgum skemmtitækjum í Disneylandi, þar á meðal hina sívinsælu Sjóræn- ingia-rennibraut. Á þessu ári hefur Toomer unnið við að koma upp „Sex flagga ævintýrabrautinni" í Jackson í New Jersey, en þar eru 7 stórir hringir, sem rennibrautin fer um og fólkið í henni stendur á haus í beygjun- um!. Hæsta rennibraut sem Toomer hefur gert er í skemmtigarði í Sandusky, Ohio, en hún er yfir 60 metrar á hæð og fer með feikna- hraða. Hún kemur vel út við há- vaðamælingar og er þar með sönn- uð sem vinsælt skemmtitæki, þar sem allir öskra hástöfum, enda er gælunafnið á rennibrautinni „Öskurvélin" Toomer var spurður hvort ekki væru einhver takmörk fyrir þessum skemmtitækjum. Hvort nú væri ekki kominn toppurinn í þessari hönnun. Hann svaraði því til, að það væru kannski fjármálaleg takmörk, því að það væru ekki byggð slík tæki nema að þau borg- uðu sig, - en tæknilega væri hægt að gera margt fleira og enn stór- kostlegra, bætti hann við, uppfinn- ingamaðurinn sem helst ekki fer upp í barnahringekju því að þá svimar hann! En hver fær þá grísinn ? Hann Charlie Sheen (úr Sheen- leikara-fjölskyldunni) hefur beðið sér konu - og fengið j áyrði. Charlie er þekktur fyrir leik sinn í mörgum kvikmyndum, svo sem eins og Platoon, „Young Guns“ o.fl. Hann og vinkona hans, Kelly Preston, eru sögð ætla að ganga bráðlega í hjónaband. En Kelly var áður gift leikaran- um George Clooney, - og þau eiga í miklu stríði um forræði eða yfirráð - ekki yfir barni, heldur er það grísinn Max sem þau berjast um! Þegar þau Kelly og George skildu varð grísinn eftir hjá George. Nú vili hún endilega fá grísinn sinn aftur, og þau eru komin í hart út af Max. Kelly er 25 ára og þykir mjög efnileg leikkona. Hún gengur nú með dýrmætan demantshring frá Charlie og hann hefur sömuleiðis heitið því að styðja hana í barátt- unni um gæludýrið hennar. Og þrátt fyrir það, að Charlie sé með ofnæmi fyrir ýmsum dýrum, þ.á. m. svínum, þá vill hann að Kelly fái að hafa Max hjá sér í nýja húsinu sem þau eru að byggja fyrir norðan Los Angeles. Grísinn Max hefur verið alinn upp eins og hundur, segja vinir þeirra. Það er farið með Max í gönguferðir í bandi, hann eltir bolta og vill helst sofa til fóta í rúminu hjá eiganda sínum. Líklega fær hann þó ekki að vera í svefn- herbergi hjónanna þegar þar að kemur vegna ofnæmis Charlies. „Svo er Max mjög þrifinn, og gengur að sínum matardalli og sandkassa eins og þrifinn heimilis- köttur," segir Kelly. Charlie Sheen og Kelly Preston ætla að fara að gifta sig, — en hver kemur til með að fá grísinn Max?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.