Tíminn - 28.10.1989, Page 17

Tíminn - 28.10.1989, Page 17
Laugardagur 28. október 1989 Tíminn 29 llllllliiiillllllllllllllll ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur: Hörkuleikir um helgina Fimm hörkuleikir eru á dagskrá í úrvalsdeildinni í körfuknattleik um helgina. Búast má við spennandi keppni í öllum þessum leikjum, þar sem lið af svipuðum styrkleika leiða saman hesta sína. Grindavík-Tindastóll: Grindvíkingar eru sterkir á heima- velli, en norðanmenn eru í mikilli sókn um þessar mundir. Leikurinn hefst kl. 16.00 á sunnudag. Njarðvík-Keflavík: Tvímælalaust stórleikur helgarinn- ar. Tapa Njarðvíkingar sýnum fyrsta leik í vetur, eða heldur liðið sigur- göngu sinni áfram. Leikur Suður- nesjarisanna hefst kl. 16.00 sunnu- dag. Reynir-Þór: Fallbaráttuleikur helgarinnar. Reynismenn hafa verið í sókn, sér í lagi á heimavelli sínum og Þórsarar hafa unnið síðustu tvo leiki sína, gegn ÍR og Grindavík nyrðra. Þessi leikur hefst í Sandgerði kl. 20.00. KR-Valur: Stórslagur Reykjavíkurliðanna fer að þessu sinni fram á Seltjarnarnesi og hefst kl. 20.00. KR-ingar eru nýkomnir til landsins úr Frakklands- ferð og gætu þess vegna verið lúnir, en Valsmenn eru í sókn og hafa tapað leikjum sínum naumlega uppá síðkastið. Haukar-ÍR: Lið Hauka hefur náð að sýna góða leiki, en þess á milli dottið niður. ÍR-ingar hafa tapað síðustu 4 leikj- um st'num og verða að rífa sig upp í þessum leik sem hefst kl. 20.00 í Firðinum. 1. deild karla: í 1. deild karla eru tveir leikir á dagskrá um helgina. Kl. 13.00 í dag mætast í Hagaskóla Léttir og Bolvík- ingar, en kl. 14.00 hefst viðureign UIA og Borgnesinga á Egilsstöðum. í gærkvöld léku ÍA og Snæfell og hins vegar Breiðablik og Bolungar- vík. Úrslit hafa ekki borist. 1. deild kvenna: Þrír leikir eru á dagskrá í 1. deild kvenna um helgina, allir á sunnudag. f Grindavík mætast heimadömur og Stúdínur kl. 20.00. í Hagaskóla leika KR og fBK kl. 14.00 og í Njarðvík fær heimaliðið Hauka í heimsókn kl. 20.00. Lávarðadeild: í Lávarðadeild leika körfuknatt- leiksmenn sem náð hafa 30 ára aldri. í þeirri deild eru tveir leikir á dagskrá í dag. Fram og Njarðvík leika kl. 16.30 í Hagaskóla og á Laugarvatni mætast heimamenn og KRkl. 14.00. BL Björn Steffensen og félagar í ÍR mæta Haukum á sunnudagskvöld kl. 20.00 í íþróttahúsinu við Strand- götu. Á myndinni af ofan er Ingimar Jónsson til varnar fyrir Hauka. Fimm spennandi leikir eru á dag- skránni í úrvalsdeildinni um helgina. Handknattleikur: Tapa Valsmenn afturáNesinu Fjórða umferð 1. deildar karla í handknattleik fer fram um helgina. Spennandi leikir eru á dagskrá og hart verður áreiðanlega barist í þeim öllum. Fjórir leikir eru í dag kl. 16.30, en umferðinni líkur annað kvöld í Laugardalshöll. KA-FH: Heimamenn hafa verið að tapa með litlum mun á heimavelli sínum og þeir mæta eflaust grimmir til leiks í dag gegn Hafnarfjarðarliðinu sem verður án Héðins Gilssonar, sem er í leikbanni. Stjarnan-Víkingur: Sennilega toppleikur umferðarinnar í Garðabæ í dag. Stjarnan er eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað stig til þessa. Víkingar hafa verið óheppnir í leikjum sínum það sem af er og gætu allt eins verið með 6 stig í staðin fyrir 3 stig. ÍR-ÍBV: Mjög mikilvægur leikur í fallbarátt- unni. ÍR-ingar eru erfiðir í Selja- skóla og eini leikur þeirra til þessa á heimavelli í deildinni vannst nokkuð létt. Eyjamenn eru þó til alls líklegir. Grótta-Valur: Valsmenn muna eflaust eftir leikn- um á Nesinu í fyrra, en það var eini tapleikur Vals á íslandsmótinu þá. Skildu Gróttumenn endurtaka leik- inn, eða hafa Valsmenn lært af reynslunni. KR-HK: Fjórðu umferð líkur með leik KR og HK í Laugardalshöll kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Eftir góða byrjum ættu KR-ingar af hafa sigur, en HK-menn unnu síðasta leik sinn og eru því komnir á bragðið. 1. deild kvenna: Fjórir leikir eru á dagskrá í 1. deild kvenna um helgina. I Garðabæ mætast Stjarnan og Víkingur kl. 15.00 og á sama tíma leik á Seltjarn- arnesi Grótta og Fram. Á morgunn leika síðan Haukar og Valur kl. 14.00 í Firðinum og kl. 19.99 leika KR og FH í Höllinni. 2. deild karla: Aðeins tveir leikir eru á dagskrá í deildinni um helgina og verða þeir báðir á morgunn. Þá mætast FH b og Fram í Firðinum kl. 15.15 og kl. Haukur Magnússon valinn leikmaður Þróttar 1989 Haukur Magnússon var valinn knattspyrnumaður Þróttar árið 1989. Kjörinu var lýst á fjölmennri uppskeruhátíð knattspyrnudeildar sem haldin var í Danshúsinu Glæsi- bæ fyrir skömmu. Val knattspyrnumanns ársins hjá Þrótti á sér langa sögu en valið stendur á milli þeirra leikmanna sem þykja skara fram úr í einstökum flokkum. Eftirtaldir voru kjörnir leikmenn flokkanna: Erlendur Sigurðsson í 6. flokki, Fjalar Þorgeirsson í 5. flokki, Jón Ottósson í 4. flokki, Reynir Ólafsson í 3. flokki og Haukur Magnússon í meistaraflokki. Auk þess voru veitt- ar viðurkenningar fyrir æfingasókn og framfarir. í 6. flokki var Bergþór Morthens með besta æfingasókn en framfaraverðlaunin fengu Björgólf- Haukur Magnússon knattspyrnu- maður Þróttar 1989. Tímamynd Þorgeir 14.00 mætast Selfyssingar og Haukar á Selfossi. 2. deild kvenna: Eini leikur helgarinnar er viður- eign ÍR og Aftureldingar í Seljaskóla kl. 15.00 í dag. 3. deild karla: Þrír leikir eru á dagskrá í 3. deildinni um helgina. { dag kl. 13.30 eru tveir leikir á dagskrá. f Garðabæ leika Stjarnan b og ÍS og í Seljaskóla leika ÍR b og Haukar b. Á morgunn mætast síðan í íþróttahúsinu við StrandgötuÍHogGróttabkl. 16.30. BL Um helgina: Fimleikar blak og badminton Norðurlandamótið í nútímafim- leikum hefst í dag kl. 14.00 Laugardalshöll, en keppendur eru um 40 talsins. Athyglisverð keppni sem ástæða er að mæla með. Badminton TBR gengst í dag fyrir einliða- leiksmóti karla og kvenna í húsi sínu við Gnoðarvog. Keppni hefst kl. 10.00. Blak Keppni í deildunum liggur niðri vegna 2. og 3. flokks móts á Akureyri. BL ur Ólafsson, Hallur Hallsson og Garðar Jóhannsson. í 5. flokki var Óskar Þór Ingólfsson með besta mætingu og Öm Gunnarsson fékk framfaraverðlaunin. í 4. flokki var það leikmaður flokksins, Jón Ottós- son, sem var með besta mætingu en Njörður Ludwig þótti sýna mestar framfarir. í 3. flokki voru fjórir piltar, Vignir Arason, Guðni M. Ingvason, Björgvin Guðbrandsson og Tómas Eggertsson með besta æfingasókn en mestar framfarir sýndi Þór Curtis. Þá var valinn Þróttardómari ársins og fyrir valinu varð Óli Ólsen sem innti af hendi rúmlega 40 störf fyrir Þrótt í knattspyrninnu á þessu tíma- bili. Fékk Óli veglegan bikar, sem gefinn er af Helga Þorvaldssyni, til varðveislu næsta árið. Laugardagur kl.13:55 43. LEIKVIKA- 28. okt. 1989 inn Leikur 1 Arsenal - Derby Leikur 2 Aston Villa C. Palace Leikur 3 Charlton - Coventry Leikur 4 Chelsea - Man. City Leikur 5 Man. Utd. - Southampton Leikur 6 Millwall - Luton Leikur 7 Norwich - Everton Leikur 8 Nott. For. - Q.P.R. Leikur 9 Sheff. Wed. - Wimbledon Leikur 10 Bradford - Leeds Leikur 11 Middlesbro - W.B.A. Leikur 12 Watford Sheff. Utd. Símsvarl hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Tvöfaldur pottur II!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.