Tíminn - 28.10.1989, Side 19

Tíminn - 28.10.1989, Side 19
Laugardagur 28. október 1989 Tíminn 31 Lögfræðingar andskotast í gamla fólkinu á elliheimilunum því bankarnir neyða menn til að: Veðsetja pabba og mömmu Mynd, sem enginn hestamaöur ætti aö vera án! Loks koma á markaðinn myndir, sem fjalla á hlutlausan og faglegan hátt um tamningu íslenska hestsins. Erfitt er að gera svo viðamiklu viðfangsefni skil í stuttum myndum, en vonandi hafa áhugamenn um íslenska hestinn bæði gagn og gaman af. Rætt er við marga fremstu hestamenn landsins og þeir miðla af reynslu sinni. Auk þess kemur fram margvíslegur fróðleikur um hestamennsku almennt. Góða skemmtun. Dreifing f) .. /jfsmz póstverslun Pöntunarsími 64 22 30 „Það er vægast sagt hræðilegt hvað margir eru enn andvaralausir varðandi það að ganga í ábyrgð á lánum fyrir aðra - virðast nánast líta á það eins og að gefa rithandarsýn- , ishorn. Að mínu mati er það eitt stærsta verkefni okkur að vara fólk við ábyrgð á lánum fyrir aðra og síðan ef okkur tækist að hemja bankana eitthvað í að þvinga fólk út í þetta helv... Okkur finnst það t.d. hrikalegt, að ef fólk fer í rekstur- sem alltaf fylgir nokkur áhætta - þá skuli það þurfa að veðsetja pabba sinn og mömmu. Síðan ef illa fer eru þessir blessaðir lögmenn að andskotast á gamla fólkinu inni á elliheimilunum“, sagði Grétar Kristjánsson hjá G-samtökun- um. Á hausinn vegna skulda annarra Hann telur það geta látið nærri að ábyrgðir á lánum fyrir vini og vanda- menn sé höfuðorsökin fyrir gjald- þroti um helmings þeirra sem leitað hafa til samtakanna. Gjaldþrot vegna bankalána virðist mest áber- andi. Enda píni bankarnir fólk nán- ast til að fara út í þetta. „Þegar þeir veita lán spyrja þeir aldrei hvort lántakandi geti borgað skuldina sjálfur, bara hvaða ábyrgðarmenn hann hefur. M.a.s. fólk í alveg vonlausri greiðslustöðu getur farið í banka og fengið framlengingu - þ.e. ef þeim tekst að ná í ábyrgðarmenn sem bankinn tekur gilda. Svo breyt- ist bara ekkert annað hjá skuldaran- um og þá er gengið að ábyrgðar- mönnunum", segir Grétar. Djöflast á ábyrgðarmönnum en... Það grátlega varðandi ábyrgðirnar segir hann einnig það, að innheimtu- lögfræðingarnir djöflist f ábygðar- manni, ef þeir telja hann auðveldari viðureignar, en sleppi kannski alveg að eltast við þann sem hann gekk í ábyrgð fyrir, þ.e. láti hinn raunveru- lega skuldara alveg í friði. „Þeir hreinlega segja: „Við erum eins og vatnið, förum bara auðveldustu leið- ina“. „Mann undrar líka að þessir inn- heimtulögfræðingar virðast ekki hafa nokkurt fjármálavit. Ég hef séð mörg dæmi um það að fólk hefur boðið upp á skynsamlegar lausnir sem leitt gætu til að allir fengju sitt, en það þarf bara tíma til þess. En lögfræðingarnir hafna þessu - vilja bara gjaldþrot þótt enginn fái þá neitt út úr því. Þetta er alveg merki- legt fyrirbæri. Þetta eru þeir sem við köllum háskólamenntuðu rukkarana. Það er ákveðinn hópur sem ekkert kann í lögfræði. Kunna aðeins að rukka inn reikninga, níðast á gamalmenn- um og sjúklingum og banka upp á hjá einstæðum mæðrum í Breiðholti og hóta þeim og síðan selja ofan af þeim þakið. Á sama tíma segja mér fróðir menn að skortur sé á góðum málflytjendum". Milljón í útborgun ekki sama og í afborgun af nýju húsnæði Grétar sagði þeim líka fjölgandi sem farið hafa flatt út af húsnæðis- málum. Það hafi kannski lent í því að selja íbúð og kaupa aðra, en síðan staðið á greiðslum frá kaup- endum. Þetta gerðist t.d. oft í sam- bandi við skipti. Aðrir hafi selt á algengum kjörum, þar sem útborgun dreifist á heilt ár eða meir og er alltaf vaxta- laus. En kaupi svo kannski á móti nýtt húsnæði (í byggingu) í staðinn, þar sem allt er rígbundið í vísitölur frá fyrsta degi. Eftir því sem líður á útborgunarárið eykst svo munurinn á vaxtalausu afborgununum sem fólkið fær og verðtryggðu afborgun- unum sem það á að greiða í nýju íbúðinni. Þessi getur skipt hundruð- um þúsunda áður en líkur. Vitlausasta kynslóð á íslandi Grétar var spurður hvort gamli „þetta reddast einhvernveginn" hugsunarhátturinn ætti ekki sinn þátt í gjaldþrotum einhverra, sem kannski lengi framan af æfi vöndust því að lán gátu gufað upp á nokkrum árum. „Jú, ég vil alls ekki draga úr því, að vitanlega er hluti af þessu svona allskonar óvitaskapur og vitleysa. Mín kynslóð - þessi stríðsárafram- leiðsla - er vitanlega vitlausasta kynslóð sem lifað hefur á íslandi. Þessvegna erum við nú m.a. farnir að gangast fyrir námskeiðum fyrir þetta fólk. Námskeið til að kenna okkur að reka fyrirtækið „heimili" á faglegan hátt. Þar er okkur t.d. sýnd skýr dæmi um það að ekki þarf meira en óundirbúin kaup á litlum bíl geta rústað fjárhag fjölskyldunn- ar“. Skjóta bankarnir saman í tölvu? Varðandi G-samtökin vill Grétar leiðrétta misskilning sem hann hefur orðið var við; þann að samtökin séu einskonar stéttarfélag gjaldþrota fólks. Þvert á móti sé markmið þeirra að reyna að forða öðrum frá því að lenda í gjaldþrotum og vand- ræðum, þ.e. að reyna aðstoða fólk áður en aðstæður eru orðnar von- lausar. Fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum sé t.d. mikilvægt að vita hvert fólk getur snúið sér og hvernig vænlegast er að skýra vandræði sín fyrir þeim sem hugsanlcga geta veitt aðstoð. Mikilvægt atriði sé að hafa yfirsýn yfir málin og geta lagt þau fram skipulega t.d. fyrir bankastjóra, en á það vilji vanta þegar fólk er við það að brotna niður. „Vegna þessa hef ég skrifað öllum bankastjórnum bréf þar sem ég mæl- ist til að bankarnir slái saman í tölvu fyrir samtökin. Við gætum þá tekið gögn hjá þessu fólki og sett þau skipulega upp. Ég hef þá trú að þessi tölva gæti orðið bönkunum góð fjárfesting", sagði Grétar. -HEI HJA ALÞYÐUBANKANUM hinn 2. nóvember næstkomandi. Frá og með þeim degi verður hætt að hafa opið á milli kl. 17:00 og 18:00 á fimmtudögum. Afgreiðslutími Alþýðubankans verður því frá klukkan 9:15 til 16:00, mánudaga til föstudaga. Alþýðubankínn hf Islenski hesturinn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.