Tíminn - 04.11.1989, Page 6
Laugardagur 4. nóvéfribér 1989
6 Tíminn____________________________________________
Titninn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélðgin í Reykjavik
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
Auglýslngastjóri: SteingrimurGislason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift f kr. 1000,-, verð f lausasölu f 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Þræta um reglugerð
Þegar Jón Helgason, þáverandi landbúnaðarráð-
herra, ákvað með reglugerð í mars 1987 að breyta
reglum um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða
verðlagsárið 1987-88 varð af því mikill pólitískur
þytur.
Þótt búvörulögin frá 1986 hefðu hlotið fullnægjandi
stuðning á Alþingi átti sú stefna sem lögin mörkuðu
eigi að síður andstæðinga, sem létu talsvert á sér bera
í umræðum um landbúnaðarmál. Andstöðu sína gegn
búvörulögunum byggðu þeir á því að alltof hægt væri
í sakirnar farið að breyta eldri landbúnaðarstefnu með
lögum þessum auk þess sem þeir tóku að ásaka
landbúnaðarráðherrann, Jón Helgason, um að hann
tefði enn fyrir samdrætti í landbúnaðarframleiðslu
með reglugerðarútgáfu sinni.
í þessum deilum um landbúnaðarstefnu fyrir 2-3
árum og framkvæmd hennar á vegum landbúnaðarráð-
herra bar ekki sérstaklega á því, að fjandmenn
landbúnaðarstefnunnar og andstæðingar ráðherrans
sem með málið fór, styddu mál sitt þeim rökum að
reglugerðin væri andstæð lögunum. Deilunum var
haldið innan almennra stjórnmálaraka um efni máls
en ekki lögskýringar.
Pess vegna kom það mjög flatt upp á flesta, þegar
Ríkisendurskoðun, sem nú er sjálfstæð stofnun á
vegum Alþingis, gerði sér hægt um hönd og úrskurðaði
a.m.k. eina reglugerð Jóns Helgasonar beinlínis
ólögmæta og allt sem á henni væri byggt hlyti því að
vera lögbrot. Þótt þetta álit svo virtrar stofnunar sem
Ríkisendurskoðunar hlyti út af fyrir sig að hafa
neikvæð áhrif á málstað Jóns Helgasonar, er þó vert
að vekja athygli á því að almennt varð sá skilningur
ríkjandi í fjölmiðlaheiminum og meðal þeirra sem
annars höfðu lýst sig andvíga landbúnaðarstefnu
ráðherrans, að ekki væri unnt að byggja andstöðuna
á ásökunum um að reglugerðir stæðustekki lög. Slíkt
væri alltof langsótt aðferð til þess að ná sér niðri á
ráðherranum og utan við umræðusvið stjórnmála-
manna.
Lögfræðilegar álitsgerðir sem teknar hafa verið
saman um þessa djörfu ályktun Ríkisendurskoðunar
benda til og kveða upp úr um að ásakanir á ráðherrann
eiga ekki við rök að'styðjast. Sú skoðun er skýr í
álitsgerð lögfræðinganna Tryggva Gunnarssonar og
Þorgeirs Örlygssonar prófessors, þar sem þeir segja að
ráðherrann hafi haft fullan formlegan rétt til að setja
þær reglur sem hann gerði og að þær séu efnislega
innan marka búvörulaganna.
Nú liggur fyrir álitsgerð frá Lagastofnun Háskóla
íslands um almenn málefni Ríkisendurskoðunar og
lögbrotaásakanir hennar á hendur Jóni Helgasyni.
Álitsgerð þessi er tekin saman að beiðni Alþingis.
Lagastofnun vísar þar til þess að Tryggvi Gunnarsson
og Þorgeir örlygsson hafi samið álitsgerð um lögbrota-
kenningu Ríkisendurskoðunar. Segir Lagastofnun að
í álitsgerð þeirra Tryggva og Þorgeirs komi fram
„rökstutt svar“ við spurningu Alþingis sem til hennar
hafi verið beint. Lagastofnun bendir á það, sem varla
þarf að taka fram, að það heyri undir dómstóla að
skera úr um stjórnskipulegt gildi reglugerða, en telur
ekki ástæðu til að fjalla nánar um þetta atriði.
Þetta mál mætti að skaðlausu verða úr sögunni.
F
1 -^tnn MIKILVÆGASTI
ráðherrastóll hverrar sjálfstæðr-
ar og fullvalda þjóðar er embætti
utanríkisráðherra. Ekki fer milli
mála að sjálfstæði í utanríkis-
málum ræður úrslitum um það,
hvort þjóð er tekin alvarlega
sem fullvalda ríki.
í höndum Dana
Þetta hefur íslendingum lengi
verið ljóst. Þótt sjálfstæðisvið-
urkenningin 1. desember 1918,
þegar ísland varð sjálfstætt ríki
í konungssambandi við Dan-
mörku, væri einstakur atburður
í sjálfstæðisbaráttunni, þá var
það eins og fleinn í holdi þjóðar-
innar, að Danir fóru með utan-
ríkismál íslendinga, danskir
sendiherrar og konsúlar um all-
an heim komu fram sem fulltrú-
ar íslenskra utanríkismála og
handhafar íslensks ríkisvalds að
þessu leyti. Þetta skerti ekki
aðeins sjálfstæðismetnað íslend-
inga, heldur gaf útlendingum
fulla ástæðu til að halda að
íslendingar væru aðeins sjálf-
stæðir að nafninu til, ísland væri
einhvers konar fylki í Dana-
veldi.
Þótt síst sé ástæða til að gera
lítið úr sjálfstæði íslendinga á
árunum 1918 til 1944, því að sá
tími er afar merkilegur í sögu
landsins, þá er tímabært að rifja
það upp, að lengi framan af og
fram eftir þessu tímabili, var
það ekki krafan um stofnun
lýðveldis sem hæst bar í umræð-
um um stjómskipunar- og
stjómarfarsmálefni, heldur
krafan um það að íslendingar
tækju utanríkismálin algerlega (
sínar hendur ásamt því að bera
sjálfir uppi landhelgisgæsluna án
danskrar aðstoðar. Leifar
danska valdsins vom lífseigar í
utanríkismálum og gætti einnig
í landhelgisgæslunni framan af
þessu fyrra tímabili sjálfstæðs
íslensks ríkis.
íslenskum þjóðfrelsismönn-
um var því efst í huga að búa sig
undir það að þjóðin færi sjálf
með sín utanríkismál, sem í
raun þýddi það að sérstakt ráðu-
neyti yrði stofnað til þess að
sinna þeim málum og komið
yrði upp sjálfstæðri, íslenskri
utanríkisþjónustu. Ekki er ann-
að að sjá en að utanríkismála-
umræðan hafi „skyggt á“ önnur
mál, ef svo má til orða taka, í
viðræðum Dana og íslendinga á
fjórða áratugnum um endur-
skoðun sambandslaganna og
framkvæmdarinnar á þeim. Svo
virðist sem hugmyndin um lýð-
veldisstofnun og þar með afnám
konungssambandsins, hafi ekki
orðið brennandi pólitískt stefnu-
mál stjómmálaflokka fyrr en
síðar, þegar uppsagnartími sam-
bandslagasáttmálans tók að
nálgast og ástand heimsmála
lagði íslendingum beinlínis upp
í hendumar að skoða sambandið
við Dani í nýju ljósi.
Merking orða
og túlkun
Þessi upprifjun á 50-60 ára
gamalli pólitík á íslandi segir
býsna margslungna sögu, sem
hægt væri að greina nánar og
túlka betur en hér er kostur. I
rauninni væri þess full þörf að
hefja umræðu í landinu um ís-
lenska stjómarskársögu og sögu
íslensks stjómarfars með sér-
stöku tilliti til utanríkismála og
þróunar utanríkisþjónustunnar.
Það myndi auðvelda mörgum að
skilja hvað það er að vera sjálf-
stæð og fullvalda þjóð.
Mjög margt bendir til þess að
íslenska þjóðin standi á tíma-
mótum hvað varðar skilning á
efni og inntaki sjálfstæðis- og
fullveldishugtaksins. Full ástæða
er til að ætla að þeim fari
fjölgandi sem leggja annan
skilning í þetta hugtak en gert
var fyrr á þessari öld og allt fram
á þennan dag. Hingað til hafa
stjómmálamenn talið sig vita
hvað sjálfstæði og fullveldi þjóð-
arinnar er og treyst því að sá
skilningur þjónaði ekki aðeins
sjálfstæðismetnaðinum sem
slíkum, heldur væri sjálfstæðið
undirstaða efnalegrar afkomu
þjóðarinnar og menningarfram-
fara í landinu.
Þessi skilningur, sem á rætur
að rekja til Jóns Sigurðssonar
forseta og samherja hans á 19.
öld, er ekki einhlítur lengur.
Miklu fremur virðast ýmsir
áhrifamenn í þjóðfélaginu hafa
tekið höndum saman um að
gera þennan gamla skilning tor-
tryggilegan og best geymdan í
úreldingarsjóði gamalla þjóð-
rembuhugmynda. Þess vegna
má allt eins búast við því að á
næstu ámm verði ýtt fast á eftir
um að breyta viðteknum
skoðunum um fullveldis- og
sjálfstæðishugtakið og koma
þjóðinni í skilning um að þær
séu einstrengingslegar og and-
stæðar þeirri alþjóðahyggju sem
nú ríkir í heiminum, einkanlega
í lýðræðisríkjum Evrópu, sem
íslendingar em tengdir
menningar- og hagsmunabönd-
um.
Ekki er nokkur vafi á því að
fráhvarfið frá fyrri skoðun um
sjálfstæðis- og fullveldismál mun
vaxa á næstu ámm, ef umræður
um utanríkis- og alþjóðamálefni
verða í því fari sem þær hafa
smám saman verið að festast í.
Það sem gerst hefur er einfald-
lega það að sjálfstæðis- og full-
veldismál em alls ekki til um-
ræðu, þegar rætt er um utanrík-
is- og alþjóðamálefni þvert ofan
í það sem áður var. Má til sanns
vegar færa, að íslensk sjálfstæð-
ismál hafi ekki verið nefnd á
nafn í sambandi við utanríkis-
og alþjóðamál síðan Einar
Ágústsson utanríkisráðherra
undirritaði samkomulag við
Breta um lok þorskastríðsins og
landhelgisdeilunnar árið 1976.
Síðan hefur lítil þörf verið talin
á því að ræða um íslenska sjálf-
stæðisbaráttu eða varðveislu
sjálfstæðis og fullveldis íslensku
þjóðarinnar.
Á fáum ámm hefur tekist að
rækta þá skoðun og gera hana
all útbreidda að allt þetta sjálf-
stæðistal, sem fólki var innrætt í
deilum við Dani og Breta, sé
úrelt rómantískt húmbúkk, sem
aðeins hafði tímabundið pólit-
ískt markmið, en ekkert lang-
tímagildi. Rómantískar hug-
myndir em að vísu taldar góðar
meðan þær þjóna praktískum
tilgangi eins og þær gerðu í þrefi
við Dani og Breta um hluti sem
íslendingum var augljóst gagn
að eins og það að ýta Dönum út
til að rýma fyrir íslenskum at-
hafnamönnum í landi sínu eða
losna við ágang Breta og annarra
útlendinga af fiskimiðunum við
landið meðan það var. Þá var
gott að geta borið fyrir sig þjóð-
réttindi, sj álfstæðisyfirlýsingar
og þjóðlegan metnað smáríkja í
umræðum um utanríkis- og al-
þjóðamál. Að dómi margra
áhrifamanna nú em þetta ekki
gild rök lengur. Öðm nær. Þau
henta ekki þeirri umræðu sem
nú á sér stað á alþjóðlegum
umræðuvettvangi, segja þeir.
Evrópuhreyfing
Undanfarin ár hafa umræður
um alþjóðamál hér á landi beinst
að nýjum sviðum, þ.e.a.s þróun
Evrópumálefna, í stuttu máli
sagt: hugmyndum og áætlunum
um sameiningu Evrópu. Þessar
hugmyndir verða til fljótlega
eftir lok heimsstyrjaldarinnar
1945 og hafa þróast með ýmsum
hætti síðan. Framan af var rætt
um „Evrópuhreyfingu“ á mjög
breiðum og óafmörkuðum
grundvelli og skírskotað til sam-
eiginlegrar sögu- og menningar-
arfleifðar Evrópu, sem gæti ver-
ið grundvöllur miklu nánara
samstarfs milli þjóðanna en ver-
ið hafði. Stofnun Evrópuráðsins
1949 var ávöxtur þessarar menn-
ingarsögulegu umræðu. Þar hef-
ur ætíð verið lögð áhersla á
félags- og mannúðarmál og vest-
rænar þingræðishefðir og leitast
við að samræma löggjöf aðildar-
þjóða á þeim sviðum, stundum
með nokkrum árangri.
En Evrópuráðið hefur alltaf
verið áhrifalítið í meiriháttar
samskiptum þjóðanna og það
því fremur að voldugustu ríki
álfunnar ætluðu Eviópuhreyfingunni
miklu meira hlutverk en að fást
við hin „mjúku mál“ ein saman.
Það sem fyrst og fremst vakti
fyrir hinum voldugu iðnveldum
Evrópu var að endurskipuleggja
viðskipta- og efnahagsstarfsemi
álfunnar með náinni samvinnu
og samhæfingu á sviði fram-
leiðslu og viðskipta. Fljótlega
tók sú fyrirætlan þá stefnu að
mynda sameiginlegt markaðs-
svæði með frjálsu flæði fjár-
magns og vinnuafls og hindrun-
arlausri verslun og frjálsum við-
skiptum. Efnahagsbandalag
Evrópu verður til 1958 sem tolla-
bandalag, en augljóst þá þegar
að markið var sett miklu hærra
eins og nú hefur komið á daginn.
Nú kallast samtökin Evrópu-
bandalag og hafa á sér það snið
að verða nánast bandaríki Evr-
ópu þegar fram í sækir. En
hvaða merkingu hefur það orð?
Bandaríki Evrópu
Þótt að vísu væru til menn á