Tíminn - 10.11.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.11.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 10. nóvember 1989 ÚTLÖND ■■II FRÉTTAYFIRLIT BEIRUT - Á meöan sprengj- ur sprungu í Beirút reynir Rene Muawad hinn nýkjörni forseti landsins að koma saman nýrri ríkisstjórn, en lítið virðist hon- um ganga við það. Á meðan reynir Michel Aoun yfirmaður herliðs kristinna að fá kristna menn á sitt band, en hann hefur lýst því yfir að kjör Muaw- ads sé ekki löglegt. SAMEINUÐU ÞJÓÐ- IRNAR - Ríkisstjórn Níkar- agva hóf friðarviðræður við Kontraliða með því að kröfunni um að skærulioasveitir þeirra verði leystar upp. Ef það verði samþykkt muni stjórnarherinn þegar hætta hernaðaraðgerð- um. BONN - Helmut Kohl kansl- ari Vestur-Þýskalands hélt í sex daga heimsókn til Póllands og er för hans talin geta orðið tímamótaatburður sem breyti samskiptum landanna, sem hafa verið heldur stirð frá upp- hafi síðari heimstyrjaldarinnar. PHNOM PENH - Ríkis- stjórn Kambódíu fagnaði þeirri ákvörðun ríkisstjórn Bretlands um að hún myndi sniðganga Rauða Khmera og senda fólki í Kambódíu hjálpargögn milli- liðalaust. AMMAN - Samtök strang- trúaðra múslíma unnu sigur í fyrstu þingkosningunum í Jórdaníu í 22 ár. Engin af þeim tólf konum sem voru í framboði komust inn á þing. FATEHPUR - Vishwanath Pratap Singh einn helsti leið- togi stjórnarandstöðunnar í Indlandi sagðist sannfærður um að Kongressflokkurinn yrði lagður að velli í komandi kosn- ingum, en sagðist ekki sjálfur vilja taka við embætti forsætis- ráðherra. Hann sagðist ætla að halda áfram verki sínu utan ríkisstjórnar að kosningum loknum. MANILA - Róttækar áætl- anir sem miða að endurskipu- lagningu lögreglu og hers á Filipseyjum og felast meðal annars í því að setja fjölda liðsforingja á eftirlaun fyrir tímann, eru bæði hættuleg og óæskileg að viti yfirmanna hersins. I bréfi til Corazon Aquino forseta Filipseyja seair Fidel Ramos varnarmálaráð- herra landins að frumvarps- drög þessa efnis væru illa undirbúin og gætu raskað valdajafnvægi í landinu. Ram- os var dygaur stuðningsmaður Marcosar forseta þar til hann söðlaði um og veðjaði á Cora- zon. Hann héit því fyrri völdum sínum eftir að Marcosi var komið frá. Miðstjórnarfundur kínverska kommúnistaflokksins: Deng sleppir hönd af Alþýðuhernum Deng Xiaoping hinn aldni leiðtogi Kína lét af embætti æðsta yfirmanns kínverska Alþýðuhersins á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins í gær. Við tekur Jiang Zemin hinn nýji leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins sem tók við því embætti af Zhao Ziyang eftir blóðbaðið mikla á Torgi hins himneska friðar í júnímánuði. Þá sendi Deng Alþýðuherinn gegn kínverskum stúdentum sem kröfðust Iýðræðis og var það í fyrsta skipti sem Alþýðuhernum er beitt gegn kínverskri alþýðu. Þrátt fyrir þessa afsögn virðist allt benda til þess að Deng haldi stöðu sinni sem æðsti maður Kínaveldis. Er talið að Deng sé að styrkja stöðu Jiang í því valdatafli sem ætíð hefur ríkt í kínverskum stjórnmálum og undirbúa Jiang í að taka við æðstu völdum. Athygli vakti að miðstjórnin gat ekki komið sér saman um hvað ætti að gera við Zhao Ziyang fyrrum leiðtogaflokksins, en harðlínu- mennirnir boluðu honum frá í júní- byrjun vegna umbótahugmynda hans og daður við lýðræðishreyfingu stúdenta. Hann hefur nú ekki sést í sex mánuði. Þar að auki var ekki kosið í þrjár stöður lausar stöður í stjórnarnefnd kommúnistaflokksin og þykir það benda til þess að þrátt fyrir að harðlínumennirnir hafi orðið ofan á í uppgjörinu þegar lagt var til atlögu við námsmennina í júnímánuði, þá hafi umbótasinnar enn nokkur ítök í flokknum. ■■ Ozal sver forsetaeið íhaldsmaðurinn Turgut Özal sór embættiseið sinn sem forseti Tyrklands fyrir hálf tómu húsi í tyrkneska þinginu. Þá útnefndi hann Yildirim Akbulut forseta þingsins sem sinn eftirmann í embætti forsætisráðherra landsins. Stjórnarandstaðan sniðgekk eiðatöku Özals í mótmælaskyni, en stjórnarandstaðan hefur sakað Özal um spillingu. Özal er fyrsti forseti Tyrklands í þrjá áratugi sem ekki hefur komist til valda í stjórnmálum í gegnurn herinn. Özal hét því að láta flokkspól- itísk mál ekki hafa áhrif á störf sín sem forseti Tyrklands, en hann mun gegna því embætti næstu sjö árin ef ekkert óvænt kemur fyrir. Özal er stofnandi Móðurlands- flokksins sem fer með stjórnvöl- inn í Tyrklandi og komst hann til valda sem forsætisráðherra í kosningunum 1983 eftir þriggja ára stjórn herforingjastjórnar. Forseti landsins síðan þá hefur verið hershöfðinginn Kenan Evr- an sem leiddi valdatöku hersins árið 1980. Bílferja í árekstri á Norðursjó Þrír létu lífið og sjö manns slösuðust alvarlega þegar danska bílaferjan Hamburg og sænska flutningaskipið Helgoland rákust saman á Norðursjó í fyrrakvöld. Ekki er vitað af hverju skipin sigldu saman, en Ijóst er að þýska strandgæsluskip hafði varað bæði skipin við að árekstur væri yfir- vofandi. - Við vitum ekki af hverju þetta gerðist. Skipstjórnar- mennirnir hljóta að hafa séð til skipa hvors annars og þeir voru varaðir við af strandgæslunni í tíma, sagði talsmaður lögregl- unnar í Bremen eftir slysið. Ekki hefur enn verið borin kennsl á lík hinna látnu, þar sem þau voru svo illa farin eftir árekst- urinn. Fólkið sem slasaðist fékk fyrstu ummönnun um borð í ferjunni, en síðan var flogið með það í þyrlum til sjúkrahúsa í Vestur-Þýskalandi. Deng Xiaoping æðsti leiðtogi Kínaveldis lét af störfum sem yfirmaður kínverska herráðsins. Hann sleppir því höndunum af Alþýðuhernum sem hann sendi inn í Peking í júnímánuði til að kæfa í blóði lýð- ræðishreyfingu stúdenta. Súdanskir skæruliðar segjast á sigurbraut Súdanskir skæruliðar segjast hafa unnið mikla sigra í austurhluta landsins að undanförnu og hafi náð þremur mikilvægum bæjum á sitt vald eftir harða bardaga við stjórnar- herinn. Eru bæirnir þrír skammt frá landamærum Súdan og Eþíópíu rétt við Bláu Níl. Yfirlýsing þessa efnis var flutt í fréttatíma á útvarpsstöð Súdanska þjóðfrelsishersins. Hörð átök munu hafa staðið um bæina undanfarna sjö daga. Hafa skæruliðar nú gefið stjórnarhernum í þremur öðrum ná- lægum bæjum tvo sólarhringa til að hafa sig á brott eða gefast upp áður . en Súdanski þjóðfrelsisherinn gerir á þá árás. Þessar fréttir eru ekki góðar fyrir Omar Hassan al-Bashir sem hét því í síðasta mánuði þegar hinn hernað- arlega mikilvægi bær, al-Kurmuk féll í hendur skæruliða, að stjórnar- herinn myndi brjóta skæruliða á bak aftur fyrir áramót. Sovétmenn fagna umbót- um í Austur-Þýskalandi Sovésk stjórnvöld fögnuðu þeim breytingum sem orðið hafa í forystu austurþýska kommúnistaflokksins undanfarna daga og þeirri umbóta- stefnu sem hinir nýju leiðtogar hafa heitið. Þar að auki gaf Gennady Gerasimov talsmaður sovéska utan- ríkisráðuneytisins í skyn að Sovét- menn munu ekki setja sig upp á móti nýrri ríkisstjórn í Austur-Þýskalandi sem ekki væri undir stjórn kommún- ista, svo fremi sem Austur-Þjóðverj- ar segi sig ekki úr Varsjárbandalag- inu. Gerasimov sagði á blaðamanna- fundi í gær að Sovétmenn muni taka upp málefni Austur-Þýskalands á leiðtogafundi risaveldina í næsta mánuði þegar Mikhaíl Gorbatsjof og George Bush munu hittast ein- hvers staðar á Atlantshafinu. Hann tók það þó skýrt fram að sameining Þýskalands væri ekki raunhæf fyrr en Varsjárbandalagið og NATO gætu verið leyst upp sem hernaðar- bandalög. - Þessar breytingar eru til bóta, það er ljóst. Leiðtogar Austur- Þýskalands hafa byrjað viðræður við þjóð sína og væru nú að taka upp eigin útgáfu á umbótastefnu Sovét- ríkjanna, sagði Gerasimov á blaða- mannafundinum. Gerasimov bætti því við að Sovét- menn myndu sína sama umburðar- lyndi við ríkisstjórn án kommúnista í Austur-Þýskalandi sem þeir sýna nú ríkisstjórn Póllands sem er undir forystu Samstöðu. Eina skilyrðið væri að Austur-Þýskalands segði sig ekki úr Varsjárbandalaginu. - Pólland er dyggur meðlimur varsjárbandalagsins og Pólverjar hafa samsteypustjón, það er ekki ríkisstjórn kommúnista í Póllandi. Þið sjáið ríkisstjórnir breytast, en alþjóðlegar skyldur þeirra haldast... Það er þeirra ákvörðun, eins og í Póllandi, sagði Gerasimov um það hvort Austur-Þjóðverjar gætu sett kommúnista til hliðar. Frá Austur-Þýskalandi var það helst að frétta í gær að hin nýkjörna stjórnarnefnd kommúnistaflokksins ákvað að boða til sérstakrar neyðar- ráðstefnu í næsta mánuði um framtíð . kommúnistaflokksins. Á ráðstefnan að fjalla um stefnu flokksins og hugsanlegar breytingar í forystuliði hans. Ekki hafa allir tekið umrótinu í kommúnistaflokknum vel. Yfirmað- ur flokksins í bæ einum við landa- mærin að Póllandi skaut sig eftir að hafa setið undir harðri gagnrýni almennings og flokksfélaga. Þá voru félagar í kommúnista- flokknum í Halle ekki að tvínóna við hlutina. Þeir spörkuðu leiðtoga sínum, Hans-Joaghim Boehme, þrátt fyrir að hann hafi haldið sæti sínu í stjórnarnefnd kommúnista- flokksins í kosninpnnum í fvrradap

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.