Tíminn - 10.11.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.11.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn DAGBÓK 90 ára afmæli í dag, föstudaginn 10. nóvember, verð- ur níræður Guðmundur Bcrnharðsson frá Ástúni, Hátúni 10. Hann tekur á móti gestum í safnaðarheimili Áskirkju kl. 5-8. Neskirkja: Félagsstarf aldraðra Samverustund á morgun, laugardag kl. 15 í safnaðarheimiii kirkjunnar. Guðrún Jónsdóttir syngur einsöng. Upplestur. Munið kirkjubíiinn. Kvenfélag Fríkiikjusafnaðarins: BASAR Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur árlegan basar sinn á morgun, laugardaginn 11. nóvember, í safnaðarheimili kirkjunnar að Laufásvegi 13 og hefst hann kl. 14.00. Tekið verður við munum á basarinn í dag, föstudag, í safnaðarheimilinu kl. 17-21 og í fyrramálið frá kl. 9.00. Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudaginn 12. nóv.: Kl. 13.00 MOSFELL Ekið að Hrísbrú í Mosfellsdal og gengið þaðan á Mosfell (276 m). Létt gönguferð. Munið hlý föt og þægilega skó. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Verð kr. 600.-. Ferðafélag íslands. Útivist um helgina Dagsferð, sunnud. 12. nóv. Skemmtileg gönguleið í landi Mosfells- bæjar: Reykjaborg -Æsustaðafjall. Brottför kl. 13.00 frá Umferðarmið- stöð-bensínsölu. Stoppað við Árbæjar- safn og í Mosfellsbæ við Kaupfélagið. Kvðldferð mánud. 13. nóv. Tunglskinsganga og fjörubál á Álfta- nesi. Brottför kl. 20.00 frá Umferðarmið- stöð-bensínsölu. Útivist. Vetrar- hjólbarðar Hankook há- gædahjólbarð- ar frá Kóreu á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjól- barðaskiptingar BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavfk Símar: 91-30501 og 84844. Ingibjörg Eyþórsdóttir við eitt verka sinna. FÍM-salurinn: BAUTASTEINAR Ingibjörg Eyþórsdóttir opnar fyrstu einkasýningu sína í FÍM-salnum í kvöld kl. 20.00 lngibjörg stundaði nám við Myndlista- skóla Reykjavíkur árin 1982 til 1983 og síðan við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1983 til 1987. Myndirnar sem hún sýnir eru allar málaðar á sl. einu og hálfu ári. Sýningin ber yfirskriftina Bautasteinar. Sýningarsalur FÍM er opinn kl. 13-18 á virkum dögum en kl. 14-18 um helgar. VASAR, eitt verka Kristínar ísleifsdóttur á sýningunni. Kjarvalsstaðir: Síðasta sýningarhelgi Nú stendur yfir sýning á verkum Sveins Björnssonar málara í Vesturforsal Kjar- valsstaða. Á sýningunni eru málverk, skúlptúrar og fleiri verk. Sýningunni lýkur sunnudaginn 12. nóvember nk. Sýningu Kristínar ísleifsdóttur, sem er í Vesturforsal Kjarvalsstaða, lýkur einnig sunnudaginn 12. nóv. nk. Á sýningu hennar eru 80 verk unnin í leir á sl. tveim árum. Sýningarnar eru opnar alla daga kl. 11-18. Styrktarfélags vangefinna Sala er hafin á jólakortum félagsins. Pau eru með myndum af verkum listakon- unnar Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Hefur hún gefið félaginu frummyndirnar, 4 talsins, og verður dregið um þær 20. janúar 1990 og vinningsnúmer þá birt í fjölmiðlum. Í»:; • - kort verða í hverjum pakka og fylgir spjald, sem gildir sem happdrættis- miði. Verð pakkans er kr. 400. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins að Háteigsvegi 6, í versluninni Kúnst, Laugavegi 40, Nesapóteki Eiðistorgi og á stofnunum félagsins. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að kortin eru greinilega merkt félaginu. Til sölu 50 notuð kanínubúr ásamt fylgihlutum. Nánari upplýsingar í síma 93-56672 eftir kl. 7 á kvöldin. t Útför eiginkonu minnar, Sigríðar S. Sigurðardóttur (rá Vfðlvöllum, Fljótsdal, Berugötu 7, Borgarnesi verður gerð frá Borgarneskirkju, þriðjudaginn 14. nóv. n.k. kl. 2, eftir hádegi. Jón Sigurðsson Basar Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur sinn árlega basar í Félagsheimilinu sunnudaginn 12. nóvember kl. 14:00. Munum veitt mót- taka laugard. 11. nóvember kl. 13;00- 17:00 og sunnud. 12. nóv. frá kl. 10:00. Á næstunni kemur út ný plata Bergs Þórðar. Á plötunni eru 10 lög. Öll lög og allir textar eru eftir Berg. Auk hans syngja og leika á plötUnni þau Ásgeir Oskarsson, Magnús Sigurðarson, Friðrik Sturluson, Sigurður R. Jónsson, Ingólfur Steinsson og Andrea Gylfadóttir. 5 F (fimm eff) gefur plötuna út, en Skífan sér um dreifingu. Föstudagur 10. nóvember 1989 Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur við undirleik Geoffreys Parsons á Ijóðatón- leikum í íslensku óperunni. , Ljóðatónleikar í íslensku óperunni Sigríður Ella Magnúsdóttir, mezzo- sópran og Geoffrey Parsons, píanóleik- ari, halda ljóðatónleika í íslensku óper- unni sunnudaginn 12. nóvember nk. kl. 15.00. Á efnisskránni eru íslensk og erlend Ijóð, m.a. eftir Haydn, Schubert, Delius, Sibelius, Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinsson. Aðgöngumiðar eru seldir í Islensku óperunni. Hana nú: Laugardagsganga Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 11. nóvember. Lagt af stað frá Digra- nesvegi 12 kl. 10.00. I misjöfnum veðrum vetrarins búum við okkur hlýlega í bæjarröltinu. Mark- mið göngunnar er súrefni, samvera og hreyfing. Nýlagað molakaffi. MÍR: Mexíkómynd Eisensteins „Lifi Mexíkó" nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 12. nóv. kl. 16. Myndin er byggð á hugmyndum og myndefni sem Sergei Eisenstein, hinn frægi, sovéski leikstjóri, kvikmyndatökumaðurinn Edvard Tisse og kvikmyndaleikstjórinn Grígorí Alexandrov söfnuðu á ferð sinni til Mexíkó árið 1932. Eisenstein auðnað- ist aldrei að vinna úr efniviði sínum, en Alexandrov hefur sett þessa mynd saman úr því myndefni sem til var. Kvikmyndin sækir efni í sögu Mexíkó, langa og litríka. Skýringar á ensku eru með myndinni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þrjá Ijóðabækur eftir ung skáld Almenna bókafélagið hefur gefið út þrjár ljóðabækur ungra ljóðskálda og er það liður í átaki félagsins til eflingar íslenskri ljóðlist. Stundir úr lífi stafrófsins ncfnist ljóða- bók Sigmundar Emis Rúnarssonar. Sig- mundur er þekktur sem frétta- og fjöl- miðlamaður, en hann hefur áður gefið út tvær Ijóðabækur. Frostdinglar nefnist fyrsta ljóðabók Birgittu Jónsdóttur. Hún myndskreytir einnig bók sína. Einleikur á regnboga er fyrsta ljóðabók Steinunnar Ásmundsdóttur. f bókinni eru einnig ljósmyndir eftir Ingu Lísu Middleton. Ljóðskáldin þrjú munu kynna Ijóð sín á næstu vikum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Að vera - eða hafa veríð. Þúsundasti og annar dagurínn í lífi Halldórs Guðbrandssonar“ og Sjóferðin mikla, bamabók Bókaútgáfan Lífsmark hefur sent frá sér smáskáldsöguna „Að vera - eða hafa verið. Þúsundasti og annar dagurinn í lífi Halldórs Guðbrandssonar", eftir Guð- mund Björgvinsson. Þetta er fimmta bók höfundar, en hann hefur áður gefið út þrjár skáldsögur og eina matreiðslubók. Bókin Að vera - eða hafa verið er fyrstu um sinn til sölu hjá höfundi, í strætinu á daginn, en á öldurhúsum um nætur. Sama bókaútgáfa hefur gefið út barna- bókina „Sjóferðin mikla“, eftir Guð- mund Björgvinsson. Bókin segir frá ævintýralegri siglingu fimm ára stúlku í bleikri tunnu um heimshöfin. Hún kemst í náin kynni við fjölmörg sjávardýr á leið sinni, borðar t.d. rækju, leikur á hákarl o.s.fiv. Að lokum skolar henni á landi í Afríku, þar sem hún hittir fyrir flesta þá sem hún hefur hvað mestar mætur á; Línu langsokk, Mikka mús, Einar Áskel og fleiri. Þetta er fyrsta bamabók höfundar. Allar myndimar í bókinni em eftir höf- und hennar, Guðmund Björgvinsson. Gallerí Borg: Þórður Hall sýnir teikningar Um þessar mundir sýnir Þórður Hall teikningar í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Þetta er seinni sýningarhelgin. Henni lýkurþriðjudaginn 14. nóv. 1989. SMVAR STUNDASKRA SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. SJÁVARSTUNDASKRÁ Samvinnubankans hf. Samvinnubanki íslands hf. hefur látið gera stundaskrá fyrir skólanemendur landsins - stundaskrá, sem bæði gegnir hinu hefðbundnu hlutverki og miðlar um leið fróðleik. Sjávarstundaskráin liggur frammi í öll- um afgreiðslustöðum bankans um land allt. Þar er greint frá helstu nytjafiskum og fiskimiðum við Island. Stundaskráin er myndskreytt af norska teiknaranum Rolf Sörby. Auglýsingastof- an Nýr Dagur hf. sá um hönnun stunda- skrárinnar. VERA 5. tbl. 8. árg. Tímarit um konur og kvenfrelsi 1 þessu tölublaði Vera er m.a. grein sem hefur að fyrirsögn „111 meðferð á börnum“ og er þar sagt frá námstefnu sem heilsugæsluhjúkrunarfræðingar og barnahjúkrunarfræðingar stóðu fyrir. Sektarkennd - kúgun eða afsökun? er yfirskrift að samtali við konur, en þar er rætt við Helgu Sigurjónsdóttur og Hönnu Maríu Pétursdóttur og sálfræðingurinn Guðfinna Eydal segir sitt álit sem sérfræð- ingur. Einnig leggja þær Albína Thordar- son og Þórhildur Þorleifsdóttir orð í belg. Þá er frásögn konu sem flúði frá Suður- Afríku. Þá er í blaðinu frásögn Sigurveigar Guðmundsdóttur kennara í Hafnarfirði, en hún segir frá blíðu og stríðu í lífi sínu. Sigurveig er orðin áttræð. Grein er í blaðinu um konumar í Kyrrahafinu og síðan segir frá Kvennalistakonum í frá- sögn sem hefur að fyrirsögn „Með brjóst- vitið og innri röddina í veganesti“. Einnig er þátturinn „Úr listalífinu" og ýmislegt fleira í blaðinu. Ljósmyndasýning sumarbúða skáta: Skátar byggja upp fyrir fatlaða Önnur sölusýning sumarbúða skáta að Úlfljótsvatni var opnuð í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi laugardaginn 4. nóv- ember sl. Sýningin verður opin til 17. nóvember. Þetta er sýning á verkum 8-12 ára bama sem dvöldu f sumarbúðum skáta að Úlfljótsvatni síðastliðið sumar. Verkin sem em til sýnis em ljósmyndir teknar á myndavélar sem bömin bjuggu sjálf til og flestir þekkja sem kassamyndavélar (latn. CAMERA OPSCURA). Ljósmyndun með þessari aðferð er gömul því að fyrstu ljósmyndirnar voru teknar með þessu móti. Sýningin er sölusýning. Öllum ágóða af sölu myndanna verður varið til uppbygg- ingar á aðstöðu fyrir fatlaða að Ulfljóts- vatni. Bjórg örvar sýnir á Hesthálsi Björg Örvar er myndlistarmaður nóv- embermánaðar á myndlistarkynningu FlM-salarins og húsgagnaverslunar Kristjáns Siggeirssonar í húsakynnum verslunarinnar að Hesthálsi 2-4. Björg stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á ámnum 1975- 1980. Síðan var hún tvö ár í Bandaríkjun- um og stundaði framhaldsnám við Kali- fomíuháskóla, Davis. Hún hefur haldið 7 einkasýningar hér á landi og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.