Tíminn - 10.11.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.11.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 10. nóvember 1989 Félag íslenskra fræða: Hlutverk rann- sóknarstofnana Félag íslenskra fræða boðar til málþings í Norræna húsinu næstkomandi laugardag. Verður fjallað um hlut- verk nokkurra rannsóknarstofnana á sviði íslenskra fræða. Tvö framsöguerindi verða flutt um hverja stofnun, eitt af starfsmanni stofnunarinnar og hitt af starfandi fræðimanni í viðkomandi grein utan stofnunarinnar. Þær stofnanir sem fjallað verður um eru: Sagnfræðistofnun, Bók- menntafræðistofnun, Þjóðminja- safnið, Árnastofnun, Þjóðskjala- safn og Orðabók Háskóla íslands. Spurt verður um fjölda starfs- manna, þróun og möguleika á endurnýjun, ráðningarform, rann- sóknarstefnu og rannsóknarverk- efni. Þá verður fjallað um verkefni undanfarna áratugi, þjónustu þess- ara stofnana við almenning og fræðimenn, hugsanlega samvinnu við fyrirtæki og samtök á einkavett- vangi og síðast en ekki síst sjálf- stæði rannsóknarstofnana á vegum ríkisins. Fyrirspurnir og opnar umræður verða um hverja stofnun og undir lokin verða pallborðsumræður þar sem fulltrúi menntamálaráðherra kynnir stefnu stjórnvalda í málefn- um íslenskra fræða. Málþingið hefst kl. 9:15 í Nor- ræna húsinu og er öllum opið meðan húsrúm leyfir. SSH Islensk list sýnd í Hull Laugardaginn 29. október síðast- liðinn opnaði menntamálaráðherra myndlistarsýninguna „Landscapes from a High Latitude - Icelandic Art' 1909- 1989“ í Ferens listasafninu í Hull. Meðfylgjandi ntynd er tekin við opnunina. F.v. Patrick Doyle leið- togi borgarstjórnar Hull-borgar, Trevor Larsen formaður menningar- ráðs Hull, J.A. Milne forstöðumað- ur tómstundastarfs á vegum Hull- borgar, Tómas Karlsson sendifull- trúi, Svavar Gestsson menntamála- ráðherra, Jón A. Baldvinsson sendi- ráðsprestur, Björgin Vilhjálmsson fulltrúi Skipadeildar SÍS í Bretlandi, Pétur Björnsson forstjóri ísberg Ltd. í Hull, Jón Olgeirsson ræðismaður íslands í Grímsby, Ólafur Egilsson Sendiherra, Thomas Boyd jr. ræðis- maður íslands í Hull og frú, Stefán Stefánsson fulltrúi Eimskipafélags íslands í Bretlandi. Hópurinn stend- ur við verk Ásmundar Sveinssonar „Höfuðlausn.“ Dagur kristniboðs- ins á sunnudaginn Næstkomandi sunnudagur, 12. nóvember, er Kristniboðsdagur ís- lensku þjóðkirkjunnar. Biskup ís- lands hefur ritað prestunum bréf og hvatt þá til að minnast kristniboðsins í guðsþjónustum þann dag. Sam- band íslenskra kristniboðsfélaga hefur unnið að kristniboði í Kenýu síðastliðin ellefu ár og í Eþfópíu í hálfan fjórða áratug, í nánu sam- starfi við norskra kristniboða. Gert er ráð fyrir að ellefu milljónir króna þurfi til starfs Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga á þessu ári auk kostnaðar við að reisa nýja stöð í Voitó í Eþíópíu. Á Kristniboðs- daginn verður fólki gefinn kostur á að leggja sitt af mörkum bæði í guðsþjónustum ogá kristniboðssam- komum. Ágóðinn af „Kristniboðs- almanakinu 1990“, sem er í prentun, rennur til starfsins. í tilkynningu frá sambandinu kemur fram að það getur nýtt notuð frímerki, innlend og útlend. Skrifstofa SÍK er á Amt- mannsstíg 2B í Reykjavík. Senda má gjafir á gíróreikning nr. 651001. í tilkynningunni segir einnig: „Kristniboðið vill í senn leggja and- legan, kristilegan grundvöll, hjálpa fólki í neyð og efla framfarir.“ Frystitogarinn Stakfell frá Þórshöfn er búinn með kvótann og mun liggja við bryggju fram yfir áramót. Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga hefur fengið þriggja mánaða greiðslustöðvun: Skuldirnar eru um 400 milljónir Afrískur drengur með sykurreyr. Mjólkursamsalan hefur sett á markað nýja mjólkurafurð, svo- nefnda Þykkmjólk. Þykkmjólkin er með þremur afbrigðum, sex korna með ferskjum, með eplum og perur í stórum bitum og með hreinum jarðarberjasafa. Sömu gerlar eru í Þykkmjólkinni og AB mjólkinni en notuð eru önnur afbrigði og með ólíkri sýringu. Sýrustig Þykkmjólk- urinnar helst nánast óbreytt við geymslu. Þessir gerlar eru í melting- arfærum mannslíkamans og eru tald- ir auðvelda meltingu og auka mót- stöðu líkamans gegn óæskilegum bakteríum. Margar rannsóknir benda einnig til að þeir hindri krabbameinsmyndun. Þykkmjólkin er framleidd í Mjólkursamlagi Borg- firðinga í Borgarnesi. Blaðamenn á Tímanum hafa bragðað á Þykkmjólkinni og er það Útgerðarfélag Norður-Þing- eyinga hefur fengið greiðslu- stöðvun í þrjá mánuði. Skuldir fyrirtækisins nema um 400 millj- ónum. Togarinn Stakfell, sem er í eigu Útgerðarfélagsins, ligg- samdómaálit þeirra allra að hér sé á ferðinni mjög bragðgóða fæðu. -EÓ ur nú við bryggju og mun liggja þar fram yfír áramót vegna þess að skipið er búið með kvótann. Búið er að segja áhöfninni upp störfum. Sigurður Jónsson framkvæmda- stjóri Útgerðarfélagsins sagði að ver- ið væri að leita að varanlegri lausn á fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Skuldir þess eru miklar, en Sigurður kvaðst telja að eignir fyrirtækisins væru álíka miklar og skuldirnar. Stakfellið er rúmlega sjö ára gam- alt skip. Það landaði afla á Þórshöfn og Raufarhöfn fyrstu fimm árin en var síðan breytt í frystitogara. Sig- urður sagði að sú ákvörðun hafi verið tekin vegna þess að útgerðin hafi ekki staðið undir sér. Skipið hafi hins vegar skaffað mikla at- vinnu. Eftir að Stakfellinu var breytt var keypt annað skip til þess að halda uppi atvinnu í landi. Útgerð þess skips gekk illa vegna tíðra bilana. Meðal annars þurfti að skipta um aðalvél í skipinu. Það var að lokum selt. Sigurður sagði að á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefði rekstur Stakfelsins verið í jafnvægi, en þenn- an tíma var það rekið sem frystiskip. Á þessunt átta mánuðunt kláraði það mest allan kvótann. Sigurður sagði að greiðslustöðvunin nú væri komin til vegna þess að kvótinn væri búinn og skammtíma skuldir væru alltof miklar. Staðan í atvinnumálum á Þórs- höfn er sæmileg um þessar mundir. Bátar hafa aflað vel í haust. At- vinnuástandið hefur jafnan verið erfitt í mánuðunum í kring um áramót og má búast við að svo verði einnig nú. Sigurður Jónsson sagði að þörf væri á að skip eins og Stakfellið legði afla að landi í þessum mánuð- um. Skipið gæti hins vegar fryst afla um borð í hinum mánuðunum. Vandamálið væri aftur á móti að kvóti væri ekki nægur. „Skipið er það dýrt að það stendur ekki undir því að landa öllum sínum kvóta, sem fer reyndar hríðminnk- andi eins og hjá öðrum, hjá vinnslu í landi. Við vildum að skipið stæði það vel rekstrarlega að það gæti landað á Þórshöfn yfir vetrarmánuð- ina þegar vantar afla en hefði svo aftur frjálsar hendur til að afla allra mögulegra tekna þess á milli. Ofan á þau áföll sem Útgerðarfé- lagið hefur orðið fyrir bætist að það hafa sjaldan verið ömurlegri kring- umstæður í sjávarútvegi en í dag. Fjármagnskostnaður er geipilegur og stöðugur aflasamdráttur. Þegar allt leggst á eitt þurfa fyrirtæki að hafa sterkari bein en við höfðum í upphafi þessarar niðursveiflu. Ekk- ert má útaf bera í rekstrinum," sagði Sigurður að lokunt. -EÓ Ricciarelli í Háskólabíói Hin heimsþekkta sópransöng- kona, Katja Ricciarelli, mun syngja á tónleikum með Sinfóníu- hljómsveitinni á morgun, laugar- dag. Ricciarelli hefur sungið sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar í öllum helstu óperuhúsum heims- ins. Tónleikarnir eru utan áskrift- ar og fer miðasala fram í Gimli við Lækjargötu. Fer hver að verða síðastur að fá miða á tón- leikana. Á efnisskránni verða meðal annars aríur eftir Rossini, Bellini, Cilea og Catalani. Auk þess verð- ur flutt Sinfónía nr. 23 eftir Mozart og Exultate jubilate, einnig eftir Mozart, forleikurinn úr Luisa Miller eftir Verdi og Stundadansinn eftir Poncielli. Katja Ricciarelli var væntanleg á Listahátíð 1986 en gat ekki komið þá vegna skyndilegra veik- inda. Hljómsveitarstjóri á tón- leikunum verður Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar Islands. SSH Þykkmjólk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.