Tíminn - 10.11.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Föstudagur 10. nóvember 1989
rkwi\i\ou i mnr
Guðmundur G. Gissur Pétursson
Þórarinsson
Ljós í myrkrinu
Efnahagsnefnd þingflokks framsóknarmanna kynnir tillögur sínar í
efnahags-, atvinnu- og byggðamálum á fundi í Nóatúni 21, mánudag-
inn 13. nóvember kl. 20.30.
Fundarstjóri: Gissur Pétursson.
Allir velkomnir.
Samband ungra framsóknarmanna.
Árnesingar
Lokaumferð í 3ja kvölda félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu,
verður á Borg föstudaginn 10. nóv. kl. 21.00.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Ungir framsóknarmenn
á Norðurlandi
Félag ungra framsóknarmanna á Akureyri og
nágrenni heldur hádegisfund laugardaginn
11. nóv. kl. 12.00 á Hótel KEA, Akureyri.
Fjallað verður um starfið framundan.
Gestur fundarins: Gissur Pétursson formaður
SUF.
Stjórnin
Gissur Pétursson
FUF Hafnarfirði
Rabbfundur verður haldinn laugardaginn 11. nóv. kl. 11.00 f.h.
Stjórnin
Framsóknarvist
Framsóknarvist verður haldin sunnudaginn
12. nóv. í Danshöllinni (Þórscafé) kl. 14.00.
Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna.
Aðgangseyrir kr. 400,- kaffiveitingar innifaldar.
GuðmundurG. Þórarinsson alþ.m. flyturávarp
í kaffihléi.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
Kópavogur - Opið hús
Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miövikudögum kl.
17.30 til 19.00.
Kópavogur
Framsóknarvist á sunnudögum. Fyrsta framsóknarvist vetrarins
verður sunnudaginn 12. nóv. kl. 15.00 að Hamraborg 5.
Heildarverðlaun eru utanlandsferð. Komið og verið með frá byrjun.
Framsóknarfélögin í Kópavogi
Viðtalstími LFK
Sigrún Sturludóttir, gjaldkeri LFK verður til
viðtals á Skrifstofu Framsóknarflokksins að
Nóatúni 21, mánudaginn 13. nóvember frá
16-17.30.
Sími 91-24480.
Stjórn LFK
Framsóknarfólk Norðurlandi vestra
Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár-
króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga
og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757.
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s.
43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19.
K.F.R.
IIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIl MINNING IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^
Wenche Fjeldstad
Ingvarsson
Fædd 4. desember 1953
Dáin 1. nóvember 1989
í dag er til moldar borin frá
Lágafellskirkju Wenche Fjeldstad
Ingvarsson. Hún fæddist í Sande,
Noregi, 4. des. 1953 og var elst sex
systkina. - Foreldrar hennar eru
Harald Fjeldstad og Symöve
Fjeldstad. Hún lauk grunnskóla-
námi í heimabæ sínum og stundaði
síðan nám við klæðskurð í iðn-
skólanum að Holmestrand. Eftir að
námi lauk stundaði hún veitinga-
störf.
Árið 1970 kynntist Wenche mann-
sefni sínu, Magnúsi Ingvarssyni, en
hann var þá við nám í loðdýrarækt í
Noregi. Þau giftu sig í Noregi á
gamlársdag 1971 og settu upp heimili
sitt í Holmestrand. Þar fæddist þeim
dóttir 7. júní 1972, á afmælisdegi
hennar Jensínu frá Hamri við fsa-
fjarðardjúp, en hún var amma
Magnúsar Ingvarssonar. Litla stúlk-
an var skírð Monica. Að námi sínu
loknu vann Magnús við álsteypu hjá
Nordisk Aluminium Industri í
Holmestrand. Árið 1973 ákváðu
ungu hjónin að flytja sig til íslands.
Wenche var tilbúin að reyna nýjar
slóðir og fjölskyldan fékk nýjan
samastað fyrir heimili sitt að Lauga-
bóli í Mosfellsdal. Þau bjuggu einnig
að Lyngási, en þá fæddist Ingvar
þann 6. nóvember 1974. Eftir þetta
flutti fjölskyldan að Brúnási, en
1981 hafði Magnús byggt yfir fjöl-
skyldu sína og var þá flutt að Njarð-
arholti 4 í Mosfellssveit, á endanleg-
an samastað.
Wenche hóf störf hjá Álafossi
1975, en varð að hætta þar fljótlega
vegna þess sjúkdóms sem síðar yfir-
bugaði hana. Eftir erfiða sjúkdóms-
legu og læknismeðferð hóf hún störf
að nýju og þá að Tjaldanesheimilinu
í Mosfellsdal. Þar starfar Magnús nú
sem umsjónarmaður heimilisins.
Forstöðumaður heimilisins, Birgir
Finnsson, var Wenche hlýr og góður,
sýndi hann mikinn skilning gagnvart
veikindum þessarar hugrökku og
duglegu stúlku. Hún vann á þessum
stað þangað til starfsþrekið var að
fullu þorrið.
Leiðir mínar og Wenche lágu
saman vorið 1976 er hún leitaði til
mín vegna ökunáms. - Mér var ljóst
þá að hún átti við einhvern sjúkdóm
að stríða, en það var ekki fyrr en að
ökuprófi loknu upplýst hve alvarleg-
ur hann var. Lyndiseinkunnir þess-
arar norsku stúlku komu vel fram í
kennslubílnum. Hún var skapföst og
viljasterk og vildi skila sínu hlutverki
hnökralausu. Þegar illa gekk fór hún
í taugarnar á sjálfri sér, skammaði
mig og heimtaði betri gang í þetta.
Síðan hlógum við og skemmtum
okkur hið besta þegar útkoman
skánaði. Hún var mjög létt í skapi
og skemmtileg viðræðu, en á þessum
tíma var hin forna tunga forfeðra
hennar, íslenskan, ekki upp á marga
fiska hjá henni. Eitt skipti eftir
erfiðan kennslutíma stöðvaði hún
við kaffihús, skipaði mér að koma
inn því hún ætlaði að bjóða mér upp
á kaffi. Þar skröfuðum við saman og
léttum af okkur umferðarokinu.
Wenche tók ökuprófið í Hafnarfirði
3. maí 1976. Hún var ánægð og
þakklát fyrir þennan áfanga í lífi
sínu. Þetta sama sumar hóf hún
annan áfanga í lífi sínu sem varð
henni bæði langvinnur og kvalafull-
ur, sjúkdómurinn sem batt að lokum
enda á samvistir hennar og þeirra
LESENDUR SKRIFA
sem hún unni mest, eiginmanns
hennar og barna.
Wenche F. Ingvarsson háði langa
og hetjulega baráttu við sjúkdóm
sinn nær hálfan annan áratug. Á sinn
hátt undirbjó hún sína nánustu undir
það sem koma skyldi. Magnús Ingv-
arsson bar með henni þessa þungu
byrði á sinn hljóðláta hátt til enda.
Monica litla, sem nú er sautján
ára gömul, leggur eftir áramótin út í
hinn stóra heim. Hún hafði undir-
búið för sína til Ástralíu sem skipti-
nemi. Þar verður hún í tæpt ár og
kemur síðan aftur heim í sveitina
sína. Ingvar, sem nýlega er orðinn
fimmtán ára, heldur áfram við
grunnskólanámið og verður föður
sínum jafnframt stoð og stytta þang-
að til Monica kemur heim á ný.
Ég og fjölskylda mín sendum
Magnúsi Ingvarssyni, börnum hans,
öðrum aðstandendum og vinum
Wenche F. Ingvarsson samúð og
kveðjur vegna andláts hennar.
Gylfi Guðjónsson
Megi hún hvíla í friði, sú kona
sem svo margt þurfti að þola á
stuttum æviferli. Við hin ættum að
læra eitthvað af þroska þessarar
konu sem af æðruleysi barðist við
örlög sín.
Ég kynntist Wenche fyrst í gegn-
um Kvenfélag Lágafellssóknar þar
sem við störfuðum saman. Wenche
var ein af þeim konum félagsins sem
hægt var skilyrðislaust að treysta á.
Ef hún var beðin um eitthvert viðvik
í þágu félagsins þá var það eins og
stafur á bók. Wenche skilaði sínu.
Þess vegna, þegar hún dró sig í hlé
og sagði sig úr félagsskapnum, var
það einvörðungu vegna þess að hún
treysti sér ekki lengur til starfa
vegna sjúkdóms þess sem hún þurfti
í svo mörg ár að berjast við. Wenche
var enginn hálfkæringur.
Ég sendi Magnúsi, Monicu og
Ingvari mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
F.h. Kvenfélags Láfafellssóknar,
Helga Thoroddsen
„Góðir hnettir", íslenskur ráð-
herra og íslensk heimspeki
„Góðir hnettir eru vandfundnir“,
hefur Tíminn í fimm dálka fyrirsögn
eftir utanríkisráðherra fslands, úr
ræðu, sem hann hélt yfir fulltrúum
hinna sameinuðu þjóða sem svo eru
nefndar. En ef það nafn væri rétt-
nefni, þá fælist í því mikil viðurkenn-
ing á gildi þjóðernis. Samband á að
vera milli allra þjóða, en ekki sú
samgrautun, sem endar með engu
þjóðerni.
„Góðir hnettir eru vandfundnir",
las ég í annað sinn og spurði þá
sjálfan mig: Hvaðan hefur hann
þetta? Ég fór að lesa greinina og
fann það, sem ég bjóst við: hann
hafði þetta eftir öðrum. En hvaðan
sá hafði þetta, kom ekki fram. En
auðvitað hefur hinn íslenski ráð-
herra ekki sagt þetta af öðru en því,
að honum fannst þetta skynsamleg-
ast. Hann er með öðrum orðum að
taka undir með íslenskri heimspeki
um það, „í fyrsta lagi“: að líf er á
öðrum hnöttum, í öðruii lagi: að
mikill munur er á lífi hnatta, og í
þriðja lagi er krafa gerð til þess, að
þessi hnöttur, þ.e. Jarðarbúar, bæti
ráð sitt.
Góðir hnettir eru þó ekki vand-
fundnir. Þeir eru reyndar það, sem
tilveran byggist á, hið óendanlega
ríki lífsins í milljörðum vetrar-
brauta, þar sem hvert fullkomnun-
arstigið er öðru ofar og möguleikarn-
ir til vaxandi þroska ótæmandi. Hinir
illu hnettir eru aðeins sem afbrigði
frá hinu rétta.
Áðurbyggjar í
Vestmannaeyjum?
í greinum dr. Margrétar Halls-
dóttur jarðfræðings og Guðrúnar
Larsen jarðfræðings (Tíminn 30.
sept., Mbl. 10. okt.) kemur fram, að
tímasetning landnámsöskulagsins sé
óbreytt frá því sein talið hefur verið
eða frá því um 900. Uppgröftur
Margrétar H. Auðardóttur, á rúst-
um í Vestmannaeyjum, breyti þar
engu um, því að aðferðir hennar séu
hæpnar. En ef aldur þessa öskulags
er sá, sem fræðimenn úr ýmsum
greinum hafa talið, þá sér hver
maður, að hugleiðingar MHA um
Áðurbyggja (autochþóna) í Vest-
mannaeyjum, byggjast ekki á ösku-
lagarannsóknum eða K14-aðferð
(sem er víst aldrei mjög nákvæm,
þótt hún sé örugg að vissu marki),
heldur eru þær miklu fremur viljayf-
irlýsing. Eftir lýsingu MHA sjálfrar
er um dæmigerðar víkingaaldarrúst-
ir að ræða - enn einn stuðning við
þann söguskilning, að ísland hafi
byggst um og upp úr 870.
Ef hugmyndir MHA rekast á við
niðurstöður raunvísindamanna, væri
einnig ástæða til að gæta að meðferð
hennar á sögulegum heimildum ís-
lenskum, sem samkvæmt gildum
sjónarmiðum ættu að koma málinu
við: „Landnáma er rit uni hagsmuni
voldugra ætta á 13. öld,“ sagði hún
í hádegisútvarpi einhvern daginn.
Hér þyrfti fræðikonan að lesa betur
heima. Stofninn í Landnámu er frá
12. öld, þ.á m. Vestmannaeyja-
greinarnar, og hún er fræðirit fyrst
og fremst, líkt og íslendingabók Ara
fróða er það.
Áðurbyggja-þráin held ég sé eitt
af sjúkdómseinkennum íslenskrar
þjóðarsálar. Menn búa sér til loft-
kastala í stað þess að byggja á
staðreyndum. Menn eru á sífelldum
flótta undan sjálfum sér og uppruna
sínum. Best gæti ég trúað, að þessi
atlaga að landnámsöskulaginu, sem
gerð er frá Vestmannaeyjum, væri
upphaflega sprottin af þrá þeirra
Eyjaskeggja eftir að vera komnir af
írskum munkum. En það getur ekki
staðist. Það er líffræðilega ómögu-
legt.
Þorsteinn Guðjónsson