Tíminn - 10.11.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. nóvember 1989
Tíminn 7
VETTVANGUR
Gunnar Guðbjartsson, fyrrv. form. Stéttarsambands bænda:
Er skynsamlegt að flytja erlendar búvörur til íslands?
Samandregnar niðurstðður
í umræðum um að íslenskar
landbúnaðarvörur séu dýrar, er
verð erlendra vara umreiknað mið-
að við gengi gjaldmiðla, án þess að
tekið sé tillit til þess að í augum
flestra eða allra aðila, sem fram-
leiða vörur til sölu á erlendum
markaði, er gengi íslensku krón-
unnar skráð of lágt. Af þessari
ástæðu einni fær erlenda varan
hagstæðari verðsamanburð en rétt
er.
Ég hef auk þess bent á að margar
vörur aðrar en búvörur eru miklu
dýrari á íslandi en erlendis, þó þær
njóti sérkjara í framleiðslu hér í
samanburði við t.d. landbúnaðar-
vörur. Þar má nefna dagblöð,
framleiðslu á gosdrykkjum o.fl.
Ég hef bent á að ýmis þjónusta
svo sem bankaþjónusta og margt
annað er miklu dýrari hér á íslandi
en erlendis. Ég hef bent á að látið
sé svo sem að aðeins búvörur séu
dýrari hér en erlendis og þar með
er villt um fyrir þjóðinni.
Ég hef bent á að ástæður fyrir
háu verði í framleiðslu á ísiandi
séu m.a. fámenni og strjálbýli
landsins, fjarlægð þess frá við-
skiptalöndum okkar og ekki síst
mikil skattheimta ríkisins til vel-
ferðarmála, sem kemur vegna fá-
mennisins þyngra við íslenska at-
vinnuvegi en erlenda.
Ég hef sýnt fram á að heildsölu-
verðmæti mjólkur, nautakjöts og
kindakjöts á núgildandi verði en
að magni eins og framleitt var árið
1988 er um 12,4 milljarða króna.
Þessar vörireru um75% afheildar-
búvöruframleiðslu í landinu (fisk-
eldi sleppt).
Ég hef bent á að ekkert sé unnt
að spara við innflutning erlendrar
mjólkur. Sennilega ekkert við inn-
flutning nautakjöts og tiltölulega
lítið við innflutning kindakjöts, af
þeim 10 milljörðum, sem Markús
Möller ræðir um sé kjötið keypt án
niðurgreiðslu, framleiðslustyrkj a
eða útflutningsbóta.
Styrkir við landbúnað
erlendis
Þá hef ég ennfremur bent á að í
öllum helstu viðskiptalöndum okk-
ar eru veittir stórfelldir styrkir til
framleiðslu á búvörum og eða
útflutningsstyrkir á búvörur.
Þetta á við öll Evrópulönd,
Bandaríki N-Ameríku og einnig
Nýja-Sjáland.
Um þessa styrki í Evrópulönd-
um segir svo á bls. 18 í nýlegri
skýrslu nefndar (4 rit), sem Alþingi
hefur kosið til að kanna samskipta-
möguleika íslands við EB löndin.
„Innan bandalagsins hefur verið
varað við einhliða samanburði við
heimsmarkaðsverð. Heimsmark-
aður á landbúnaðarvörum sé of-
framboðsmarkaður, þar séu seldar
afurðir sem þjóðir hafa sjálfar ekki
þörf fyrir. Ef stórir markaðir fari
að reiða sig á heimsmarkaðinn til
innkaupa verði verðhækkanir
óumflýjanlegar. Heimsmarkaður-
inn búi við slíkar sveiflur í framboði
og verðlagi að ekki verði við unað.
Áhersla innan EB á félagslegar
hliðar í landbúnaði og áherslan á
fjölskyldubú hefur m.a. orðið til
þess að bandalagið gctur ekki sætt
sig við landbúnað án opinberra
afskipta. Þetta á m.a. við tillögur
Bandaríkjamanna innan GATT
um að hætt verði öllum niður-
greiðslum á landbúnaðarvörum.
CAP (Common Agricultural
Policy) byggir fyrst og fremst á
einum sameiginlegum markaði
með landbúnaðarvörur, tollvemd
og innflutningstakmörkunum og
sameiginlegum útgjöldum.
Bandalagið styður framleiðslu
bænda með margvíslegum hætti.
Bandalagið tryggir fyrirfram
ákveðið afurðaverð. Þetta á m.a.
við um kornafurðir, mjólkurafurð-
ir, kjöt, vín og grænmeti. Misjafnt
er eftir vörutegundum hversu langt
EB gengur í að tryggja bændum
kostnaðarverð fyrir afurðir.
Jafnframt því að tryggja verðið
skuldbindur bandalagið sig tíl að
kaupa þær afurðir sem ekki seljast
á mörkuðum. Þessum afurðum er
komið í geymslu á kostnað EB og
síðan seldar eða gefnar í þróunar-
aðstoð. Landbúnaðarsjóðnum
EAGGF (European Agricultural
Guidance and Guarantee Fund) er
beitt til innkaupa af mörkuðunum
þegar offramboðs gætir.
Á sínum tíma var komið upp
flóknu kerfi til að jafna gjaldeyris-
sveiflur innan bandalagsins, MCA
(Monetary Compensatory
Amount). Þetta kerfi, sem ætlað
var að draga úr áhrifum gengis-
breytinga á viðskipti með landbún-
aðarafurðir, hefúr lent í umtals-
verðum ógöngum þó svo að dregið
hafi úr mikilvægi þess með tilkomu
EMS (European Monetary
System). Stefnt er að því að leggja
það niður innan skamms.
Landbúnaðarráðherrar aðildar-
ríkjanna ákveða árlega verð á
ýmsum landbúnaðarafurðum.
Vegna þrýstings frá framleiðend-
um hefur verið tilhneiging til að
ákveða verðið hátt sem hefur stuðl-
að að aukinni offramleiðslu. Einna
mest hefur offramleiðslan verið í
mjólkurafurðum sem hefur m.a.
leitt til þess að tekin var upp
framleiðslustjórn í greininni, settar
á framleiðslutakmarkanir fyrir
svæði og héruð.“
Ennfremur segir þar:
„Verðjöfnun ein dugar ekki til
að jafna afkomu bænda innan EB.
Fjórða grein
Aðstæður, bæði náttúrulegar og
félagslegar, eru of misjafnar til
þess. Bandalagið hefur því jafn-
framt beint kröftum sínum að öðr-
um þáttum. Greitt hefur verið fyrir
námskeiðum og starfsþjálfun fyrir
bændurogvinnufólk. Umtalsverðu
fjármagni hefur verið veitt í að
fjölga atvinnutækifærum til sveita,
styrkja smáiðnað, hjálpa bændum
til að hætta búskap og búa þá undir
önnur störf. Fé hefur verið lagt í
vegi og aðrar samgöngubætur.
Bændum hefur verið gefinn kostur
á að flýta eftirlaunum og hætta 55
ára til að greiða fyrir endurnýjun í
stéttinni eða að framleiðslu verði
hætt. Háum Qárhæðum hefur verið
varið í endumýjun og uppbyggingu
á vinnslustöðvum, dreifikerfi og
markaðssetningu. Nýlega var sam-
þykkt að greiða bændum fyrir að
taka land úr ræktun um stundar-
sakir. Auk framlaga Evrópubanda-
lagsins veita aðildarrfkin umtals-
verðar fjárhæðir til að styrkja land-
búnað og tryggja afkomu bænda,
m.a. með skattaafslætti þeim til
handa.
Rannsóknarstarfsemi í landbún-
aði, sem mjög hefur verið efld, er
á vegum aðildarríkjanna, en
bandalagið gegnir mikilvægu hlut-
verki í að samræma og samhæfa
þær.“
Er hægt að gera þær kröfur til
íslensks landbúnaðar að hann geti
keppt við vöruverð, sem myndast
samkvæmt framansögðu kerfi?
Telja íslenskir hagfræðingar eðli-
legt að bera saman verð á íslandi
við verð, sem byggist á þeim miklu
styrkjum, sem EB veitir landbún-
aði á öllum stigum framleiðslu,
vinnslu og sölu samkvæmt framan-
sögðu?
Er einnig eðliegt að mati ís-
lenskra stjórnmálamanna að ísland
eitt ríkja afsali sér því öryggi, sem
felst í því að framleiða helstu og
nauðsynlegustu matvæli í landinu
sjálfu?
Er eðlilegt að afnema sjúkdóms-
varnir þær, sem felast í banni á
innflutningi erlendra búvara og
taka inn í landið vörur úr menguðu
umhverfi? Ég tel að slíkt væri
hættulegt þjóðinni og lífríki lands-
ins og væri því rangt.
Hve margir vinna og hafa
framfæri sitt af
ísienskum landbúnaði?
Ég hef fært rök að því að a.m.k.
10.500 manns vinni beint og óbeint
við íslenskan landbúnað og úr-
vinnslu afurðanna. Að auki starfi
fjöldi fólks í þjónustu við bændur
og það fólk, sem er í úrvinnslu
landbúnaðarins víðs vegar um
landið. Margir tugir þúsunda
landsmanna eiga því afkomu sína
undir afkomu landbúnaðarins.
Væri íslenskur landbúnaður
lagður niður með óheftum og ótoll-
uðum innflutningi búvara erlendis
frá, myndi nær allt þetta fólk missa
atvinnu sína og alla staðfestu.
Hvað kostar ný atvinnu-
sköpun fyrir þetta fólk?
Hér þarf þá ekki aðeins að taka
tillit til hvort unnt væri að fá mjólk
og nautakjöt erlendis frá á lægra
verði heldur en er á innlendri
framleiðslu, heldur einnig að meta
kostnað af því að byggja upp nýja
atvinnu fyrir a.m.k. 10.000 manns
og sjá því og fjölskyldum þess fyrir
staðfestu í flesturn tilvikum á öðr-
um stöðum en það nú býr á.
Hver treystir sér til að reikna
það dæmi til enda? Hvar yrði
fengið fé til þeirrar uppbyggingar?
Það væri verðugt verkefni fyrir
hagfræðinga að meta þennan
kostnað og sýna fram á að fé væri
til að greiða hann með og að það
væri hagkvæmt fyrir þjóðarbúið.
Þá yrði þessi nýja atvinnusköpun
að vera svo arðvænleg að hún sæi
fyrir fjármagni í uppbyggingar allra
félagslegra þátta sem myndi fylgja
tilfærslu fólksins í landinu.
Samkvæmt upplýsingum sem ég
hefi aflað mér má ætla að stofn-
kostnaður við uppbygging í stór-
iðju sem veitti 700 manns vinnu
yrði allt að 60 milljarðar eða ca kr.
80-90 milljónir á ársverk. Upp-
bygging fyrir aðeins 5.000 manns í
stóriðju gætu því kostað býsna
mörg þúsund milljónir eða ca 400
milljarða. Hver myndi leggja til fé
í þá uppbyggingu? Eru aðrar ódýr-
ari leiðir til?
Vilja íslendingar vera algerlega
háðir erlendum mönnum bæði með
matvæli og vinnu?
Er vilji ungra íslendinga nú sá að
vera í öllum efnum háðir vilja og
fjármunum erlendra þjóða? Hver
vill svara þessum spurningum?
Ályktun mín er sú, að ekki
myndi fást fé í slíka atvinnusköp-
un, nema að þjóðin tæki stórfelld
ný lán erlendis. f því væri mikil
fjárhagsleg áhætta. Byggðarröskun
yrði geigvænleg.
Afleiðing af slíkri atvinnubylt-
ingu yrði reiðarslag fyrir félagslegt,
menningarlegt og stjórnarfarslegt
sjálfstæði landsins. Ætla má að
með slíkri atvinnubyltingu yrði
sjálfstæði landsins fargað um aldur
og ævi.
Ég skora því á unga íslendinga
hvar í flokki sem þeir standa og
hvar sem þeir búa að snúast gegn
hugmyndum um innflutning land-
búnaðarvara af allri orku og taka
upp sameiginlega baráttu fyrir
vernd íslenskra byggða og íslensks
sjálfstæðs þjóðfélags um alla
framtíð.
I upphafi haustmisseris
hafa eftirtaidir 113 kandí-
datar lokið prófum við Há-
skóla íslands.
Embættispróf í guðfræði (2)
Eiríkur Jóhannsson
Steinunn A. Björnsdóttir
Embættispróf í læknisfræði (1)
Birgitta Birgisdóttir
Kandídatspróf í lyfjafræði (2)
Ingibjörg Pálsdóttir
Sigríður Eysteinsdóttir
B.S.-próf í hjúkrunarfræði (2)
Guðrún Ómarsdóttir
Gunnur Helgadóttir
Ingunn G. Wemersdóttir
Kristrún Þ. Egilsdóttir
Vigdís Ámadóttir
B.S.-próf í sjúkraþjálfun (4)
Anna Margrét Guðmundsdóttir
Hólmfríður H. Sigurðardóttir
Ingibjörg Loftsdóttir
Martha Emstdóttir
Embættispróf í lögfræði (4)
Elín Ámadóttir
Ingvar Haraldsson
Karl Gauti Hjaltason
Þórey Aðalsteinsdóttir
Kandídatspróf í íslenskri málfræði (2)
Friðrik Magnússon
Jóhannes Gísli Jónsson
Kandídatspróf í sagnfræði (1)
Friðrik G. Olgeirsson
B.A.-próf í heimspekideild (21)
Anna Þórdís Bjamadóttir
Anna Theódóra Pálmadóttir
Próf við Háskóla íslands
Ásrún Tryggvadóttir
Bogey Ragnheiður Sigfúsdóttir
Borghildur Magnúsdóttir
Brynjólfur Magnússon
Guðlaug Konráðsdóttir
Guðrún Hólmgeirsdóttir
Hólmfríður Friðjónsdóttir
Inga Guðríður Guðmannsdóttir
Ingibjörg Halla Hjartardóttir
Ingunn Þóra Magnúsdóttir
Maja Loebell
Margrét Guðmundsdóttir
Páivi Kumpulainen
Sigríður Þorgrímsdóttir
Stefán Þór Sæmundsson
Súsanna Margrét Gestsdóttir
Svandís Svavarsdóttir
Sæunn Óladóttir
Þóra H. Christiansen
Próf í íslensku fyrir erienda stúdenta (3)
Anne Lucile Cotterill
Bernd Trutenau
Jacques Rolland
Lokapróf í byggingarverkfræði (2)
Einar Arnalds Jónasson
Einar Kristján Stefánsson
Lokapróf í vélaverkfræði (4)
Agnar Darri Gunnarsson
Bergur Helgason
Gunnar Kjartansson
Víglundur Þór Víglundsson
Kandídatspróf í viðskjptafræðum (33)
Alda Hjartardóttir
Arnþór Gylfi Árnason
Ásta Ólöf Jónsdóttir
Birgir Ó. Einarsson
Birgir Ernst Gíslason
Björn Ingi Guðmundsson
Bragi Hilmarsson
Bryndís Hrafnkelsdóttir
Garðar Jón Bjarnason
Guðbjöm Maronsson
Guðmundur V. Friðjónsson
Guðmundur Ólafsson
Gunnar Níelsson
Harald Aspelund
Harpa Einarsdóttir
Hjördís Bergsdóttir
Hörður Þorsteinsson
Ingimundur Hjartarson
Jakob Bjarnason
Jón M. Kjerúlf
Jón Rafn Pétursson
Jóna Jakobsdóttir
Kristín Kalmansdóttir
Kristín H. Sigurbjömsdóttir
Pétur Pétursson
Pétur Ingjaldur Pétursson
Ragnar Björnsson
Ragnheiður Gunnarsdóttir
Sigrún Birgisdóttir
Tómas Hallgrímsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Þómnn Liv Kvaran
Þorvaldur Ámason
B.A.-próf í bókasafns- og upplýsinga-
fræði (5)
Amþrúður Einarsdóttir
Amþrúður Sigurðardóttir
Ingibjörg Gísladóttir
Ingunn Guðmundsdóttir
Sólveig Bjarnadóttir
B.A.-próf í félagsfræði (1)
María I. Kristjánsdóttir
B.A.-próf í sálarfræði (3)
Agnes Eir Allansdóttir
Gunnar Hrafn Birgisson
Hrafnhildur E. Reynisdóttir
B.A.-próf í stjómmálafræði (3)
Bjarni Vestmann Bjarnason
Karl Sigurðsson
Þórann Sveinbjarnardóttir
B.A.-próf í uppeldisfræði (1)
Kristjana Sigmundsdóttir
Auk þess hafa 13 lokið námi í uppeldis-
og kennslufræðum til kennsluréttinda og
2 hafa lokið námi til starfsréttinda í
félagsráðgjöf.
Uppeldis- og kennslufræði til kennslurétt-
inda:
Ágústa Hrönn Axelsdóttir
Guðbjörg Guðjónsdóttir
Guðfinaa S. Sigurjónsdóttir
Hjörtur Bj. Marteinsson
Hlynur Þór Hinriksson
Iðunn Reykdal
Katrín Guðbjartsdóttir
Lóa Steinunn Kristjánsdóttir
Smári Haraldsson
Solveig Jónsdóttir
Sverrir Magnússon
Þórdís Tómasdóttir
Þórann Reykdal
Starfsréttindi í félagsráðgjöf:
Ingibjörg Karlsdóttir
María Ingibjörg Kristjánsdóttir
B.S.-próf í tölvunarfræði (7)
Ágúst Úlfar Sigurðsson
Benedikt Níels óskarsson
Erlendur Þ. Guðbrandsson
Guðmundur Breiðdal
Halldór Jörgen Jörgensson
Jóhann lsfeld Reynisson
Marta Kristín Lárasdóttir
B.S.-próf í efnafræði (2)
Etín Ragnhildur Jónsdóttir
Sigurður Ingason
B.S.-próf í matvælafræði (1)
Hanna Kjeld
B.S.-próf í líffræði (3)
Elín Oddleifsdóttir
Jón Páll Baldvinsson
María Björg Kristjánsdóttir
B.S.-próf í jarðfræði (2)
Finnbogi Rögnvaldsson
Sigurður Jónsson
B.S.-próf í landafræði (1)
Hjalti Jóh. Guðmundsson