Tíminn - 23.11.1989, Síða 5

Tíminn - 23.11.1989, Síða 5
Fimmtudagur 23. nóvember 1989 Tíminn 5 Virðisaukaskattsfrumvarp kynnt er gerir ráð fyrir einu þrepi og 26% skatthlutfalli, en endurgreiðslu um helming á algengum matvælum: Eitt skattþrep vsk. vegna 10 þingmanna Fjármálaráðherra hefur sent frá sér drög að frumvarpi um breytingar á iögum um virðisaukaskatt, þar sem gert er ráð fyrir einu þrepi í virðisaukaskatti. Ljóst er að 29 af 39 stuðningsmönnum stjórnarinnar á þingi eru andvígir einu þrepi. Einungis þingmenn Alþýðuflokks eru hlynntir einu þrepi. Þá munu Kvennalisti og meirihluti Sjálfstæðisflokks leggja til tvö þrep. Þar að auki leggja verkalýðshreyfingin og bændasamtökin til að tvö þrep verði í virðisaukanum. Fari svo að frumvarpið verði sam- þykkt verður það gegn vilja stærstu samtaka launamanna, miklum meirihluta Alþingis og yfirgnæfandi meirihluta stjómarinnar. Að sögn fjármálaráðherra byggir þessi ákvörðun á samkomulagi Alþýðu- flokksins við hina stjómarflokkana frá í haust. í upphaflegu fmmvarpi um virðis- aukaskatt var ákveðið að álagning „Þetta er allt hið versta mál. Það eru til aðferðir við að hreinsa upp olíu en hins vegar er okkur hjá Hollustuvemd ríkisins alls ókunnugt um aðstæður á Bolafjalli enda hefur okkur beinlínis veríð meinað að hafa afskipti af radarstöðvunum á Gunn- ólfsvikurfjalli og Bolafjalli. Vamarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins hefur greinilega tekið þá afstöðu að innlendum aðilum, sem hafa eiga eftirlit með málum af þessu tagi, komi þau ekki við ef þau snerta þessar stöðvar,“ sagði Birgir Þórðarson hjá Hollustuvemd ríkis- ins í gær. Birgir sagði þetta gegna nokkurri furðu þar sem svo virtist sem vam- armálaskrifstofa utanríkisráðuneyt- isins kæmi í veg fyrir að innlendir aðilar sem lögum samkvæmt eiga að annast mál af þessu tagi - Hollustu- vemd, Siglingamálastofnun, Nátt- úruverndarráð, héraðsheilbrigðis- nefndir og - fulltrúar sinntu verkefn- um sínum ef þau næðu til vamar- svæðisins og svæða sem tekin hafa verið til þarfa er tengjast landvörn- um, þ.e.a.s. ratsjárstöðvanna á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli. Hins vegar hefðu þau litlu sam- skyldi vera 22%, en samkvæmt drögunum verður hún 26%. Skatt- þrep verði eitt, en ákveðnar vömr og þjónusta fái endurgreiddan helm- ing þeirrar upphæðar og beri því í raun 13% skatt. Þrátt fyrir að fjár- málaráðherra leggi til eitt þrep, virðist mikill meirihluti alþingis- manna vera því hlynntur að tvö þrep verði á virðisaukaskattinum og í því sambandi hefur verið fullyrt að skipti sem þessir aðilar hafa haft beint við yfirstjóm hersins, einkum í sambandi við olíubirgðastöðina í Helguvík, verið hin ágætustu og samstarf hið besta. „Það er illskiljan- legt hversvegna okkur er settu stóll- inn fyrir dyrnar af hálfu ráðuneytis- ins varðandi þessi svæði og vandséð hverra hagsmuna er verið að gæta með þessu,“ sagði Birgir af þessu tilefni. Þeir innlendir aðilar sem fjalla eiga um mengunarmál og hugsan- lega hættu af völdum mengunar hafa því hvergi nærri komið málum er snerta nýju radarstöðvarnar, né önn- ur mál sem að öllu jöfnu ættu að heyra undir þessa aðila en tengjast herliðinu á Keflavíkurflugvelli. Það kom því þessum aðilum í opna skjöldu er mengunarslysið varð á Bolafjalli. Þeim hafði ekki verið greint frá að þar væri olíubirgðastöð eða að þar yrði yfirhöfuð einhver starfsemi sem valdið gæti mengun. Þegar unnið var að byggingu rad- arstöðvarinnar á Gunnólfsvíkurfjalli í fyrra vildi heilbrigðisfulltrúi og heiíbrigðisnefnd í Norðurlandskjör- dæmi eystra að farið yrði að lögum og reglum við byggingu hennar og olíugeyma við hana. Hann krafðist fimmtíu af sextíu og þremur þing- mönnum séu á móti einu þrepi. Við þetta bætist að bæði Alþýðusam- band íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, og bændasamtökin hafa lagst eindregið gegn einu þrepi. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra staðfesti í samtali við Tímann í gær að hann og hans flokkur væru þeirrar skoðunar að tvö þrep væru æskilegri kostur, en ráðherrann neitar því að það sé þversögn að hann leggi nú fram frumvarp er gerir ráð fyrir einu þrepi. „í raun og veru er það ekki aðalatriðið í þessu máli, hvaða skoð- un ég eða aðrir hafa á því,“ sagði Ólafur Ragnar. „Það er alveg rétt að kannski eru flestir flokkar á Alþingi fylgjandi tveimur þrepum og þar á meðal minn eigin. Eg stóð hins þess að teikningar yrðu samþykktar af réttum aðilum í héraðinu, eftirlit yrði með framkvæmdum og verkið síðan tekið út. Málið var sótt til bæði utanríkisráðherra og forsætisráð- herra en það ieiddi ekki til þess að héraðsyfirvöld, Hollustuvernd eða Siglingamálastofnun fengju lögsögu í þessum málum ratsjárstöðvanna. A.m.k. sagði Birgir Þórðarson að Hollustuvemd hefði nákvæmlega engar upplýsingar fengið um fram- kvæmdir á Bolafjalli og sömu sögu hafði siglingamálastjóri að segja í fréttum Ríkisútvarpsins í fyrradag. Sömu sögu er um alla starfsemi á Keflavíkurflugvelli innan vamar- svæðisins. Þar koma ofannefndir aðilar hvergi nærri enda kom það þeim í opna skjöldu er olía lak úr tanki í jarðveg innan varnarsvæðis- ins og eyðilagði vatnsból Njarðvík- inga. Sama er að segja af sorphaug- um herliðsins. Fyrir þá hefur aldrei verið sótt um starfsleyfi og þar af leiðandi hefur slíkt leyfi aldrei verið veitt. Að sögn Þorsteins Ingólfssonar forstöðumanns varnarmálaskrifstof- unnar gilda sérreglur um varnar- svæði samkvæmt varnarsamningn- um. Á vegum skrifstofunnar starfa að sögn Þorsteins menn sem annast öll mál innan vamarsvæða sem Nátt- úruvemdarráð, Hollustuvernd og Siglingamálastofnun annast utan svæðanna. f þessum tilgangi væri framkvæmdastjóri heilbrigðiseftir- lits Suðurnesja í hálfu starfi hjá V amarmálaskrifstofunni. Friðþór Eydal blaðafulltrúi hers- ins sagði í gær að á Bolafjalli væru þrjár dísilrafstöðvar sem eiga að fara í gang ef rafmagn fer af stöðinni. Rafstöðvamar eru nýjar og í ábyrgð af hálfu framleiðanda. Ábyrgðin er þó bundin því skilyrði að vélarnar séu gangsettar einu sinni í viku. Þess vegna hefði olía verið flutt upp á fjallið og sett á geymana í þeirri trú að allt væri í lagi. Ánnað hefði síðan komið í ljós, því miður. -sá vegar að ákveðnu samkomulagi í ríkisstjórninni í haust og það fól í sér ákveðna málamiðlun sem Alþýðu- flokkurinn stóð ásamt öðrum að. Ég stend ekki fyrir því að brjóta það samkomulag upp, nema allir aðilar að samkomulaginu séu því samþykk- ir. Þess vegna legg ég þetta fmmvarp fram með þeim hætti að í virðisauk- anum verði eitt þrep, en síðan verði á nokkmm algengum matvælum sem samsvarar 13% þrepi, sem mun leiða til vemlegrar lækkunar á nokkmm algengum matvælum. Hins vegar tel ég nauðsynlegt að það verði unnið að því á næsta ári að skoða hvemig virðisaukaskattskerf- ið geti leitt til aukinna verðlækkana á matvælum, hvort sem það er þá í gegnum tveggja þrepa virðisauka- skatt eða með annarri aðferð." í framvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að endurgreiddur verði því sem næst helmingur virðisaukaskatts af neyslumjólk, dilkakjöti og fersku grænmeti. Einnig er heimilt að endurgreiða byggjendum íbúðar- húsnæðis virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt vegna vinnu manna á byggingarstað og skatt vegna vinnu manna við meiriháttar viðhald. Lækkun matvöm með endurgreiðslu er án efa viðkvæmasta mál virðisauk- ans og em margir þeirrar skoðunar að ekki sé unnt að tryggja að endur- greiðslan skili sér til framleiðenda, né kaupenda. Þá eru einnig uppi óánægjuraddir vegna þess að ein- ungis skuli endurgreiddur skattur af dilkakjöti, en ekki öðru innlendu kjöti. Bæði samtök launafólks, bænda og fjöldi þingmanna hafa bent á að nota eigi tækifærið við skattkerfisbreytinguna og afnema matarskattinn svo kallaða. í frétta- tilkynningu frá BSRB í gær segir til Fyrir skömmu veitti Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslu- gagna, árlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf að ritun og útgáfu fræðandi efnis. Að þessu sinni var viðurkenningin veitt fyrir lofsverð störf að gerð fræðirita fyrir böm og unglinga. Viðurkenningin skiptist milli tveggja aðila: Gunnars dæmis: „Um leið og BSRB mótmælir harðlega að launafólki í landinu sé ætlað að bera hæsta virðisaukaskatt í heimi, leggja þau áherslu á að stjómvöld hafi í það minnsta tvö skattþrep í virðisaukaskatti og öll innlend matvæli verði í lægra þrep- inu. Að mati BSRB gæti það orðið byrjunin á því að afnema matar- skatt. Slíkt myndi greiða fyrir kjara- samningum sem em lausir hjá flest- um aðildarfélögum um næstu mán- aðamót.“ Samkvæmt fmmvarpsdrögunum er sala tímarita, dagblaða og sam- bærilegra landsmála- og héraðs- fréttablaða, svo og afnotagjöld út- varpsstöðva undanþegin skatt- skyldu. Það sama gildir um sölu á heitu vatni og rafmagni til húshitun- ar, sölu veiðileyfa og sölu á bókum á íslenskri tungu, þýddum jafnt sem fmmsömdum. Skattleysi bókanna tekur þó ekki gildi fyrr en í nóvem- ber á næsta ári, en í fjárlagafram- varpi 1990 er gert ráð fyrir að skattur á bækur skili 400 milljónum króna í ríkissjóð. Sala listamanna á eigin verkum og uppboð listmuna em undanþegin virðisaukaskatti, svo og starfsemi safna, s.s. bókasafna, lista- safna, náttúrugripasafna og hliðstæð menningarstarfsemi. Sama gildir um aðgangseyri að tónleikum, leiksýn- ingum og leikhúsum, enda tengist samkomur þessar ekki á neinn hátt öðm samkomuhaldi eða veitinga- starfsemi. Þá em fþróttastarfsemi, aðgangseyrir að sundstöðum, skíða- lyftum, íþróttamótum, íþróttasýn- ingum og heilsuræktarstofnunum, undanþegin skatti og það sama á við um rekstur skóla, menntastofnana, skólamötuneyta og ökukennslu. -ÁG Karlssonar prófessors, fyrir kennslu- bækur í sagnfræði og Bókaútgáfunn- ar Bjöllunnar sem hefur sérhæft sig í útgáfu vandaðra bóka fyrir börn og unglinga. Til viðurkenningarinnar var varið 200 þúsund krónum og fékk hvor aðili 100 þúsund krónur í sinn hlut. SSH Linda Pétursdóttir krýndi pólska stúlku Það var hin 24 ára pólska stúlka Aneta Kreglicka, sem hrósaði sigri í keppninni Ungfrú Heimur sem lauk í Hong Kong í gær. Linda Pétursdóttir, krýndi hana við há- tíðlega athöfn og lauk þar með ferli sfnum sem ungfrú Heimur sem staðið hefur í eitt ár. Stúlkan sem varð í öðm sæti héitir Leanne Caputo, 23 ára frá Kanada, og í þriðja sæti varð hin tvítuga Monica Mejia, frá Kól- umbíu. Hugrún Linda Guðmundsdóttir, sem keppti fyrir Islands hönd í keppninni, komst ekki í úrslit. -BG Hollustuvernd gagnrýnir Varnarmálaskrifstofu: Samskiptaörðugleikar vegna varnarsvæðanna Frá afhendingu viðurkenninga Hagþenkis. F.v. Guðrún Kvaran, Kristín Unnsteinsdóttir, Fríða Haraldsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Gunnar Karlsson og Torfl Hjartarson formaður Hagþenkis. Hagþenkir veitir viðurkenningar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.