Tíminn - 23.11.1989, Síða 6

Tíminn - 23.11.1989, Síða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 23. nóvember 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuömundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Bókaskattur Fjörutíu þjóðkunnir rithöfundar og skáld, fulltrúar þriggja skáldakynslóða og boðberar ýmissa skáld- skapar- og þjóðlífsviðhorfa, hafa sameinast í ávarpi til ráðamanna þjóðarinnar um að ekki verði lagður virðisaukaskattur á bækur. í ávarpi sínu benda skáldin á þá staðreynd að ef 26% virðisaukaskattur yrði lagður á íslenskar bækur myndi það leiða til þess að þær bæru þyngstu skattbyrði í heimi. Með því væri verið að dæma íslenska lesendur til að greiða hærra verð fyrir bækur en annars staðar þekkist. Almennt ríkir sú stefna í heiminum að ekki skuli skattleggja prentað mál. Með hliðsjón af því m.a. er æskilegt að íslensk skattayfirvöld reyni að fylgja þeirri meginreglu. Hér skal því heils hugar tekið undir áskorun rithöfundanna fjörutíu um að bækur verði undanþegnar virðisaukaskatti og að blaða- og tíma- ritaútgáfu verði ekki íþyngt með slíkri skattheimtu. Áskorun af þessu tagi hlýtur fyrst og fremst að vera beint til fjármálaráðherra, Ólafs Ragnars Grímsson- ar, og menntamálaráðherra, Svavars Gestssonar. Hér er um að ræða fyrirkomulag á skattheimtu, sem fjármálaráðherra ber sérstaka ábyrgð á og mikilsvert atriði menningarmálastefnu, sem menntamálaráð- herra hlýtur að láta til sín taka. Vandi loðdýrabúa Loðdýrabændur eiga við mikla fjárhagserfið- leika að stríða, svo að mikið hrun mun eiga sér stað í loðdýrabúskap ef ekki verður gripið til styrktarað- gerða. Sérstök nefnd á vegum landbúnaðarráðherra hefur fjallað um málefni þessarar atvinnugreinar, gert ítarlega úttekt á stöðu hennar og birt niður- stöður sínar, sem staðfesta að ekki fer ofsögum af vanda greinarinnar. Jafnframt bendir nefndin á að hrun þessarar framleiðslustarfsemi muni hafa margvíslegar afleiðingar sem stjórnvöld verða að gera upp við sig hvernig bregðast skuli við. Loðdýrabú hér á landi eru um 200 og mikið fjármagn og vinnuafl við þau bundin. Þetta er ung atvinnugrein hérlendis og margur vandi hennar stafar af byrjunarerfiðleikum, sem á engan hátt eru óeðlilegir. En aðalvandi loðdýraræktar stafar af verðfalli skinna á heimsmarkaði á síðustu árum. Þessir rekstrarerfiðleikar ganga að sjálfsögðu yfir loðdýraframleiðslu í öðrum löndum, þótt með mismunandi hætti sé. Á Norðurlöndum er yfirleitt gert ráð fyrir því að koma þessum rekstri til hjálpar. Loðdýranefnd landbúnaðarráðuneytisins leggur til að íslenskum íoðdýraframleiðendum verði veitt aðstoð til þess að draga úr verstu afleiðingum rekstrarstöðvunar og tryggja að það sem áunnist hefur í reynslu og þekkingu þurfi ekki að glatast. Uppflosnun meginþorra þeirra sem við þessa grein starfa er alvarlegt mál og full ástæða til að meta félagslegar og mannlegar afleiðingar slíks ástands. Þess verður að vænta að ríkisstjórnin taki þetta mál til úrlausnar hið bráðasta og leggi til grundvall- ar úrbótatillögur loðdýranefndarinnar. GARRI Maður að nafni Albert Athygii hefur vakið að hingað hefur borist listaverk eftir Albert Thorvaldsen, son Gottskálks Þor- valdssonar tréskurðarmanns frá Miklabæ ■ Blönduhlíð, og nefnist listaverkið Merkúr sem Argosbani. Eigandi styttunnar hefur arfleitt íslenska ríkið að henni, en stytt- unni hefur veríð komið fyrir til varðveislu í Verslunarskóla íslands í minningarskyni við dr. Jón Gísla- son, fyrrverandi skólastjóra. Það er vel til fundið, enda var dr. Jón mjög handgenginn grískri menn- ingu. Sonur sinnar þjóðar Áður hafði borist hingað skimarfontur eftir Albert og var honum komið fyrir í Dómkirkj- unni. Það var á annarri öld, þegar menn stóðu enn nær uppruna lista- mannsins en núna og létu sig það skipta að hann var íslendingur. Þá var Albert sjálfur á dögum og þótti við hæfi að gefa skírnarfontinn hingað, sem góður sonur sinnar þjóðar. Jónas Hallgrímsson, sem vildi vel kveða um allt sem íslend- ingum var gott gert, orti kveðju til Alberts Thorvaldsen af þessu til- efni. Hann kallaði hann hvorki Berta eða Bertel. í hans munni hét snillingurinn Albert, og var ættað- ur frá slóðum, sem Jónasi voru gjörkunnar. Meðal annars hafði Jónas setið brúðkaupsveislu á Flugumýri ásamt Gullsa frá Bessa- stöðum, sem varð fullur og reið í Miklabæ og fótbrotnaði í túnhliðinu. A. Thorvaldsen Nú gerist það hins vegar á síðari hluta tuttugustu aldar, þegar týnd er öll sú skáldlega tilfinning, sem kórónaði bestu verk í listum nítj- ándu aldar, m.a. þeirra Alberts og Jónasar, að Albert heitir Bertel í fréttum og mæltu máli. Þetta er nafn sem við könnumst ekki við, og snertir ekki snillinginn góða, Albert Thorvaldsen, nema þá í Danmörku, þar sem leyfist að nefna menn nöfnum samkvæmt þarlendri málvenju. Ekkert af þeim verkum, sem Albert Thor- valdsen lét eftir sig, merkti hann Albert Thorvaldsen með nafninu Bertel, eða skamm- stöfun á því. Verk sín merkti hann A. Thorvaldsen. En það er auðvit- að samkvæmt lenskunni og þörf þeirra, sem telja sig nútímalegri en aðra íslendinga, að nefna lista- manninn Bertel. Fáum að flíka Þau tvö verk eftir Albert Thor- valdsen, sem hingað hafa borist og umtalsverð eru, verða að teljast alltof fá, og tengja listamanninn ekki nærri nógu rækilega við ís- lenskan uppruna sinn. Því ræður auðvitað að verk hans eru ófáan- leg. Það er mikili þokki yfir gjöf danska verkfræðingsins og kaup- sýslumannsins, sem færði okkur að gjöf listaverkið Merkúr sem Arg- osbana. Þessi fallega gjöf eykur við menningararfleifð okkar og stækkar landnám okkar í heimi listanna. Við höfum ekki af mörg- um stórmennum að státa á alþjóð- legum vettvangi. Þar ber hæst tvo menn, þá Snorra Sturluson og Albert Thorvaldsen. Vinir okkar og frændur á Norðurlöndunum hafa enn ekki gert tilraunir með nafn Snorra. Þeir hafa ekki látið sér til hugar koma að ígildi einhvers Bertels hafi skrifað Heimskringlu. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að halda við ríkisfangi Leifs Eiríks- sonar, og eru nýleg dæmi um, að Norðmenn ætli enn að helga sér sæfarann í kvikmynd, sem á að fara að gera um fund Ameríku. Tímanna tákn Við eigum ekki af miklu að státa á erlendum vettvangi, og getum því ekki verið útlátasöm á menn. Því er það að um leið og við fögnum fagurri gjöf, getum við ekki sætt okkur við að hún sé frá öðrum runnin í upphafi en Albert Thorvaldsen. Þannig mun þetta verða enn um sinn, eða á meðan einhverjir eru til, sem finnst að listamanninum sneitt með þvi að kalla hann Bertel, nafni, sem hann var aldrei skirður. En Bertel - nafnið er tímanna tákn, og þeir munu verða fleiri Bertelarnir þegar tímar líða. Það er hins vegar ástæðulaust að þegja á meðan við vitum, að listamaður- inn mikli var skírður Albert. Hann var ekki runninn upp, þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði, en næstum því. Samt auðnaðist honum að setja einkennið: A. Thorvaldsen í listasögu heimsins. Og þar stendur þetta teikn löngu eftir að við höfum gleymt skírnar- nafni hans. Garri VÍTT OG BREITT Óskilgreind menningarstefna Menntamálaráðherra hefur skrifað frjálsu útvörpunum bréf þar sem hann rukkar þær um menningarstefnu. Að vísu útvarpa þær menningarstefnu sinni látlaust í 24 klukkustundir á sólarhring og er frjálsa, ríkisrekna stöðin engin eftirbátur í tímalengd útsendinga þótt ekki þyki ástæða til að frétta af menningarstefnunni á þeim bæ. En ráðherra vill sem sagt fá menn- ingarstefnuna í skýrsluformi því ekkert er að marka menningu sem ekki skilgreinir sjálfa sig með orða- gjálfri. Tíminn skýrir svo frá, að athug- un hafi leitt í Ijós að spilað er meira af erlendri tónlist í frjálsu útvörp- unum en íslenskri. Þetta þykir skrýtið og ómenningarlegt og þarfnast skýringar í skýrslu. Ekki er spurt hvort gaddavírs- músíkin sem pumpað er út í ljós- vakann ár og síð og alla tíð sé góð eða slæm, heldur um þjóðemið og er íslenskt prump líklega eitthvað menningarlegra en annað. En þetta verður sjálfsagt upplýst í skýrslum þegar útvörpin hafa kom- ist að því hvort þau eigi sér menn- ingarstefnu. Hvar fæst slátur? Tíminn hefur eftir einum af fjölmörgum útvarpsstjórum þjóð- arinnar að hlustendur biðji nær eingöngu um erlend lög og þar með veit hann hvað „fólkið vill“ og fullnægir þörfum þess til að laða auglvsendur að stöðinni. Tlminn í gær: „Hann sagði að spurning væri hvort sömu ástæður væru fyrir þessu og því að á matsölustöðum er mun oftar beðið um hamborgara og franskar heldur en hafragraut og súrt slátur þótt hið síðamefnda sé íslenskt, gott og hollt.“ Kæri Bjarni Dagur, útvarpsstjóri Aðalstöðvarinnar! Undirritaður verður þér ævinlega þakklátur ef þú getur bent á veitingahús sem selur hafragraut og súrt slátur. Það þarf ekki að vísa á hin sem selja hamborgara og fituríkar djúp- steikur með olíusósum og frönskum. Þau em á hverju horni út um allan heim, öll með sama bragði, og á íslandi er slík ofgnótt af einhliða alþjóðlegum matseðl- um að hvergi er pláss fyrir hafra- graut og slátur, ekki einu sinni soðningu og velling. Nesjamennska veitingamanna er slík að þeir halda að fátækrafæða úr fjarlægum heimshornum sé hið eina sem „fólkið vill.“ Enda fara þeir á hausinn hver um annan þveran eins og útvarpsstöðvamar sem vita upp á hár hvað „fólkið vill,“ og haga efnisvalinu eftir því. Hégiljur Annars er það skrýtið uppátæki að fara að heimta af spólurokkum þeim sem kallaðir em útvarps- stöðvar, að þeir hafi einhverja skilgreinda menningarstefnu. Er meira að segja látið að því liggja að stefnan sú eigi að vera íslensk. Sú stefna opinberra aðila sem ‘ flestra annarra, að fletja allt út í alþjóðhyggju, gleypa við öllu sem erlent er, sama hvort það er á sviði menningar eða tækni, er ekki skil- greind af einum né neinum og enginn gerir kröfu til að fá skýrslur um alla þá strauma og stefnur, hugmyndafræði og hégiljur mark- aðsfræðinnar sem em að tröllríða íslensku þjóðlífi á slig. Sýndarátak í málvemd og til- skipanir um að spila meira af íslenskri dægurlagatónlist breyta engu um það, að þjóðemiskennd er álitin af hinu vonda og alþjóða- sinnarnir básúna sinn boðskap í öllum sínum myndum og geta ekki einu sinni skilgreint til hvers og fyrir hverja á t.d. að vernda ís- lenska tungu. Þegar svo er komið að það er meira að segja orðið púkalegt að éta upp á íslensku er ekkert eðli- legra en að sungið sé á alþjóðamáli í íslensk útvörp allan sólarhringinn ár eftir ár til að þóknast auglýsend- um. Eða svo er sagt. Þegar keppst er við af meira kappi en forsjá að apa erlenda menningu eftir á bókstaflega öllum sviðum er ekkert nema frekja að heimta einhverja aðra menningar- stefnu af útvörpum sem aldrei hafa haft annan tilgang en að vera alþjóðleg, eins og marxisminn, markaðslögmálin, gaddavírsmús- ikin og ruslfæðið. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.