Tíminn - 23.11.1989, Side 7

Tíminn - 23.11.1989, Side 7
Fimmtudagur 23. nóvember 1989 Tíminn 7 Upp úr öldudalnum Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi Laugardaginn 5. nóvember sl. héldu framsóknarmenn á Reykja- nesi kjördæmisþing sitt. Það var að þessu sinni haldið í hinu vistlega Félagsheimili Kópavogs og hófst klukkan 10 um morguninn. Á þing- ið mættu fulltrúar allra flokksfélag- anna á svæðinu alls um 80 manns. Að lokinni skýrslu stjórnar var lögð fram skýrsla laganefndar og síðan drög að stjómmálaályktun og kjördæmamálaályktun. Síðan hófust almennar umræður. Eftir hádegi fluttu þingmenn kjördæmis- ins, þeir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jóhann Ein- varðsson, ræður. Ræddu þeir um hina pólitísku stöðu og hvað fram- undan værí. Ræða forsætisráð- herra var mjög ítarleg og stóð í eina og hálfa klukkustund. Þá hófust almennar umræður að nýju og'lauk þeim með samþykkt eftirfarandi stjórnmálaályktunar og kjördæmismálaályktunar. STJORNM ALAALYKTUN kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi 1989 Kjördæmisþing framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi, haldið í Félagsheimili Kópavogs 5 nóvember 1989, lýsir yfir stuðningi við ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Þingið lýsir ánægju yfir þeim árangri sem ríkisstjómin hefur náð í efnahagsmálum á þeim skamma tíma sem hún hefur setið og treystir því að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem enn er við að etja í þjóðfélaginu, takist henni að vinna þjóðina að fullu út úr þeim vanda og hefja nýtt framfaraskeið. Þegar í ársbyrjun 1988 var ein- sýnt að miklir erfiðleikar væru framundan í íslensku efnahags- og atvinnuiífí. Þrátt tyrír varnaðar- orð, staðfestar upplýsingar og niðurstöður starfshópa og nefnda, sem m.a. voru skipaðir af þáver- andi forsætisráðherra, Þorsteini Pálssyni, þverskallaðist Sjálfstæð- isflokkurinn við að framkvæma raunhæfar tillögur til úrbóta. Hann kaus að sitja aðgerðalaus í valda- stólum þar til í óefni var komið. Við það fór dýrmætur tími til spillis. Þingið minnir á að á haustmán- uðum 1988 lýstu Samtök fiskvinnsl- unnar því yfir að framleiðsla þeirra myndi stöðvast ef gengið yrði ekki fellt án tafar um 15 af hundraði. Verslunarráðið spáði a.m.k. 5000 manns atvinnulausum í byrjun þessa árs og Félag fslenskra iðnrek- enda taldi að atvinnuleysið yrði ennmeira. Þannigvarviðskilnaður ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Miklir erfiðleikar blöstu því við þegar stjórn félagshyggjuflokk- anna tók við völdum sl. haust. Ríkisstjómin hafnaði nýrri óða- verðbólgu og nýrri kollsteypu en ákvað að freista þess að vinna þjóðarbúið markvisst út úr erfið- leikunum með fjölbreyttum að- gerðum á ýmsum sviðum útflutn- ings- og samkeppnisatvinnuveg- anna. Þótt slíkt hljóti eðlilega að taka nokkum tíma, hefur reynslan sýnt að sú ákvörðun var tvímæla- laust rétt. Þingið fagnar því að nú virðast útflutnings- og samkeppnisgrein- amar búa við viðunandi rekstrar- stöðu og leggur áherslu á að í kjölfarið fylgi hröð hjöðnun verð- bólgu. Þá telur þingið jafnframt að eigi að afnema verðtryggingu fjár- magns og allar sjálfvirkar viðmið- anir. Með styrkri stjórn efnahagsmála undir forsæti Steingríms Her- mannssonar má ætla að verulegur árangur náist innan tíðar og þjóðin rísi úr þeim öldudal sem hún óneitanlega er í um þessar mundir. Með Atvinnutryggingasjóði út- flutningsgreinanna hefur fjölmörg- um fyrirtækjum verið gert kleift að endurskipuleggja rekstur sinn. Sömuleiðis lýsir þingið yfir ánægju sinni með stofnun Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar sem gert hefur fyrirtækjum fært að fá skuldum breytt í hlutafé. Fullyrða má að með starfi þessara sjóða hafi tekist að koma í veg fyrir stöðvun og gjaldþrot margra atvinnufyrir- tækja. KJORDÆMISMALAALYKTUN framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi, haldið í Félagsheimili Kópavogs 5. nóvember 1989, lýsir yfir áhyggjum sínum yfir erfíðri stöðu atvinnu- mála í kjördæminu og treystir á þingmenn flokksins í kjördæminu að fylgjast grannt með framvindu þeirra. Þingið bendir sérstaklega á stöðu sjávarútvegs á Suðurnesjum, sem um langa tíð hefur verið undirstaða atvinnu og búsetu þar. Spoma verður með öllum tiltækum ráðum gegn því að svæðið missi frekari fiskveiðiréttindi en orðið er með sölu báta og skipa af svæðinu. Þingið leggur áherslu á víðtæka samtöðu meðal heimamanna sjálfra í slfkum tilfellum, enda ljóst að á henni veltur að verulegu leyti hvort tekst að halda bátum og skipum sem boðið er í af fjársterk- um fyrirtækjum annarra byggðar- laga. í því sambandi leggur þingið áherslu á að Reykjaneskjördæmi sitji við sama borð og aðrir lands- hlutar hvað varðar opinberar lána- fyrirgreiðslur. Brýna nauðsyn ber til að bæta öryggi vegfarenda, hvort sem held- ur er á helstu umferðarleiðum eða innan einstakra byggðarlaga. Sér- staklega bendir þingið á nauðsyn þess að dregið verði úr slysahættu á Reykjanesbraut og hvetur þing- menn kjördæmisins til að fýlgja þeim málum fast eftir. Þingið bendir á að hvergi á landinu er skólahúsnæði eins lítið á nemanda og í Reykjaneskjör- dæmi og beinir því til þingmanna að þeir beiti áhrifum sínum til að auka fjárframlög til skólamála í kjördæminu. Þær stóru stofnanir, sem eru í kjördæminu, eru byggðar upp fyrir landið í heild. Öll uppbygging í málefnum fatlaðra á Reykjanesi hefur setið á hakanum. Þingið hvetur stjómina til að gera nú þegar á yfirstandandi Al- þingi ráðstafanir til að bæta úr málefnum þessa hóps. Iðnaður, þjónusta og verslun er stór þáttur í atvinnulífi kjördæmis- ins og því veldur samdráttur í þessum atvinnugreinum mikilli röskun fyrir íbúa þess. Vegna erf- iðleika í þessum greinum er brýn þörf fyrir að leitað sé leiða til nýrrar atvinnuuppbyggingar. Með tilliti til þess tekur þingið undir áform um stækkun eða bygg- ingu nýs álvers við Straumsvík, enda sé fullnægt fyllstu umhverfis- kröfum og samningar náist um viðunandi orkuverð. Einnig vekur þingið athygli á þeim möguleikum sem „Bláa lónið“ býður upp á og hvetur til þess að þeir verði nýttir, m.a. með tilliti til erlendra ferðamanna. Þingið lýsir fullum stuðningi við allar aðgerðir sem miða að því að lækka fjármagnskostnað í landinu. Ríkisstjóminni hefur miðað tals- vert í þeim efnum en betur má ef duga skall. Óhóflegur fjármagns- kostnaður síðustu ár hefur átt hvað drýgstan þátt í erfiðri afkomu fyrir- tækja og heimila. Tryggja verður að stjórnendur Seðlabankans framkvæmi stefnu stjómvalda í peningamálum. Þótt vel hafi miðað á ýmsum sviðum er erfiðleikum þó ekki lokið og útlit fyrir að enn sé nokkuð í land að jafnvægi sé náð í efnahagslífi þjóðarinnar. Þingið lýsir yfir þungum áhyggj- um vegna mikilla uppsagna starfs- fólks hjá fyrirtækjum, einkum í verslun og þjónustu. Víðtækt at- vinnuleysi er eitt hið mesta böl sem hent getur nokkra þjóð. Skorar þingið því á stjórnvöld að gera ailt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Þingið lýsir áhyggjum yfir þeirri þróun sem orðið hefur í skipasmíði í landinu þar sem skipasmíðastöðv- ar eru að loka vegna verkefna- skorts og verkefni nýsmíða og viðhalds em að flytjast úr landi. Þingið beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að leita allra mögu- legra leiða til þess að snúa þessari þróun við og skapa þessari þýðing- armiklu atvinnugrein gmndvöll í landinu. Þingið leggur áherslu á að lækka framfærslukostnað heimilanna, m.a. með því að lækka verð mat- væla. Því telur þingið rétt að mikil- vægustu matvælin verði í lægra þrepi virðisaukaskatts. Erfið staða efnahagsmála innan- lands og miklar erlendar skuldir þjóðarbúsins em áhyggjuefni. Því hvetur þingið til innlends spamað- ar og aðhalds í rikisútgjöldum. Treystir þingið á ráðherra og þing- menn Framsóknarflokksins í þeim efnum. Kjördæmisþing framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi legg- ur áherslu á nauðsyn þess að núver- andi ríkisstjóm starfi út kjörtíma- bilið. Til að svo megi verða þarf að ríkja gagnkvæmur trúnaður innan ríkisstjómarinnar og að leitað sé sátta í ágreiningsefnum. Treystir þingið Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra til þeirra hluta. Þingið varar við þeirri ómálefna- legu áróðursstarfsemi sem Sjálf- stæðismenn stunda. Sá málflutn- ingur og vinnubrögð em ekki sæm- andi íslenskum stjómmálum og er þeim til skammar er þannig vinna. Framsóknarflokkurinn er kjöl- festa íslenskra stjómmála og til hans horfa landsmenn nú sem jafn- an áður f von um árangursríkt stjómarsamstarf og farsæla framtíð. Kjördæmisþingið minnir á að Framsóknarflokkurinn hefur nú að skipa tveimur þingmönnum í kjör- dæminu. Því horfa íbúar þess nú meira til framsóknarmanna en nokkm sinni áður og treysta á stuðning þingmannanna við að sinna málefnum sínum og standa vörð um hagsmuni sína. Senn líður að sveitarstjómar- kosningum og því hvetur þingið flokksfélög framsóknarmanna til að hefja nú þegar undirbúning þeirra og stefna markvisst að því að rétta hlut flokksins. Reynsla síðustu alþingiskosninga sýnir að þess em framsóknarmenn megnug- ir. lllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR Siglaugur Brynleifsson: Fjórar kynslóðir Michael Ignatieff: The Russian Album. Penguin Books 1988. Höfundurinn fæddist 1947, er Kanadamaður en býr í London. Stundaði nám við Harvard og í Cambridge og hefur stundað ritstörf. Þessi bók hans kom út 1987 í Banda- ríkjunum og á Englandi og vakti mikla hrifningu. Hún er mjög vel skrifuð og er þá átt við að höfundur sker sig algjörlega frá þessum oft lágkúmlega stílsmáta sem tröllríður nútíma textum, persónulausu snakki sem er að því er virðist einhvers staðar fyrir utan og ofan eða neðan við textahöfundinn og hann hefur í rauninni engin tengsl við efnið sem hann þykist vera að fjalla um. Þessi bók er skrifuð af þörf og innlifun í þau örlög sem hann lýsir. Hann lýsir og segir frá sínu fólki, sinni þjóð sem hann er slitinn frá. Hann erútlagi frá uppmna sínum, en það hefur orðið hlutskipti ákaflega margra á 20. öld. Flóttamenn, útlagar, fólk sem hefur orðið að skipta um ríkisfang og orðið að aðlaga sig nýrri tungu og umhverfi og afkomendur þess fólks sem hefur tapað tengslunum við fortíðina og verður að aðlagast fóst- urlandi og hefur ekki tækifæri til að endumýja tengsl við uppmnalegt föðurland vegna þess að það er allt annað en það var í minningu ná- komnustu ættingja þess. Auk þessa koma til stjórnarfarslegar ástæður, stundum svo þétt riðið hugmynda- fræðilegt kerfi að ógerlegt er að samlagast því, hafi menn vanist því að geta um frjálst höfuð strokið. Þetta em hinir eiginlegu útlagar frá uppmnalegum heimkynnum, en útlegð eða fjarvera frá eigin þjóð og tungu er einnig staðreynd innan samfélagsins, hinir heimilislausu innan heimahaganna em lítið betur settir en hinir eiginlegu útlagar. Höfundurinn skrifar: „Framhaldið virðist hafa rofnað. Mönnum finnst þeir hafa verið nærri því allt aðrar persónur fyrir nokkmm áratugum og þeir eigi nú í rauninni ekkert skylt við þá persónu sem þeir telja sig hafa verið fyrr á ævinni. Hvað þá um tengslin við fjölskyldu og ætt?“ Ef menn fljóta eins og einhvers konar korktappar á yfirborðinu og sveiflast eftir straumunum, mótast af andrúmslofti eða umhverfi hvers tíma, þá er eðlilegt að spurt sé „Hver er ég?“ Rússneskur málsháttur hljóðar svo: „Sökktu þér niður í fortíðina og þú tapar sjón á öðm auga, hirtu ekkert um fortíðina og þú verður blindur." Þetta er mottó bókarinnar. Höfundurinn lifir sig inn í fortíð ættar sinnar, rekur minningar Nat- öshu og Páls, föðurforeldra sinna, og forfeðra þeirra. Sagan spannar örlög fjögurra kynslóða. Sagan hefst í Rússlandi meðal landeigenda og embættismanna og herforingja zarsins. Þetta er einnig mjög pers- ónuleg ævisaga nákomnustu ættingja höfundar. Rússneskt samfélag fyrir byltinguna var andstæða þeirrar myndar sem dregin var upp af vald- höfunum eftir byltingu. Höfundur lýsir reynslu afa síns og ömmu á byltingarámnum, flóttanum úr landi og nýju lífi í allt öðm umhverfi, Englandi og Kanada. Höfundurinn virðist koma til skila kenndum og viðhorfum landflótta Rússa og þrátt fyrir alla erfiðleikana guggnuðu þeir aldrei. Höfundurinn skrifar þessa bók til þess að skilja eigin uppmna og rætur og í bókarlok skrifar hann „að fjarlægðin útiloki að hann geti átt heima í rússneskri fortíð afa síns og ömmu.“ Og hann æskir þess heldur ekki. Hann lifir ekki í fortíð- inni, en hann afneitar henni ekki því að þrátt fyrir allt er hann samt sem áður hluti hennar, þegar hann skrifar að hann móti sitt eigið líf en festi sig ekki og velji sjálfur. Þá leið völdu þau Natasha og Páll og m.a. þess vegna skrifar sonarsonur þeirra svo magnaða og ágæta bók.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.