Tíminn - 23.11.1989, Síða 8

Tíminn - 23.11.1989, Síða 8
8 Tíminnj Fimmtudagur 23. nóvember 1989 lllllRlillllllllll TÓNLIST IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^^^ Mögnuð Tosca íslenska óperan frumsýndi Toscu eftir Puccini föstudaginn 17. nóv- ember. Sýningin er samvinnuverk- efni íslensku óperunnar í Reykjavík og hinnar norsku í Osló en Garðar Cortes söng, sem kunnugt er, hlut- verk Cavaradossis listmálara á sýn- ingum þar. Tosca í Reykjavík er samt að verulegu leyti ný uppfærsla, frá Noregi komu leiktjöldin (Lubos Hruza) og aðalsöngvararnir þrír, auk leikstjórans, Per E. Fosser, sem einnig annast lýsingu, en hann mun þó hafa endurskapað uppfærsluna hér í samræmi við breyttar aðstæður. Öll önnur hlutverk eru í höndum söngvara íslensku óperunnar, kór- inn er hennar, sem og hljómsveitin. Að ógleymdu því heljarstökki áfram í óperukúnst sem textunarvél ís- lensku óperunnar er, nú geta allir skilið hvað er að gerast á sviðinu, en líbretto Toscu er eftir Giacosa og Illica. Sýningin er mjög magnað leikhús- verk, finnska söngkonan Margareta Haverinen er algjör eldibrandur í hlutverki Toscu, augun skjóta gneistum og gríðarleg sópranrödd hennar, með sérkennilega hröðu „víbratói", hæfir vel hinni geðríku persónu. Norski baritónsöngvarinn Stein Arild Thorsen er djöfullegur í hlutverki Scarpia lögregluforingja. Thorsen var greinilega rámur fram- an af fyrsta þætti, en ræskti sig svo hressilega og söng kröftugt eftir það. Enda var annar þáttur, viðureign Scarpia og Toscu, mjög áhirfamikill og óhugnanlegur í túlkun þessara listamanna. Að auki herma fregnir að á annarri sýningu hafi hann verið ennþá betri, og raunar sýningin öll, og þótti mér frumsýningin þó afbragð. Þriðja aðalhlutverkið, Ca- varadossi, syngur Garðar Cortes af miklum glæsibrag og þrótti. Guðjón Óskarsson vakti mikla . athygli í hlutverki djáknans á Toscu- sýningu Þjóðleikhússins 1986-1987, nú syngur hann þetta hlutverk aftur, af ennþá meiri kunnáttu og öryggi - mjög skemmtileg bassarödd og prýðilegir hæfileikar, en þó fullmikill farsaleikur sem væntanlega skrifast á reikning leikstjóra. Viðar Gunn- arsson, annar afbragðsbassi, syngur Cesare Angelotti nú eins og í Þjóð- leikhúsinu. Gervið og framkoman hefðu mátt hafa heldur meiri höfð- inglega reisn, þrátt fyrir illar aðstæð- ur, því Angelotti er forseti hins nýfallna rómverska lýðveldis á flótta undan lögreglunni - sem sömuleiðis skrifast á reikning leikstjóra. Önnur nafngreind en örsmá hlutverk eru í höndum Sigurðar Björnssonar (Spoletta), Ragnars Davíðssonar (Sciarrone), Sigurðar Þórðarsonar (fangavörður) og Sigurgeirs Agnars- sonar (rödd smaladrengs). Eins og fyrr sagði leggur þessi sýning mikla áherslu á innihald óper- unnar Toscu, nefnilega leikritið, sem gerir hana miklu áhrifameiri en ella mundi ef meiri áhersla væri lögð á „fallegan söng“. Að vísu áttu aðal- söngvararnir mjög fínar söngrispur, vel studdir af hljómsveitinni undir stjórn Robins Stapleton hins breska, en hin heillandi og seiðandi tónlist Puccinis þjónaði þó fyrst og fremst því hlutverki sem henni er með réttu ætlað í óperum, að undirstrika örlög og tilfinningar. Tosca verður ekki sýnd nema sex sinnum núna og ættu allir sem vettl- ingi geta valdið að reyna að ná í miða - kannski verður þá hægt að herja út aukasýningu - því sýningin er mjög mögnuð, auk þess sem við höfum öll gott af því að heyra „erlenda krafta" annað veifið til samanburðar og uppfrískunar í okk- ar annars ágætu íslensku óperu. Sig.St. Einsömul þverflauta Einn af okkar ágætustu flautu- leikurum, Martial Nardeau, flutti sex Fantasíur fyrir einsamla flautu eftir Telemann á Háskólatónleik- um miðvikudaginn 15. nóvember. Áður hafði hann flutt aðrar sex, á Háskólatónleikum 1987, en Tel- emann (1681-1767) samdi tólf fant- asíur fyrir þetta hljóðfæri. Eins og segir í tónleikaskránni er Martial Nardeau af frönsku bergi brotinn og útskrifaðist úr tónlistarskólan- um í Boulogne við Ermarsund 16 ára að aldri. Þaðan lá leiðin til Parísar til frekara náms og starfa, en síðan 1982 hefur Nardeau starf- að í Reykjavík við hljóðfæraleik og tónlistarkennslu. Tónleikar af þessu tagi kalla auðvitað á mikla kunnáttu flautu- leikarans, bæði tón, tækni og túlkun, ef áheyrendum á ekki að leiðast, því flautan er ekki í hópi raunverulegra einleikshljóðfæra. Auk þess getur flautuleikari eins og Martial Nardeau tæplega leitað mikillar aðstoðar í heillandi sviðs- framkomu og klæðaburði, eins og t.d. Manuela Wiesler hefur gert til að lyfta tónleikum af þessu tagi til listrænna hæða. Nardeau skilaði þessu hins vegar mjög vel, þrátt fyrir þá fötlun sína að vera karlkyns. Þessar fantasíur Telemanns eru að vísu furðulega fjölbreytilegar, því tónskáldið var hugkvæmt vel; skemmtilegastar þóttu mér þær í D-dúr og fís-moll, sérstaklega fyrstu kaflar þeirra með yfirskrift „dolce“ og „A tempo giusto“, sem fyrrum hefði verið þýtt „blíðlega" og „gustmikið" eða „með gusti“. Og það sýnir vinsældir flautunnar eða Martials Nardeau, nema hvort tveggja sé, að hann spilaði fyrir nær því fullu húsi. Og tók aukalag í lokin, sem mér þótti reyndar best af öllu, úr einleikssónötu eftir Bach. Sem líklega er alltaf bestur þegar grannt er skoðað. Sig.St. Elsa Waage. Dimmrödduð söngkona Laugardaginn 18. nóvember kvaddi sér hljóðs ný alt-söngkona, Elsa Waage, með metnaðarfullum tónleikum í íslensku óperunni. Á efnisskrá var hvorki meira né minna en 21 verk eftir 12 tónskáld sem spanna 300 ára tónlistarsögu; textar voru á 6 tungumálum. í stuttu máli leysti hún þetta allt af hendi með glæsibrag og af öryggi sem ekki bar með sér vott af nýliðabrag. Enda hefur söngkonan víða verið, nam fyrst hér á landi, síðan í Hollandi og loks í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur einnig komið talsvert fram. Þetta voru samt hennar fyrstu eigin- legu tónleikar hér á heimaslóð og með því að „debúttera“ í Gamla bíói gætti hún þess að brjóta ekki áratuga hefð í þeim málum - hér hafa flestir íslenskir söngvarar stigið sín fyrstu listamannsspor, sem stundum urðu jafnframt hin síðustu. Undirleikari var John Walter sem er með háskólagráðu í þeim fræðum og starfar núna m.a. sem undirleik- ari við Julliard tónlistarskólann í New York. Enda spilaði hann af miklu öryggi, en samspil söngvara og píanóleikara bar vott um mikla og agaða vinnu sem að baki tón- leikunum lá; þar var hvorki á blettur né hrukka, allir textar á hreinu, leikræn tilþrif eftir innihaldi söngv- anna - mjög fagmannlegt í hvívetna, eins og vænta má frá landi hinnar hörðu samkeppni. Tónleikarnir hófust með langri aríu úr Jólaóratóríu Bachs, Nun wird mein liebster Bráutigam, sem sýndi þegar í stað að hér róru engir aukvisar. Þá komu tveir söngvar op. 91 eftir Brahms, þar sem fyrsti knéfiðlari Sinfóníuhljómsveitar fslands, Malgorzata Kuziemska- Sawek, bættist í hópinn, þrátt fyrir það tilstand, og öruggan sellóleik, var Brahms einna slakastur þarna, þótti mér. Næst komu þrír söngvar eftir Richard Strauss og loks Segui- dilla úr Carmen eftir Bizet. Eftir hlé söng Elsa Waage fyrst The Blue Mountain Ballads, fjórar ballöður eftir P. Bowles við texta Tennessee Williams, þar sem hún fékk góð tækifæri til leikrænna tilþrifa; þá komu tvö söngljóð eftir Síbelíus, en söngkonan hefur einmitt fengið sér- staka viðurkenningu fyrir túlkun sína á lögum þessa tónskálds; síðan þrjú lög eftir Grieg og loks fimm íslensk lög, eftir Karl Ó. Runólfs- son, Jón Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson og Hallgrím Helgason. Ágætir sinfóníutónleikar Og loks komu tvö aukalög og fleiri blómvendir en hér hafa áður sést á tónleikum. Ég spái Elsu Waage góðum frama í sönglistinni: hún er mjög raddmikil af svo dimmraddaðri söngkonu að vera, hefur ágæta leikhæfileika - sem bæði gagnast í ljóðasöng og óperu - og flutti sitt mikla efni af kunnáttu og innlifun. Kannski á röddin eftir að slípast eitthvað og verða sveigjanlegri, enda segir tón- leikaskráin að söngkonan haldi nú utan til frekara náms. En Tíminn tekur ofan fyrir frumraun svo glæsi- lega af hendi leystri. Sig.St. „Ekki er gaman að guðspjöllun- um, því enginn er í þeim bardaginn,“ er gamalt máltæki, ekki veit ég hvaðan. Og eins hljóta lesendur þessara pistla, ef einhverjir eru, að gerast leiðir á því að öllum tónleik- um og tónlistarmönnum sé hælt í hástert og að engu fundið - skemmti- legast þætti mönnum auðvitað ef tónleikar væru tættir í sundur og listamennirnir þannig leiknir að þeir ættu sér tæpast viðreisnar von. En við þessu er ekki gott að gera, því hljómlistarmenntun hefur fleygt fram og tónleikar eru yfirleitt vand- aðir núorðið. Hinu verður að vísu ekki neitað, að þeir tónleikar eða tónlistarmenn sem raunverulega kalla á stærstu lýsingarorð eru fátíð- ir, en jafnframt eru lélegir tónleikar svo sjaldgæfir að réttast er að sleppa því að fjalla um þá - enginn veit betur en listamaðurinn sjálfur ef illa hefur tekist eða höndum verið kast- að til. Án þess ég vilji tala illa um aðrar listgreinar, þá hygg ég að ástandið sé víðast hvar æði mikið verra, enda hvorki við alþjóðlegan samanburð að styðjast né hefur verið staðið að málum með sama myndarskap og í tónlistinni. Nú virðist að suinu leyti kasta tólfum, þegar leikarar og aðrir aðstandendur Þjóðleikhússins ætla að kenna það árinni ef illa hefur róist undanfarin ár, og leggja út í gersamlega fárán- lega aðgerð upp á hálfan milljarð til að bæta áhorfendasalinn - mennta- málaráðherra á að sjálfsögðu að víkja byggingarnefndinni frá störf- um þegar í stað fyrir tillöguflutning sem þennan. Þegar illa ræst er venju- lega við ræðarana að sakast en ekki árarnar. Sinfóníutónleikarnir 16. nóvem- ber voru aldeilis ljómandi, bæði vegna þess hve góð tónlist var flutt og hve vel var spilað - auk þess sem alltaf er ástæða til að fagna hinni prýðilegu framgöngu aðalstjórnand- ans Petri Sakari, sem sjálfsagt á eftir að verða víðfrægur í framtíðinni. Fyrst flutti hljómsveitin tónaljóðið Don Juan op. 20 eftir Richard Strauss (1864-1949), einn ágætasta Bæjara sem uppi hefur verið að margra dómi. Strauss þykir einn mesti hljómsveitarútsetjari allra tíma, og kemur sú snilli hans fram þegar í verkum eins og Don Juan. Þetta var prýðilega flutt, þó á væru smávægilegir gallar en ónauðsynleg- ir, eitthvað valt um í hljómsveitinni með miklu glamri á einum stað, ekki tókst að dempa málmgjöll á réttum tíma á öðrum og lokatónninn var ósamtaka hjá blásurunum -en heild- arsvipurinn var prýðilegur. Næst kom fiðlukonsert nr. 1 í D-dúr op. 19 eftir Sergei Prokofjeff (1891-1953), eitt hinna stóru sovésku tónskálda. Einleikari var tvítugur Bandaríkjamaður, Joshua Bell, sem mun flokkast til undrabarna sökum síns bráða þroska sem fiðlusnilling- ur. Leikstíil Joshua Bell fellur ann- ars dæmalaust vel að þessum konsert, því hann hreyfir sig undar- lega trémennislega, en tónlist Prok- ofjeffs er oft hálfhryssingsleg og halfkæringsleg. Þar fyrir utan spilaði Bell ákaflega vel og tók í lokin aukalag eftir annað undrabarn, Fritz Kreisler, sem sýndi ennþá betur tæknikunnáttu hans. Síðast var svo hin klukkustundar- langa Lemminkáinen Svíta op. 22 eftir Jean Sibelius (1865-1957), sem byggð er á fjórum sögnum úr Kal- evalakvæðunum. Tónleikaskrá segir að verkið reki ættir til óperu sem Sibelius var með í smíðum sumarið 1894 en lagði á hilluna eftir að hafa komist í kynni við óperur Wagners í Bayreuth. Þekktasti þátturinn í svítu þessari er Tuonela-svanurinn sem telst með „Sibelius' Greatest Hits“ á amerískum hljómplötum. Daði Kol- beinsson spilaði svaninn sjálfan fag- urlega á enskt horn (Cor Anglais). Vafalaust þarf mikið til að halda fullum dampi gegnum svo gríðarlega langt verk, en hljómsveit og stjórn- anda tókst það furðuvel. Sig.St. Nýr tónn í heita pottinum { tilefni af útkomu plötunnar Nýr tónn verða haldnir tónleikar í djass- klúbbi Reykjavíkur, Heita pottinum í Duus-húsi, sunnudaginn 26. nóv- ember n.k. Kvintett Tómasar R. Einarssonar verður breyttur frá hljómsveitinni á Nýjum tóni, þeir Pétur Östlund og Jens Winther sinna nú störfum sínum í Stokkhólmi og New York, en í þeirra stað spila í Heita pottinum trommuleikarinn Matthías Hemstock og gítarleikar- inn Hilmar Jensson. Saxófón- og píanóleikur er áfram í höndum þeirra Sigurðar Flosasonar og Ey- þórs Gunnarssonar. Sérstakur gest- ur á sunnudagskvöldið verður söng- konan Ellen Kristjánsdóttir. Hljómleikarnir hefjast kl. 21.30. (Frcttatilkynning)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.