Tíminn - 23.11.1989, Page 10

Tíminn - 23.11.1989, Page 10
10 Tíminn Fimmtudagur 23. nóvember 1989 Fimmtudagur 23. nóvember 1989 Tíminn 11 ---------------------------1 Útlit fyrir að met verði slegið í brunatjónum á þessu ári en í fyrra nam tjón af völdum bruna rúmum tveimur milljörðum: LOG 0G REGLUGERDIR UM BRUNAMAL í LAGIEN ENGINN V: Eftir Egil Ólafsson Ríkisstjórninni hefur verið kynnt ný skýrsla um stöðu brunamála á íslandi. Segja má að í þessari skýrslu sé dregin upp sótsvört mynd af skipulagi eldvarna- og brunamála. Meðal þess sem nefndin gagnrýnir er að lögum og reglugerðum er ekki framfylgt, hús eru hönnuð án tillits til brunavarna og eldvarnaeftirlit er í mörgum tilfellum ábótavant. Eftir Réttarhálsbrunann í janúar síðast liðnum, skipaði Jóhanna Sigurðardóttir nefnd til að gera heildarúttekt á stöðu brunamála í landinu. í nefndinni áttu sæti Magnús H. Magnússon fyrrverandi ráð- herra, Ingi R. Helgason forstjóri Bruna- bótafélags íslands og Hákon Ólafsson forstöðumaður Rannsóknarsofnunar byggingariðnaðarins. Auk þess starfaði Þórhildur Líndal deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu með nefndinni. Lögum og reglugerðum er ekki fylgt varðandi hönnun húsa í reglugerð nr. 269 frá 1978 eru skýr og afdráttarlaus fyrirmæli um brunatækni- lega hönnun húsa og mannvirkja. Þessi ákvæði miða að því að tryggja svo sem kostur er, að nýbyggingar í landinu séu í samræmi við kröfur reglugerðarinnar um raunhæfar eldvarnir. Mikið vantar á að þessari reglugerð sé fylgt. Annars vegar brjóta teikningar stundum í bága við reglugerðarákvæðin og hins vegar er teikningum ekki alltaf fylgt á byggingar- tíma. í skýrslunni er eftirlit á byggingartíma harðlega gagnrýnt og sagt er að eftirlits- leysi á byggingartíma sé veikasti hlekkur- inn í eldvörnum á íslandi. Síðan segir: „Breytingar eru oft gerðar á húsum meðan á byggingu stendur, göt tekin í brunaveggi og fleira gert sem skerðir brunavarnir, án þess að fylgst sé með því eða athugasemdir gerðar við það. Á stundum er skipt um meistara á ýmsum byggingarstigum og þeir gera sér ekki margir hverjir grein fyrir ábyrgð sinni á brunavörnum byggingarinnar. Lokaút- tekt dregst oft mjög á langinn, oft svo árum skiptir, eftir að byggingin er tekin í notkun og þá er oftast búið að fela brunatæknilega ágalla með innréttingum eða klæðningum.“ Brunamálastofnun fær ekki lögbundið fjárframlag í skýrslunni er fjallað nokkuð um Brunamálastofnun ríkisins. Bent er á að stofnunin hafi búið við fjársvelti í mörg ár. í lögum frá 1982 um brunavarnir og brunamál er ákvæði um brunavarnargjald sem tryggingafélög eiga að greiða stofn- uninni sem tiltekið hlutfall af brunatrygg- ingargjöldum. Upp úr 1985 snarlækkuðu brunaiðgjöld í landinu að raungildi og tekjur Brunamálastofnunar drógust því saman. Stefndi í mikið óefni með alla starfsemi stofnunarinnar. Að frumkvæði félagsmálaráðherra var þessu breytt í árslok 1987. Nú eru húseigendur skattlagðir um tiltekið brunabótagjald sem er reiknað af brunabótamati. Á næsta ári ætti þetta gjald að vera um 60-62 milljónir alls. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að Brunamálastofnun fái aðeins rúmar 34 milljónir. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagðist muni beita sér fyrir því að Brunamálastofnun fái það fé sem henni er ætlað samkvæmt lögum. Samskiptaerfiöleikar eru milli Brunamálastofnunar og slökkviliðsstjóra í skýrslunni er rætt nokkuð um sam- skipti Brunamálastofnunar við sveitar- stjórnir og slökkviliðsstjóra. Nefndin seg- ir að milli þessara aðila séu og hafi verið samskiptaerfiðleikar. Þessir erfiðleikar felast m.a. í því að ágreiningur er um verksvið hvers og eins. í lögum segir að Brunamálastofnun skuli fara með dagleg- an rekstur brunamála. Lög gera einnig ráð fyrir því að sveitarfélög skuli halda uppi brunavörnum, þar með talið eld- varnaeftirliti. Brunamálastofnun og slökkvilið virðast skilja þessi lög með mismunandi hætti. Nefndin reynir í skýrslunni að skil- greina nánar verksvið þessara stofnanna. Lögð er áhersla á að stofnanirnar verði að eyða öllum ágreiningi og vinna saman að brunamálum. Samskiptaerfiðleikar hafa einnig verið milli Eldvarnareftirlits Reykjavíkurborg- ar og slökkviliðsstjórans í Reykjavík. Starfsmenn Eldvarnareftirlitsins hafa t.d. verið óánægðir með það fjármagn sem hefur verið varið til brunavarna. Utgjöld vegna brunavarna í Reykjavík hafa minnkað um 40% frá 1979 til 1987. Nýlega náðu þessir aðilar samkomulagi um breytt vinnubrögð við eldvarnaeftir- lit. Tillögur þar að lútandi voru lagðar fram í borgarráði nú í vikunni. Þessar’ tillögur eru að mestu leyti samhljóða þeim tillögum sem nefndin leggur til í skýrslunni. Brunatjón er mjög mikið og fer vaxandi Skýrslan hefur að geyma upplýsingar um brunatjón á íslandi 1981-1988. Tafla 1. Tjónabætur vátryggingarfélag- anna (vegna bruna í fasteignum og lausa- fé). * Frá slökkvistarfi þejj Ár Á verðlagi í iúlí 1989 Hlutfall af landsframleiðslu Tafla 2. Heildartjói 1981 285,0 mkr. 0,126% Ár Á verðlagi 1982 253,7 - 0,122% í júlí 1989 1983 440,8 - 0,224% 1981 950,4 mkr, 1984 337,2 - 0,158% 1982 845,9 - 1985 327,9 - 0,142% 1983 1.469,3 - 1986 391,2 - 0,143% 1984 1.123,9 - 1987 641,9 - 0,213% 1985 1.092,9 - 1988 651,4 - 0,215% 1986 1987 1.303,9 - 2.139,6 - Horfur að árið í ár muni slá öll met. Nú • 1988 2.171,3 - þegar eru tjónabætur orðnar yfir 700 milljónir króna. Þar veldur mestu brun- inn á Réttarhálsi í janúar. Beinar trygg- ingarbætur eru ekki nema um 30% af tjóni samfélagsins. Fjöldi dauðs- falla í bruna 4 2 5 0 2 5 2 Þessar töflur sína að tjón af völdum bruna hefur vaxið mjög mikið síðustu tvö ár og tjónið hefur enn vaxið á þessu ári. Upplýsingar um bruna eru ófullkomnar - skýrslur týnast í skýrslunni kemur fram að upplýsingar um bruna eru mjög ófullkomnar. Um samræmda upplýsingaöflun er ekki að ræða. Á blaðamannafundi þar sem skýrsl- an var kynnt kom fram að nefndarmönn- um gekk mjög illa að fá upplýsingar um stærstu bruna á íslandi síðustu ár. Bruna- skýrslur hafa týnst og m.a. þurfti nefndin að notast við munnlegar upplýsingar. Vegna þessa treysti nefndin sér ekki til að athuga bruna fyrir árið 1981. Af 80 stærstu brunum á íslandi á árunum 1981-1988 voru orsakir brunans ókunnar í 49% tilfella. í þeim tilfellum þar sem orsakir eru kunnar var íkveikja oftast orsök bruna eða í 42% tilfella og óvarkárni eða gáleysi í 17% tilfella. Rafmagn var talin orsök í 29% tilfella, sjálfsíkveikja 7% og aðrar orsakir í 5% tilfella. Nefndin telur að framkvæmd eldvarn- areftirlits sé almennt ófullnægjandi. Al- gengt sé að athugasemdum eldvarnaeftir- lits sé ekki fylgt eftir, með þeim afleiðing- um að ófullnægjandi ástand húsa með tillit til brunavarna sé þolað árum saman. í skýrslunni segir orðrétt: „Sérstaklega hefur það valdið nefnd- inni vonbrigðum, þegar hún hefur rann- sakað 10 stærstu bruna á síðustu árum, sem samtals nema tæplega 45% greiddra brunatjóna á þessu langa tímabili (1981- 1988), hversu gersamlega eldvarnaeftirlit hefur brugðist í flestum þessara stór- bruna.“ Þá telur nefndin að brýnt sé að Bruna- málastofnun sinni því hlutverki sínu að semja árlega skýrslur um orsakir og afleiðingar eldsvoða ár hvert á þann hátt að tryggt sé, að tölulegar upplýsingar séu fyrir hendi, tæmandi og réttar. Meðal þess sem nefndin leggur til að gert verði til að bæta úr þeim misbrestum sem þegar hefur verið gerð grein fyrir, er að sett verði ný reglugerð um brunavarnir og brunamál. í henni verði skýr ákvæði um eldvarnaeftirlit og framkvæmd þess. Einnig telur nefndin mikilvægt að ráðn- ir verði tæknimenntaðir brunamálafull- trúar í öllum sveitarfélögum, þar sem tæknimenntaðir slökkviliðsstjórar eru ekki fyrir í fullu starfi. Gert er ráð fyrir að þessir fulltrúar hafi yfirumsjón með eldvarnaeftirliti á sínu svæði, sjái um að engin teikning hljóti samþykki bygginga- nefnda nema hún sé í fullu samræmi við brunamálareglugerð og sinni eftirliti á byggingartíma. Auk þess eiga þeir að vera hönnuðum til ráðgjafar um bruna- tæknilega hönnun húsa. Lagt er til að sveitarfélög sameinist um ráðningu Tínianiynd: Ámi Bjama brunamálafulltrúa. Nefndin leggur til að vátryggingarfélög ákveði iðgjöld sín í brunum með hliðsjón af brunavörnum húsa, sérstaklega at- vinnuhúsnæðis. Gert er ráð fyrir því að vátryggingarfélög geti nýtt sér úttektir eldvarnaeftirlits á viðkomandi húsum við ákvörðun iðgjalda og setji álag á grunngjald, ef og á meðan brunavarnir eru óviðunandi, en gefi á hinn bóginn afslátt frá grunngjaldi, ef húseigandi gerir sérstakar ráðstafanir í öryggis- og brunavarnarskyni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.