Tíminn - 23.11.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.11.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 23. nóvember 1989 Tíminn 17 HOMELITE Rafmagns- keðjusagir Motor- keðjusagir I3| ARMÚLA 11 SÍMI 6B1500 Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur í|f Breyting á Skúlagötusvæði í samræmi við samþykkt Skipulagsstjórnar ríkisins frá 8. nóv. 1989 er hér með auglýst samkv. 17. gr. laga nr. 19/1964 tillaga að breytingu á staðfestu deiliskipulagi Skúlagötusvæðis. Tillagan gerir ráð fyrir hótelbyggingu ásamt íbúðabyggð á staðgr.r. 1.1523 og hluta staðgr.r. 1.1522 sem markast af Lindargötu, Skúlagötu og Frakkastíg. Þessi tillaga hefur í för með sér breytingu á landnotkun aðalskipulags Reykjavíkur þannig að íbúðarsvæði á staðgr.r. 1.1522 og 1.1523 verði með blandaðri landnotkun, íbúðar- og miðbæjarsvæði. Uppdrættir, líkan og greinargerð verða til sýnis frá fimmtudegi 23. nóv. 1989 til fimmtudags 4. janúar 1990 hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, frá kl. 8.30 til 16.00 alla virka daga. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skrif- lega á sama stað eigi síðar en fimmtudaginn 18. jan. 1990. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 1,105 - Reykjavík HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR HEILBRIGÐISRÁÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða: Sjúkraliða í 50% starf - vegna heimahjúkrunar, við Heilsugæslustöðina í Árbæ - Hraunbæ 102, Reykjavík. Starfið verður veitt frá og með 1. janúar 1990. Upplýsingar um starfið veitir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ í síma 671500. Umsóknum skal skila til skrifstofu framkvæmda- stjóra heilsugæslustöðva, Barónsstíg 47, Reykja- vík, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 4. desember 1989. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir evðublaða fvrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 SPEGILL Woody Harrelson brosir sínu blíðasta þar sem hann er f hópi 10 sólbrúnna fegurðardísa, sem auglýsa á bakhlutanum hverju þær eiga brúnkuna að þakka Stjörnur vinna að umhverfisvernd: „Verndum heimshöfin“ er kjörorðið Sól og sandur, leikir, grín og gaman var það sem var mest áber- andi á ráðstefnu sem haldin var á Hawaii - til að vernda heimshöfin! Það voru kvikmyndaleikarar og frægðarfólk sem þama var á ferð- inni. Það flaug til eyjarinnar Kauai í Hawaii-eyjaklasanum til að hjálpa til við fimdahöld og fjársöfn- un til eflingar umhverfismála. Þar kepptu stjörnurnar í golfi og tennis og auk þess var sundkeppni og siglingakeppni í siglingaklúbbi Ka- uai-eyjar. Aðalmaðurinn í þessu framtaki var leikarinn Ted Danson, sem margir muna eftir sem bareigand- anum Sam Malone í sjónvarpsþátt- unum “Staupasteini" (Cheers). í nýj ustu „Staupasteins-þáttunum“ er kominn nýr barþjónn til aðstoð- ar og er hann leikinn af Woody Harrelson. Woody Harrelson var ekki síður athafnasamur aðstoðarmaður við fjörið á Hawaii en í sjálfum Staupa- steins-þáttunum. Hann fékk t.d. nokkrar fegurðardísir til að stilla sér upp til myndatöku og sýna hvað þær væru fallega sólbrúnar eftir að hafa notað náttúrulega sólolíu (Hawaiian Tropic), en sú mynd varð vinsælasta myndin frá þessum viðburðum á Hawaii. Þama söfnuðust heilmiklir pen- ingar (um 130.000 dollarar) sem Joanna Kerns er hér með vini sínum Robert Ginty (t.v.) og Alan Thicke, eru sagðir eiga að fara til umhverf- meðleikara sfnum í sjónvarpsþáttunum Vaxtaverkjum (Growing ismála og vemdunar hafanna. Pains). Það er engu Ifkara en Thicke vilji með tennisspaða sfnum vemda fáklædda „sjónvarps-eiginkonu" sina fyrir myndavélinni Ted Danson var önnum kafinn vlð að skipuleggja keppni (ýms- um íþróttagreinum. Hann er geysilega vinsæll leikari og er sagður fá yfir 10.000 bréf frá aðdáendum á viku hverrl Hinn austurlenski Pat Morita, sem þekktur er úr „Karate Kid“ og sömuleiðis úr sjónvarpsþáttum, hefur hér á myndinni gefist upp i golfinu, en notar golfkylfuna sem billiarð-kjuða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.