Tíminn - 23.11.1989, Síða 18

Tíminn - 23.11.1989, Síða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 23. nóvember 1989 llllllllllllllllllllll BÆKUR ai'[;-!l],liililllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Úr Thulekamp til Ameríku Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Fyrirheitna landið eftir Einar Kárason. Þessi saga er sjálfstaett framhald bókanna Þar sem djöflaeyjan ris og Gulleyjan. Hún gerist nokkru síðar en þær, sögusviðið er ekki lengur Thulekampurinn heldur segir hér frá för til fyrirheitna landsins, Ameriku. Sögumaður er Mundi, sonur Dollíar, og með honum í för er bróðir hans, billjardséníið Bóbó og skáldið og sérvitringurinn Manni, sonur Fíu og Tóta. Þeir halda á slóðir frumherja rokksins, endurlifa gömlu sögurnar, goðsagnirnar, fjörið og lætin. Þeir hitta um síðar gömlu hetjuna, Badda, sem býr í hjólhýsi með móður sinni Gógó. Þetta er saga um hetjumyndir, sársauka, draumóra og uppgjör. Þess má geta að nú er verið að gefa fyrri bækurnar tvær út í þýðingum á Norðurlöndum og hafa þær hlotið góðar viðtökur. Fyrirheitna landið er 234 bls. Guðjón Ketilsson hannaði kápu, Prentstofa G. Benediktssonar prentaði, en bókband annaðist Arnarfell hf. Varnarleysi gegn fólskunni Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Náttvíg eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur fléttar í henni saman þræði ástar, dauðans og hafsins í sögu úr undirheimum Reykjavíkur sem lögð er í munn leigubílstjóra. Sagan gerist að mestu á tveimur nóttum, þá fyrri sýnast viðburðir allir sakleysislegir, en þó geymir nóttin víg; seinni nóttina ryðjast þrír rustar inn í bíl söguhetjunnar og neyða hann í leiðangur - þeir sækja sér skotvopn og fremja svo óhugnanlegt innbrot. Inn í þessa för blandast hugrenningar og minningar sögumanns sem tengjast varnarleysi lífsins gagnvart fólskunni, minningar af sjónum og ást sem var. Náttvíg er 245 blaðsíður, prentuð í Odda, en kápumynd var gerð af Auglýsingastofu GBB. Togstreita með tilbrigðum Út er komin hjá Máli og menningu bókin í ferðalagi hjá þér eftir Kristínu Ómarsdóttur. Bókin hefur að geyma fimm smásögur sem fjalla um ástir, sambönd og togstreitu kynjanna í ýmsum tilbrigðum. 1 þeim helst einfaldleiki í hendur við margræðni, stíll þeirra er ljóðrænn og frumlegur og þær einkennast af undirfurðulegum húmor. Kristín Ómarsdóttir er fædd árið 1962. Hún hefur áður gefið út eina ljóðabók. Einþáttungur eftir hana hlaut verðlaun í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins í tilefni af lokum kvennaáratugarins og var sýndur árið 1987. í ferðalagi hjá þér er 103 bls. og er bæði gefin út í kUju og innbundin. Kristín Ómarsdóttir gerði kápu. Bókin er prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar. sólarströnd Komin er út ný bók eftir Andrés Indriðason, Sólarsaga, sem er sjálfstætt framhald af Alveg milljónl er kom út á síðasta ári. Sólarsaga segir frá Þorsteini, 14 ára, sem kominn er í sumarfrí á sólarströnd ásamt fjölskyldu sinni og lendir þar inn í óvænta atburðarás og tekst að greiða úr erfiðu sakamáli. Þetta er gamansöm spennusaga sem segir frá atburðum frá sjónarhóli unglings og því hvernig hann bregst við þegar hætta steðjar að. Bókin er 168 blaðsíður. t Eiginmaður minn og faðir okkar Guðmundur Björnsson fyrrum kennarl á Akranesl verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 24. nóvemberkl. 14.00 Pálfna Þorsteinsdóttir Ormar Þór Guðmundsson Gerður Birna Guðmundsdóttir Björn Þ. Guðmundsson Ásgeir R. Guðmundsson Atli Freyr Guðmundsson ■ MINNING IIIIIIIIIIIIIM^ ...IIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIII. Eberg Elefsen vatnamælingamaður Fæddur 20. maí 1926 Dáinn 15. nóv. 1989 Eberg Elefsen var fæddur á Siglu- firði 20. maí 1926. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðmunds- dóttir Björnssonar, vélsmiðs á Siglu- firði, ættuð úr Strandasýslu, og Ósk- ar Berg Elefsen, vélstjóri og vél- smiður, upprunninn á eyjunni Senju í Norður-Noregi. Óskar settist að á Siglufirði 1916; einn þeirra Norð- manna sem „námu land“ þar á fyrstu áratugum þessarar aldar í tengslum við síldarútveginn. Eberg átti þannig til vélsmiða að telja í báðar ættir. Setti það eflaust sitt mark á hann, því að hann var alla tíð mjög hneigð- ur fyrir hverskonar vélar og tæki. Foreldrar hans voru bæði mjög gestrisin. Heimili þeirra stóð jafnan opið okkur öllum kunningjum hans og skólaféiögum. Minnist ég þess sérstaklega með hve mikilli um- hyggjusemi Sigríður móðir hans tók okkur, sem vorum þar tíðir heima- gangar. Fjölskyldan var líka mjög samhent. Eberg ólst þannig upp við gott atlæti og hamingjuríka bernsku þótt efnin væru oft ekki mikil. Á heimili hans ríktu mannúðleg við- horf og rík samúð með þeim sem minnimáttar voru í samfélaginu. Þau viðhorf tileinkaði hann sér líka og var þeim trúr alla ævi. Eberg gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdents- prófi úr stærðfræðideild vorið 1947. Hann hóf nám í verkfræði við Há- skóla íslands, en flutti sig fljótlega um set og hugðist halda verkfræði- náminu áfram við Tækniháskóla Noregs í Þrándheimi. Á þeim tíma var örðugt fyrir erlenda stúdenta að fá inngöngu í skólann í Þrándheimi svo Eberg fékk þar ekki skólavist fyrr en haustið 1950. Hann byrjaði nám þar, en varð fljótlega að hverfa frá því. Mun það hafa verið að læknisráði. Hann hóf nokkru síðar laganám við Háskóla íslands, en hvarf frá því. Árið 1956 hóf hann störf við vatnamælingar raforku- málastjóra (síðar Orkustofnunar), þar sem hann starfaði til dauðadags. Vatnamælingar urðu ævistarf hans. Ég sem þessar línur rita varð Eberg samferða í skólanámi allt frá barnaskóla, sem svo var þá kallaður, uns hann hvarf úr verkfræðinámi við Háskóla íslands og færði sig til Þrándheims. Var með okkur náinn félagsskapur á skólaárunum. Hann var einstaklega samviskusamur námsmaður. Hef ég fáa þekkt sem lögðu jafnhart að sér á stundum Ég hygg að hann hafi aldrei komið ólesinn í tíma. Hann náði líka góð- um árangri. Ég minnist þess frá þessum tímum að Óskar faðir hans annaðist vél- gæslu í frystihúsi Óskars Halldórs- sonar, útgerðarmanns á Siglufirði. Þar var stór og fyrirferðarmikil frystipressa frá 1896, sem gekk eins og klukka þrátt fyrir nær hálfrar aldar notkun. Hún var alltaf hrein og gljáandi í umsjón Óskars. Fyrir kom að hann fól Eberg syni sínum umsjón vélanna ef hann þurfti að bregða sér frá stundarkorn. Brýndi Óskar mjög fýrir honum að halda pressunni ávallt hreinni og hann stóðst ekki reiðari en ef smurolía hafði farið út á hana þegar bætt var á smurglösin. Slíkt var í hans augum hinn argasti sóðaskapur; nánast ófyrirgefanlegur. Óskar var einnig snjall vélsmiður; hafði mikinn áhuga á vélum og ræddi oft um þær heima fyrir við syni sína tvo, Sigurð og Eberg. Sigurður varð síðar vélsmiður hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði og starf- aði hjá þeim allt þar til hann lést, • langt fyrir aldur fram, á síðastliðnu vori. Þegar þar við bættist að móður- afi þeirra bræðra, Guðmundur Björnsson, rak vélsmiðju steinsnar frá heimili þeirra er ekki að undra þótt þeir báðir yrðu snemma hand- gengnir vélum og vélbúnaði. Eberg vandist þannig snemma á að umgangast vélar og tæki með vandvirkni og samviskusemi. Hygg ég að hann hafi búið að því veganesti úr föðurhúsum alla ævi. Mun hann líka hafa haft í huga að verða vélaverkfræðingur þótt atvik höguðu málum á annan veg. Hann gerðist vatnamælingamaður 1956, sem fyrr segir. Skipulegar vatnamælingar hér á landi höfðu hafist tæpum áratug áður, undir forystu hins kunna brautryðjanda í þeim efnum, Sigurjóns Rists. Starf- aði hann einn fastráðinna manna hjá embætti raforkumálastjóra að þeim fyrstu níu árin. Eberg varð fyrsti fastráðni samstarfsmaður hans. Þeir sem þekkja til Sigurjóns vita að það muni ekki hafa verið heiglum hent að gerast fyrsti samstarfsmaður hans við vatnamælingar á íslandi. Sigurjón gerði miklar kröfur til sam- starfsmanna sinna, enda þótt mestar gerði hann að jafnaði til sjálfs sín. Eberg stóðst þær vel og samstarf þeirra var gott. Aðrir sem betur þekkja til munu fjalla nánar um störf hans við vatnamælingar. Hér skal' þess eins getið að það laut lengstum að rekstri mælistöðvakerfisins; við- haldi og eftirliti með tækjum þess. Starf sem þetta lætur ekki mikið yfir sér. En þeir sem til þekkja vita að árangur af vatnamælingum er ekki undir öðru meir kominn en að mælikerfið starfi vel og að öll tæki þess séu í góðu lagi. Hinar sífelldu breytingar á rennslinu valda því að mæling verður ekki endurtekin til að sannreyna niðurstöður eins og unnt er að gera við sumar aðrar mælingar. í þessu starfi komu að góðum notum natni Ebergs við vélar og tæki og áhugi hans á þeim er hann hafði hlotið í uppeldi, svo og samvisku- semi hans. Trúmennska í starfi var honum í blóð borin. Viðhorf hans var, eins og Kolskeggs forðum, að níðast aldrei á neinu því ætlunar- verki er honum var til trúað. Hann á með störfum sínum mikinn þátt í traustri vitneskju um vatnafar lands- ins sem byggð hefur verið upp á undanförnum áratugum. Fyrir það þakkar Orkustofnun nú að leiðar- lokum. Eberg kvæntist árið 1950 ágætri konu, Ingu Magnúsdóttur úr Reykjavík, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust sex mannvænleg börn sem nú eru vaxin úr grasi. Fimm þeirra eru á lífi. Fyrir nokkr- um árum urðu þau hjón fyrir þeirri miklu sorg að missa dóttur sína rúmlega þrítuga að aldri, efnilega söngkonu sem komin var vel á veg í söngnámi á Ítalíu er hún varð að hætta sökum veikinda. Eberg er nú horfin okkur, langt fyrir aldur fram. Ég og aðrir starfs- menn Orkustofnunar þökkum sam- fylgdina og samstarfið. Ingu, börn- um þeirra og fjölskyldu allri vottum við dýpstu samúð. Jakob Björasson. í dag verður Eberg Elefsen vatna- mælingamaður til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Margs er að minnast frá liðnum árum. í fyrstu viku júlímánaðar 1938 bar fundum okkar Ebergs fyrst saman. Ég var nýkominn til Siglufjarðar, til Njarðar hf. suður undir bökkum. Röskur, glaðlegur og málhress ungl- ingsdrengur annaðist dreifingu Mjölnis, blaðs heimamanna. Dreng- urinn gætti þess að ná til aðkomu- manna sem og Siglfirðinga, þar fór Eberg nokkur Elefsen. Kynni okkar Ebergs á Siglufirði var nánast algjör hégómi á við það sem síðar varð. Við áttum eftir að þola bæði súrt og sætt saman í öllum landsfjórðungum og eignast sameiginlega vini og kunningja vítt og breitt um landið. Eberg var aðalsamstarfsmaður minn og vinur í áratugi. Hann var verklaginn og úrræðagóður og hvar sem við komum á bæ kunni hann frá mörgu að segja. Oft var glatt á hjalla við kaffiborð. Hann var allstaðar auðfúsugestur og engin lognmolla í kringum hann. Eberg var fæddur á Akureyri 20. maí 1926. Til Dalvíkur fluttu foreldr- arnir með Eberg kornungan. Þau höfðu eigi langa búsetu á Dalvík og fluttu innan fárra ára til Siglufjarðar. Faðir Ebergs var Oscar Berg Élefsen vélsmiður og vélgæslumaður, norsk- ur að ætt. Hann var frá eyjunni Senja, sem íslenskir sjónvarpsnot- endur hafa haft tækifæri til að sjá og heyra um á undanförnum föstudags- kvöldum. MóðirEbergsvarSigríður Guðmundsdóttir kona Oscars, ættuð úr Standasýslu. Faðir hennar var Guðmundur Björnsson vélsmíða- meistari, sem rak lengi sitt eigið vélsmíðaverkstæði á Siglufirði. Eberg var stærðfræðideildarstúd- ent frá M.A. Eftir stúdentspróf kynnti Eberg sér verkfræði bæði hér heima við Háskólann og í Þránd- heimi, einnig las hann lögfræði, en þrevtti ekki próf í þessum greinum. Árið 1956 réðst Eberg til Vatna- mælinga, sem fastur starfsmaður Raf- orkumálaskrifstofunnar (nú Orku- stofnun). Ævistarfið blasíi við fram- undan. Eberg var þá kvæntur og tveggja barna faðir. Kona hans, Inga Marie Magnúsdóttir lifir nú mann sinn ásamt fimm uppkomnum börnum. Þegar Eberg réðst til Vatnamælinga var hann nýlega flutt- ur frá Siglufirði til Reykjavíkur eins og fólksstraumurinn lá. Hann bar ætíð sterkar taugar til Siglufjarðar. Foreldrar og bróðir voru þar eftir. Þau eru nú öll látin, bróðirinn Sig- urður hvarf yfir móðuna miklu á síðastliðnu vori. Magnús Jónsson tengdafaðir Ebergs var trésmíðameistari ættaður af Vestfjörðum í föðurætt en móðir hans var frá Haugasund í Noregi. Una Einarsdóttir kona Magnúsar og þá tengdamóðir Ebergs var ættuð austan úr Holtum og víðar kvísluð- ust ættir hennar um Rangárvalla og Ámessýslur. Fyrstu hjúskaparárin í Reykjavík bjó Eberg hjá tengdafor- eldrum sínum að Vatnsstíg 10. Magnús rak þar trésmíðaverkstæði um langt árabil. Innan fárra ára bjuggu Inga og Eberg um sig að Álfhólsvegi 97 í Kópavogi og hafa verið þar síðan. Gilti einu hvort þau voru á Vatnsstíg eða Álfhólsvegi, þau var ánægjulegt heim að sækja. Gestkvæmt hefur verið á heimili þeirra. Eberg var reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd, ef eitthvað fór aflaga hjá samferðamönnum á lífs- leiðinni. Sama gilti einnig er hann kom að illa stöddum ferðalöngum á afskekktum fjallvegum, hann var fljótur til að veita hjálparhönd. Þess vegna eru nú margir sem sakna þess góða drengs. Eberg var hagur bæði á tré og járn. Hann kunni fádæma vel með öll smíðaverkfæri að fara. Þar gilti vafalítið aðallega tvennt: Eðlislæg greind og að hann tók út þroska sinn með smíðaverkfæri í hönd í smiðjum og verkstæðum hjá móðurafa, föður og tengdaföður. Ég og fjölskylda mín sendum Ingu, bömunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sigurjón Rist.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.