Tíminn - 30.11.1989, Qupperneq 2

Tíminn - 30.11.1989, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 30. nóvember 1989 Umtalsverð breyting hefur orðið á árinu í vaxtamálum á íslandi. Tómas Árnason Seðlabankastjóri:________________ Raunvextir mun lægri en í fyrra Raunvextir hafa lækkað á þessu ári í 4,7% en voru 9,2% í fyrra. Ef notuð er sama viðmiðun og í fyrra um meðaltal á vöxtum verðtryggðra lána hjá bönkum og sparisjóðum má segja að meðaltalið fyrstu níu mánuði þessa árs hafi verið 7,8%. Sé miðað við breytingu á framfærsluvísitölu þá voru raunvextir það sem af er þessu ári aðeins 4,7% en á síðastliðnu ári voru raunvextir verðtryggðra lána 9,2%,“ sagði Tómas Árnason seðlabankastjóri í gær. Rætt var við Tómas Árnason í gær um verðlags- og vaxtamál og sagði hann að samkomulag hefði orðið milli Seðalbanka og viðskiptabank- anna fyrir nokkru um að forsvars- menn þeirra hittust einu sinni í hverjum mánuði til þess að ræða vaxtamál og verðlagsþróun og skoða nýjustu upplýsingar og spár. „Menn hafa misjafnar skoðanir á þessum málum en á hinum mánaðar- legu fundum setur Seðlabankinn fram sínar verðlagsforsendur og -spár auk þess sem spár Hagstofunn- ar og Þjóðhagsstofnunar eru athug- aðar og ræddar. Sá síðasti þessara funda var haldinn eftir miðjan síð- asta mánuð eftir að byggingavísital- an hafði verið birt. Okkur sýndist þá að verðbólgan væri í kring um 20% sagði Seðlabankastjóri. - Orðrómur hefur verið á kreiki um að bankarnir sem brátt sameinast í íslandsbanka hafi haft samráð um að ákveða vexti. Tómas Árnason sagði að engar kærur hefðu borist Seðlabanka vegna slíks. Hann sagði að á mánað- arlegum fundum Seðlabankans og viðskiptabankanna væri ekki rætt um vexti sem slíka heldur um verð- bólguna eða verðlagsmál. Hann sagði það ekki óeðlilegt í sjálfu sér að vextir bankanna væru svipaðir þar sem þeir væru ákveðnir þrisvar í mánuði; fyrsta, ellefta og tuttugasta hvers mánaðar. „Þegar þeir eru birtir jafn oft og breytingar eru jafn örar og nú er, þá hljóta þeir að aðlaga sig hver að öðrum án þess að um samráð sé að ræða og ég tel ekki að þeir hafi samráð. Tómas Ámason seðlabankastjóri. Þá er á það að líta að Seðlabank- inn telur að miklar sveiflur séu óæskilegar og þess vegna er í banka- heiminum fylgst náið með verð- bólguþróuninni m.a. með þeim hætti sem ég gat um. Þá stendur það upp úr að vextir hafa lækkað verulega frá því í fyrra og eru nú aðeins 4,7% og það er umtalsverð breyting sem hlýtur að skipta verulegu máli. -sá Mat (verð) á íbúðarhúsnæði hækkað tvöfalt meira en á atvinnuhúsnæði 1988 og 1989: Heldur Húsnæðisstofnun uppi háu húsnæðisverði? „Á líðandi ári hefur kaupmáttur launa minnkað verulega og virðist nærtækasta skýringin á því, að verð íbúða miðað við verðbóígu hafi ekki lækkað, vera sú, að nægilegt fram- boð hafi verið á hagkvæmu lánsfé", sagði Magnús Ólafsson forstjóri Fasteignamatsins í umfjöllun um hækkun fasteignaverðs á umliðnu ári. Hann vitnaði til athugana Fast- eignamatsins á íbúðamarkaði höfuð- borgarsvæðisins síðustu tvo áratugi sem bendi til þess að kaupmáttur launa og framboð á hagkvæmu lánsfé séu þeir tveir þættir sem hvað þyngst vega í þróun íbúðaverðs. Magnús benti á árið 1989 sé þriðja árið í röð sem verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað meira en verð atvinnu- húsnæðis. Enda sé verð atvinnuhús- næðis háð öðrum lögmálum. Segja megi að það endurspegli að öðru jöfnu styrk atvinnulífsins. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hefur hækkað um samtals 51% árið 1988 og 1989, en mat atvinnuhús- næðis um 26% á sama tíma. Hafi hið háa verð sem íbúðarhús- næði sveif upp í á s.l. ári haldist uppi vegna „nægilegs framboðs á hag- kvæmu lánsfé" í ár þá verður ekki betur séð en að það hagkvæma lánsfé hafi fyrst og fremst komið úr sjóðum Húsnæðisstofnunar. Skuldir einstaklinga í bönkum og sparisjóðum jukust t.d. sára lítið að raungildi (um 600 m.kr.) frá áramót- um til septemberloka á þessu ári - eða aðeins um 2% umfram hækkun lánskjaravísitölu, borið saman við 9% raunaukningu 1988 og 20% árið 1987 á sama tímabili. Eftirspurn fólks eftir lánum beint frá lífeyrissjóðum sínum hefur sömuleiðis hrapað niður á undan- förnum árum (úr 11.000 lánum 1984 í 3.500 á s.l. ári). Útistandandi lán byggingarlána- sjóða Húsnæðisstofnunar hafa á hinn bóginn hækkað í kringum 5.000 millj.kr. umfram hækkun lánskjara- vísitölu frá áramótum til september- loka. Heildarlán Húsnæðisstofnunar voru um 45,5 milljarðar um áramót en komin í um 57,5 milljarða kr. í lok september. Mikil fækkun lánsumsókna til Byggingarsjóðs ríkisins undanfama mánuði hefur gjaman verið skýrð með því að fólk hefði valið þann kost að bíða frekar eftir húsbréfalán- um. Hins vegar hefur nú komið í ljós; að fjöldi fólks hefur ekki sótt lánin sín þegar að þeim kom í „biðröðinni" illræmdu og í öðm lagi að eftirspurn eftir húsbréfalánum hefur farið afar rólega af stað, hvað sem síðar verður. Spurningin virðist því sú, hvort langvarandi „söngur“ um skort á lánsfé hafi verið nokkuð orðum auknar? -HEI Á AÐALFUNDI Hins íslenska kennarafélags, sem haldinn var um síðustu helgi, urðu formannaskipti í félaginu. Wincie Jóhannsdóttir, stóð upp úr formannsstólnum og í hann settist Eggert Lárusson. Á myndinni má sjá þau ræðast við. Eggert er f. 1948 í Reykjavík og er Iandfræðingur að mennt og stundaði nám við H.í og í Bretlandi. Hann hefur verið formaður landfræðingafélagsins og ritað fræðilegar greinar ■ vísindatímarit um landafræði. Timamynd Pjctur Heildarmat fasteigna hækkar um 16,5% en fasteignaskattur kannski meira: Nýi skattstofninn 160% hærri á íbúðum í sveit Fasteignamat íbúöarhúsa á jörðum er um 100 m.kr. í einum af sveitahreppum landsins. Hinn nýi stofn fyrir álagningu fasteignaskatts af sömu húsum er hins vegar 261 m.kr., eða 161% hærri heldur en fasteignamatið. Álagningarstofn allra eigna í þessum sama hreppi er 92% hærri heldur en fasteignamatið. Ætli viðkomandi sveitarstjóm ekki að notfæra sér þá möguleika sem breyttur gjaldstofn gefur til skattahækkunar verður hún að lækka álagningarprósentuna fyrir fasteignaskattinn úr 0,625% niður í 0,326% við álagningu nú um áramót- in. Þessar tölur um breytingar á álagningarstofni sýndi forstjóri Fast- eignamats ríkisins, Magnús Ólafs- son, sem dæmi með erindi sínu á ráðstefnu Sambands ísl. sveitarfé- laga um fjármál sveitarfélaga. Skattalækkun að óbreyttu en...? Þar kom fram að fasteignamat íbúðarhúsnæðis og lóða hækkar nú víðast hvar um 18%, en mat atvinnu- húsnæðis og lóða hins vegar aðeins um 5% milli ára. Mat allra fasteigna í landinu (615.000 m.kr.) hækkar því að meðaltali um 16,5%. Það er minna en nemur hækkun verðbólg- unnar milli ára, í fyrsta skipti um langt árabil. Af þessu leiðir að tekjur sveitar- félaganna hefðu að öllu óbreyttu orðið minni að raungildi 1990 heldur en í ár, og verður það raunar í þrem sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu. Annars staðar á landinu verður fasteignaskattur nú lagður á nýjan gjaldstofn, sem gæti, að sögn Magn- úsar, leitt til þess að mörg sveitarfé- lög héldu óbreyttum eða jafnvel hærri tekjum fasteignasköttum 1990, þ.e. ef þau lækka ekki skattprósent- una þeim mun meira frá því sem áður var. Um 100% hækkun ísveitum... Fram kom hjá Magnúsi að talsvert mismunandi sé eftir sveitarfélögum hve hinn nýi álagningarstofn sé mik- ið hærri heldur en sá gamli (fast- eignamatið). Á höfuðborgarsvæðinu verður engin breyting. í öðrum kaupstöðum og kauptúnum er hækk- unin hins vegar víðast á bilinu 20- 80% og jafnvel meiri á stöku stað. í sveitahreppum verður víða um helmings hækkun (100%), þ.e. held- ur meiri heldur en í dæminu sem nefnt var hér að framan. Vegna þess að nýr gjaldstofn nær bara til bygginga, en ekki lands og hlunninda hækkað heildar gjald- stofninn hlutfallslega minna eins og betur má sjá á tölum fyrir áðurnefnd- an sveitahrepp: Fasteignam.: Heildarstofn: m.kr. m.kr. - hækk. íb./bflsk. 2,3 4,4 90% fb.h./jörð. 100,3 261,0 160% Útih.jörð. 159,8 317,9 99% Sumarbúst. 3,4 5,5 59% Rækt.land 65,9 65,9 0% Órækt.land 20,2 20,2 0% Hlunnindi 0,3 0,3 0% Samtals 352,3 675,2 92% Gjaldstofninn hækkar hér lang- mest á íbúðarhúsum í sveitum, sem sjá má. í öðru dæmi Magnúsar um blandaða byggð hækkar álagningar- stofn á íbúðum og löndum um 50% en á atvinnuhúsnæði um 32%. Þar verður sveitarstjóm að lækka álagn- ingarprósentur úr 0,5% og 1% niður í 0,334% og 0,758% ef álagðir fasteignaskattar eiga ekki að hækka að raungildi milli ára. í dæmi um kaupstað á landsbyggðinni hækkaði heildarstofninn um 43% á íbúðum og lóðum og um 25% á atvinnuhús- næði. Skattprósentur frá 0% til 1,25% Samkvæmt nýju lögum getur álagningarprósenta nú verið allt frá 0-0,625% í A-flokki (íbúðarhús) og frá 0-1,25% í B-flokki, þ.e. með heimiluðu 25% álagi. Til að njóta óskertra framlaga úr Jöfnunarsjóði má álagning þó ekki fara niður fyrir ákveðið lágmark sem félagsmálaráð- herra mun hins vegar enn ekki hafa ákveðið. Svo gæti því farið að sveit- arfélög verði nauðug viljug að hækka álagða fasteignaskatta að raungildi ætli þau ekki að missa af jöfnunar- framlaginu. Verkalýðsfélögin nú skattlögð Þá verður nú ýmsum sem til þessa hafa sloppið við fasteignaskatta gert að greiða þá á nýja árinu. f þessum hópi eru: orlofsheimili launþega- samtaka, félagsheimili, samkomu- hús, stúdenta- og hjónagarðar. Tekið skal fram að lagabreytingin um nýjan álagningarstofn nær aðeins til fasteignaskattsins sjálfs. Reglu- gerðir um vatnsskatt og holræsagjald eru hins vegar óbreyttar, þ.e. miðast áfram við fasteignamatið. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.