Tíminn - 30.11.1989, Side 3
Fimmtudagur 30. nóvember 1989
Tíminn 3
Um 14.700 kr. útvarps/sjónvarps afnotagjalds komiö í 41.500 kr. hjá lögfræðingnum:
Fá Iðgf ræðingar 100 m.kr.
af innheimtu afnotagjalda?
Afrit af viðskiptum innheimtulögfræðings í borginni við
einn borgarbúa er glöggur vitnisburður um það hvernig lítil
vanskilaskuld getur margfaldast á skömmum tíma í hönd-
um lögfræðinga. I þessu tilfelli er um að ræða um vanskil
á afnotagjaldi útvarps/sjónvarps fyrir árið 1988. Þótt
eigandi tækisins hafi þegar borgað hátt í tvöfalt upphaflega
afnotagjaldið (25.000 kr.) skuldar hann samt meira en í
upphafi. I kringum tíundi hluti sjónvarpseigenda lendir
með afnotagjöldin í lögfræðiinnheimtu. Miðað við þann
kostnað sem hér er lýst gæti það svarað tU um 100 milljóna
kr. í lögfræðikostnað og um 60 milljónir í dráttarvexti á ári.
Um 14.700 kr. afnotagjald það kostnaður og söluskattur", segir
undir bréfinu.
Um 10% í
lögfræðiinnheimtu
„t>að er því miður allt of mikið
um að afnotagjöldin fari í inn-
heimtu til lögfræðinga, þrátt fyrir
að reynt sé til hins ýtrasta að fylgja
þessu eftir hér og spara mönnum
þann mikla kostnað sem lögfræði-
innheimtu fylgir," sagði Hörður
Vilhjálmsson fjármálastjóri Ríkis-
útvarpsins. Hann áætlar að í kring-
um 10% afnotagjaldanna færi til
innheimtu með þessum hætti, eða
í kringum 6.000 til 7.000 ár hvert.
Að sögn Harðar er það venjulega
sama fólkið sem lendir í þessum
vanskilum æ ofan í æ. í því felst þá,
að þetta fólk er ár eftir ár að borga
tvöfalt til fjórfalt hærri upphæðir
til innheimtulögfræðinga heldur en
þeir sem greiða afnotagjaldið á
gjalddaga.
sem hér um ræðir er þegar komið
í um 41.500 kr. Sú tala á þó eflaust
eftir að hækka áður en lokauppgjör
fer fram - sem allt eins virðist geta
orðið með þeim hætti að lögfræð-
ingurinn taki tækið til viðbótar
þeim 25.000 kr. sem eigandinn
hefur þegar greitt. A.m.k. hefur
hann þegar verið skuldfærður um
hátt í 10 þús.kr. kostað vegna
vörslusviftingar og uppboðs.
í grófum dráttum skiptist þegar
áfallinn kostnaður þannig, sam-
kvæmt kvittun vegna innborgunar
Afnotagjald 1988 14.740 kr.
Dráttarvextir 8.556 kr.
Lögfræðikostnaður 16.845 kr.
Söluskattur 1.355 kr.
Samtals 41.497 kr.
Innborganir 25.000 kr.
Eftirstöðvar
16.497 kr.
„ Við eftirstöðvar bætist áfallandi
(INNBORGUN)
C'ANN I7.11.B9
STAÐA INNHEIMTUMWLS NR
Eigandl s RiK»suw-r
Tegund krö-fu: Reikningur
Afnotagjöld RUV aí Otvarpi/sjúnvarpl
Tímabil: 1988
Litat«ki teg. Phxlips
Kröfulysing
Höf u4-stól 1
Dráttarvextir
Innheimtuþóknun
Vörslusviftingarbex^nx
Ritun uppboisbeií-ni
Uppboiskostnaiur fóget.
Vorslusviftingarkostna.
Ann^r Viostnaiur
Söluskattur
*iur greil
Greitt nú
Eftirstoivar
>rtsson
Hallandi (-n^tnaíur og söluskattur
Hörður segir Ríkisútvarpið
ganga eins langt og unnt sé til þess
að fá fólk til að gera upp skuldimar
áður en þær eru sendar til inn-
heimtu. Mikið hafi t.d. verið reynt
til þess að fá fólk til að taka þetta
inn á boðgreiðslur með greiðslu-
kortum. Þetta hafi gengið nokkuð
þokkalega. E.t.v. sé það þó
kannski fyrst og fremst skilafólkið
sem létti sér sporin með þvi að
velja þann kost.
Þeim sem komnir eru í vanskil
hafi sömuleiðis verið boðið upp á
raðgreiðslur, þannig að skuldin sé
dregin af greiðsiukortareikningn-
um þeirra yfir nokkurra mánaða
tímabil, t.d. hálft ár. Sömuleiðis sé
mönnum boðið að koma og semja
um skuldir sínar á einhvern hátt.
Að lokum endi tilraunir RUV með
aðvörunarbréfi um að skuldin
verði send í innheimtu sýni við-
komandi engin viðbrögð innan
vissra tímamarka.
„Við reynum að bjóða upp á alla
mögulega kosti áður en þetta fer í
lögfræðiinnheimtu, einmitt vegna
þess hvað hún er okkar viðskipta-
vinum dýr. Samt sem áður trassa
menn þetta einhvemveginn og það
fer að lokum þessa dým leið,“
sagði Hörður.
Hvað varðar „teygjanleika" í
innheimtu stofnunarinnar sjálfrar
áætlaði Hörður að vanskil sem
urðu fram á mitt síðasta ár verði
komin til lögfræðings nú fyrir þessi
áramót. - HEI
Vöruskiptajöfnuður 6,8 milljörðum
hagstæðari en í fyrra:
Innflutningur
100.000kr. minni
á meðalfjölskyldu
Verðmæti bæði útflutnings og
innflutnings í september s.l. var
svipað að krónutölu og í sama mán-
uði í fyrra, sem í raun þýðir um
fjórðungs samdrátt þegar tillit er
tekið til þess að verð erlends gjald-
eyris hefur hækkað um 25% á tíma-
bilinu. Almennur innflutningur var
nú 7.275 m.kr. minni (16%) frá
áramótum til septemberloka heldur
en á sama tímabili í fyrra, reiknað á
sama gengi. Það svarar t.d. til um
100.000 kr. minni innflutnings á
hverja meðalfjölskyldu í landinu.
Vegna þessa var vöruskiptajöfn-
uðurinn hagstæður um 6.840 m.kr.,
þrátt fyrir stóraukinn innflutning
sérstakra fjárfestingarvara (62%),
stóriðju (38%) og olíu (18%).
Alls voru fluttar út vörur fyrir um
57.930 m.kr. fyrstu níu mánuði
ársins, sem er rúmlega 5% (2.850
m.kr.) meira en í fyrra reiknað á
samagengi. Þar afvoru 41.285 m.kr.
fyrir sjávarafurðir.
Á sama tíma voru fluttar inn
vörur fyrir um 51.090 m.kr., sem er
rúmlega 7% (3.910 m.kr.) minna
heldur en í fyrra. Innflutningur;
flugvéla, skipa, Landsvirkjunar, til
stóriðju og olíuinnflutningur er nú
samtals um 12.110 m.kr., sem er
38% (3.360 m.kr.) aukning milli
ára, reiknað á sama gengi. Almenn-
ur innflutningur er aftur á móti
38.980 m.kr., sem er nær 16%
(7.275 m.kr.) samdráttur milli ára
reiknað á sama gengi. Þessi sam-
dráttur mundi t.d. svara til 29 þús.kr.
minni innflutnings á hvert manns-
barn i landinu, eða yfir 100.000 kr.
á „vísitölufjölskylduna" okkar
margfrægu, sem fyrr segir. - HEI
emar f ræðast um f isk
Síðustu daga hefur nemendum í níunda bekk í nokkrum skólum í Reykjavík verið boðið upp á fræðslu um liskveiðar
og fiskvinnslu í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Það er starfsfólk Ríkismats sjávarafurða sem sér um kennslu
og hefur útbúið námsefni. Þetta námskeið er eitt þriggja sem nemendur geta valið um. Hin tvö eru um réttindi og
skyldur á vinnustað sem Menningar og fræðslustofnun alþýðu hefur útbúið og um framleiðni sem Iðntæknistofnun
sér um. Þessar stofnanir sjá um framkvæmd og kostnað við námskeiðin í samvinnu við skóla og menntamálaráðuneyt-
ið.
Námskeiðin hafa mælst vel fyrir hjá nemendum. Ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa sýnt áhuga á því að koma að
sambærilegri fræðslu um sín mál. Ljóst er að framhald verður á þessari kennslu.
Á myndinni er Einar Jóhannsson hjá Ríkismati sjávarafurða að sýna nemendum úr Hvassaleitisskóla hvernig ýmis
veiðarfæri VÍrka. -EÓ/límamynd Pjelur
Öllu slátrað hjá Pólarpelsi
Nú stendur yfir slátrun minka hjá
þrotabúi Pólarpels h.f.á Böggvis-
stöðum við Dalvík. Öllum minka-
stofninum, um 25 þús. dýrum verður
slátrað. Aðrar eignir þrotabúsins
verða svo boðnar upp í desember.
Að sögn Árna Pálssonar bústjóra
þrotabúsins hefur öllum tilboðum í
eignir þrotabúsins verið hafnað á
þeim forsendum að tilboðin hafa
verið of lág miðað við þau veð sem
á eignunum hvíla. Þó er undanskilin
kartöflugeymsla , sem seld var á um
5 milljónir króna. Tilboðum frá
öðrum loðdýraræktendum í hluta
minkastofnsins var einnig flestum
hafnað, og sagði Árni að örfá dýr
hefðu verið seld. Helst var leitað
eftir svonefndum villimink sem til-
búinn er til slátrunar, um önnur
afbrigði var vart spurt. Árni sagði að
öll nýtanleg skinn yrðu verkuð og
send á uppboð, og síðan ræður
heimsmarkaðsverð hversu mikið
fæst fyrir skinnin. -HIÁ
Ekki arkitekt!
Þau leiðu mistök urðu í forsíðufrétt
Tímans í gær að talað var um
starfsmann byggingafulltrúa sem
hannaði 13 einbýlishús í hjáverk-
um sem arkitekt. Athygli blaðsins
hefur verið vakin á því að umrædd-
ur starfsmaður er ekki arkitekt.
Starfsheitið „arkitekt" er lögvemd-
að, og aðeins einn arkitekt starfar
hjá embætti byggingafulltrúa. Það
er því rangt að „arkitekt" hjá
byggingafulltrúa hafi hannað húsin
þrettán, og er arkitektinn beðinn
afsökunar á þessu. Hins vegar
hanna byggingatæknifræðingar og
tæknifræðingar einnig hús og eru
þaðan runnin mistök blaðsins.
-fréttastj.