Tíminn - 30.11.1989, Page 5

Tíminn - 30.11.1989, Page 5
Fimmtudagur 30. nóvember 1989 Tíminn 5 Sjálfstæðismenn fara hamförum í sameinuöu þingi og koma í veg fyrir að skýrsla utanríkisráðherra um málefni EFTA og EB verði rædd á Alþingi í þessari viku: Lögðu f ram vantraust og hindruðu umræður Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir það verk- efni fyrir sálfræðinga að fínna út úr því hvað sjálfstæðismönn- um hafí gengið til í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um könnunarviðræður EFTA við Evrópubandalagið. Sjálf- stæðismenn kröfðust þess undir merkjum þingskapa að utanríkisnefnd Alþingis yrði kölluð saman og svo fór að Iokum að þingfundi var frestað. Á sama tíma kom fram tillaga um vantraust á ríkisstjómina og verður hún tekin fyrir í beinni útsendingu útvarps og sjónvarps í kvöld. „Það virðist augljóst að sjálf- stæðismenn vilja alls ekki að ríkis- stjóm sem hefur á bak við sig öruggan meirihluta á þingi, geti haldið áfram eðlilegum viðræðum við önnur ríki og vissulega mjög mikilvægum viðræðum," sagði for- sætisráðherra í samtali við Tímann í gær. „Þessar viðræður hafa verið í gangi núna um nokkurn tíma, á svokölluðu könnunarstigi. Þeir geta ekki unað því, þrátt fyrir að ljóst sé að utanríkisráðherra hefur fullan stuðning ríkisstjórnarinnar og að fyrir liggi að upplýsingum um það sem er að gerast sé komið jafnóðum á framfæri. Það liggur einnig ljóst fyrir að í þessum viðræðum verður ekkert ákveðið án þess að Alþingi leggi blessun sína yfir það. Þetta er algerlega óskiljanlegt er náttúrlega ekkert annað en einhvers konar „sjó“ eins og krakkarnir segja,“ sagði Steingrímur. Miklar umræður spunnust í sam- einuðu þingi í gær þegar tekin var á dagskrá skýrsla utanríkisráðherra um könnunarviðræður EFTA og Evrópubandalagsins. Eiginlegar umræður hófust þó aldrei, því þing- menn Sjálfstæðisflokks kröfðust þess hvað eftir annað að utanríkis- málanefnd yrði kölluð saman til að fjalla um málið. Þetta gerðu þeir utan dagskrár undir liðnum þingsköp. Þessu lyktaði á þann veg að fundi var frestað og ljóst er að málið verður ekki tekið fyrir í þessari viku, þar sem utanríkisráðherra fer utan í dag. Hjörleifur Guttormsson þingmað- ur Alþýðubandaiagsins, og nefndar- maður í utanríkismálanefnd Alþing- is, lýsti því yfir að hann stæði ekki að samþykkt skýrslu utanríkisráð- herra. Samkvæmt heimildum Tím- ans mun hann vera einn þingmanna stjómarflokkanna sem tekur þessa afstöðu. „Égvil ekki hleypa utanrík- isráðherra til þessara sameiginlegu samningaviðræðna og tel að það sé í andstöðu við íslenska hagsmuni," sagði Hjörleifur í gær. Varðandi það hvort að hann léti af stuðningi við ríkisstjórnina vegna þessa máls, sagðist þingmaðurinn engu vilja spá um það mál, en hlutirnir gerðust hratt á þingi um þessar mundir og hann mundi fylgja afstöðu sinni eftir. Hvort sem það er tilviljun eða ekki, kom fram við umræðumar í gær, tillaga frá stjómarandstöðunni um vantraust á ríkisstjómina. Sú tillaga hefur verið í deiglunni síðan á mánudag, en þar er farið fram á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga. Tillagan verður rædd í sameinuðu þingi í kvöld. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra sagðist í gær fagna tillög- unni og vonast til þess að hún yrði tekin fyrir sem fyrst. „Ég vildi helst taka tillöguna fyrir í kvöld, þá fengju sjálfstæðismenn kannski svefnfrið," sagði forsætisráðherra. Hann bætti því við að sér hefði þótt umræðan í gær með ólíkindum. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins sagði í samtali við Tímann í gær að þingræðið væri fótum troðið í EFTA/EB - málinu. En hvers vegna? „Vegna þess að það er eðlilegt að Alþingi Islendinga marki stefnuna í þessu máli,“ sagði Þorsteinn. „Þetta em stærstu alþjóðlegu samningar sem ísland hefur tekið þátt í um áratuga bil og það er verið að fjalla um mikilvæga íslenska hagsmuni. Ríkisstjómin virðist ætla að setja íslenska hagsmuni á hakann og láta króa sig af í lok viðræðnanna með íslenska hagsmuni. Það er röng að- ferð og hættuleg, og með því verið að kalla yfir okkur mikla hættu í því efni hvað varðar sjávarútveginn. Hvað varðar formlegu hliðina er ríkisstjómin að pukrast með bókun um þessi mál af því að henni kemur ekki saman. Hún vísar í fyrirvara sem ekki er gerð nein grein fyrir og það em mismunandi skoðanir innan stjómarflokkanna á því hverjir þess- ir fyrirvarar em.“ Sú bókun sem formaður Sjálf- stæðisflokksins vísaði til var lesin upp af forsætisráðherra í gær og er svo hljóðandi: „Utanríkisráðherra hefur gert ríkisstjórn og Alþingi grein fyrir sameiginlegum könnunarviðræðum EFTA-ríkjanna við Evrópubanda- lagið um víðtækara samstarf ríkj- anna átján, sem aðilar em að EFTA og EB. Utanríkisráðherra mun áfr- am taka þátt í undirbúnings- og samningaviðræðum þessara aðila, sem byggðar verða á sameiginlegum niðurstöðum könnunarviðræðna þ.m.t. þeim fyrirvömm sem íslend- ingar hafa sett fram. Jafnframt því sem fylgt verður eftir í þessum viðræðum sameigin- legri kröfu EFTA - ríkjanna um fríverslun með fiskafurðir innan hins væntanlega evrópska efnahagssvæð- is, verður haldið áfram tvíhliða við- ræðum Islendinga við Evrópubanda- lagið og aðildarríki þess, með það að markmiði að tryggja tollfrjálsan að- gang að mörkuðum Evrópubanda- lagsins og stöðu íslensks sjávarút- vegs að öðm leyti. Náið samráð verður haft innan ríkisstjórnarinnar og við utanríkis- nefnd Alþingis á öllum stigum málsins.“ Að þessari bókun standa einnig ráðherrar Alþýðubandalagsins, en Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra kynnti við umræðurnar í gær bókun frá þingflokki Alþýðu- bandalagsins um sama málefni. Þar segir að flokkurinn hafi almennan fyrirvara við málið á þessu stigi. Tekið er sérstaklega fram að varð- andi samninga EFTA og EB verði fullur fyrirvari hafður um þátttöku og fjárfestingu útlendinga í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Allir þing- menn Alþýðubandalagsins nema Hjörleifurstóðu að þessari bókun. Að meðaltali 50% verðmunur á bökunarvörum en allt upp 1160%: Oftast lægst verð í Bónus og KEA nettó Mjög mikill munur er á verði á bökunarvörum milli verslana sam- kvæmt könnun Verðlagsstofnunar í 34 verslunum í Reykjavík, Akurcyri og Sauðárkróki. A útgjöldum fólks fyrir jólabaksturinn getur greinilega munað þúsundum króna eftir því hvar innkaup eru gerð. T.d. hefði verðmunur á einum pakka af marsip- Stefán fær að spyrja Stefán Valgeirsson alþingis- maður fékk í gær samþykki sam- einaðs Alþingis til að leggja fyrir dómsmálaráðherra fyrirspurn um málsókn á hendur Magnúsi Thor- oddsen fyrrum forseta Hæstarétt- ar. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs Alþingis hafði áður hafnað því að fyrirspumin yrði lögð fram. Fyrirspum Stefáns sem tekin verður fyrir í næstu viku er í tveim liðum. Hann spyr hvers vegna mál Magnúsar hafi ekki verið rannsakað að hætti opin- berra mála og hvað valdi því að aðeins sé höfðað mál á hendur Magnúsi vegna áfengiskaupa hans, sem einum af handhöfum forsetavalds, en ekkert gert í áfengiskaupum annarra, sem virðast sambærileg að verulegu leyti, eins og fram kemur í fyrir- spurninni. -ABÓ ani dugað fyrir 10 kg af hveiti. Verðið reyndist oftast lægst í Bón- us í Reykjavík (10 af 26 tegundum) og KEA nettó á Akureyri (9 af 25 tegundum). Samanlagt verð þeirra tegunda sem fengust í þessum versl- unum var um 4,5% og 6,8% lægra heldur en samanlagt lægsta finnan- legt verð í könnuninni. Fjarðarkaup var með lægsta verð á 8 af 38 tegundum sem þar vom seldar. Hæsta verð var hins vegar oftast í SS (9 af 36), Laugarás (9 af 29) og Skagfirðingabúð (8 af 35). Könnunin náði til 53ja vömteg- unda. Af þeim fengust flestar í Hagkaupi (43) þar af 3 á lægsta verði, en að meðaltali var Hagkaups- verð um 14% yfir lægsta finnanlegu verði. Fæstar tegundir fundust í Plúsmarkaðinum á Akureyri (16). Vömflokkar í könnuninni vom raunar 11; hveiti, lyftiduft, smjör- líki, sykur, sýróp, kakó, súkkulaði, möndlur, kókosmjöl, marsipan og kökudropar - en af mismunandi tegundum og sömuleiðis mismun- andi þyngd af sömu tegundum. Að meðaltali var 51% munur á hæsta og lægsta verði. Þeir sem ætla að baka úr möndlum ættu að gá að sér fyrir kaup, því á þeim fannst allt upp í 165% verðmunur. Á kókos- mjöli reyndist í kringum 100% verð- munur og sama á við um sýróp þótt um sama vörumerki væri að ræða. Verðmunur á suðusúkkulaði af sömu tegund var algengur 30-60%, en miklu meiri ef borið er saman verð mismunandi tegunda. í krónum talið var mestur verð- munur, 361 kr., á 500 gr. af Odense marsipani (frá 455-816 kr.). Verð- munurinn á þessum eina pakka af marsipani hefði t.d. dugað fyrir 10 kílóum af ódýrasta hveiti, eða meira en hálfu kílói af súkkulaði. Sé settur saman innkaupalisti og annars vegar valdar ódýrustu vörur af hverri tegund og hins vegar þær dýrustu gæti dæmið litið svona út: Innkaupalisti Ódýrast ■ -Dýrast kr. kr. Hveiti 6kg. 204 500 Smjörlíki 4kg. 632 952 Sykur 6kg. 399 594 Flórsyk. lkg. 110 180 Púðursyk. 1 kg. 112 222 Sýróp 500 gr. 96 196 Kókosmj. 500 gr. 71 155 Kakó 500 gr. 200 628 Súkkul. 600 gr. 342 600 Möndlur 200 gr. 98 260 Marsip. 500 gr. 191 880 Lyftid. 450 gr. 109 276 Dropar 2gl- 65 109 Samtalskr. 2.629 5.552 I þessum ýtrustu dæmum er verð- munurinn 111%, eða hátt í þrjú þúsund kr. (2.923 kr.), eða t.d. verð dæmigerðrar jólabókar. Þótt fæstum tækist að kaupa allt á lægsta verði og heldur enginn svo óheppinn að kaupa allt á hæsta verði er þó ljóst af þessu að vel getur munað fólk hundruðum og þúsundum króna hvort það gætir vel að verði við innkaupin eða tínir bara í innkaupa- körfuna eftir hendinni. - HEI sjúkradeildarinnar. Túnamynd Pjetur. Borgarspítalinn: Ný sjúkradeild tekin í notkun Ný sjúkradeild í B-álmu Borgar- spítala var tekin í notkun í gær. Á sjúkradeildinni er gert ráð fyrir 27 rúmum til öldrunarlækninga og bæklunaraðgerða. Þá hefur verið tekin í notkun ný vararafstöð fyrir spítalann, en sú sem fyrir var brást sem kunnugt er þegar rafmagn fór af suðvesturhorni landsins á haustmán- uðum 1988. í B-álmu eru nú þegar starfræktar sjúkradeildir fyrir aldraða á 5. og 6. hæð. Með nýju deildinni verða því samtals 81 rúm fyrir aldraða í álm- unni, auk þess sem á fyrstu hæð er starfrækt sjúkra- og iðjuþjálfun og í kjallara er aðstaða fyrir apótek, lager, tæknideild og ræstingu. Kostnaður við standsetningu nýju deildarinnar er um 57 milljónir króna á verðlagi í nóvember 1989. -ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.