Tíminn - 30.11.1989, Qupperneq 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 30. nóvember 1989
Fimmtudagur 30. nóvember 1989
Tíminn 11
Veifar Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisinsröngutréog veluróhagkvæman kost? Birgir Þórðarson hjá HoHustuverndtelurendurvinnslu mun hagkvæmari en böggun og urðun sorps:
Það eru kraftar í sorpkögglum
Eftir Stefán Ásgrímsson
„Endurvinnsla sorps eins og hún er
framkvæmd í Kovik virðist vera mjög
hagkvæm, ekki a^eins út frá umhverfis-
sjónarmiðum heldur einnig fjárhagslega.
Það skal áréttað að allt þetta er unnið
með einkaframtaki og verður að standa
undir sér.“
Þessi orð standa í skýrslu Birgis Þórð-
arsonar umhverfisskipulagsfræðings hjá
Hollustuvernd ríkisins um mengunar-
varnir og hættuleg efni í sorpi. En hvað
er svo merkilegt við endurvinnslustöðina
í Kovik við Stokkhólm í Svíþjóð? Lítum
ögn nánar á málið:
Kovik sorpendurvinnslustöðin var
tekin í notkun árið 1982 og þjónar hún
um 150 þúsund manna byggð í úthverf-
um Stokkhólms og tekur á móti um 35
þúsund tonnum af sorpi á ári. Sorpið er
endurunnið í verksmiðjunni og búið til
eldsneyti fyrir m.a. sementsverksmiðjur
og fjarvarmaveitur o.fl.
Veruleg orka úr ruslinu
Eldsneytið er í töflum eða kögglum á
stærð við eldspýtnatokk og er orka hvers
kílós af kögglunum jafngild 4,7 kílówatt-
stundum rafmagns og bendir Birgir á
það í skýrslunni að ekki væri óhugsandi
að brenna slíkum kögglum í fjarvarma-
veitunni í Vestmannaeyjum en hitagjafi
hennar; nýja hraunið fer óðum kólnandi.
Þegar sorpið kemur í stöðina er það
tætt niður og fer síðan í skiljur sem
flokka það og skilja frá svonefnt létt efni
en úr því er eldsneytið einkum búið til.
Þá flokkast frá svokallaður miðhluti sem
eru matarleifar og lífræn efni og að
síðustu svokölluð þung efni sem eru
málmur og plast.
Úr létta hlutanum, sem er langstærstur
hluti sorpsins eru unnar eins og fyrr segir
töflur eða kubbar á stærð við eldspýtna-
stokka sem eru mjög orkuríkt eldsneyti
(17 MJ/kg) Eldsneytið notað er til að
brenna í fjarvarmaveitum og í sements-
verksmiðjum svo eitthvað sé nefnt.
Þungi hlutinn er skilinn sundur í
segulmagnaða málma og ál en miðhlut-
inn er einkum sandur og mulið gler.
Miðhlutinn er blandaður eðju og búinn
til áburður og þekjuefni sem notað er við
urðun og þar sem landslag er mótað.
Þannig er sorpið fullunnið og sáralítill
hluti þess er urðaður, en að rúmmáli er
sá úrgangur um einn tíundi þess úrgangs
sem kemur frá böggunarstöð.
í því sorpi sem urðað er verður gerjun
og rotnun og metangas myndast. Endur-
vinnslustöðin í Kovik er reist við gamla
sorphauga þar sem baggað sorp var
urðað. Haugarnir hafa verið virkjaðir og
metangasinu úr þeim er dælt upp og leitt
í stöðina og brennt þar og hitinn notaður
til að þurrka sorpið og gerilsneyða og
framleiða þá raforku sem stöðin
þarfnast. Þannig er endurvinnslustöðin í
Kovik sjálfri sér næg um alla orku.
Endurvinnsla ekki
dýrari en urðun
Nú hefur verið ákveðið að reisa sorp-
böggunarstöð í Gufunesi á lóð Áburðar-
verksmiðjunnar þar sem sorp verður
flokkað á sama hátt og í Kovik. Lengra
nær samlíkingin ekki því að í Gufunesi
er ætlunin að pressa sorpið saman í
bagga sem síðan verða urðaðir á mörgum
hæðum í Álfsnesi á Kjalarnesi.
„Vissulega er þetta mikil framför frá
því sem tíðkast í dag. Hvort þetta sé hin
eina rétta aðferð er ég hins vegar ekki
sannfærður um,“ sagði Birgir Þórðarson
hjá Hollustuvernd en hann skoðaði sorp-
vinnslustöðina í Kovik s.l. sumar.
Sorpið kemur inní stöðina og er sturt-
að á færibönd sem flytur það síðan inn í
vélasamstæður. Þar er það hitað til að
þurrka það og gerilsneyða og síðan er
það flokkað og unnið og úr meirihluta
sorpsins eru eldsneytiskögglarnir unnir
og skilar vélasamstæðan þeim frá sér á
einum stað. Annar úrgangur kemur
aðgreindur og baggaður og sá litli hluti
sorpsins sem ekki er nýtanlegur er síðan
urðaður.
-En er þetta ekki rándýrt og miklu
dýrara en sú leið sem farin verður á
höfuðborgarsvæðinu? Birgir Þórðarson:
„Nei. Fjárfestingin í stöð eins og
stöðinni í B^ovik er mjög svipuð og
verður í böggunarstöðinni sem ákveðin
hefur verið hér. Hins vegar þarf ekki
landfyllingarstað í tengslum við endur-
vinnslustöðina.
Svo framarlega sem markaður er fyrir
hendi fyrir eldsneytiskögglana þá hljóta
þeir að auka hagkvæmni rekstrarins þótt
að í sjálfu sér séu þeir ekki tiigangur
sorpmóttökunnar. Slíkir kögglar eru til
dæmis notaðir sem brennsluefni í sem-
entsverksmiðjum erlendis þannig að
markaður fyrir þá ætti að vera fyrir hendi
hér.
Ef endurvinnslustöð yrði reist þyrfti
ekki að fjárfesta í landi fyrir sorpurðun.
Auk þeirrar fjárfestingar er gífurlegur
kostnaður við rekstur á sjálfum urðunar-
staðnum. Mér sýnist því í fljótu bragði
að ámóta mikið kosti að reisa böggunar-
stöð og endurvinnslustöð.
Hliðarfjárfestingar eru hins vegar
minni sé síðari kosturinn valinn og
rekstrarkostnaður ætti að verða lægri og
raunar mun lægri ef öruggur markaður
fæst fyrir eldsneytiskögglana,“ sagði
Birgir Þórðarson fulltrúi hjá Hollustu-
vernd ríkisins.
Bruðlað með land og orku
Birgir segir ennfremur að aðalkostur
við endurvinnslu sé umhverfisþátturinn
en hann verði vart metinn til fjár á sama
hátt og sjálfur reksturinn. Endurvinnsla
sé mun varanlegri lausn frá umhverfis-
sjónarmiði séð en böggun og urðun.
Sé endurvinnsla tekin upp, þá korni
ekki upp þau vandamál sem óhjákvæmi-
lega hljóti að koma upp þar sem sorp er
urðað, svo sem gasmyndun og lekavatn
undan sorpinu fyrir utan hversu mikið
land þarf að taka undir sorpið.
Það þykir mörgum einkennilegt að
fast skuli haldið við urðunarkostinn í
umræðunni um sorpmál höfuðborgar-
svæðisins og ásaka talsmenn hennar um
þráhyggju og að þeir slái höfðinu við
steininn og neiti að kynna sér aðra kosti
í meðferð sorps sem til greina koma.
Þess má og geta að eftir því sem
komist verður næst er hætt að urða sorp
í flestöllum löndum Evrópu norðvestan-
verðrar nema í Bretlandi. Sorpböggun
og urðun eins og taka á upp í Gufunesi
og Álfsnesi er því á undanhaldi en
fullvinnsla og brennsla af ýmsu tagi sækir
á.
í Evrópulöndum er vitanlega skortur
á landrými og orku og því skiptir miklu
Wmm
* .# '***% ...» -v.
..
Á auða svæðinu milli Áburðarverksmiðjunnar og sjávar er ætlunin að flokkunar- og böggunarstöð fyrir rusl af höfuðborgarsvæðinu rísi. Núverandi ruslahaugar sjást til vinstri á myndinni en þar er ætlunin að verði golfvöllur þegar ruslahaugamir verðÍHagðir niður. Því er haldið frain böggunarstöð
eins og rísa á í Gufunesi og urðun í Álfsnesi sé dýrari kostur en endurvinnslustöð fyrir sorpið. Stöðvar af þessu tagi tíðkist ekki lengur í V-Evrópu að Bretlandi undanteknu. xírtiamynd; Pjetur.
að nýta hvort tveggja út í æsar. En gegnir
öðru máli á íslandi? Höfum við tak-
markalítið landrými og orku eða er
kominn tími til að huga að því að fara
vel með hvort tveggja? Nú er það svo að
ísland er ríkt af orku og ekki fyrirsjáan-
legur skortur á henni í náinni framtíð.
Nesjavallavirkjun er senn að komast í
gagnið og fæst þaðan bæði hiti og
raforka.
Skammsýni?
En þrátt fyrir mikið landrými og gnótt
orku þá er Iangt í frá óþarft og því
óhagkvæmt að huga að endurvinnslu
sorps nú þegar Gufuneshaugarnir eru
fullir. Náttúruverndarmenn og náttúru-
vísindamenn telja sorpurðun hinn
hroðalegasta barbarisma og saka þá sem
halda fram sorpurðuninni um skilnings-
skort og það sem verra er; engan áhuga
á að hugsa þessi mál upp á nýtt út frá
umhverfisverndar-, landnýtingar- og
orkusjónarmiðum.
Andstæðingar sorpurðunarinnar >
Kjalarneshreppi eru á móti urðuninni í
Álfsnesi á ofannefndum forsendum og
einn talsmanna þeirra; Svala Árnadóttir
segir að verði sorp urðað í Álfsnesi á
þann hátt sem fyrirhugað er, þá hljóti að
verða að ganga tryggilega frá málum.
Þótt ýmsar leiðir séu færar í þeim efnum
þá verði aldrei gengið frá urðunarstað á
viðunandi hátt og það kosti gegndarlaus-
ar fjárhæðir og fyrirhöfn að reyna það af
einhverri alvöru. Samkvæmt gögnum
sem hún hafi aflað sér frá V-Þýskalandi
þá er þess krafist þar, að urðunarstaðir
séu fóðraðir rækilega og drenlagnir lagð-
ar og tryggilega séð fyrir því að alls kyns
óáran berist ekki út í jarðveg og nágrenni
urðunarstaða.
Þá þurfi að ganga frá málum þannig að
gas sem myndast verði leitt í burt þannig
að ekki verði lyktarmengun í nágrenninu
eða hreinlega eldhætta. Allar þessar
ráðstafanir kosti hins vegar ómælt fé og
fyrirhöfn og hún segist ekki trúa á að
þannig verði frá málum gengið hér. Sé
það hins vegar meiningin að gera það þá
hljóti það að vera spurning hvort ekki
séu aðrir kostir, eins og t.d. endurvinnsla
svipað og í Kovik, sem verða myndu
mun hagkvæmari.
Byggt á Hellisheiðinni?
Þá segir Svala að í sambandi við
Álfsnesið sé verið að tala um að binda
landið næstu 70 árin eða svo. „Hvert
halda menn að byggðin teygi sig á þeim
tíma? upp á Hellisheiði? Auðvitað leitar
byggð meðfram strönd. Það er reynslan
hér og raunar alls staðar annars staðar,“
segir hún.
Svala sagði síðan að menn vissu lítið
hvernig rotnunin færi fram þar sem svo
miklu sorpi yrði þjappað saman við jafn
lítinn jarðveg. Þá væri einnig á það að
líta að reynsla þeirra sem búa í nágrenni
við slíka hauga sem verða í Álfsnesi,
væri þess konar að engin ástæða væri til
að endurtaka hana hér. Dæmi væru um
að í Florida væru gamlir haugar sem
löngu væri búið að tyrfa yfir og loka.
Samt sem áður lyktuðu þeir þannig að
veruleg óþægindi væru af fyrir íbúa í
næsta umhverfi.
Vanefndir í Grafarvogi
Alfreð Þorsteinsson varaborgarfull-
trúi framsóknarmanna hefur lagst ákveð-
ið gegn því að sorpböggunarstöðin rísi á
lóð Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi
og segir hann að augljóst sé að stöðinni
fylgi bæði hávaði og mengun auk þess
sem umferð sorpbíla muni halda áfram
um Grafarvogshverfið um ófyrirsjáan-
lega framtíð.
Sorpstarfsemi muni því halda áfram í
Gufunesi og þannig vanefnd þau loforð
sem gefin voru húsbyggjendum í Grafar-
vogi um að sorpstarfsemi legðist þar
niður þegar hætt yrði að starfrækja
sorphaugana.
Sorpa, fyrirtækið sem annast mun
sorphirðinguna á höfuðborgarsvæðinu
hefur gefið út bækling fyrir íbúa Grafar-
vogs um sorpstöðina sem reisa á í
Gufunesi.
Þar segir að lyktarmengun af stöðinni
verði engin og þar sé stuðst við erlenda
reynslu af þessum rekstri. Þá muni
umferð bíla með rusl minnka um 25%
um hverfið vegna þess að ruslið verði
vigtað inn í stöðina og móttökugjald
innheimt. Jafnframt verði ruslagámum
fjölgað stórlega um allt höfuðborgar-
svæðið.